Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.2005, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.2005, Side 7
áhugamálum. Fólk var því kannski hvorki að leita að félagslegu réttlæti né pólitískum um- bótum þegar öllu er á botninn hvolft heldur nýjum leiðum til að tjá einstaklingseðlið og uppfylla langanir sínar. Lesbókin breyttist úr breiðu, almennu helgarblaði með áherslu á þjóðlegan fróðleik í sérhæft menningartímarit í upphafi sjöunda áratugarins. Blaðinu var augljóslega beint að öðrum lesendum með þessari breytingu, kannski fyrst og fremst ungu fólki og menntafólki með menningarlegan áhuga. Það var jafnvel róttækur blær á sumum greinum. Og auglýsingar tóku að birtast í blaðinu að nýju og það stundum í lit. Lesbókin svaraði kalli tímans. 150 skáld Á fyrstu árunum eftir breytinguna störfuðu við Lesbókina Sigurður A. Magnússon, Har- aldur Hamar, Ingimar Erlendur Sigurðsson, Jón Hnefill Aðalsteinsson og Svava Jak- obsdóttir. Gísli Sigurðsson tók svo við Les- bókinni árið 1967 og var ritstjórnarfulltrúi hennar allt til ársins 2001. Gísli hélt áfram að fjalla um bókmenntir og menningu í blaðinu en lagði jafnframt aukna áherslu á umfjöllun um arkitektúr og hönnun ýmiss konar og jafnvel bíla. Skáldskapur fékk mik- ið vægi í blaðinu og þá ekki síst svokallaður alþýðukveðskapur. Málsmetandi sam- tímaskáld birtu þó einnig ljóð Lesbókinni, samkvæmt lista sem Gísli tók saman í tilefni af fimmtíu ára afmæli blaðsins 1975 höfðu 150 skáld átt ljóð þar frá breytingu 1962. Gísli hélt líka alltaf fast í hefð þjóðlegs fróð- leiks í Lesbókinni og líklega var blaðið aftur orðið helsti vettvangur hans á níunda og tí- unda áratuginum. Tekur sig alvarlega Við aldamótin var aftur gerð róttæk breyting á Lesbókinni en ekki í einu vetfangi eins og ’62. Smámsaman hefur henni verið breytt í menningartímarit með höfuðáherslu á sam- tímann. Lesbókin fjallar um menningu í víð- um skilningi, eins og sagt var í leiðara Morg- unblaðsins daginn sem útliti hennar og að vissu leyti efnissamsetningu var breytt á síð- asta sumri, „ekki aðeins bókmenntir, tónlist og myndlist heldur einnig kvikmyndir, sjón- varpsmenningu, útlitsiðnaðinn og dægur- iðnaðinn yfirleitt. Þannig hafa undanfarin misseri birst greinar um bæði Sálminn um blómið og Kill Bill, Times Literary Supple- ment og Cosmopolitan, Guðmund Kamban og raunveruleikasjónvarp.“ Þessi breyting hefur ekki þýtt að háalvarlegum greinum um bókmenntir og listir hafi verið úthýst úr blaðinu. Lesbókin er þvert á móti enn blað sem tekur sig mjög alvarlega (þótt hátíðleik- inn sé látinn lönd og leið) enda er hún eina sérhæfða tímaritið um menningu sem gefið er út vikulega í landinu. Fyrir utan Morgunblaðið sjálft og Rás 1 eru engir fjölmiðlar hér sem fjalla af ein- hverjum þunga um menningu. Hlutverk Les- bókarinnar er því mikið. Ef hún myndi leggj- ast af þyrfti umsvifalaust að stofna nýtt tímarit af sama toga. Breyting sumarið 2004 Lesbókin er þó enn vettvangur fyrir ýtarlegt lesmál. ’Rabbgreinarnar sem hófu göngu sína í breyttu blaði1962 tóku líka öðru hverju á pólitískum málum, kannski ekki síst fyrstu árin þegar Sigurður A. Magn- ússon skrifaði þær. Af endurminningum hans má skilja að skjálftar hafi farið um ritstjórn blaðsins vegna þess- ara pistla. Af endurminningum Matthíasar Johann- essen má skilja að hristingurinn hafi aðallega verið í höfðinu á Sigurði. Þessa sögu á eftir að skrifa.‘ Lesbók Morgunblaðsins ˜ 1. október 2005 | 7 KB banki, reykvísk gallerí, Menningarmálanefnd Reykjavíkur og listamenn bjó›a vaxtalaus lán til kaupa á listmunum í flví skyni a› styrkja listalíf í landinu. Um lei› er listunnendum gert kleift a› festa kaup á verkum sem flá dreymir um a› eignast. Starfsmenn galleríanna afgrei›a lánin um lei› og listaverk eru keypt. Kynntu flér máli› í a›alútibúi KB banka e›a vi›komandi galleríi. " Art gallery S.Har " Skólavör›ustíg 25a thulin@simnet.is Art-iceland.com Skólavör›usíg 1a alfheidur@art-iceland.com 101 Gallerí Hverfisgötu 10 boddi@101hotel.is Gallerí Fold Rau›arárstíg 14-16 fold@myndlist.is Gallerí Hlemmur Klink og Bank v. Brautarholt galleri@hlemmur.is Gallerí i8 Klapparstíg 33 info@i8.is Gallerí List Skipholti 50 d hronn@tonastodin.is Gallerí Reykjavík Skólavör›ustíg 12 litirogfondur@simnet.is Gallerí Skuggi Hverfisgötu 39 art@galleriskuggi.is Gallerí Smí›ar og Skart ehf. Skólavör›ustíg 16A gudmundurj@isl.is Kling og Bang Gallerí Laugavegi 23 kob@this.is Listamenn ehf Skúlagötu 32-34 gudmundur@listamenn.is Listgallerí Engjateigi 17 listhus@listhus.is Listhús Reykjavíkur I›u húsinu, Lækjargötu 2 a ggunn@ismennt.is Smi›jan Listhús Ármúla 36 smidjanlisthus@simnet.is Vaxtalaus listmunalán E N N E M M / S ÍA / N M 18 4 9 0

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.