Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.2005, Page 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. september 2005
!
Undir Fremri-Kárahnjúk, fal-
legu fjalli fyrir austan, ískra
þungir trukkar, gröfur, efn-
isflutningabílar, kranar og aðr-
ar vinnuvélar í hlíðunum þar
sem stór stífla hefur verið
merkt inn á kort Landsvirkj-
unar 2006. Þessar drunur rjúfa
öræfakyrrðina. Þegar við bætist dagleg
sprenging sem rænir slagi úr hjart-
slætti ferðalanga undir Sauðárfellsöldu
tala margir hiklaust um tjón. Þó er það
lítið miðað við það sem til stendur.
Fyrirhugað Hálslón verður ámóta
viðfeðmt og Hvalfjörður, a.m.k. fimm ár
verða stíflaðar, slökkt verður á 15 kröft-
ugum fossum Jökulsár í
Fljótsdal, friðland Kring-
ilsárrana hefur verið
minnkað um fjórðung,
áhrifasvæði virkjunar-
innar mun vera allt að 3.000 ferkíló-
metrum og þannig má áfram telja. Allt
til að halda gangandi einni verksmiðju í
firði.
Á vettvangi lítur þetta út fyrir að
vera ein af þessum fyrirsjáanlegu bíó-
myndum þar sem vinnuvélar stórfyr-
irtækis ógna náttúruverðmætum (regn-
skógi, sögustað, leiksvæði) fyrir
stórframkvæmd (verksmiðju, háhýsi,
verslunarmiðstöð). Augljóst er hver er
vondi karlinn en hetjurnar (oft börn)
koma á síðustu stundu í veg fyrir verkið
og allir enda sælir og glaðir. Hin dæmi-
gerða fjölskyldumynd, gjarnan frá
Disney.
En fyrir austan er ekkert Disn-
eyland. Þar halda vélarnar áfram, líka
um helgar, svo hleypa megi vatni á
Hálslón í september 2006. Engin fjöl-
skyldumynd, nema í því tilfelli að fólk
fari þangað með börnin sín og kynni
þau fyrir svæðinu. Ekki seinna vænna,
því síðar munu þau ekki geta séð það.
En það er pínulítið erfitt að útskýra
fyrir börnum hvað er á seyði eftir að
þau hafa sungið með fossum, stiklað við
ósa Sauðár, teiknað í sanda og sethjalla,
hitt hreindýr inni á Rana og borðað
merarosta úr mýri.
Ég endurtek, það er afar erfitt að
átta sig á umfangi framkvæmdanna
eystra nema vera þar. Og þá er ekki
nóg að skjótast inn í sjoppuna við
vinnubúðir Kárahjúkavirkjunar og horfa
yfir. Áhrifasvæðið nær nefnilega frá
jökli að sjó; auk lands sem fer undir
vatn hljóðna gljúfur, aðrennslisgöng
teygjast um dali, gróðurþekjur rofna,
kjörbýli dýra skaðast o.s.frv. Þetta hafa
sagt mér og sýnt náttúrusinnar sem
berjast gegn virkjunarframkvæmdum
og ég trúi þeim. Fólk sem af alúð og
innlifun kennir öðrum að virða landið,
styrk þess og fágæti. Þeirra barátta fer
fram með hugarfari og rökum (en ekki
úðabrúsum, vilji lesendur halda því að-
greindu).
Málið er stórt og það snýst um sam-
visku hvers og eins. Samvisku þeirra
ráðamanna sem sjá ekkert athugavert
við að virkja svæði í umhverfisflokki E,
þegar aðrir kostir bjóðast (minnst rask
er af virkjunum á svæðum A, meira á
svæði B, o.s.frv.). Samvisku þeirra sem
lofa hagnaði af svo fordæmislausu lang-
tímafyrirtæki. Samvisku þeirra sem
eiga þetta Ísland saman og virðist alveg
sama. Og samvisku hinna sem er ekki
sama en hafa aldrei látið í sér heyra.
Ég hef lengi átt erfitt með að skilja
hvernig mönnum datt í hug þetta ógn-
arrask, þorði samt aldrei að andmæla
því ég vissi ekki nógu mikið, þekkti fáa
fyrir austan og heldur ekki heimsmark-
aðsverð á áli. En í krafti Jöklu og Jöklu
segi ég og skrifa: Þessi litla og snjalla
þjóð hlýtur að komast ágætlega af, þótt
hér sé einu álverinu færra. Hún á sér
síður viðreisnar von ef hún eirir engu í
ætluðu gróðabraski, storkar skap-
styggri náttúru, snýr öllum hlutföllum á
hvolf og fórnar svona miklu fyrir svona
lítið.
