Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.2005, Page 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. september 2005 | 13
Gömlu mennirnir í New Orderhafa tilkynnt að væntanlegur
sé tvöfaldur mynddiskur, með 23
myndböndum sveitarinnar og
tveggja klukkustunda langri heim-
ildarmynd um hana. Ráðgert er að
diskurinn, sem ber heitið New
Order: Item, komi í búðir 20. sept-
ember, en útgáfufyrirtækið Rhino
sér um að koma honum þangað.
Á fyrri diskinum eru mynd-
böndin, við lög á borð við „Bizarre
Love Triangle“, „Blue Monday“ og
„True Faith“. Þá verða breyttar og
nýjar útgáfur af einhverjum mynd-
böndum, til að mynda við lögin
„Temptation“ og
„Ceremony“. Á þeim
seinni verður fyrrnefnd
heimildamynd og viðtöl
við sveitarmenn. Einnig verður á
honum viðtal við sjálfan Bono,
söngvara U2, sem útskýrir hvaða
áhrif þessi mæta sveit hefur haft á
tónlistarheiminn, ef ekki heiminn
allan.
Usher, Green Day, Ludacris ogAlicia Keys eru á meðal lista-
manna og hljómsveita sem hafa
samþykkt að
taka þátt í tón-
leikum til styrkt-
ar fórnarlömbum
fellibyljarins
Katrínar, sem
rústaði New Or-
leans og nálæg
svæði á dög-
unum. Tónleik-
arnir eru miklir í
sniðum; haldnir í
fjórum borgum, sýndir á þremur
stöðvum í Bandaríkjunum og á
þeim koma fram listamenn úr
mörgum geirum tónlistarinnar.
Á meðal annarra sem koma fram
á tónleikunum má nefna
Dave Matthews Band, Rob
Thomas,
Chester Bennington úr Linkin
Park, David Banner, Gretchen Wil-
son og John Mellencamp. Tónleik-
arnir verða haldnir í New York,
Los Angeles, Atlanta og Nashville
10. september og verða sýndir í
beinni útsendingu á tónlistarstöðv-
unum MTV, VH1 og CMT. Fleiri
listamönnum og hljómsveitum
verður bætt við lista yfir flytjendur
á næstu dögum, en allur ágóði
rennur til Rauða krossins í Banda-
ríkjunum.
„Þegar harmleikur verður af
þessari stærðargráðu verðum við
einfaldlega að gera allt sem í okkar
valdi stendur til að styðja, hug-
hreysta og veita von öllum þeim
sem fellibylurinn skaðaði,“ segir
Judy McGrath, stjórnarformaður
og framkvæmdastjóri MTV-
sjónvarpskeðjunnar. „Markmið
okkar er að sameina krafta allra
miðla fyrirtækisins, til að bjóða
fram krafta okkar á hvaða hátt
sem auðið er.“
Þá hafa rappararnir Sean„Diddy“ Combs og Shawn
„Jay-Z“ Carter ákveðið að ánafna
Rauða kross-
inum heila millj-
ón dollara til
hjálparstarfs
vegna fellibylj-
arins. Þeir segja
vonast til að
gjöfin fái aðra,
sérstaklega
blökkumenn, til
að fylgja í kjöl-
farið. „Þetta er
samfélagið okkar,“ sagði Jay-Z í
viðtali við AP. „Þegar ég kveiki á
CNN sé ég marga svertingja á
götunum. Ég veit að þar er annað
fólk líka, en þessi hverfi hafa lent
illa í því.“
Erlend
tónlist
New Order
Jay-Z
Usher
Hafiði heyrt Juliu Roberts syngja? EnAlan Alda? Það hef ég og það er skoskemmtileg tónlist.Lög með þeim skötuhjúum og fleiri
þekktum leikurum má finna á plötu sem inniheld-
ur tónlistina úr stórkostlegri kvikmynd Woody
Allen frá árinu 1996, Everyone Says I Love You.
