Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.2005, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.2005, Side 16
16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 1. október 2005 Þ orleifur Guðmundsson fæddist í Reykjadal í Hrunamannahreppi 6. júlí 1794, sonur Guðmundar prests Böðvarssonar, síðar – 1810, á Kálfatjörn, og konu hans Rósu Egils- dóttur. Þorleifur kenndi sig til fæðingarsveitarinnar með nafninu Repp, sem hann tók sér ungur og bar alla tíð. Guð- mundur faðir hans fékkst nokkuð við að yrkja andlegan kveðskap, en bæði hann og Rósa voru í ættum við presta og skáld. Snemma sögðu gáfur til sín í fari Þorleifs og tiltekur Tómas Guðmundsson sögur af því, að hann hafi vart verið kominn af barnsaldri, er þeir feðgar gerðu sér leik að því að tala saman á latínu. Páll Eggert Ólason segir, að heldur muni Þorleifur hafa verið óbráð- þroska að líkamsvexti og væskilslegur. En hugurinn var bæði bráðþroska og vel haldinn og er námsárangur hans í Bessastaða- skóla sérlega glæsilegur; 24. október 1813 er hann brautskráður stúdent með ágæt- iseinkunn í öllum fögum nema dönsku, þar sem hann undi 1. einkunn! Haustskip eru öll farin og því á Þorleifur þess ekki kost að sigla til háskólans hafi það þá verið hugsun hans, en líklegra að hann hafi hugsað sér til prestskapar, því 25. janúar veitir Geir biskup Vídalín honum predikunarleyfi, sem þá er títt að veita prestsefnum. En prests- þankinn er Þorleifi ekki lengi ofarlega í huga, því haustið eftir innritast hann í Kaup- mannahafnarháskóla og lýkur árið eftir lær- dómsprófi með 1. einkunn. Hugur Þorleifs lá víða í lærdómnum; hann lagði í fyrstu stund á læknisfræði, efnafræði og eðlisfræði og sótti það nám af eðlislægu kappi. H.C. Örsted var þá eðlisfræðikennari við skól- ann og lauk miklu lofsorði á Þorleif en hann átti eftir að koma við sögu Þorleifs með af- drifaríkum hætti síðar. 1817 söðlaði Þorleifur um og sneri sér að málvísindum, heimspeki og fagurfræði. Ekki var hann einhamur í því námi frekar en öðru og fór fljótt orð af mikilli kunn- áttu hans. Veraldarauður var Þorleifi fjarri, en styrkir til náms og húsnæðis voru honum auð- sóttir sakir framúrskarandi námsárangurs. 1819 vann hann til heiðurspenings háskólans fyrir heimspekiritgerð á latínu og sú tunga leiddi þá saman hann og höfuðskáld Dana, Oehlenschläger, er sá síðarnefndi fékk Þorleif til að hressa upp á latínukunnáttu sína. Sóttust þá fleiri menntamenn eftir handleiðslu Þor- leifs, m.a. fékk Knud Lyne Rahbek, prófessor og rithöfundur, hann til að kenna sér íslenzku. Aðalgeir Kristjánsson vitnar til vitnisburðar Birgis Thorlacius, prófessors, um námsferil Repps, að hann hafi verið í miklu áliti sakir víðtækrar þekkingar þegar á unga aldri. Mála- kunnátta hans hafi verið með ólíkindum. Auk latínu og grísku kunni hann skil á fornensku, gelísku, hebresku, arabísku, finnsku og ung- versku og í ritum sínum vitnar hann til sansk- rítar og grænlenzku. Þá kunni hann þýzku, frönsku, spænsku, ítölsku og portúgölsku. Hann kynntist Rasmus Chr. Rask og hreifst mjög af lærdómi hans í norrænum fræðum og þeim nýjungum sem urðu í málvísindum fyrir tilverknað hans. Með öllu öðru sinnti Repp íslenzkum fræð- um og voru þýðingar á dönsku á nokkrum Ís- lendingaþáttum það fyrsta sem kom frá hans hendi á prenti. Aðalgeir segir Þorleif mjög félagslyndan, en ekki að sama skapi þjálan og samvinnuþýðan. Björn Th. Björnsson segir Repp hafa verið bráðskarpan, en svo frábæran skapvarg og sérvitring, að hann hafi orðið frægur af því og sennilega þekktastur allra Íslendinga í Kaup- mannahöfn á 19ndu öld. „Ásamt frábæru danahatri fóru saman í þessum manni snarar gáfur og þó enn sneggri skapofsi, með þeim sérkennilegleikum, að hann brást í óstöðvandi hlátur, þegar hann reiddist. Svo sem líklegt er um slíkan mann, stóð hann alla ævi á víggörð- unum, oftar í árás en vörn..