Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.2005, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.2005, Qupperneq 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 1. október 2005 ! Fyrir stuttu fór ég í hálend- isgöngu í fyrsta sinn og upp- lifði Ísland (loksins) fyrir al- vöru. Ég naut þess að sofa í fullum skrúða, íklæddur úlpu, húfu, trefli og ullarsokkum of- an í svefnpokanum (en var engu að síður skítkalt, lengst yfir sjávarmáli). Það reyndi gríðarlega á líkamann, enda er ég óvanur göngu- maður, og það var dásamlega raunveru- leg lífsreynsla að upplifa einveruna og fjarlægðina frá mannabyggðum þar sem hápunkturinn var að fylgjast með villtum hreindýrum úr fjarska. Það sem gerði þessa ferð þeim mun raunverulegri var að hluti göngunnar var um fyrirhugaðan lónsbotn á Aust- urlandi. Það er sérstök tilfinning að ganga um svæði vitandi að það muni líklega hverfa. Það er að vissu leyti eins og að þjást af „Kassöndru-einkenninu“ – að geta spáð fyrir um framtíðina en ekkert viðhafst því enginn trúir manni. Eftir að hafa lesið heimsfréttirnar síð- ustu daga um fellibylinn Katrínu og náttúruhamfarirnar sem hafa átt sér stað við Mexíkóflóa, get ég ekki hætt að hugsa um meðvituðu náttúruhamfar- irnar sem eru yfirvofandi hér á landi og hvernig enginn vill tengja þetta tvennt saman. Svipaðar hugsanir leituðu til mín eftir flóðbylgjuna í austri, einkum vegna sérstaklega vel heppnaðrar góð- gerðarsöfnunar samviskuhrjáðrar þjóð- ar. Alltaf þegar ég sé fréttaflutning um svipaðar hamfarir, þegar fólk missir heimili sín eða er jafnvel rekið burt frá þeim, velti ég þessu fyrir mér. Hvers vegna sýnum við aðeins samúð með okkar eigin dýrategund? Kannski er það eðlilegt að hugsa fyrst og fremst um sig og sína eða kannski er það teg- undahrokinn – næsta skref á undan kynþáttahrokanum. Ef sami fjöldi mannfólks hefði þurft að flýja heimili sín eins og hreindýrið eða heiðagæsin væri Kárahnjúkavirkjun reglulega í heimsfréttunum. Þar sem ég gekk um fyrirhugaðan lónsbotn rifjaðist upp fyrir mér grein sem ég skrifaði í ársbyrjun 2003, á tíma þegar Kárahnjúkavirkjun var í mikilli umræðu og annar hluti Hringadrótt- inssögu, Tveggja Turna Tal, var vin- sælasta kvikmynd landsins. Fyrir mér var þetta hin mesta þversögn sem mér þótti enginn taka eftir og ég taldi mig knúinn til að tengja þessi tvö fyrirbæri saman, þrátt fyrir að hafa aldrei sent grein á opinberan vettvang áður. Ég reyndi að fá hana birta hér og þar – þ. á m. hér í Morgunblaðinu – en hún rat- aði hvergi á vísan stað. Að lokum end- aði þessi grein sem forsíðugrein kist- unnar.is í nokkra daga, þar sem hún hvílir enn í dag. Mig langar til að rifja upp inntakið í örfáum orðum, vegna þess að vinsældir þessarar kvikmyndar hafa lítið dvínað og enn stefna nátt- úruhamfarirnar okkar á að verða að raunveruleika. Það er stríðið á milli Fangornskógar og Ísarngerðis, þar sem Entarnir, æva- fornu risarnir, taka loksins ákvörðun um að taka þátt í átökum heimsins og þramma af stað að virki Sarúmans, sem hefur breytt hinu fagra Ísarngerði í myrka herstöð með því að rífa niður skóginn og brenna trén til hergagna- framleiðslu. Entarnir segja hug hans spilltan af málmi og steinum, af græðgi og valdafíkn, og með hjálp náttúruafl- anna sigrast þeir á verkfærum nú- tímans – þeir