Kvikmyndin er í einskonar nútímasöngleikja-
formi, þar sem leikararnir bresta í söng með
reglulegu millibili í myndinni þó söguþráðurinn sé
ekkert söngleikjalegur – þvert á móti fjallar hann
um hversdagslíf efnaðrar fjöl-
skyldu á efri-austurhluta
Manhattan. Og það sem gerir
þessa kvikmyndatónlist svo
sérstaka liggur einmitt í því að
það eru leikararnir sjálfir sem leika í myndinni
sem flytja okkur tónlistina. Það gera þeir, þó All-
en hafi víst ekki látið þá vita að um söngleik væri
að ræða fyrr en þeir höfðu skrifað undir samning-
inn um að vera með í myndinni!
Eins og svo margar Woody Allen-kvikmyndir
skartar þessi stórstjörnum úr kvikmyndaheim-
inum. Þarna eru Goldie Hawn og Alan Alda, sem
leika hjón, þarna er Allen að sjálfsögðu sjálfur,
sem fyrrverandi eiginmaður Hawn, líka Julia Ro-
berts, Tim Roth og Drew Barrymore svo dæmi
séu tekin, að ógleymdum Edward Norton sem
syngur einmitt upphafslagið í myndinni, Just you,
just me.
Enginn af þessum leikurum hefur sérhæft sig
eða er þekkt fyrir söng meðfram leiklistinni, en þó
syngja þau öll í myndinni og eiga sitt lag á plöt-
unni, jafnvel tvö – að undanskilinni Drew Barry-
more, sem „syngur“ í myndinni, en gat víst með
engu móti komið laginu frá sér með sóma-
samlegum hætti og fékk því að mæma við söng
staðgengils með svipaða rödd. Og það er sko gam-
an að heyra Juliu Roberts syngja gamla standard-
inn All my life á fremur fálmkenndan hátt, og
Woody Allen nánast hvísla sig í gegn um I’m
through with love.
Þau lög sem flutt eru í myndinni eru einmitt að
mestu gamlir djass- og dansstandardar, í nýjum
útsetningum. Umfjöllunarefni textanna – sem
flestir snúast um ást – passar nokkurn veginn inn
í söguþráð kvikmyndarinnar á hverjum stað. Í
ljósi þess hve hún er fyndin verða lögin oft mjög
hjákátleg áheyrnar þegar maður hlustar á tónlist-
ina og hugsar um leið til kvikmyndarinnar.
En þó kvikmyndin sé órjúfanlegur hluti af kvik-
myndatónlistinni, er alls ekki nauðsynlegt að hafa
Everyone Says I Love You í huga allan tímann
meðan hlustað er á geislaplötuna. Því fyrst og
fremst er hún skemmtileg og vel valin standarda-
plata, flutt af óvenjulegum og sjaldheyrðum
söngvurum.
Julia Roberts syngur djassstandarda
Poppklassík
Inga María
Leifsdóttir
T
ímarnir eru breyttir. Þú þarft ekki
lengur að dæla út plötu á árs fresti
til að halda í aðdáendur eða til að
þóknast útgáfufyrirtækinu. Plata á
tveggja ára fresti telst meira að
segja harla mikið í dag. Átta ár eru
þó í það lengsta og á fárra færi að halda dampi í all-
an þann tíma. Nema þú sért hljómsveitin Rolling
Stones. Á mánudaginn kemur loksins út ný hljóð-
versplata með sveitinni, sem er í hugum margra
Rokksveitin. Biðin hefur verið
talsverð, það tók t.a.m. Bítlana
styttri tíma að hefja sitt frægð-
arskeið og ljúka því en það hef-
ur tekið Stones að koma út
þessari blessuðu plötu.
Það viðurkennist fúslega að greinarhöfundur
hefur beðið nokkuð spenntur eftir gripnum og er
alveg örugglega ekki einn um það. Þrátt fyrir að
Stones séu í dag stofnun sem stundum virðist hálf-
lífvana hefur verið erfitt að kyngja því að andinn sé
algerlega á brott. Maður hefur ekki viljað trúa því.
