Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.2005, Page 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. september 2005
Fyrrum Bond-stúlkan MichelleYeoh leikur í væntanlegri vís-
indaskáldsögumynd leikstýrðri af
Danny Boyle en hann gat sér frægð
fyrir Trainspotting. Handrtið skrif-
ar Alex Garland, sem er jafnframt
höfundur skáldsögunnar The Beach,
sem seinna varð mynd með Leon-
ardo DiCaprio í aðalhlutverki.
„Það er frábært fólk sem vinnur
við myndina. Mig hefur lengi langað
að vinna með því,“ sagði Yeoh í við-
tali við blað í
Hong Kong.
Hún verður í
hlutverki garð-
yrkjufræðings í nýju Boyle-
myndinni. Tökur hefjast seint í
ágúst í myndveri í London.
Yeoh, sem er af kínverskum ætt-
um en er frá Malasíu, segir að þátt-
taka sín í Memoirs of a Geisha, hafi
látið hana langa í fleiri í kvenlegri
hlutverk.
„Tökur á mynd eins og Memoirs
voru góðar að því leyti að ég hugsaði
að kannski þyrfti ég að verða kven-
legri. En eftir um tvo tíma hugsaði
ég – allt í lagi, nú er ég búin að
þessu,“ sagði hún.
Yeoh er þekkt fyrir hlutverk sín í
Bond-myndinni Tomorrow Never
Dies og bardagasmellinum Krjúp-
andi tígur, dreki í leynum.
Bandaríski leikstjórinn Spike Leehefur gagnrýnt Hollywood
harðlega fyrir skort á nýstárlegum
hugmyndum. „Ég ætla ekki að nefna
ákveðnar myndir en ástandið hefur
aldrei verið eins
slæmt. Þetta eru
ekkert nema
framhaldsmyndir
og myndir gerðar
eftir sjónvarps-
þáttum. Það er
engin frumleg
hugsun í gangi en
þetta hefur ekki
alltaf verið svona
slæmt,“ sagði
hann á kvikmyndahátíðinni í Fen-
eyjum.
Lee er einn af átta leikstjórum
sem taka þátt í All the Invisible
Children, sem verður sýnd utan
keppni á fimmtudaginn. Hinir eru
m.a. Ridley Scott, John Woo og
Emir Kusturica.
Lee er sem stendur að taka upp
spennumyndin Inside Man með
Denzel Washington og Clive Owen.
Hann er svekktur með framlag
Hollywood um þessar mundir en
segist vera „bjartsýn manneskja og
vonast til að hlutirnir breytist“.
Nýlegar endurgerðir af sjón-
varpsþáttum eru The Dukes of
Hazzard og Bewitched en báðar
myndirnar fengu volgar viðtökur frá
gagnrýnendum. Endurgerðir þetta
sumarið eru líka War of the Worlds
og Kalli og sælgætisgerðin.
All the Invisible Children var tek-
in upp í sjö löndum og tók fjögur ár
að gera hana. Myndin fjallar um
uppvöxt ungs fólks í mismunandi
heimshlutum. Hluti Lee heitir „Jes-
us Children of America“ og segir frá
táningi frá Brooklyn með eiturlyfja-
neytendur fyrir foreldra, sem fréttir
að hann sé HIV-jákvæður.
„Mig langaði að vekja athygli á
þessum vanda, sérstaklega hvað
börn varðar,“ sagði leikstjórinn við
þetta tilefni.
Erlendar
kvikmyndir
Michelle Yeoh og Chow Yun Fat.
Spike Lee
Denzel Washington
Kvikmyndir hafa sannað að fólk er tilbúiðtil að horfa á hvað sem er til að losnavið að horfa hvert á annað,“ er útúr-snúningur úr gömlum ummælum um
sjónvarpið.
