Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.2005, Qupperneq 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. september 2005 | 11
M
argaret Leng Tan hefur verið
gríðarlega iðin við að kynna
verk Cages og ekki bara verk
hans heldur framsækna tón-
list bandaríska almennt þótt
hún teljist sérfræðingur í
Cage, meðal annars fyrir náið samstarf hennar
við hann síðasta áratuginn sem hann lifði. Hún
leikur á tónleikum í Listasafni Íslands næstkom-
andi fimmtudagskvöld og flytur þá verk eftir
John Cage á tónleikadagskrá sem hún setti sér-
staklega saman fyrir tónleikana, en þeir eru liður
í hátíðinni Orðið tónlist.
Minning Johns Cages
Á tónleikadagskránni, sem ber yfirskriftina
„Through The Silence“: John Cage in Memoriam
1912–1992, eru verk eftir John Cage: Bacchanale
fyrir breyttan flygil, Svíta fyrir leik-
fangapíanó, Draumur, sem útsett er
fyrir flygil og leikfangapíanó af Tan,
Árstíðirnar, ballettverk í einum
þætti, 0’ 00", Í nafni helfararinnar,
Ástralskar etýður, 4’33", Vatnstónlist fyrir píanó-
leikara, útvarp, flautur, vatnsílát og spilastokk, og
Ófelía. Þess má geta að 5. september er fæðing-
ardagur Cage.
Tan sagði að fyrir henni vekti að reyna að gefa
mynd af því hve verk Cages spönnuðu vítt svið,
hvort sem um væri að ræða verk fyrir hefðbund-
inn flygil, leikfangapíanó, breyttan flygil eða
strengjaflygil, en síðastnefnda heitið er notað yfir
það þegar spilað er beint er á strengi flygilsins.
„Ekki síst langaði mig að sýna fram á hið leik-
ræna sem felst einnig í tónlist Cages og valdi því
verkið Water Music og svo líka gamansemina
sem finna má í ríkum mæli í tónlist hans, til að
mynda í Vatnstónlistinni, þar sem hann beitir því
sem hann kallaði stýrða tilviljun, því útvarp er
notað í því verki og ekki gott að sjá fyrir hvað
muni heyrast í útvarpinu á þeirri stund sem það
er notað.“
Margaret Leng Tan hefur látið þau orð falla að
kynni hennar af Cage hafi verið vendipunktur í
lífi hennar og henni er gjarnt að orða það svo að
því megi skipta í fyrir Cage og eftir Cage. Hún
kynntist Cage 1981 þegar hún var að setja saman
tónleikadagskrá sem hún hugðist flytja á tón-
leikaferð um Asíu og ætlaði að leika verk vest-
rænna tónskálda sem mörkuð voru af austrænni
hugsun eða heimspeki. „Mig langaði að sýna fólki
á heimaslóðum mínum, í Singapúr og víða í Aust-
urlöndum fjær, hve mikil áhrif austræn menning
hefur haft á Vesturlöndum. Ég var líka orðin leið
á að spila sígilda tónlist og sá þetta sem leið til að
miða mér til nútímans í verkefnavali, byrjaði á
Debussy og endaði á Cage, valdi verk sem hann
hafði samið fyrir breyttan flygil, enda algengt að
menn líki þeim við indónesíska gamelan-tónlist.
Cage heyrði mig spila eitt verkanna og var svo
ánægður með hvernig ég breytti flyglinum, sem
er mikið vandaverk, að hann bauð mér að hitta sig
og samstarf okkar hófst við það.“
Sérfræðingur í píanóverkum Cages
Cage fékk þegar mikið dálæti á Tan og þegar
haldið var tólf tíma Cage-maraþon í New York í
tilefni af sjötugsafmæli hans ári síðar bað Cage
hana að flytja opnunarverkið með sér, en hún lék
þá verk eftir hann á breyttan flygil og hann las úr
verkum sínum á meðan hún breytti flyglinum
milli verka. Eftir það áttu þau gott og náið sam-
starf og frá því Cage féll frá 1992 hefur Tan verið
talinn einn helsti sérfræðingur í píanóverkum
Cages.