frelsa fljótið með því að brjóta niður stíflu Sarúmans og yf- irbuga herdeildirnar. Mér þótti með ólíkindum – og þykir enn – að vinsældir kvikmyndarinnar skyldu skarast á við framkvæmdirnar á Austurlandi. Nú er Hringadróttinssaga til á fjölmörgum heimilum og fáir sem ekki hafa séð þennan vinsæla þríleik. Sem hlýtur að þýða að annaðhvort hefur stór hluti áhorfenda enn ekki pælt í tengingunum sem liggja í boðskap Tolkien eða þá að þeir hafa haldið með Sarúman allan tímann. Af ólík- um teng- ingum Eftir Gunnar Theodór Eggertsson gthe@hotmail.com A lmennir þáttastjórnendur eru deyjandi stétt, a.m.k. í sænsku sjónvarpi. Þar eru til hlið- stæður Hemma Gunn og Sirr- ýjar en þeim fer fækkandi. Í staðinn fyrir spjall- og spurn- ingaþætti koma nú ýmiss konar þættir þar sem áhorfendum er ráðlagt um hvaðeina af sérfræðingum á viðkom- andi sviði. Hvort sem það er barnauppeldi, út- lit, innanhússhönnun, mataræði eða samlíf. Sérfræðingarnir koma sem sagt í staðinn fyrir þáttastjórnend- urna sem voru ekki sérfræðingar í neinu nema kannski fréttamennsku og framkomu. En það hefur nú verið aðal hvers fjölmiðlamanns að vera sérfræðingur í öllu, eins og ég segi alltaf til að breiða yfir fáfræðina. Örfáir viðtals- þættir eru eftir í sænskri sjónvarpsdagskrá og svo náttúrulega debattþættirnir sem aldrei hverfa. Sálfræðingar, næringarfræðingar, prestar, uppeldisfræðingar og fleiri eru nú að verða að- alnúmerin í sænsku sjónvarpi. Þættirnir eru nokkuð fjölbreyttir en eins misjafnir og þeir eru margir. Útlitsbreytingaþættir eru þekktir en ég gef nú ekki mikið fyrir sérfræðinga á því sviði. Extreme makeover er t.d. til í sænskri útgáfu en hlýtur að gefa bandarísku fyr- irmyndinni talsvert eftir hvað ógeð varðar. Á dagskrá ríkissjónvarpsins sænska (SVT) eru ýmsir þættir sem stýrt er af sérfræðingum á hinum og þessum sviðum. Einn þeirra er þátturinn Mellan dig och mig sem útleggst Okkar á milli á íslensku. Þar fylgjast áhorf- endur með pörum sem eiga í vandræðum en þeim til hjálpar koma hjónabandsráðgjafi og þjálfari eða „coach“ í samskiptum. Mér leist ákaflega vel á að horfa á tíu hálftímaþætti og gulltryggja hjónabandið og settist spennt fyrir framan sjónvarpið. Skipti um skoðun eftir tvo þætti þar sem ráðgjafarnir sannfærðu unga nýbakaða foreldra um að pabbinn þyrfti á kvöldi með strákunum að halda en mamman þyrfti að finna móðureðlið í sér. Magasínþættir þar sem sérfræðingar eru fengnir til viðtals eftir því um hvað er fjallað sjást vart í sænsku sjónvarpi. En sérfræðing- arnir títtnefndu stíga nú í auknum mæli á svið sem aðalleikarar og úr statistahlutverkinu. Í kringum þá eru þá búnir til styttri þættir með afmörkuðu umfjöllunarefni. „Fyrir tíu árum voru búnir til heilir þættir í kringum einn þáttastjórnanda en það er ekki svoleiðis lengur,“ er í Göteborgs Posten haft eftir Anette Beijer, framleiðanda hjá Titan Television sem m.a. framleiðir þátt um mat- aræði sem stjórnað er af næringarfræðingi og sænsku útgáfuna af „Nanny“ þar sem sér- fræðingar ráðleggja um barnauppeldi. Beijer telur auðveldara að fá þátttakendur í þætti sem stjórnað er af sérfræðingi á viðkomandi sviði. Og að hennar sögn er ekki erfitt að fá sérfræðinga til að stýra sjónvarpsþáttum. Birgitte Söndergaard stjórnaði sjónvarps- þætti í tíu ár, til ársins 2002, að