Versta bíósumar í manna minnum er nú von-
andi fyrir bí og snýr aldrei aftur. Þvílíkt samsafn
af grautarhausagríni, ef grín skyldi kalla, og vita
sálarlausum harðhausahasar, ef hasar skyldi
kalla. Ánægjulegt var að finna um síðustu helgi að
uppsöfnuð þörf fyrir eitthvað bitastæðara á hvíta
tjaldinu birtist í góðri aðsókn á hina launfyndnu,
en þó brokkgengu, nýju mynd Jims Jarmush,
Broken Flowers, með Bill
Murray í hnitmiðuðu freð-
ýsuformi. Ekki var síður
ánægjulegt að forráðamenn
Regnbogans og Smárabíós
treystu sér til að setja þessa mynd á almennar
sýningar í stað þess að hola henni niður á ein-
hverja sérdagskrá eða beint á myndband. Von-
andi boðar þetta allt betri tíð.
Á þessum stað í síðustu Lesbók fjallaði félagi
Sæbjörn Valdimarsson um gildi vel heppnaðrar
kynningar á kvikmyndum í formi auglýsinga,
plakata og sýnishorna eða „trailera“ og verð-
launaveitingar í því sambandi. Það er að sönnu
mikil kúnst að stilla hinum ýmsu þáttum kynn-
ingar fyrir frumsýningu nýrrar kvikmyndar sam-
an í eina aflmikla heild. Íslenskir kvikmynda-
framleiðendur hafa sjaldan hitt ótvírætt í
markaðsmarkið að þessu leyti. Enn telja menn að
gamla, góða orðsporið skipti mestu hérlendis
hvað varðar gengi kvikmynda. Einkum er sjald-
gæft að sýnishornin séu það lokkandi að áhorf-
andi segi við sjálfan sig og næsta mann: Þessa
mynd verð ég að sjá.
Eins og í öllu er lýtur að kvikmyndagerð og
markaðssetningu hafa Bandaríkjamenn lengsta
og mesta reynsluna af gerð sýnishorna. En það er
dálítið einkennilegt að svo virðist sem Holly-
woodmaskínan hafi komið sér upp stöðluðum
formúlum í gerð sýnishorna, ekki síður en í gerð
myndanna sem sýnishornið er úr. Einkum sýnist
manni tvenns konar aðferðir notaðar og fer eftir
tegund bíómyndanna hvor er notuð hverju sinni.
Sem fyrr segir samanstendur Hollywoodfram-
leiðslan einkum af tveimur tegundum mynda,
annars vegar grautarhausagríni og hins vegar
harðhausahasar. Sýnishorn úr mynd af graut-
arhausagrínætt gæti verið einhvern veginn á
þessa leið:
„Jack Johnson á við vanda að stríða,“ segir þul-
urinn með rödd sem á að lýsa ísmeygilegri kátínu.
„Konan hans er farin frá honum, börnin tala ekki
við hann, yfirmaðurinn rekur hann, viðhaldið seg-
ir að hann lykti ógeðslega og eini vinur hans er í
meðferð. Öll sund eru lokuð fyrir Jack Johnson
þar til hann hittir John Jackson sem eins er komið
fyrir. Saman láta þeir drauma sína rætast, ræna
banka og opna hamborgarastað.“ Undir þessum
texta eru viðeigandi myndbrot með skrensi í bíl-
um, sírenum og gömlum slagara á hljóðrásinni.
Og áhorfandi segir við sjálfan sig og næsta
mann: Þessa mynd verð ég ekki að sjá.
Sýnishorn úr mynd af harðhausahasarætt gæti
verið einhvern veginn á þessa leið:
„Í heimi þar sem allt er horfið af yfirborði jarð-
ar nema átök góðs og ills,“ segir þulurinn með
rödd sem á að lýsa ískyggilegu drama, „eru örfáir
karlar og konur sem ekki hafa gefist upp and-
spænis þeirri yfirgengilegu ógn sem steðjar að
framtíð mannkyns. Aðeins eitt getur komið í veg
fyrir endanlegan ósigur: Leiðtoginn mikli.“ Undir
þessum texta eru viðeigandi myndbrot með eld-
glæringum, sprengingum, slefandi og slímugum
ófreskjum og drynjandi effektatónlist á hljóðrás-
inni.