Á þessu stóra máli má læra margt og
nota strax, eða þegar næsta stóra álita-
mál kemur upp. Þangað til má fólk eins
og ég sjá eftir að hafa ekki spurt meira,
hlustað betur, efast og rétt upp hönd.
Orkan
innan-
brjósts
Eftir
Sigurbjörgu
Þrastardóttur
sith@mbl.is
Shabana Rehman er þekktur uppi-standari í Noregi og hefur oft vakiðhneykslun en líka aðdáun fyrir aðögra og opna augu fólks fyrir mann-
réttindabrotum. Nú síðast kyssti hún menn-
ingarmálaráðherra Noregs, Valgerd Svarstad
Haugland, fyrir fullu húsi og var þeim um-
svifalaust líkt við Madonnu og Britney forðum.
Shabana sýndi svo á sér rassinn.
Þetta þarf kannski að útskýra aðeins betur.
Í Noregi voru blöðin full af
fréttum af þessari uppákomu
í síðustu viku. Aftenposten
birti m.a.s. mynd af rassi
Shabönu og ekki kemur á
óvart að hann náði forsíðu á
VG og Dagbladet.
Atvikið átti sér stað á opnunarhátíð kvik-
myndahátíðarinnar í Haugasundi þar sem
Shabana flutti opnunarræðuna. Shabana er
pakistönsk að uppruna en uppalin í Noregi.
Hún hefur vakið athygli fyrir að gera grín að
samskiptum innfæddra og innflytjenda, fyrir
að þora og fyrir að beita óvenjulegum aðferð-
um til að fá fólk til að hlusta.
Opnunarmynd hátíðarinnar var norska
kvikmyndin Import – Export sem fjallar m.a.
um stelpu af pakistönskum uppruna og norsk-
an strák sem verða hrifin hvort af öðru og
menningarárekstrana sem af því hljótast. Það
fylgdi sögunni að heilt ár tók að finna leikkonu
í hlutverkið, norskumælandi stúlku af pakist-
önskum uppruna sem tilbúin var að brjóta það
tabú sem slíkt ástarsamband er í menningu
Pakistana.
En Shabana var sjálfkjörin í hlutverk kynn-
is á hátíðinni í ljósi pakistansks uppruna.
„Menningarárekstra er hægt að leysa með
kossi og ef það er hægt í bíómyndunum, af
hverju þá ekki í raunveruleikanum. Ég vil
biðja menningarmálaráðherrann að koma upp
á svið og gefa mér almennilegan koss. Ég
ábyrgist að þú færð fullt af atkvæðum út á það.
Kannski missir þú einhver líka,“ sagði Shab-
ana og Valgerd tók áskoruninni.
Í ljósi umfjöllunarefnis opnunarmynd-
arinnar lagði Shabana áherslu á menningar-
árekstra í opnunarræðu sinni. Húmorinn var
alltaf til staðar þótt háalvarleg mál bæru á
góma; barnahjónabönd og ofbeldi. Kossinn var
lítið mál „en það sem virkilega ögrar Pak-
istönum er þetta“: Sagði Shabana og múnaði.
Leikstjóri opnunarmyndarinnar, Khalid
Hussain var reyndar ekki ánægður með uppá-
tæki Shabönu og þótti það ódýr leið til að vekja
athygli og bera vott um sýniþörf.
En þetta er hennar háttur, hún talar ekki
bara heldur sýnir og gerir og sagði rassasýn-
inguna hafa verið til að sýna fram á mikilvægi
tjáningarfrelsisins. Á opnum fundi með öfga-
manninum múllah Krekar í fyrravor kom
Shabana með spurningu sem áhorfandi og
fékk múllah Krekar til að ganga til sín. Hún
beið ekki boðanna og beygði sig niður og lyfti
honum upp. Þetta gerði hún til að sýna fram á
að hann væri nú ekki hættulegur. Hún komst
að þeirri niðurstöðu að norska ríkinu stafaði
engin ógn af honum og ef allar konur lyftu
körlum 30 cm upp í loftið yrði ekkert stríð.
Hún uppskar reiði og hneykslun fyrir að hafa
móðgað manninn á þennan hátt, og margra
mánaða rökræður í fjölmiðlum um virðingu
eða virðingarleysi fyrir mismunandi menningu
og skoðunum, tjáningarfrelsi og mannréttindi.