“ Á stúdentsárunum kom Þorleifur við sögu menningarmálafélaga Íslendinga og Dana, var m.a. einn af stofnendum Hafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags og síðar stjórn- armaður og heiðursfélagi hennar, og hann er einn Íslendinga meðal stofnenda félagsskapar danskra stúdenta á Garði, en íslenzkir stúd- entar blönduðu lítt geði við danska. Annað var uppi á teningnum hjá Repp síðar, þegar hann lá hvergi á þeim litlu metum sem hann hafði á Dönum: „Aldrei hefur nokkur maður í nokk- urru landi haft nokkurt gagn af nokkurri danskri bók.“ Góðir dagar í Lundúnum En áður en lengra dregur í Kaupmannahöfn víkur sögunni til Englands, þar sem Þorleifur á góða daga í hálft annað ár. Tómas Guðmundsson segir; „Tvenn eru þau tímabil í ævi Þorleifs, sem ætla má, að hafi ver- ið áhyggjuminnst og hamingjusömust, en það eru bernskuárin austur í Hreppum og þessi Lundúnadvöl..“ Þorleif skortir ekki meðmælabréfin frá fremstu menntamönnum dönskum og sendi- herra Breta í Kaupmannahöfn og hann er ekki fyrr stiginn á brezka grundu 1821 en honum opnast allar dyr og menntun hans kemur hon- um innundir hjá áhrifamönnum. Hann býr hjá þingmanninum David Ker, gömlum skólabróð- ur brezka sendiherrans í Kaupmannahöfn, en kona hans er systir Castlereaghs lávarðar, ut- anríkisráðherra og þau börn markgreifans af Londonderry. Í London sinnir Þorleifur ýmsum rann- sóknum og fræðistörfum og áhugi hans og að- dáun á brezku stjórnskipulagi, þar sem honum finnst frelsið standa fastari fótum en annars staðar, fá byr undir báða vængi. Við rannsókn- irnar nýtur Þorleifur margra góðra manna. Sjálfur er hann ham- hleypa til vinnu og gæddur óbilandi minni. Tómas Guðmundsson getur þess að kunn- ingjar Þorleifs í Höfn hafi eitt sinn spurt hann, hvort hann ætti leikrit Shakespeares, en hann svarað, að þess þyrfti hann ekki – hann kunni Shakespeare utan bókar! Á þetta bar enginn maður brigður. En allir góðir dagar taka enda og síðla sum- ars 1822 heldur Þorleifur af Bretalandi og til Danmerkur aftur. Reyndar liggur við að hann stefni skónum annað, en vinir Þorleifs í Lond- on vilja sjá hann í prófessorsembætti í grísku og latínu við háskólann í Dyflinni. Tilskilin gögn frá Kaupmannahöfn berast ekki í tæka tíð og staðan er veitt öðrum. Doktorsvörn með ósköpum Þegar Þorleifur var aftur kominn til Kaup- mannahafnar tók hann upp þráðinn þar sem frá var horfið; bjó rit til prentunar, m.a. þýddi hann fyrir Árnastofnun Laxdælu á latínu, tók þátt í fræðilegum og pólitískum umræðum og kenndi. Ofan á allt saman sneri hann sér af sinni alkunnu elju að námi í málvísindum og fagurfræði á ný. Í kennslunni var hann svo hátt á hrygginn reistur að vera fenginn til að kenna Karolínu Amalíu verðandi drottningu Dana ensku. Og hann vann aftur til heiðurspenings Kaupmannahafnarháskóla í ritgerðarsam- keppni um fagurfræðilegt viðfangsefni; að rannsaka og sýna fram á með dæmum, að hve miklu leyti það er nauðsynlegt að þýða ljóð undir sama bragarhætti og það er frumkveðið. Tómas Guðmundsson segir, að ritgerð Repps sé „rökvíslega samin, laus við mælgi og mála- lengingar, og sýnir auk þess, hversu þekking höfundar var frábærlega víðtæk.“ En Þorleifur hafði fleira undir en að semja verðlaunaritgerð. Hann var orðlagður kapp- ræðumaður og hann var einn aðalhvatamaður að stofnun lestrar- og málfundafélags upp á enska vísu. Og í handraðanum hafði hann nú ritverkið sem átti að vera lokapunkturinn á námsferli hans við Kaupmannahafnarháskóla; De sermone tentamen ( Tilraun til mál- skýringa ), sem fjallar um uppruna tungumála, þróun þeirra og ættartengsl. Ritverkið var ágreiningslaust metið gilt til meistaranafnbótarvarnar, sem dagsett var 6. febrúar 1826. Þorleifur Repp taldi að sér yrði ekki skotaskuld úr því að verja ritgerðina á latínu, en doktorsvörnin varð honum þó ekki sá vegsauki, sem hann dreymdi um. Í Reg- enskirkju tóku örlögin svo hastarlega í taum- ana, að doktorsvörnin endaði