Og áhorfandi segir við sjálfan sig og næsta
mann: Þessa mynd verð ég ekki að sjá.
Lykillinn að vel heppnuðu sýnishorni er að það
segi nógu lítið en samt nógu mikið til að áhorf-
anda langi á myndina, að það veki spurningar en
svari þeim ekki.
Ella segir áhorfandinn við sjálfan sig og næsta
mann: Þessa mynd er ég búinn að sjá og ætla
aldrei á hana aftur. Horfðu frekar á mig, fjandinn
hafi það.
Sýnishorn úr næsta haus
’Og áhorfandi segir viðsjálfan sig og næsta mann:
Þessa mynd verð ég
ekki að sjá …‘
Sjónarhorn
Árni Þórarinsson
ath@mbl.is
G
eorge A. Romero vakti heims-
athygli árið 1968 með Night of the
Living Dead, ódýrri smámynd
sem talin er með merkustu hroll-
vekjum af ættbálki uppvakninga-
mynda. Hann bætti öðrum þætti
við áratug síðar, sem var Dawn of the Dead og
lokaði þrennunni með Day of the Dead (’85). Um
helgina verður Land of the Dead, fjórða myndin í
bálknum, frumsýnd hérlendis. Hennar hefur ver-
ið beðið með mikilli eftirvæntingu og almenningur
jafnt sem gagnrýnendur ausið lofi á nýjasta verk
frumkvöðulsins og költhetjunnar Romeros.
Myndir um uppvakninga
(zombies), eru gamlar í hett-
unni og hafa verið viðloðandi
frá fyrri hluta síðustu aldar.
Við Íslendingar þekkjum slíkt dáindis fólk mæta
vel úr þjóðsögunum, en þeir kviku náir sem
kenndir eru við sombíur og eru yrkisefni Romer-
os eru sóttir á suðlægari slóðir. Lifandi dauðir eru
vel þekkt fyrirbrigði í þjóðtrú fjölmargra Afríku-
landa og fluttist með þrælum til Suðurríkjanna og
eyjanna í Karíbahafinu, þar sem úr varð nýr
trúarbragðabræðingur (woodoo, hoodoo).
Romero lyfti uppvakningamyndinni í nýjar
hæðir með Night of the Living Dead, þar sem
formið er notað eftirminnilega til að spauga á
kaldhæðinn hátt með vestræna siðmenningu, ekki
síst auðteymda neysluþjóðfélagsþegna sem til-
biðja markaðsöflin og eiga sínar sælustu stundir í
útbreiddum faðmi verslanaklasanna. Það er því
engin tilviljun að þeir eru bakgrunnur þrenn-
unnar hans Romeros.
Romero hefur gengið upp og ofan að fást við
önnur verkefni en uppvakningana og hefur hann
verið hvattur til þess lengi að taka upp þráðinn
þar sem frá var horfið fyrir réttum tuttugu árum.
Á meðan hafa ótaldir sporgöngumenn gert urmul
lélegra eftirlíkinga með nokkrum heiðarlegum
undantekningum, líkt og 28 Days (Danny Boyle),
Shaun of the Dead (Edgar Wright), að ógleymdri
ágætri endurgerð Dawn of the Dead (Zack Snyd-
er), sem kom á markaðinn á síðasta ári. Þá þótti
uppvakningameistaranum loks kominn tími til að
taka sjálfur til hendinni í draugabælinu.
Land of the Dead heldur áfram þar sem bálk-
inum lauk, árið 1985. Veröldin er nú undirlögð af
sombíum sem vafra um í leit að æti. Þær örfáu
manneskjur sem komust undan á lífi hafa hreiðr-
að um sig í vígbúnum borgarhluta sem er afgirtur
á aðra hönd með rafmagnsgirðingu, á hina er haf-
ið.