framleiðslu þátta hennar var hætt. Barneignir á unglings- aldri og framhjáhald voru meðal umfjöllunar- efnis en líka hversdagslegri samfélagsmál og það er tengingin við daglegt líf fólks sem Söndergaard saknar m.a. úr sjónvarpinu, að því er hún sem fulltrúi nær útdauðra þátta- stjórnenda segir í samtali við GP. Hálftímaþættir um viðkvæm málefni eins og hjónabandserfiðleika eða andleg vandamál geta þó aldrei orðið annað en yfirborðs- kenndir. Dr. Phil er þekktur víða um heim og a.m.k. einn sænskur sálfræðingur vill gjarnan verða sænski dr. Phil. Það er sálfræðingurinn Eva Rusz sem er einn af sérfræðingunum í þáttunum Toppform hjá SVT en þátturinn gengur út á að þátttakendum er hjálpað að komast í innra og ytra toppform og sérfræð- ingarnir eru líkamsræktarþjálfarar, næring- arfræðingar og sálfræðingurinn. Þátturinn nýtur vinsælda og svo virðist sem öllum gangi vel að komast í toppform. Sálfræðingurinn bendir á að það komist ekki allt fyrir í þætt- inum – sálgæslan sé nefnilega mun tímafrek- ari en svo. Það er ábyggilega hægt að hafa gagn og gaman af hvoru tveggja, spjallþáttum og sér- fræðingaþáttum. Það getur bara verið erfitt að gera upp á milli mishæfra þáttastjórnenda með misskemmtilegum viðmælendum og mis- hæfra sérfræðinga á ýmsum sviðum miðla af mismikilli vitneskju sinni. Sérfræðingar í öllu og engu Fjölmiðlar Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is ’Sálfræðingurinn bendir á að það komist ekki allt fyrirí þættinum – sálgæslan sé nefnilega mun tímafrekari en svo.‘ I Sjónarhorn er eitt af grundvallaratriðumvið mótun ritstjórnarstefnu menningar- tímarits; það verður að hafa klárt og ferskt sjónarhorn. Menningartímarit sem byggir til dæmis á úreltum sjón- armiðum í hugvísindum er ekki líklegt til þess að lifa lengi. Áður en langt um líður munu lesendur hafa vaxið því yfir höfuð, ef svo má segja. Þeir fylgjast með og vilja að tímaritið horfi á heim- inn út frá nýju og fersku sjónarhorni og segi þeim helst eitthvað nýtt. II Ríkjandi ástand hlýtur að vera umfjöll-unarefni menningartímarits, jafnvel þess menningartímarits sem hefur sagnfræði að sínu helsta viðfangsefni. Menningartímarit þarf að taka mið af umhverfi sínu, ef ekki þá getur það ekki staðsett sig, ef ekki þá getur það hljómað eins og álfur út úr hól. Menning- artímarit verður að vera læst á umhverfi sitt . III Þetta er ekki einfalt mál. Samtíminn erhverful skepna og ástand hugtak sem fel- ur óhjákvæmilega í sér botnlausa huglægni. En kannski er það ekki beinlínis samtíma- ástandið sjálft sem skiptir máli heldur glíman við það, með því að hugsa um það verður það til, eða: Með því að hugsa um það kemur það í ljós. IV Undanfarnar vikur hefur verið deilt umbókmenntaástand í Lesbók. Í dag skrif- ar Eiríkur Guðmundsson langa grein um efn- ið. Hún er vörn fyrir módernismann. Einhver kynni að spyrja hvers vegna maður á póst- módernískum tímum telur ástæðu til að verja módernismann. Svarið þarf reyndar ekki að vera mjög flókið: Póstmódernisminn er sprott- inn úr módernismanum, sögulegur arftaki. V En svo að lesendur tapi ekki þræðinumþá hófst umræðan um íslenskt bók- menntaástand í byrjun Bókmenntahátíðar í Reykjavík. Þar spurði Eiríkur hvers vegna menn skrifuðu bókmenntir og hvers vegna umræða um bókmenntir væri af skornum skammti hér. Hermann