Meðal verkanna sem Tan leikur er Bacchanale
fyrir breyttan flygil frá 1940, en breyttur flygill,
eða Prepared Piano, er uppfinning Cages og
Bacchanale er fyrsta verkið sem hann samdi fyrir
það hljóðfæri. Margaret Leng Tan segir að sögu
hljóðfærisins breytts flygils megi rekja til þess er
Cage var að semja dansverk fyrir Syvillu Fort og
átti að bera í sér afríska strauma. „Það var aftur á
móti ekkert pláss fyrir eins fjölmenna slagverks-
sveit og Cage samdi helst fyrir á þessum tíma og
leikhúsið þar sem sýningin átti að vera var svo lít-
ið að varla var pláss á sviðinu fyrir flygil, Cage og
dansarann. Þá rak hann minni til verka Henrys
Cowells, sem samið hafði talsvert af verkum fyrir
píanóstrengi, þar sem spilað er beint á strengina.
Hann prófaði það en hugnaðist ekki þau hljóð
sem hann náði að framkalla. Þá reyndi hann að
nota álrör í flygilinn, en það var of laust, og nagla,
en þeir losnuðu við titring strengjanna. Þá hug-
kvæmdist honum að nota skrúfur og skrúfgang-
urinn á þeim varð til að skorða þær nógu lengi til
að hægt væri að flytja verkið. Í framhaldinu tók
hann að setja fleira milli strengjanna, skrúfur,
rær, gúmmíbita, filtbita, spýtukubba, bamb-
usbita, sem allt breytti flyglinum svo úr varð nýtt
hljóðfæri, breyttur flygill. Það sem hann bjó
þannig til var slagverkssveit sem einn maður gat
stýrt.“
Tan segir að hljómur breytt flygils sé fram-
andlegur og fyrir vikið minni hann marga á ga-
melan-hljóma, en hún segir að Cage hafi sagt sér
að hann hafi ekki verið að líkja eftir gamelan-
hljómi, heldur hafi hann verið að reyna að skapa
nýjan hljóðaheim, sem hafi tekist.
Stýrð tilviljun
Aðspurð hvort hún teldi að Cage hefði gripið til
rafeindatóla væri hann í sömu sporum í dag bend-
ir Tan á að Cage hafi síðar samið talsvert fyrir
rafeindahljóð, enda hafi hann verið opinn fyrir
öllu sem skilað gæti hugsun hans, en hvað breytt-
an flygil varðar þá megi ekki gleyma því að flygill
er í eðli sínu órafmagnað hljóðfæri og hljómi óraf-
magnaðra hljóðfæra sé aldrei hægt að ná að fullu.
„Hljóðgervlar geta komist býsna nærri því að
líkja eftir hefðbundnum hljóðfærum en þó er allt-
af hægt að heyra að verið sé að nota tölvu en ekki
órafmagnað hljóðfæri. Meira að segja hljómi leik-
fangapíanós, sem er þó ekki nema sýlófónn í pí-
anókassa, er ekki hægt að ná með fullkomnustu
tölvum.“
Eins og getið er byggist Vatnstónlist, Water
Music, eftir Cage á því sem hann kallaði stýrða
tilviljun, controlled chance, og Tan segir að það
hafi ekki síst verið til þess að gefa flytjanda verk-
anna færi á að taka þátt í að semja þau. Hún nefn-
ir sem dæmi verk sem Cage samdi fyrir hana,
sem ekki hafi verið fært að flytja á Íslandi að
þessu sinni, enda kalli það á þrjá flygla samtímis.
„Í því verki hef ég frelsi til að nýta mér það sem
ég kýs úr verkinu hvert sinn sem ég leik það, ern
það var mjög í anda Cages, hann vildi gefa flytj-
endum frelsi, leyfa þeim að taka þátt í verkinu, en
fólgin í því frelsi er líka mikil ábyrgð, hann vildi
gefa fólki kost á frelsi án þess að það yrði kjána-
legt,“ segir Tan og segir að ekki kunni allir að
fara með slíka ábygrð og rifjar upp hvernig Fíl-
harmóníusveit New York gerði grín að verkum
Cages á sínum tíma, þótt fljótlega hafi komið ann-
að hljóð í strokkinn.
