Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 06.03.1950, Side 4

Mánudagsblaðið - 06.03.1950, Side 4
MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mónudagur 6. marz 1950 .......... MÁNUDACSBLAÐIÐI BLAÐ FYRIR ALLA | = Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð 1 króna í lausa- i sölu, en árgangurinn, 52 blöð, 48 krónur Afgreiðsla: Kirkjuhvoli, 2. hæð, opin á mánudögum. Sími ritstjóra: 3975. | Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Vantraustið Framhalcl af 1. síöu sig eina. Þetta fólk heldur veizlur, þar sem eytt er 40—50 þúsund krónum á einu kvöldi eða mun meiru en árstekjum verkamannafjöl- skyldu. í slíkum veizlum flýtur allt í smygluðu kampavíni og öðrum svartamarkaðsvörum, þar eru fullir kassar af appelsínum, banönum, vín- berjum og öðrum varningi, sem almenningur hefur varla séð í fjöldamörg ár. Ekki tekur betra við, þegar þetta fólk fer til útlanda, en þar dvelst það oftast marga mánuði á hverju ári, þó að ekki fái það einn eyri í erlendum gjaldeyri á löglegan hátt. í stórborgum Evrópu skera lúxusbílar íslenzku stórlaxanna sig úr að öllum íburði, og íslendingar eru orðnir frægir fyrir fyllirí og óhófs'éyðslu á lúxushótelum í mörgum löndum álfunnar. Sumir íslenzku stórgróðamannanna fara til Ameríku og búa þar vikum saman í heilum álmum á lúxus- hótelum í Miami og Palm Beach. Kunnur skatt- svikari í Reykjavík fór til Bandaríkjanna í fyrra ásamt konu sinni og tók þar á leigu einkaflugvél í heilan mánuð og flaug í henni um Ameríku þvera og endilanga milli lúxus- hótelanna. Það eru hinir brjálæðiskenndu lifn- aðarhættir þessa stórgróðalýðs, sem gera það að verkum, að almenningur á mjög erfitt með að sætta sig við allar kjaraskerðingar. Fólk treystir því ekki, að sama verði látið yfir alla ganga. Hér hafa áróðursmenn kommúnista því beitt vopn í höndum. Stjórnarvöldin verða að taka alvarlega í hnakkadrambið á þessum lýð, ef þau vilja fá almenning til að fallast á kjara- skerðingar í þágu þjóðarheildarinnar. Hugsun- arháttur þessa stríðsgróðafólks, sem margt er af lítilsigldu bergi brotið, algerlega ómenntað og kann varla að borða með hníf og gaffli, er slíkur, og vanmáttarkennd þess vegna upp- runa síns svo rík, að engar líkur eru til, að það taki ótilneytt upp neina lífsvenjubreytingu. Þegar þetta er ritað, er allt í óvissu um það, hvað við tekur í íslenzkum stjórnmálum. Lang- eðlilegast virðist, að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn myndi ríkisstjórn sam- an, en framkoma Framsóknarmanna í sam- bandi við vantraustið. var slík, að ólíklegt er, að samvinna við Framsókn sé Sjálfstæðismönn- um hugljúf. Enn ólíklegra er þó, að Hermanni takist að vinna kommúnista og krata til fylgis við gengislækkun. Utanþingsstjóm kemur varla til greina á slíkum alvörutímum nema sem hreint neyðarúrræði. Það er því senni- legast, að mjög erfiðir og hættulegir tímar séu framundan í íslenzkum stjórnmálum, og að þjóðarinnar bíði mörg vandræði og mikil. Það er Framsóknarflokkurinn sem ber höfuðábyrgð- ina á því ægilega öngþveiti, sem þjóðin nú er stödd í. AJAX. m EG VAR SMYGLARI (Maðnr einn gekk nýlega á skrifstofm Daily Mirror í Lon- don og sagði eftirfarandi s'ógu. Hann bað um að nafni s'rnu yrði haldið leyndu og var f>að gert. Grein þessi er dagsönn). Eg býst ekki við, að ég heflði nokkurn tíma orðið smyglari, ef ég hefði ekki orðið svo yfir mig þreyttur á því að vera einskonar gest- gjafi franskra léttlyndis- meyja og karlmanna þeirra, sem þær dáruðu. í stríðinu var ég flugstjóri í flughernum, og eins og svo mörgum öðrum þótti mér erfitt að sætta mig við venju legt atburðalaust líf eftir að styrjöldinni lauk. Þegar ég fékk tækifæri til þess að stjórna skemmtisnekkju, sem átti að sigla til Miðjarðar- hafsins þá greip ég það eins og drukknandi maður grípur í hálmstrá. — En þegar nýjabrumið fór af þá fór ég að hugsa, að það væri eins spennandi í raun og veru og ég hafði búizt við. Aðalstarf mitt var að stjórna þessari litlu snekkju, þegar franskir stóriðjuhöld- ar tóku hana á leigu til Mið jarðarhafsins. En ég varð brátt leiður á iðjuhöldunum, fylleríissamkvæmum þeirra og „vinkonunum“. Eg bloss- aði