Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 30.01.1950, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 30.01.1950, Blaðsíða 7
Mánudagur 30. janúar 1050 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 7 BLAÐ FYRIR ALLA Lesendum blaða hér á landi er nú Jiegar kunnugt, að hér er aðeins eitt blað, sem fjallar jafnt um þjóðmál sem önnur mál og heldur hlutleysi sínu. Öll þau mál, sem skipta hag almennings, eru rædd í Mánudagsblaðinu, og okkur er jafnan Ijúft að birta allar hliðar þeirra mála, sem mest eru rædd. Fastir dálkar í blaðinu hafa náð miklum vinsældum. Dálkar Jóns Reykvík- ings, sem birtir eru í nær hverju blaði, Kvennadálkur CIíós og greinaflokkur eftir Ajax um ýmis málefni hafa vakið umræður meðal lesenda. Fyrir þá Iesendur, sem ekki fylgjast með stjórnmálum eða öðrum þjóðmál- um að staðaldri, er líka nóg efni. Nægir þar að benda á kvikmyndagagnrýni, spennandi sögur, fréttir og upplýsingar á sérstökum sviðum, og nú í haust hef j- ast á ný leikarafréttir, sem áttu miklum vinsældum að fagna meðal yngri lesenda, Mánudagsblaðið getur því sannarlega kallazt BLAÐ FYRIR ALLA. Nokkur eintök eru enn til af síðasta árgangi Mánudagsblaðsins, og verða þau send ykkur, ef þið óskið þess. Árgangurinn kostar 48 krónnr. Nú er kominn vetur og þvi allra veðra von. Ekki er þá við að búast, að jafn- margt fólk verði á götunum á mánudagsmorgnum, þegar sölubörn bjóða blaðið. Til þess að þið þurfið ekki að missa af blaðinu, bjóðum við ykkur að gerast áskrif- endur og fá blaðið sent heim á mánudagsmorgnum. Ef þið viljið verða áskrifendur blaðsins, þá gerið eitt af tvennu: Hringið í síma 3975 og gefið upp nafn og heimilisfang eða fyllið út eftirfarandi áskriftar- lista. óska eftir að gerast áskrifandi að Ég undirrit Mánudagsblaðinu. Heimili Staður IJtanáskrift Mánudagsblaðið Reykjavík mmmm Kennarinn: Ef hann faðir þinn ynni sér inn 400 krónur á viku og fengi henni móður þinni þrjá fjórðu hluta af því, hvað mundi hún þá fá? Lærisveinninn ákveðinn: Hjarta- slag. ★ Anna: Hann sagðist skyldi elska mig alla ævi. Sigriður: Amen. ★ Efnafræðingurinn: Látið þér mig fá dálítið af ’sedi cacidester af salycvl sýru. Eigið þér via- spirin? spurði efnafræðingurinn. !:í einmitt. ,,Þetta dilkakjöt virðist ekki eins gott og í síðustu viku.“ ,,Nú sérðu hvernig sumu fólki skeikar. Þetta er alveg sama dilka kjötið og síðustu viku.“ ★ Viðskiptamaður: Er forstjór- inn viðstaddur? Kannske hann hati meiri vitglóru en þú? BúðarmaSurinn: Það hefur hann vissulega, því að hann fór út í því er þú komst inn. lessiíl Maðurinn var rekinn og var að karpa um það. — Hvers vegna er ég rekinn? Eg hefi ekki gert neitt. — Þess vegna eruð þér líka rekinn, sagði framkvæmdastjór- inn. Sigga: En hvað þetta er yndis- leg hálsfesti. Hvað kostaði hún? Anna: Þrjú móðursýkisköst. — Nú er ég búin að gleyma hinu, sem ég var send cftir, sagði lítil telpa, sem kom í nýlendu- vörubúð. Kaupmaðurinn reyndi að hjálpa henni og sagði: — Var það ostur, svínafeiti, smjör, margaríni, svínsflesk, mar- melaði, kex, reykt síld, niður- soðið kjöt, bökunarduft, sápa, kaffi, te, kókó, sykur, sódi, krydd, hrísgrjón, kúrenur, rúsínur? — Nú man ég hvað það var. Það var, geturðu sagt mér hvað klukkan er? ★ Mamma: Litli stráksi ætlar að verða uppboðshaldari, þegar hann. er orðinn stór. Maðurinn: Hvernig veiztu það? Mamma: Hann er strax farinrv að bjóða upp úrið þitt. ★ Drengur (ætlar að kaupa litiðfe jólagjöf): — Mig langat til að kaupa flibba handa pabba. — Eins og þann, sem ég er með, sagði afgreiðslumaðurinn. — Nei, hreinan, ef þér hafið' hann til.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.