Komonn, þetta eru Stones! Að eilífu kúl, með Jagg-
erinn fremstan og svalasta gítarleikara rokksög-
unnar, Keith Richards, innanborðs. Auðvitað eiga
þeir að geta þetta. Og við fyrstu hlustanir á gripinn
nýja virðast Jagger og félagar, merkilegt nokk,
hafa náð að landa verki sem stendur undir nafni
þeirrar sveitar sem þeir skipa. A Bigger Bang
hljómar ekki sem þreytt, lúin og hallærisleg plata
heldur þvert á móti er hún spriklandi hress, vitn-
isburður um menn sem eiga vel að geta gefið út al-
mennilega plötu og barið saman alvöru rokkara.
Mikið var!
Þörf
Efasemdir um að Stones væru „enn með þetta“ eru
að sjálfsögðu að fullu réttlætanlegar. Undanfarin
ár hefur sveitin verið meira eins og sirkus sem hef-
ur snúist um það að vera „Rolling Stones“ frekar
en að tónlistin sjálf hafi eitthvað að segja. Þörfin
fyrir að semja og nostra við skáldagyðjuna hefur
fram að þessu virst engin hjá Stones sem hafa verið
sáttir með það að túra gamla efnið aftur og aft-
ur … og aftur. Enda þurfa þeir ekkert að gera nýja
plötu, þannig séð. Ef einhver hljómsveit hefur
kunnað þá list að lifa á fornri frægð þá er það Roll-
ing Stones. Það var því einkar hressandi að heyra
loksins staðfestingu á því að það væri ný plata á
leiðinni. Og það ný hljóðversplata ekki enn ein tón-
leikaplatan en af þeim hefur verið ógrynni und-
anfarið. Það finnst manni a.m.k. Steininn tók líka
algerlega úr með þeirri síðustu, Live Licks, sem út
kom í fyrra og var einstaklega óinnblásin afurð.
Kannski urðu Stones að gefa út plötu með nýju efni
eftir allt saman, þó ekki væri nema fyrir stoltið.
Hljóðversplötur Stones hafa verið fáar und-
anfarna tvo áratugi og tímabil meistara- og tíma-
mótaverka er að baki. Dirty Works kom út 1986 og
1989 var það Steel Wheels. Fimm árum síðar kom
Voodoo Lounge, sæmilegasta plata en sama verður
ekki sagt um síðustu plötu, Bridges to Babylon,
sem kom út árið 1997. Sú plata er grunn hrákasmíð
sem var pakkað í eitt skelfilegasta umslag sem
greinarhöfundur hefur séð.
Og eftir það … ekkert. Þar til að safnplatan
Forty Licks kom út fyrir þremur árum. Á henni
voru fjögur ný lög sem gáfu vísbendingar og von
um að Rollingarnir hefðu í hyggju að slíta sig frá
vítahring hinna endalausu tónleikaferðalaga og
væru tilbúnir að hrista eilítið upp í lagaskránni.
„Don’t Stop“, „Keys to Your Love“, „Stealing My
Heart“ og „Losing My Touch“ eru allt saman fín
lög, einkum er það síðasta skemmtilegt, sungið af
rámum Richards.
Gítarleikarinn ódrepandi syngur svo tvö lög
sjálfur á nýju plötunni sem er sextán laga, lengsta
plata Stones síðan að meistaraverkið Exile on Main
St. kom út árið 1972. Þessi tala gefur strax til
kynna að það hafi ekki beint þurft að kreista plöt-
una út. Jagger og Richards stýrðu upptökum, að
vanda sem Glimmer Twins, og fengu Don Was í lið
með sér en hann vann með sveitinni að Voodoo
Lounge og Bridges To Babylon og einnig lögunum
fjórum sem eru á Forty Licks. Was þessi hefur
gert það að sérsviði sínu að vinna með rokkurum í
eldri deildinni og hefur meðal annars unnið með
Iggy Pop, Willy Nelson, Bob Dylan, Elton John og
nýorðnum Íslandsvini, Joe Cocker.
Tveir saman
Glimmerbræðurnir hófu að vinna plötuna síðasta
haust og segir Richards í nýlegu viðtali að stuttu
eftir að vinna hófst hafi Charlie Watts þurft að
gangast undir meðferð vegna krabbameins í hálsi,
sem hann hefur nú blessunarlega sigrast á. Ronnie
Wood var þá ekki liðtækur lengi vel, en fyrsta kon-
an hans framdi sjálfsmorð snemma á þessu ári.