Sýlófónn þykist píanó
Eins og getið er er leikfangapíanó sýlófónn sem
þykist vera píanó og leikið er á það með plast-
hömrum, níu hvítar nótur. Á efnisskránni er Svíta
fyrir leikfangapíanó frá 1948, en Tan segir að
þegar hún hafi heyrt það verk hafi hún ákveðið að
leggja fyrir sig leikfangapíanóið til viðbótar við
hefðbundið píanó. „Þegar ég heyrði þetta verk sá
ég hvað fólust gríðarlegir möguleikar í þessu ein-
falda píanói, en það tók önnur tónskáld fimmtíu
ár að átta sig á möguleikum hljóðfærisins, John
Cage var spámaður,“ segir hún ákveðið, „það er
eiginlega ekki hægt að lýsa honum öðruvísi.“
Margaret Leng Tan er fædd í Singapúr 1953 og
byrjaði snemma að spila á píanó, „alvöru fylgil“,
segir hún og hlær við, „það var ekki fyrr en ég var
orðin fullorðin að ég fór að spila á leikfangapíanó
og þegar ég vakti fyrst athygli fyrir það sagði
móðir mín við mig: „Var það fyrir þetta sem við
kostuðum þig til náms í Juilliard?““ segir Tan og
hlær innilega.
Hún lærði píanóleik heima í Singapúr og sex-
tán ára gömul fékk hún námsstyrk við hinn kunna
Juilliard-tónlistarskóla í New York og varð fyrst
kvenna til að útskrifast með doktorsgráðu frá
þeim skóla.
Orðið tónlist
Ekki er bara að Margaret Leng Tan er þekkt fyr-
ir að leika á leikfangapíanó, heldur er hún með
helstu sérfræðingum í breyttum flyglum, sem er
uppfinning Johns Cages, og fræg fyrir fimi í að
leika á strengjaflygil, telst reyndar einn helsti
virtúós í slíkri spilamennsku. Hún leikur ekki
bara verk eftir Cage, þótt dagskrá hennar sé
þannig samsett að þessu sinni, heldur er hún
einnig þekkt fyrir að flytja verk Georges Crumbs,
sem hún hefur átt talsvert samstarf við og sendi
fyrir skemmstu frá sér disk og DVD þar sem hún
flytur Makrokosmos I-II. Hún hefur einnig unnið
sér orð fyrir flutning á verkum Henrys Cowells.
„C-in þrjú“, segir hún og hlær við, „Cowell, Cage
og Crumb“. Meðal þeirra tónskálda sem samið
hafa verk fyrir hana auk þeirra sem þegar hefur
verið getið eru eru Tan Dun, Alvin Lucier, Somei
Satoh, Ge Gan-ru, Toby Twining, Julia Wolfe,
Raphael Mostel, Stephen Montague, Erik Gris-
wold og Aaron Jay Kernis.
Tónleikar Margaret Leng Tan verða í Lista-
safni Íslands miðvikudaginn 7. september. Þeir
eru liður í hátíðinni Orðið tónlist sem nú er haldin
öðru sinni. Fimmtudaginn 8. september verða
aðrir tónleikar á hátíðinni, einnig í listasafninu, en
það eru minningartónleikar um Magnús Blöndal
Jóhannsson, þriðju tónleikarnir verða í Iðnó á
föstudagskvöld, þar sem fram koma Rass, Hair-
Doctor, Dr. Spock, Mammút og Jeff Who? og
laugardagskvöldið verða svo lokatónleikar hátíð-
arinnar, einnig í Iðnó. Þá koma fram DÄLEK,
Ghostigital, Forgotten Lores, Donna Mezz og
Skakkamanage.
Minning spámanns
Margaret Leng Tan er einn þekktasti og helsti
píanóleikari bandarísku framúrstefnunnar, av-
ant garde, en svo nefna menn gjarnan ákveðna
gerð tónlistar sem samin var vestan hafs um
miðbik tuttugustu aldarinnar og nokkra áratugi
þaðan í frá. Ekki verður nánar farið út í þá
sálma eða skýrðar tónsmíðaaðferðir þeirra tón-
skálda sem mest bar á innan framúrstefnunnar,
en John Cage er jafnan talinn helsti forvíg-
ismaður hennar, risinn í bandarískri tónlist á
síðustu öld, og nýtur æ meiri viðurkenningar
þótt hann hafi ekki fallið mönnum í geð er hann
samdi hvað mest.
Píanóleikarinn Margaret Leng Tan sem leikur á tónleikum í Listasafni Íslands 7. september.