Stefánsson fjallaði um íslenska bókmenntakerfið sem hann taldi sjúkt og Stefán Máni lýsti skoðunum sínum á skáldsögunni. Helgina eftir svöruðu Jón Kalman Stef- ánsson og Kristján B. Jónasson sem sagði að bókmenntaumræðan í Lesbók væri eins og út úr „þungarokkskreyttu unglingaherbergi“. Kristján ýjaði einnig að því að við þyrftum að segja skilið við skáldskapargildi módernism- ans. Í síðustu Lesbók gargaði Hermann Stef- ánsson út úr svarta herberginu að hann vildi frekar vera þar inni en í stássstofunni og nú í dag flytur Eiríkur varnarræðu fyrir módern- ismann. Þeir sem lesa þá grein sjá að það hlýt- ur að verða framhald á þessari umræðu. Neðanmáls Guðni Elísson ritar einnig um styttumálið í Lesbókina. Hann sæiekki ofsjónum yfir ákvörðun um nýja styttu af Tómasi, en vildiþó frekar sjá ævisögu skáldsins eða safn fræðilegra greina um ljóðlist Tómasar. Meginpunkturinn í grein Guðna er hins vegar gagn- rýni á Sjálfstæðisflokkinn fyrir að sætta sig jafnan við „að sitja á aftasta bekk“ varðandi hlut í íslensku menningarlífi. Flokkurinn hafi ekki haft nægan áhuga á menningunni með því að leggja meiri peninga til hennar og þess vegna ekki virkjað grasrótina eða laðað til sín ungt fólk úr öllum greinum listalífsins, flokksaginn hafi kannski verið of mikill til þess að það tækist, Tómas Guðmundsson hafi hins vegar rekist vel í flokki. Þetta er ótrúleg grunnhyggni. Tómas Guðmundsson var einlægur lýðræðissinni og andstæðingur kommúnisma og sósíalisma og studdi þess vegna Sjálfstæðisflokkinn. Hann var gagnrýninn á Sjálfstæð- isflokkinn, ef honum þótti ástæða til, eins og við vitum, sem þekktum hann, og áttum þess kost að ræða við hann um þjóðmál. Ég veit ekki hvaða rök Guðni Elísson hefur fyrir ályktun sinni um afstöðu Tómasar til Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn getur verið stoltur af framlagi sínu til menning- armála bæði þar sem hann hefur forystu í sveitarstjórnum og í rík- isstjórn. Guðni Elísson ræðir um það sem hann kallar „róttæka hægrilist“ en hún fái ekki þrifist nema Sjálfstæðisflokkurinn verði frjálslyndari, flokkurinn verði „að rúma fleiri sjónarmið og læra að sýna ögrandi hug- myndum umburðarlyndi, jafnvel þótt þeim sé beint að sjálfu flokksstarf- inu. Annars er hætt við að menningarmálastefna flokksins verði alltaf sérkennilega gamaldags og á skjön við raunverulegan slagkraft íslensks menningarlífs.“ Ég hef oft tekið þátt í umræðum um menningarmál á vettvangi Sjálf- stæðisflokksins en minnist þess aldrei, að rætt hafi verið um sérstaka stefnu flokksins varðandi listsköpun eða vinnubrögð listamanna. Ég veit ekki innan hvaða stjórnmálaflokks Guðni Elísson vinnur að því að móta flokkspólitíska listastefnu – sjónarmið Guðna eru verri en gamaldags og þau eiga ekkert skylt við eðlilegt hlutverk stjórnmálaflokka við stefnu- mörkun í menningarmálum. Listamenn fylgja þeirri stefnu, sem þeir sjálfir kjósa, hlutverk stjórn- málaflokka er að skapa þeim eins og öðrum borgurum umgjörð til að njóta sín sem best. Að halda því fram, að það hafi ekki verið gert á Ís- landi eru öfugmæli og hlutur Sjálfstæðisflokksins í því efni er mikill og góður. Björn Bjarnason www.bjorn.is Styttumálið Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Kjarval.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.