með ósköpum. Andmælendur voru Birgir Thorlacius og Jens Möller. Birgir var prófessor við heim- spekideild og hafði dæmt ritgerðina gilda en Möller var prófessor við guðfræðideild og hafði róið að því öllum árum að verða andmæl- andi gegn vilja Birgis, sem taldi hann van- hæfan til verksins. Þótti kapp Möllers ekki einleikið. Hann hafði horn í síðu Þorleifs og röktu menn það meðal annars til þess, að Þor- leifur, sem lét oft til sín taka við doktorsvarnir, hafði stórskemmt doktorsvörn hálfbróður Möllers. Kvaddi Þorleifur sér þá hljóðs og benti á að doktorsritgerðin væri næsta orðrétt tekin upp úr ákveðinni bók. Kom heldur betur á menn við þessar upplýsingar, en engu að síð- ur fékk doktorsefnið sína doktorsnafnbót! Upplýsingar Þorleifs settu auðvitað skamm- arblett á nýbakaða doktorinn og rændu at- höfnina öllum hátíðleika og virðingu. Þegar til kom varð doktorsvörn Þorleifs sjálfs honum mjög svo öndverð og hálfu verri en hálfbróðir Möllers mátti upplifa. Aldrei þessu vant vafðist kunnáttumanninum tunga um tönn og athugasemdir prófessora og ann- arra andmælenda hlupu í skap hans svo hann varð grófur mjög sem lund hans er til segir Magnús Stephensen í frásögn sinni. Þetta kunni ekki góðri lukku að stýra, því sem fyrr segir var Þorleifi á þann veg farið, að þegar honum fannst gert á hlut sinn, reiddist hann og varð ekki sjálfrátt fyrir hlátri. Jens Möller talaði síðastur og fór hörðum orðum um rit- gerðina, sem hann sagði m.a. gagnslausa og háskólanum til óvirðingar. Undir ræðu hans missti Þorleifur gjörsamlega stjórn á skapi sínu og skellihlátrum með þeim afleiðingum að háskólarektor, sem var H. C. Örsted, batt enda á athöfnina með þessum orðum: Absint nugæ, absit scurrilitas, absit ipse denique scurra, sem útleggst: Burt með skrípalæti, burt með fíflaskap, farðu síðan sjálft burt fífl. Gengu prófessorarnir síðan út. Áhöld voru um málalyktir og spurði forseti heim- spekideildar andmælendur álits. Birgir Thorlacius lagði til að Repp hlyti magist- ersnafnbót, en Jens Möller var því andvígur. Í þrettán manna háskólaráði mæltu átta með því að Repp yrði veitt magistersnafnbót með áminningu, fjórir voru á móti, en Birgir Thorlacius vildi veita honum nafnbótina áminningarlaust. Háskólaráð gerði því að til- lögu sinni, að Repp legði fram skriflega afsök- unarbeiðni, ef háskólastjórnin féllist á þá málsmeðferð. Það gerði hún ekki. Með vísan til þess, að reglur heimiluðu hvergi, að nafnbótin yrði veitt ásamt áminningu, sagðist há- skólastjórnin ekki geta gert það að tillögu sinni, að Þorleifi Repp yrði veitt magist- ersnafnbót. 18. marz skrifaði háskólaráð for- seta heimspekideildar að það féllist ekki á að veita Repp nafnbótina. Grundaði ráðið ákvörð- un sína á atkvæðagreiðslu innan heim- spekideildar, þar sem sex kennarar vildu að Repp yrði sæmdur nafnbótinni, tveir vildu láta fylgja áminningu og sex voru á móti. Þar sem ekki mátti veita nafnbótina með áminningu, féll magistersnafnbót Repps á jöfnu. Birgir Thorlacius tók saman greinargerð um málið og sagði þar m.a. að af þeim sex sem voru á móti hefðu fimm ekki lesið ritgerð Repps. Varðandi hlátursköst Repps, þegar honum rann í skap, sagði Birgir þau sérkenni í fari Repps sem hann réði ekki við og því ættu menn að virða þau honum til vorkunnar. Gat Birgir þess, að slíkir annmarkar í fari manna væru mönnum ekki ókunnugir og nefndi tvo Séníið sem sást Morgunblaðið/Árni Sæberg Bautasteinn Þorleifs Repps, sem niðjar Repps í Englandi og hópur Íslendinga reistu í kirkjugarðinum við Suðurgötu 6. júlí 1989. Í steininn eru höggvin skjaldarmerki Repps og áletrunin; Non nisi volentibus imperare – ekki skal ríkja yfir ófúsum. Á Þorleifi Guðmundssyni Repp sannaðist að sitthvað er gæfa og gjörvileiki. Þessi íslenzki Hreppamaður varð fjölkunnur fyrir gáfur sínar og þekkingu, en skaphöfn hans skellti honum flötum. Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.