Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.2005, Blaðsíða 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. september 2005 | 7
fjallar hún um lífið á Kúbu og alls konar tilvist-
arspurningar. Hún teflir fram samlíkingu við
hafið sem flóttamenn leggja út á í bátkænum í
leit að betra heimi með táraflóði Lísu í Undra-
landi. Hún segir að bókin um Lísu í Undra-
landi hafi heillað hana allt frá barnæsku og að
þar finni hún enn hugmyndir að táknum eða
samlíkingum.
Ramos nær mjög mögnuðu andrúmslofti í
verk sín þar sem oft er persóna eins og frá öðr-
um tíma stödd í framandi heimi.
Í finnska hluta Graphica Creativa var mikil
fjölbreytni. Þar var yngri kynslóð listamanna
áberandi sem sýndi verk unnin af mikilli
tæknilegri færni og oft mjög persónuleg og
áhrifarík. Það viðfangsefni sem var yfirgnæf-
andi var mannlífið og ýmiss konar tilvistar-
spurningar. Í verki Markus Lampinens af
barnsandliti blasti t.d. við spurningin um ör-
yggi og framtíð heimsins í dag.
Við getum skoðað þann heim frá okkar
sjónarhorni en ýmsa heima og ýmis ný sjónar-
horn og speglanir á heiminn í dag var að finna
inni í miðju Finnlandi.
Höfundur er myndlistarkona.
Ljósmynd/Jóhanna Bogadóttir
Berenica Boberska Við hið flæðandi grafíkverk sitt.
20. öldin Æting eftir Jiri Anderle.
(Mt. 19. 4-15, 1.Kor.13. Jh. 14. 6-11)
Lag: Ó, höfuð dreyra drifið.
Það rétt sé gáfan ráðin,
það ráðgjöf og til bjó.
Svö mörg kom mannlífs dáðin,
og mikið vangert þó.
Um sifjar Guðs lög gilda
þau gefa lífi sið,
er ögun skýr þar skylda,
sem skilji’ ei mannkyn við.
Oft vald er vá, – því miður,
og veldur böli á jörð.
Um fjármagn ei er friður
því fylgja stríðin hörð.
Ei örbirgð og auðs hópa
það ógnar myndar gjá.
Nú hryðjuverkin hrópa
og heiminn allan þjá.
Hið góða vel því virkjum,
það verði aflið mest.
Í kærleiks krafti’ oss styrkjum
það knýr menn áfram best.
Ef lífsins Guð þér leynist
þá leita’ að honum fyrst.
Hann næst með náð oss reynist,
er nefnum Jesú Krist.
Pétur Sigurgeirsson
Á ferð með áttavita
Höfundur er biskup.
Ég lá á litlu skýi.
Ég bað það segja mér eitthvað um þig.
Vertu glöð sagði skýið og flögraði með mig
fram og aftur.
Þú mátt ekki gráta.
Þú mátt ekki gráta þá leysist ég sundur.
sagði skýið og flögraði með mig
fram og aftur.
Síðan kom bróðir minn vindurinn
og veitti mér atlot
sem minna á þig.
Nína Björk Árnadóttir
Morgunn
Lesbók Morgunblaðsins – 29. janúar 1967
80
ára
1925
2005