Shabana gefur sjálf lítið fyrir að tipla á tán-
um í kringum þá sem hún telur traðka á tján-
ingarfrelsinu en hefur líka verið hótað og var
nú síðast undir lögregluvernd eftir að skotið
var á veitingastað systur hennar í Ósló, að því
er talið var í kjölfar uppákomunnar á kvik-
myndahátíðinni.
Nú þegar kosningabaráttan er í hámarki í
Noregi sýnist sitt hverjum um hvort kossinn
auki kjörfylgi hinnar kristilegu Valgerd eða
ekki. Hún hefur látið málefni innflytjenda til
sín taka og tjáði sig nú síðast um að Pakistanar
í Noregi ættu að leyfa börnum sínum að aðlag-
ast betur norsku samfélagi en ekki einangrast
og að stjórnvöld yrðu að beita sér fyrir betri
samskiptum við innflytjendahópa til að koma í
veg fyrir einangrun og menningarárekstra.
Valgerd átti reyndar sjálf frumkvæðið að
öðrum kvennakossi á annarri kvikmyndahátíð
viku síðar og dró það ekki úr fjölmiðlaathygl-
inni. Flokksfélagar hennar hjá Kristilega þjóð-
arflokknum hafa sumir hneykslast og sagt
henni að hætta þessari vitleysu en flokksfélagi
hennar og líklega fráfarandi forsætisráðherra,
Kjell Magne Bondevik, sagði í viðtali við TV2
að hún væri bara töff.
Koss og rass
Fjölmiðlar
Eftir Steingerði
Ólafsdóttur
steingerdur
@mbl.is
’Kossinn var lítið mál „en það sem virkilega ögrar Pak-istönum er þetta“: sagði Shabana og múnaði. ‘
I Lesbók sóttist eftir að fá að birta erindi eftirÞorstein Gylfason um tákn fyrr á þessu ári.
Þorsteinn sagði að það ætti að birtast í afmæl-
isriti um Pál Skúlason heimspeking (Hugsað
með Páli sem nú er komið út hjá Háskóla-
útgáfunni) og því ekki hægt
að prenta það annars stað-
ar. Skömmu síðar kom hann á blaðið og þakk-
aði áhugann með því að færa umsjónarmanni
Lesbókar erindið útprentað. Það var fallega
gert.
II Í erindinu fjallar Þorsteinn um tákn út frásjónarmiði Ferdinands de Saussures sem
setti fram kenningu um þetta fyrirbæri í byrj-
un síðustu aldar sem hefur orðið áhrifamikil,
einkum meðal málfræðinga, mannfræðinga og
bókmenntafræðinga. Eins og Þorsteinn rekur
var það draumur Saussures að setja saman
allsherjarkenningu um tákn. Saussure taldi að
tákn væru hendingar, merking þeirra réðist af
hendingu. Það er til dæmis tilviljun að hundur
skuli heita hundur og kýr kýr. Þetta taldi hann
vera þýðingarmeira einkenni á mennsku máli
en fólk hefði almennt gert sér grein fyrir eða
allt þar til hann benti á það.
III Saussure vissi að hugmyndin um alls-herjarkenningu væri líklega bara draum-
ur og færir Þorsteinn rök fyrir því í erindi
sínu. Hann segir að tákn séu of sundurleit til
þess að hægt sé að smíða allsherjarkenningu
um þau og líklega sé heldur engin ástæða til
þess að glíma við slíkt verkefni: „Kraftaverk
Krists eru tákn í allt öðrum skilningi en kross-
inn er tákn kristindómsins. Og ör púls táknar
sótthita í enn öðrum skilningi. Eða könguló
sem táknar systur manns samkvæmt draumr-
áðningabók. Eða pottbrot í jörðu sem eru tákn
þess að þar hafi búið fólk. Um svona dæmi er
nærtækast að spyrja: hvers vegna í ósköp-
unum skyldum við vilja kenningu sem fjallar á
einu bretti um sjúkdómseinkenni, dýr í
draumum og kraftaverk? Eða umferðarljós,
spor í sandi og þjóðfána? Þurfum við slíka
kenningu til að varpa ljósi á mælingar á
sjúkrahúsum, umferðarreglur, fornleifar,
þjóðerni og drauma? Svari þeir sem vita.“
IV Þorsteinn bendir enn fremur á að hend-ingarkenning Saussures sé alls ekki vel
til þess fallin að varpa ljósi á fjölmörg tákn
sem við erum vön að líta á sem slík. Það er til
dæmis ekki tilviljun að vogarskálar tákna rétt-
vísi og það er heldur ekki tilviljun að hönnun
Þjóðleikhússins, það er að segja bygging-
arinnar sjálfrar, minnir á álfhamar. Þessi tákn
eru greinilega af öðrum meiði en þau sem
Saussure talaði um en eru engu að síður venju-
leg tákn samkvæmt íslenskri málvenju.