Richards lýsir því að hann og Jagger hafi því unnið
plötuna náið saman og stokkið í ýmis hlutverk
vegna manneklu. Þannig leikur Jagger á gítar í
nærfellt öllum lögunum og spilar m.a. annars á
fetilgítar í einu laginu. Bassar, hljómborð og píanó
voru þá í höndum blóðbræðranna og lýsir Richards
því yfir að samvinna þeirra tveggja hafi ekki verið
jafnnáin síðan að Exile... kom út. En það er ekkert
grín að platan er bara ansi tilkomumikil að heyra.
Maður bjóst hálft í hvoru við hinu versta, að platan
yrði jafnmáttlaus og sumar þessar tónleikaplötur
þeirra og undangengnar hljóðversskífur voru ekki
til að styrkja mann neitt sérstaklega í trúnni. Það
er hins vegar eins og Stónsararnir hafi loksins
ákveðið að einbeita sér að því að koma út almenni-
legri plötu. Opnunarlagið, „Rough Justice“, er
þannig sveittur rokkari – alvöru Stoneslag með
þessum líka óborganlegu upphafslínum: „One time
you were my baby chicken/Now you’ve grown into
a fox/Once upon a time I was your little rooster/But
now I’m just one of your cocks.“ Svo virðist sem
setningin „myndir þú vilja að dóttir þín færi á
stefnumót með Rollingi“ sé jafn gild í dag og þá.
Lagið rokkar feitt, borið uppi af ósviknu Keith
„riffi“ sem hljómsveitir eins og Black Crowes,
Pearl Jam og þúsundir fleiri hafa apað upp með
misgóðum árangri á áratugi. En svo er farið um
víðan völl og platan er fjölbreytt að stíl og upp-
byggingu. „Streets of Love“ er hörkuballaða, frá-
bærlega sungin af Jagger sem er vel einbeittur út
alla plötuna og syngur allan tímann af auðheyr-
anlegri innlifun. „Rain Fall Down“ er vel fönkað og
„Back of My Hand“ er hrátt og vel blússkotið.
„Laugh, I Nearly Died“ er í þessum sígilda, los-
aralega „mér er skítsama“ gír sem Stones eru
meistarar í. „Oh No Not You Again“ fylgir svipaðri
línu og upphafslagið, skotheldur rokkari sem svín-
virkar alla leið. Fljótt álitið er ekkert laganna hér
það sem mætti kalla uppfylling. Já, það er gaman
að geta greint frá þessu og það verður athyglisvert
að fylgjast með dómum erlendra blaða næstu daga.
Tónleikaferðalag um gervallan heim hófst svo í
þessum mánuði í Bandaríkjunum og sveitin ætlar
að ljúka ferðalaginu í Evrópu næsta sumar.
Með þessa plötu í farteskinu og alla slagarana
líka er orðið ansi álitlegt að skella sér loksins á tón-
leika með Stones. Ég hef að minnsta kosti aldrei
velt þessu almennilega fyrir mér fyrr en nú. Svo
virðist sem Stones séu snúnir aftur sem rokk-
lagasmiðir í fremstu röð og það með sprengikrafti
miklum. Svei mér þá…
A Bigger Bang kemur í íslenskar verslanir á
mánudaginn og þess má geta að platan verður
plata vikunnar á Rás 2 í þeirri viku.
Búmm!!!
Seint á sjöunda áratugnum gerðu Rolling Stones
tilkall til nafnbótarinnar „Stærsta rokksveit
heims“ og hefur sá titill loðað við sveitina síðan.
Á mánudaginn gerist sá merki atburður að ný
hljóðversplata kemur út með sveitinni, en slíkt
hefur ekki gerst í ein átta ár. Segja má að titill-
inn hæfi bæði tilefni og hljómsveit en platan kall-
ast því stóra nafni A Bigger Bang.
Eftir Arnar
Eggert Thoroddsen
arnareggert
@gmail.com
Mark Seliger
A Bigger Bang „En það er ekkert grín að platan er
bara ansi tilkomumikil að heyra,“ segir í greininni
um nýjustu plötu Rolling Stones.