Eftir Árna
Matthíasson
arnim
@mbl.is
Saga Jamie Salazar af veru hans ífrönsku útlendingahersveitinni
er áhugaverð lesning að mati gagn-
rýnanda New York Times, sem segir
þurran húmor höfundarins ná að
njóta sín. Bókin nefnist Legions of
the Lost og segir frá því er Salazar
sagði upp vel launaðri vinnu á
framabraut og gekk
til liðs við frönsku út-
lendingahersveitina
þar sem við tók samvera við skraut-
legan og oft á tíðum skuggalegan
hóp manna, hrotta, eiturlyfjaneyt-
endur og örvæntingarfulla flótta-
menn – og það var aðeins sá hluti
hópsins sem skipanirnar gaf.
Bókin Darfur: the AmbiguousGenocide eftir Gérard Prunier
er kærkomin umfjöllun um sögu og
núverandi ástand
í þessu afskekkta
héraði Súdan að
sögn breska dag-
blaðsins Daily
Telegraph. En
Darfur var öldum
saman sjálfstætt
soldánsveldi áður
en landsmenn
villtust inn í deil-
ur sem þeir áttu
lítinn þátt í að skapa. Bókin hefst á
yfirliti yfir landafræði Darfur, sögu
og þjóðlýsingu áður en svartsýnar
hugmyndir um framtíð héraðsins
taka við. Prunier hefur áður ritað
bækur um þjóðarmorðin í Rúanda
og átökin í Kongó og segir blaðið
umfjöllun hans um ástandið í Darfur
ekki síður kærkomna áminningu um
til Vesturveldanna um hversu eld-
fimt ástandið í héraðinu er.
Þær eru eldheitar lýsingarnar íbókinni The Days of Aband-
onment, ítalskri metsölubók sem ný-
lega var gefin út á ensku og segir frá
tilvistarkreppu og angist hinnar 38
ára gömlu Olgu er eiginmaður henn-
ar yfirgefur fjölskylduna. Þó við-
fangsefnið sé ekki nýtt af nálinni
segir gagnrýnandi New York Times
nálgun höfundarins, sem skrifar
undir skáldanafninu Elena Ferr-
ante, vera sterkari, hrárri og angist-
arfyllri en oft áður, sem ásamt sárs-
aukfullum og ljóslifandi lýsingum
dragi fram raunsæja mynd af konu á
leið niður hringiðu sjálfsblekkinga
og sjálfshaturs.
Fjórða og nýjasta skáldsagaMichael Cunningham, Speci-
men Days, er einkar áhrifarík að
sögn gagnrýn-
anda Guardian.
Er bókin eins-
konar persónuleg
saga mannkyns
sem fangað er
innan ófullnægj-
andi vélbúnaðar –
líkama, þjóð-
félags, tungumáls
– og leitast stöð-
ugt við að brjóta
sér leið til frelsis. Sögunni er skipt í
þrjá hluta sem allir eiga sér stað í
New York. Þannig er ein þeirra 19.
aldar draugasaga þar sem drengur
er gleyptur upp af verksmiðjuvélum,
síðan tekur við nútímaspennusaga
sem endurspeglar sprengjuógnina
og að lokum er vísindaskáldsaga þar
sem samtvinnun hins lifandi og líf-
vana nær hámarki.
Nýjasta skáldsaga myndlist-argagnrýnandans og rithöf-
undarins Iain Pears fjallar um hvað
gerist þegar jafnvægið raskast og
árekstrar verða á hugðarefnum
fyrrum vina, sem eru annars vegar
ráðríkur gagnrýnandi og hins vegar
afskaplega sjálfstæður myndlist-
armaður. Útkoma árekstursins er
sjálfsmorð og morð, en textinn er
byggður upp sem einræða sjálfkjör-
ins útlaga sem telur sig eiga harma
að hefna. Að sögn gagnrýnanda
Daily Telegraph er bókin, sem nefn-
ist The Portrait – Portrettið,
dásamlega og jafnframt grimm-
úðlega skemmtileg saga sem tekur á
sig mynd brot fyrir brot líkt og fjöl-
breytileg smálistaverk eftir jafn
ólíka listamenn og Géricault, Velázq-
uez og Whistler.
Erlendar
bækur
Gérard Prunier
Michael
Cunningham