Neðanmáls
Sjálfstæðismenn sem voru á móti flugvellinum en þorðu ekki að gefa sig fram, hvísluðuáður um andstöðu sína í hálfum hljóðum, tala nú opinskátt gegn honum við hvern semþeir hitta. Merkilegastur er þó viðsnúningur Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar sem hefur al-
gjörlega snúist hugur eins og Sál forðum á veginum til Damaskus.
Vilhjálmur hefur alla tíð séð mikil tormerki á að flugvöllurinn fari, en vill nú helst losna við
mannvirkið strax á næsta kjörtímabili. Hann hefur tekið forystu í málinu, er orðinn róttækari
en allir aðrir. […]
Það er auðvelt að gera grín að ístöðuleysi og tækifærismennsku pólitíkusa – líklega hefur
aldrei verið meira í tísku en nú að líta niður á stjórnmálamenn – en mig langar samt meira til
að hrósa Vilhjálmi, Gísla Marteini og öllum hinum sem hafa verið að læra af reynslunni og
taka nú afstöðu sem kannski er forystu flokksins ekki þóknanleg.
Þeir verða samt að gera sér grein fyrir því að R-listinn er ekki vandamálið í borginni, heldur
vanahugsunin sem hefur ráðið ríkjum í borgarstjórninni, hjá öllum flokkum. Það er kominn
tími til að borgarfulltrúar fari að skilja að þeir búa í borg – að það séu ekki byltingarkenndar
hugmyndir að hverfa frá úthverfastefnunni og stöðva útþenslu byggðarinnar.
Þvert á móti er það nauðsyn ef á að vera lífvænlegt í borginni. Við verðum að hætta að láta
verkfræðinga, vinnuvélaeigendur og landsbyggðarþingmenn ráða ferðinni. Reykvíkingum
mun fjölga um tugi þúsunda næstu áratugi: viljum við setja þetta fólk niður uppi í Úlfarsfelli
eða viljum við hafa það inni í borginni?
Egill Helgason
Silfur Egils www.visir.is
Kýlið arkitektana
Breski rithöfundurinn Auberon Waugh ráðlagði mönnum eitt sinn að í hvert sinn sem þeir
hittu arkitekt í veislu ætti að kýla hann á nefið. Þannig mætti ef til koma einhverjum arkitekt-
um í skilning um að þeir ættu að hanna falleg hús. Þessi uppgjöf Waughs gagnvart því að
koma vitinu fyrir arkitekta með hefðbundnum aðferðum er rifjuð upp hér af því tilefni að um
þessar mundir fer fram miðbæjarmeistaramót ’68-kynslóðarinnar í Reykjavík í greininni hver
kom fyrstur fram með þá hugmynd að færa Reykjavíkurflugvöll út á Löngusker svo byggja
mætti í Vatnsmýrinni. Í gærkvöldi gaf maður sig fram í Kastljósi Ríkissjónvarpsins og gerði
tilkall til titilsins með því að lýsa því yfir að hann hefði gert tillögu um flugvöll á Lönguskerjum
fyrir 30 árum. Ætli einhver mundi vilja sitja uppi með byggingar frá þeim tíma í Vatnsmýr-
inni? Það var ekki nóg með að húsin frá sjöunda og áttunda, já og níunda og tíunda, áratug síð-
ustu aldar séu sum hver herfilega ljót heldur er ljótleikinn oft laðaður fram með sérlega ógeð-
felldu skipulagi. Í framhaldi er nauðsynlegt að fá svör við því hvort menn telji að íslenskir
arkitektar hafi fengið nægilega oft á baukinn fyrir misgjörðir sínar á seinni helmingi síðustu
aldar til að menn treysti þeim til setja eitthvað annað en hrylling niður í Vatnsmýrinni.
Andriki.is
Flugvöllinn eða arkitektana
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Viðsnúningur í Vatnsmýrinni!
Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111
netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins