Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.2005, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.2005, Side 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. september 2005 Þ au svið siðmenningar þar sem Evrópa naði að líkja eft- ir Rómaveldi á 16. og 17. öld voru vöxtur ríkisvalds og einokun ríkisins á ofbeldi og skattlagningu, vöxtur borga sem miðstöðvar menningar og bætt samgöngu- og stjórnkerfi. Hin nýja skipan var innsigluð með friðnum í Westphalen 1648 en þá varð formlega til það kerfi þjóðríkja, sem síðan hefur verið við lýði í Evrópu. Það var í fyrstu undir forræði Frakka sem á síðari hluta 17. aldar voru fjölmennasta og auðugasta ríki Evrópu. Jafnframt var lokið kröfu hins heil- aga Rómverska keisaradæmis til að hafa yfir ríkjum að segja – þetta fyrirbæri hafði náð yfir stóra hluta Þýskalands og Ítalíu á 10.– 17. öld en sögu þess var nú lokið. Hugmyndin hafði alltaf verið sú að endurreisa vesturhluta Rómaveldis en það hafði aldrei tekist al- mennilega og nú var öllum tilraunum á þessu sviði hætt. Hugmyndin um að endurreisa Rómaveldi var í sjálfu sér ágæt, hún gekk bara ekki upp. Siðmenningin var í stað þess endurreist undir merkjum konungsríkisins. Konungsríki voru sovereign, þ.e. þau höfðu á hendi allt forræði innan landamæra sinna, en samskipti þeirra á milli urðu á tveimur sviðum: Með diplómatíu annars vegar og styrjöldum hins vegar. Meginmarkmið hvers ríkis fyrir sig var að hafa nægilegan hernaðarlegan styrk til að verja sig og viðhalda sér. Fæst ríki af þessu tagi voru einsleit að menningu, eða það sem meira máli skipti, trúarbrögðum. Mörg þeirra voru samsett annars vegar úr kjarnasvæðum þar sem var ríkjandi þjóð konungsríkisins og höfuðborg, og hins vegar úr jaðarsvæðum, þar sem oft bjuggu aðrar þjóðir með aðra menningu, trúarbrögð og siði. Kjarnasvæðin leituðust stöðugt við að leggja undir sig jaðarsvæðin með sem gjörtækustum hætti, menning- arlega og efnahagslega. Stundum tókst þetta, stundum ekki, og oft leiddi þetta á 18. og 19. öld til þess að þjóðernishreyfing efldist á jað- arsvæðunum. Hér verður saga þriggja jað- arsvæða í tveimur „vestfölsku“ ríkjanna, Bretlandi og Danmörku. Þessi svæði eru Ír- land, Noregur og Ísland. Saga þeirra sýnir að afleiðingar fyrstu skrefa siðvæðingar í Evrópu gátu verið mótsagnakenndar og lítt siðlegar. Írland klaustra og ættarhöfðingja Rómaveldi lagði Írland aldrei undir sig en á 5. öld hófst þar trúboð sem lauk með því að landið var orðið alkristið í lok aldarinnar. Að mörgu leyti má þó segja að kristnin hafi ver- ið innlimuð í það þjóðfélagskerfi sem fyrir var, frekar en að kristnin breytti írsku sam- félagi. Írar lærðu þó að lesa og skrifa, og í klaustrum þeim sem voru miðstöðvar írskrar kristni urðu til miklar miðstöðvar lærdóms og bókmennta. Írskir munkar stunduðu bæði írsk og latnesk fræði, skrifuðu bæði á írsku og latínu. Á 6. og 7. öld lá afgangurinn af Evrópu fyrir fótum germanskra þjóðflutn- ingakonunga með tilheyrandi róstum og óöld, en þá voru írsk klaustur helstu miðstöðvar mennta og fræða í álfunni og þangað flykkt- ust menntamenn til að nema klassísk fræði. Einnig voru þar skráðar írskar eða gelískar goðsagnir og sögur, sem eru miklar að vöxt- um. Hvorki voru borgir né ríki á Írlandi, en landið skiptist í um 150 umdæmi, tuatha, sem hvert um sig var sjálfstætt. Klaustrin voru fljótlega innlimuð í þessa skipan, og brátt fóru ákveðnar höfðingjafjölskyldur að fara með stjórn klaustranna og eigna þeirra. Þessi skipan mála breyttist lítið við innrásir víkinga og stóð fram á 12. öld. Víkingar stofnuðu hins vegar fyrstu borgir á Írlandi, svo sem Dublin, Wexford og Limerick, og stóðu þær sem sjálfstæð víkingaríki fram á 12. öld. Írar töluðu annars gelískt mál og um völdin á Írlandi börðust hinar ýmsu höfð- ingjaættir Íra. Þeirra öflugust var Uí Neill- ættin í Ulster. Á 12. öld gaf þáverandi páfi enska konung- inum leyfi til að ráðast á Írland og koma þar á réttlátri skipan mála. Enskir aðalsmenn, Normannar að ætterni, höfðu þá byrjað af- skipti af írskum málefnum eftir að írskur höfðingi hafði beðið þá um aðstoð við að end- urheimta ættarveldi sitt. Normannarnir end- urheimtu viðkomandi ættarveldi, en bættu um betur og hertóku nær allt Írland á 12. öld. Aðeins Ulster og vesturhluti Munster, syðst og vestast á Írlandi, héldust undir gel- ískum valdhöfum. Írland var lagt undir Eng- landskonung. Þegar til lengri tíma er litið breytti her- nám Normanna afar litlu á Írlandi. Að vísu komst á rétt og siðug Rómarkristni með biskupum og yfirstjórn páfa frá og með 12. öld, og írska klaustrakristnin hvarf úr sög- unni. Einnig tóku Englendingar Dublin og umhverfis hana settust að enskir leiguliðar og vinnumenn. Nefndist það svæði the Pale og var eina svæðið á Írlandi þar sem ríkti ensk menning, allt frá 12. öld og til 1600. Normönnsku höfðingjarnir runnu brátt saman við þá írsku yfirstétt sem fyrir var og tóku upp írska tungu og írska siði. Að auki réttu írskir landeigendur úr kútnum og her- námu á ný stór svæði sem þeir höfðu misst á 12. og 13. öld. Næstu tvær aldir var Írland að mestu sjálfstætt í innri málum. Englands- konungur skipaði landstjóra sinn, en hann stjórnaði landinu að mestu án afskipta kon- ungs. Írland skiptist upp í yfirráðasvæði nokkurra ætta, sem hver hafði sinn einkaher. Meðal helstu ætta voru Burke-ættin í Con- naught, Fitzgerald-ættin í Leinster og O’Neill-ættin í Ulster. Írland var að mestu utan við ensk lög og vald, með eigin lög, tungu, þjóðfélagskerfi og siði. Írar í vondum málum Segja má að Írland hafi haldið gelískum sið- um sínum og menningu allt þetta tímabil þrátt fyrir skammvinna tilraun Englendinga til að leggja landið undir sig á 12. og 13. öld. Um 1500 hafði sótt í gamla farið, hin fornu ættarveldi réðu öllu og ættirnar voru líklega of öruggar með sig. Árið 1497 lét Fitzgerald- ættin, sem hafði á hendi embætti landstjóra, krýna konung af York-ættinni í Dublin, en þá sat upphafskonungur Tudor-ættarinnar, Hin- rik 7., í London. Við það tækifæri buðu Ger- aldínar, eins og Fitzgerald-ættin nefndist líka, her frá Burgundy til að vera við krýn- inguna í Dublin. Tudorar svöruðu með því að svipta Gerald- ína landstjóraembættinu og afhentu það But- ler-ættinni í Ormond-héraði. Geraldínar gerðu uppreisn, en uppreisnin var bæld niður og höfðingi þeirra, Silken Thomas að nafni, var tekinn af lífi. Nú varð stefnubreyting hjá ensku stjórn- inni. England hafði sagt sig undan yfirráðum páfa og óttuðust Englendingar að kaþólskt Írland yrði hættulegt ríkinu, þaðan mætti skipuleggja innrásir pápista. Samkvæmt til- lögu Hinriks 8. skyldu allir írskir aðalsmenn verða aðnjótandi verndar Englandskonungs, en þeir áttu að sverja krúnunni trúnaðareið og fá konungsskrá fyrir löndum sínum. Ír- land skyldi verða konungdæmi fremur en „Lordship“. Írskir aðalsmenn skyldu smám saman teknir inn í enska aðalinn, og fengu rétt til að sitja í írska parlamentinu. Írskir aðalsmenn fengu afhent lönd sem krúnan gerði upptæk frá klaustrum í siðbreyting- unni, en þeir héldu áfram fyrri iðju að stjórna konungdæmum sínum eins og þau væru sjálfstæð. Írar neituðu algerlega að taka mótmælendatrú, og aðlögunarstefna Englendinga beið skipbrot. Englendingar brugðust við með því að hefja tilraunir til landnáms mótmælenda í héruðum sem tekin höfðu verið af írskum að- alsættum. Þetta gekk afar illa, þar sem Írar brugðust við með skæruhernaði. Englend- ingar reyndu einnig að banna einkaheri írskra aðalsætta, en það gekk líka afar erf- iðlega. Að lokum létu Englendingar sverfa til stáls. Í níu ára stríðinu frá 1594–1603 var Ír- land hernumið af Englendingum. Írskir herramenn voru afvopnaðir og enska, ensk lög og stjórnmenning komu í stað írskrar í allri stjórn landsins. Margir keltneskir Írar misstu land sitt í stríðinu. Þeir áttu þó meiri- hluta lands þar til Cromwell réðst á Írland á 6. áratug 17. aldar. Með níu ára stríðinu hófst þrautaganga Íra undir stjórn Englend- inga, sem stóð óslitið fram á 20. öld. „Stjórn“ Englendinga á Írlandi á þessum tíma var ein versta harðstjórn sem þekkst hefur á síðari tímum. Níu ára stríðið var fyrst og fremst háð gegn öflugustu írsku höfðingjaættinni, O’Neill-ættinni í Ulster. Árið 1607 flúði sú fjölskylda land til Frakklands, og Englend- ingar sviptu hana landi sínu í Ulster. Þeir fluttu nú um 20.000 enska og skoska bændur af mótmælendatrú til að setjast að í Ulster. Ætlunin var að hjálpa til við siðvæðingu Ír- lands með því að flytja þangað áreiðanlega bændur í stað hinna þrjósku Íra. Írar neit- uðu enn að láta af trú sinni, og brátt dró til örlagaríkustu atburða í sögu Írlands. Í Englandi varð bylting árið 1641 og þingið setti konunginn af. Borgarastyrjöld hófst milli fylgismanna þings og konungs. Öfl- ugustu fylgismenn þingsins voru ofsatrúaðir mótmælendur, púritanar. Írland féll í hendur Kaþólska bandalagsins, bandalags kaþólsra aðalsmanna af írskum og gamalenskum ætt- um (old english, en svo voru hinar fornu Nor- mannaættir sem tekið höfðu upp írska siði kallaðar). Írar gerðu uppreisn gegn Englend- ingum, og meðal annars réðust þeir á mót- mælendur í Ulster og myrtu þá þúsundum saman. Eftir það geisaði um skeið styrjöld milli mótmælenda og kaþólikka í Ulster, og fjölmörg grimmdarverk voru framin á báða bóga. Aldrei hefur gróið um heilt milli kaþ- ólskra og mótmælenda í Ulster eftir þetta, og núverandi átök eiga rót sína að rekja til þess- ara atburða. Borgarastyrjöldin hélt áfram, en árið 1649 var henni lokið með sigri Olivers Cromwell og manna hans úr liði þingsins. Kaþólska bandalagið hélt þá öllu Írlandi, en Cromwell hélt þangað með 3.000 manna lið úr her þingsins, New Model Army. Sá her herjaði á Írlandi í fjögur ár og leiddi hernaður hans til þess að um 400.000 Írar fórust af völdum stríðsátaka, hungursneyðar og sjúkdóma. Cromwell náði fljótlega flestum borgum Ír- lands á sitt vald, en Írar neituðu að gefast upp og hófu skæruhernað. Englendingar brugðust við með því að reka grunaða stuðningsmenn skæru- liða af jörðum sínum, og var það meginorsök hungursneyðarinnar. Vestan við réttlætið – Írland undir hæl Englendinga Að styrjöldinni lokinni voru flestir uppreisn- armenn frá 1641 sem til náðist hengdir, en sumir voru sendir til Vestur-Indía í þrældóm. Þeir sem höfðu tekið þátt í Kaþólska bandalaginu voru sviptir jarðeignum sínum. Cromwell setti nú lög sem sviptu kaþólska Íra nær öllum réttindum. Þau nefndust Penal laws, Refsilög eða Hegningarlög. Kaþólskum mönnum var bannað að búa í borgum eða bæjum. Kaþólsk trú var bönnuð og prestar líf- látnir. Hlutur kaþólskra af landeign á Írlandi féll úr 60% fyrir stríðið í 20% eftir fall lýðveldisins enska. Við lok 18. aldar var hlutfallið komið niður í 1%. Kaþólskum var einnig bannað að hafa á hendi opinber embætti. Kaþólskum Írum var á síðari hluta 17. aldar og fram yfir aldamótin 1800 bannað að sitja á þingi Írlands eða Bretlands, bannað að kjósa, miklar takmarkanir voru á eignarrétti þeirra, kaþólskir leiguliðar urðu að þola hækkun á jarðaafgjöldum án möguleika á að kæra til dómstóla, þeir máttu ekki kaupa land, ekki mátti skipta um trú frá mót- mælendatrú, kaþólskir máttu ekki giftast mótmæl- endum, ekki senda börn til náms til Frakklands, ekki erfa lönd mótmælenda o.s.frv. Afleiðingar þessara laga voru meðal annars þær að kaþólskum Írum var bannað að menntast, þjóna í hernum, sinna störfum sem kröfðust menntunar og halda kaþólskar messur, þar sem kaþólskir prestar voru drepnir hvar sem í þá náð- ist. Írar urðu fátækir, ómenntaðir og gjörkúgaðir. Írar gáfust þó ekki upp, og 1689 studdu þeir James II., konung af ætt Stúarta, gegn Vilhjálmi af Óraníu. Írar biðu þá ósigur í orustunni við Boyne, en þar börðust mótmælendur við kaþ- ólikka. Við það var aftur hert mjög á Hegning- arlögunum, sem nokkuð hafði verið linað á eftir að hinir kaþólsku Stúartar tóku við völdum í Eng- landi um 1660. Á 18. öld er talið að þjóðarframleiðsla Íra hafi að meðaltali verið um 4 milljónir punda á ári að verðmæti. Þar af greiddu þeir fjórðung, eða eina milljón punda, til landeigenda af mótmæl- endaættum sem eftir sigur Englendinga á Írum fengu afhentar landareignir á Írlandi. Arðrán þetta leiddi að lokum til mikillar hungursneyðar á 5. áratug 18. aldar, og munu um 10% Íra eða um 400.000 manns þá hafa látist. Þessi hungursneyð Siðvæðing í útj Írafár „Ekki er að furða að Ken Livingstone borgarstjóri í London hafi nýlega talið að Englendingar hafi farið verr Írland, Ísland og Noregur í klóm siðvæðingar Eftir Árna Daníel Júlíusson arnidan@akademia.is Í fyrstu grein um siðmenningu og þróun hennar var rætt um siðmenningarstig og skilgreiningar á því. Sýnt var fram á að á 16.–18. öld hefði Evrópa náð svipuðu sið- menningarstigi og Rómaveldi, á ákveðnum mjög mikilvægum sviðum, en einnig var um að ræða verulegan mun á grundvallarvið- horfum þessara samfélaga, sérstaklega með tilliti til viðhorfa til vinnu og tækni. Yfirstétt- arrómverjar fyrirlitu allt slíkt og töldu vera þrælsverk, á meðan Evrópubúar höfðu ekki eins neikvætt viðhorf til þessara atriða.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.