Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.02.1950, Síða 5

Mánudagsblaðið - 27.02.1950, Síða 5
Máimdagur- 27. • fefarnar l&SO MANUÐAjGSBLAÐO> *>- ^ *f*V5-*f>* Bandaríkjamenn taka þátt í hvalveiðum Hvalafurðir eftirsóftar í Evrópu Bollabolla. Þá eru þeir liðnir dagarnir þrír, Bolludagui, Sprengidag ur og Öskudagur, þessar leif ar kaþólsku kjötkveðjuhátíð- arinnar, sem enn eru við líði hér hjá okkur. í mörgum kaþólskum löndum hefur ver ið mikið um dýrðir undanfar ið, ungir og gamlir hafa í- klæðzt. allskonar búningum, drukkið, dansað og skemmt sér í nær heilan mánuð, — en klukkan tólf á miðnætti á Öskudaginn, „deyr“ prins Karneval, og þá hefst alvara lífsins á ný. 'Hér hjá okkur eru það að- allega börnin, sem hafa gam an af þessum dögum. Ekki hvað síizt Bolludeginum og Öskudeginum, — því að á Sprengidaginn er bara vömb in kýld með saltkjöti og baunum, og íþað finnst krökkunum ekkert sérstak- lega spennandi. Okkur full- orðna fólkinu finnst þó til- heyra að éta yfir sig á Sprengidag, og ég hygg, að fáir séu þeir íslendingar sem ekki þykir saltkjöt og baunir kóngamatur. Eg varð eiginlega fyrir vonbrigðum síðasta Bollu- dag. Eg hafði keypt talsvert af bollum, því að ég á marga góða litla vini og vinkonur, sem ég bjóst við, að myndu koma og flengja mig. En enginn kom. Satt að segja saknaði ég þess, að vera ekki vakin með hressilegum „Bollabolla- bollabolla“-söng barnaradd- anna, — þó mér að vísu þyki gott að lúra í morgunmund. Svo vjrðist sem þessar bollu- herferðir barnanna séu að leggjast niður, eða a. m. k. er ekki éiris mikið um þær og þegar ég var lítil. Þá skrifaði maður langan lista kvöldið fyrir bolludag, yfir alla þá, sem til stóð að flengja. Síðan var vekjara- klukkan látin hringja klukk- an 6 á Bolludagsmorguninn, til þess að hægt væri að ljúka flengingunum af áður en far ið var í skólann, og líka til þess að ná nági’önnunum í rúminu og gera þeim rúm- rusk. Margir létu þá útidyrn- ar vera ólæstar, svo að fleng ingarfólkið litla kæmist ó- hindrað inn, eins snemma og því þóknaðist. Ekki þarf að taka það fram, að flestir voru með magapínu af bolluáti, er leið á daginn. Eins hafði mörgum fénazt vel um morguninn, því að margir gáfu peninga í staðinn fyrir bollur. — Satt að segja held ég, að aurarnir hafi verið fullt eins vel þegn ir og bollumar, því að venju- J.ega fékk xaaður meiri bollur en maður gat torgað. Þó man ég til þess, að mörgum krökk um var bannað af foreldrum sínum að taka við peningum, þegar þau væru að flengja, — því að þá þótti þeim sýnt að litlu refirnir notuðu bollu daginn beinlínis til fjárplógs starfsemi og sóttust einkum eftir að flengja einstaklinga og fólk, sem gaf þeim aura 1 bollu stað! Öskudagurimi. Nú á Öskudaginn síðasta var ekki verra veður en svo, að ég bjóst við að sjá urmul af krökkum úti að hengja öskupoka. En svo var ekki heldur. Það er leitt, ef þess- ir gömlu skemmtilegu siðir ætla alveg að leggjast niður hjá okkur. í gamla daga sátu allir krakkar við öskupoka-sauma alla vikuna á undan. Oft voru saumaðir milli 30 og 40 pokar, en saumaskapurinn var síðan hengdur í runu í gluggatjöldin, og beðið með óþreyju eftir hinum mikla degi. Þegar Öskudagurinn svo rann upp, — dimmur eða bjartur, votur eða þurr, — voru pokarnir hengdir í run- um innan á kápurnar, farið var í létta skó til þess að geta læðzt sem hljóðlegast, og síðan var farið út á göt- ur og reynt að vera eins sak leysislegur á svipinn og frek ast var unnt. Er leið á dag- inn, fór heldur varla hjá því, að næstum hver vegfar- andi væri með einn eða fleiri poka dinglandi aftan í sér. Sumir höfðu gaman af og létu sem þeir yrðu ekkert varir við það, er við vorum að pukrast við að hengja poka aftan á þá, en aðrir brugðust hinir verstu við, rifust og skömmuðust. Þeim síðarnefndu hefur að líkind- um vantað alla kýmnigáfu og þótt það fyrir neðan virð ingu sína að hafa öskupoka dinglandi aftan á sér, — en slíkir vegfarendur vöktu allt af megnustu fyrirlitningu okkar. Á mínum duggarabands- árum voru líka margir stráka-prakkarar, sem gerðu sér að leik að stinga vegfar- endur i afturendann með sjal prjóni á Öskudag, eða hengja aftan í þá spjöld, hvar á voru skráð allskonar klúr- yrði og klám. En það virðist einnig vera að leggjast nið- ur, og það er ágætt. Engum er eftirsjón í spjalda-heng- ingunum og sjalprjóna-stung unum, — en ég sé sannar- lega eftir því, ef litlu stúlk- urnar í bænum ætla að fara að hætta bví að sauma ösku- poka og setja svip sinn á bæ- inn á Öskudag með því að læðast á eftir vegfarendum og pukrast við að skreyta bök þeirra með mislitum öskupokum! . . . Öldin önnur. Eg er að velta því fyrir mér, hvort börnin nú á tím- um séu eitthvað öðruvísi innréttuð en þau voru, þeg- ar ég var lítil? Eru þau hætt því að vera barnaleg- og gleðjast yfir litlu vegna þess, að þau hafa alltof mikla peninga milli handa til sæl- gætiskaupa og skemmtana? Margar ungar mæður hafa sagt mér, að nú vilji krakk- arnir heldur sterkar súpur og sósur, heldur en sæta búð- inga með rjóma, — sem var þó það dásamlegasta, sem maður gat ímyndað sér ,í þann tíð! Þær segja líka, að nú vilji þau heldur smútt brauð en dísætar rjómakök- ur. Við því er líklega ekkert að athuga, því að brauð er að sjálfsögðu hollara en kök- urnar, — en hver mundi hafa trúað því í þann tíð, að barn mundi afþakka rjómaköku? Þá þótti það eiginlega ekki almennileg afmælisveizla nema maður fengi svellandi þykkt súkkulaði með þeytt- um (rjóma að drekka, og rjómatertu og 10—15 köku- tegundir aðrar með. Þá þótti líka tilheyra að vera með magapínu af kökuáti daginn eftir afmælið, og brennda tungu eftir sjóðandi súkku- liðið, sem maður einhvern- veginn aldrei lærði að vara sig á vegna græðginnar! þá voru afmæli kunningjanna að alskemmtanir ársins. Þá loksins fékk maður að éta fylli sína af kökum, — og ekki var óalgengt, að mæð- urnar létu börn sín salla á sig 2—3 vænum rúgbrauðs- sneiðum, áður en þau færu í afmælið, til þess að þau ætu ekki kökurnar svo græðg islega, að þau yrðu sér til skammar! En nú er öldin önnur. Nú vilja þau helzt Coca-cola og smurðar „snittur“ í afmæl- unum! Anna, vinkona mín hélt upp á afmæli litlu dóttur sinnar um daginn. Þetta var fyrsta afmælið, sem telpan fékk að halda upp á með pomp og prakt, og voru því 15 krakkar boðnir. Anna bauð þeim svellandi súkkulaði (eða kókó, nú í súkkulaðisleysinu) með þeyttum rjóma, eins og hún sjálf ihafði vanizt i afmælis- boðum, þegar hún var lítil. Aðeins tvö af börnunum . Síðustu 10 árin hefur ekkert hvalvciðskip verið gert út af BandaríkjamGnnum. En nú benda allar líkur til þess að þeir aetli sér einnig að gera út á hval- veiðar. The Olympic Whaling Com- pany, sem er nýtt hlutafélag í Bandaríkjunum, er að láta breyta Hin báðu heldur um mjólk! Hún bauð þeim væna rjóma tertu með nafni afmælis- barnsins letruðu með sultu- taui ofan á, — en aðeins fimm af börnúnum gátu lok ið við tertustykkið, sem þeim , var skammtað! (Og munið þið, hvað- maður var fljótur að klára tertustykk- ið í gamla daga, í von um að fá meira!!). Hún bauð þeim margar teg undir af fínum, heimábökuð um kökum, — en ekkert þeirra sner.ti við þeim, nema ein iítil stúlka, sem fékk sér þrjár smákökur í stað- inn fyrir tertuna, af því að jhún sagðist „ald'rei borða þeyttan rjóma“! Anna sagðist á eftir hafa staðið hálfklökk í eldhús- inu yfir öllum ósnertu köku- fötunum og fullum súkkulaði pottinum. „Eg skal sannar- lega ekki vera að slíta mér út á kökubakstri fyrir næsta afmæli“, sagði hún. „Þá kaupi ég bara vínarbrauð, jsrrfyr brauð með osti og sléngi þessu í þau með Coca cola.“ Já, öldin er sannarlega önnur! Og skýringin á þessu held ég, að sé sú, að nú fá börnin svo mikið af sælgæti, kökum, ís og búðingum jafnt á tyllidögum sem öðrum dög- um, að þeim er hætt að þykja nokkuð til þess koma. En í gamla daga fengum við þetta svo sjaldan, að þegar við loksins fengum það, var það okkur svo mikið nýnæmi að við gátum ekki stillt græðginni í hóf, enda var lengi búið að hlakka til. Þá höfðu mæðurnar gaman af því að sjá þessa litlu, gráð- ugu og þakklátu gesti háma í sig góðgætið .(Sbr. „Éttu nú Jódís! þú færð ekki þenn an mat á morgun!“) — en nú ergja þær sig yfir lystarleysi þeirra. Eg er ekki í vafa um það, hvort mér þykir heil- brigðara, enda mun það flest um auðsætt. Kannske verða afmælis- boð framtíðarinnar ekki ann að en gosdrykkir og víta- minspillur, — en missa þau þá ekki talsvert af yndis- og heilbrigði, Clio. 16,641 tonna olíuflutningaskipt í hvalveiðimóðurskip í skipa- smíðastöð í Kiel í Þýzkalandi. Skip þetta verður það stórt, að ráð er gert fyrir að það geti unn- ið úr fjögur þúsund hvölum eða 25 þúsund tonnum af hvallýst á einu veiðiári. Auk þess hafa verið sendir 12 ,,veiðibátar“ til þess að veiða í móðurskipið. All— ur kostnaður við breytinguna nemur 9 milljónum dollurum eða 60% minna en það myndi kosta í Bandaríkjunum. Nú eru á döfinni samningar við Noreg um að ráða æfða hval- veiðimenn á skipið, en lögin í Noregi banna að hvalveiðimenn- þeirra vinni á skipum, sem sigJa undir öðrum flöggum en norska flagginu. Ef samningar nást ekki, lítur út fyrir að Olympic- félagið verði að leita fyrir sér í hinum hvalveiðilöndunum. Nú er afar mikil samkeppni í hvalveiðum og byrja veiðar i desember. Fyrir stríðið var hval- veiði að mestu frjáls. 1933 vcru t. d. drepnir 45,697 hvalir í suð- urhöfum. En nú hefur alþjúða hvalveiðieftirlitið gripið í t.vam- ana og má ekki drepa nema 16 þús. bláhveli um hvalveiðitíma- bilið, sem er frá 22. des. til 7. apríl. Bláhvelið er stærst a!lra hvala og getur orðið 100 fet á lengd og vegið 120 tonn. — Smærri hvalir, sem veiðasr, era metnir sem hluti af bláhveli. Að því sem virðist eru hval- veiðar afar tekjumikill atvinnu- vegur. Hvalolía hefur á síðari ár- um orðið aðalefnið í oleomargar- ini því, sem framleitt er í Evrópiu Niðursoðið og fryst hvalkjöt, senrt er á bragðið eins og sambland a£ nautakjöti og lifur, selst vel í Ev- rópu og Japan. Verðið á hvallvsi er á þessii ári 224 dollarar per. tonn. I íval- veiðimenn fá um það bil 60 tonit af lýsi úr liverjum hval og nemur það því 13,500 dollurum stykk- ið. Skip Olympic-félagsins getur unnið 25,000 tonn af lýsi, sem er samtals 5,600,000 dollara virði. Eigendur og áhöfn skipia með sér hagnaðinum eins og venja er. Auglýsið í Mánudagsblaffinu Lesið Mánudagsblaiið þáðu kókóið, — rjómalaust. þokka sínum barnslegri átgleði.?.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.