Frá því að þessar lifandi sálir komust undan
hefur uppvakningunum farið fram, bæði vits-
muna- og tilfinningalega. Þeir eru orðnir færir um
að tjá reiði, samúð, sorg og sút, Romero hefur
haft gott næði til að móta þessa framþróun, er
jafnvel búinn að kenna þeim að handleika skot-
vopn.
Sú kunnátta er þáttur í þjóðfélagsgagnrýni höf-
undarins/leikstjórans Romeros, sem var búinn að
skrifa mun beinskeyttara handrit myndarinnar
fyrir nokkrum árum. Það var skömmu fyrir 11.
september, eftir hryðjuverkaárásirnar vildi eng-
inn snerta við hugmyndinni, iðnaðurinn lagði
ofurkapp á mýkri myndir og Romero dró sig í hlé.
Útgáfan sem er að koma fyrir sjónir bíógesta er
talsvert breytt og í henni
má finna, mitt í öllum
ófögnuðinum, ádeilu á
ástandið í heimsmálunum í
dag, eftirhreytur 11.9., skír-
skotun í innrásina og
stríðsreksturinn í Írak. Líkt
og fyrri myndirnar þrjár,
endurspeglar Land of the
Dead á sinn yfirdrifna hátt,
viðvarandi þjóðfélags-
ástand, ekki síst siðferði-
legu hliðina.
Líkt og fyrri daginn er
nýja myndin ólýsanlegur
óhugnaður. Yfirgengilegt
ofbeldi er eitt vörumerkja
uppvakningamynda leik-
stjórans, en Land of the
Dead er að því leyti tíma-
mótamynd í hópnum að hún
er sú fyrsta þeirra sem er
dreift af einum risanna í
Hollywood (Universal).
Kvikmyndaverið fjármagn-
aði einnig myndina sem
kostaði um 20 milljónir dala.
Slíkt fjárhagslegt svigrúm
er einnig nýjung í hroll-
vekjusmiðju Romeros, þær
hafa til þessa verið gerðar
fyrir smáaura. Night of the
Living Dead kostaði t.d.
innan við 100.000 dali.
Þessi umdeildi frum-
kvöðull hrollvekja með boð-
skap hefur tekið það afar
rólega síðustu tuttugu árin,
þó ekki alveg lagt árarnar í
bát,
„Ég er eins og sombíurn-
ar mínar,“ segir hann, „ég
tolli ekki í gröfinni“. Rom-
ero hefur sent frá sér þrjár
myndir frá því að Day of the
Dead kom á markaðinn, af
þeim er Monkey Shines
(’88), eftirtektarverðust, segir af tilraunum lam-
aðs manns að þjálfa apa sem heimilishjálp. Sem
endar að sjálfsögðu með ósköpum. Þá leikstýrði
hann kvikmyndagerð bókarinnar The Dark Half
(’93), eftir Stephen King, sagan var ekki ýkja
merkileg og sama má segja um myndina.
Þeir hrollvekjumeistararnir, Romero og King,
eru miklir mátar og til stendur að næsta leik-
stjórnarverkefni Romeros verði The Girl Who
Loved Tom Gordon, ein geðþekkasta skáldsaga
rithöfundarins. Gaman væri að sjá hvernig Rom-
ero tækist að skila þeim lágstemmda hrolli á
tjaldið.
Endurkoma
uppvakningameistarans
Eftir Sæbjörn
Valdimarsson
saebjorn@heimsnet.is
Land of the Dead er fjórða myndin í Zombíbálki George Romeros og heldur
áfram þaðan sem frá var horfið árið 1985. Fyrri myndirnar voru Night of
the Living Dead, Day of the Dead, og Dawn of the Dead.
Land hinna dauðu markar langþráða endur-
komu mannsins sem endurreisti uppvakn-
ingamyndina og lyfti á hærra stig.