allur upp af áhuga, þeg- ar meðlimur smyglarahrings kom til mín. Hringurinn hafði aðalbækistöðvar í Ville franche, sem er lítil hafnai'- box-g í .Suðui'-Frakklandi. Tilboðið, sem þessi meðlim ur smygglarahringsins, gerði mér, var hvort ég vildi taka að mér að stjórna snekkju. sem áður hafði verið í eign franska flotans, og nú sigldi með sígarettur til Tangniers, í Norður-Afríku. Sígaretturn ar voru auðvitað smiglvara og smygl blómgast enn á þessum stöðum. Smyglfélag þetta er stór merkilegt. Tugir snekkja vinna saman að smyglinu, með nákvæmni, sem mest líkist nákvæmni flotans. Sumar vinna sem flutninga- skip aðrar sem verndarar og enn aðrar, sem vaktarar sjá um að snekkjurnar geti tek- ið olíu og benzín á hafi úti. ef tollverðir einhvers lands- ins við Miðjai’ðarhaf hnýs- ast í snekkjurnar og farang- ur þeirra. Starf mitt var í fáum drátt- um þetta. Eg átti að sigla snekkjunni til Tangiers og þar var skipað um boi'ð 300 til 400 kössum af sígarettum en í hverjum kasa eru 20 þúsund sigarettur. Síðan átti ég að sigla til ítölsku sti’andarinnar þar sem bátur beið mín. Mennirnir í bátn- um, sem venjulega var fiski- bátur, skipuðu sigarettunum um borð hjá sér og smygl- uðu þeim í land. ítalskur ná- ungi, sem þeir kölluðu Fingra lang, sá um stjórnina eftir það, og milli okkar tókust samningar um að mér skyldu greiddir 3,000 frankar á viku í peningum en 50 þúsund í amerískum ferðaávísunum fyrir hverja vel heppi.jða ferð. Við hlóðum í Tangier og komumst klaklaust þaðan og höfðum síðan stefnumót undan ströndum Italíu og héldum þannig okkar hlut af samningnum. En þó okkur engi alltaf vel, þá er öðru máli að gegna um sum hinna skipanna. Eitt þeirra sendi út neyðarmerki, þegar sprenging varð um borð og eldur varð laus miðskips á hafi úti. Við vissum allir að hér var um skemmdarstarf- semi að ræða, þótt það yrði aldrei uppvíst. Þjófaflokkur reyndi að ræna það gósinu nálægt Genóa, en þegar það mis- tókst, settu þeir tímasprengju í skipið með þessum afleið- ingum. Öll skipin voru vopn uð því aldrei var að vita, nema einhver af flokkunum í landi reyndu að ræna þau. Eitt af systurskipum okk- ar fór til Villefranche til við- gerðar og málningar. Klukk an 2 um nóttina vöknuðu skipsvei’jar við óskaplega sprengingu og eld. Við rann- sókn kom í ljós að glæpa- flokkur, sem var í harðri samkeppni við okkur, hafði sett tímaspi’engju utan á skrokk skipsins. Til allrar hamingju var svo illa frá henni gengið að skipið lask- aðist ekki mikið. Eg kynntist ýmiskonar kumpánum í fyrrasumar, þegar ég vann við þetta, en aldrei vissi ég hið rétta nafn þeirra. Þeir gengu allir und- ir gælunöfnum eins og t. d. Herra Djöfull. Einevgði Billi, Pétur duflai'i o. s. fi'v. Eg var aldrei kallaður annað en Herra Fargo. Viku eftir viku hittum við sömu skipin en alltaf litu þau öðruvísi út en áð- ur. Var. það gert til þess að villa sýn. var þeim oft breytt — sett á þau gerfi yfirbygging og málningu þeirra breytt. ' Eftir ferðalög okkar er við komum til Suðui’-Frakklands áttum við alltaf nóg af frönkum ibæði í reiðu fé og ferðaávísunum. Og við, sem brezkir vorum, vildum alltaf reyna að skipta þeim í pund. Að baki okkar þreifst annað félag og þreifst vel. Þeir unnu fyi'ir sér með því að komast í samband við brezka ferðamenn 1 Frakklandi, sem eytt höfðu fé því, sem þeim var leyft að taka með sér. Þeir voru venjulega harðánægðir með að geta skipt nokkrum pund um án nokkurra spurninga. Eg á enn nokkurt fé í Frakklandi og nú er ég á förum þangað — auk þess sem ég ætla að gifta mig. Því í litlu þorpi í Suður- Frakklandi bíður lagleg greifynja, sem ég kynntist á einni af smyglferðum mín um. Og sannast sagt — fái ég aftur tilboð, þá fer ég strax að smygla. Útvarpskórinn Framhald af 8. síðu. leyti var prýðilega útfært. Þessi hljómleikur útvarpskórsins bar þess vott, að nokkur framför hef- ur orðið frá því, sem áður var. Og ætti útvarpið að kosta kapps um að fá sem beztar raddir í kór- inn, svo hann geti jafnazt á við hljómsveitina að sínu leyti, því nú er hljómsveitin á góðri leið að verða stór þáttur í músikklífi Reykjavíkur. Herra . Robert Abraham fórst stjórn kórsins og hljómsveitar- innar vel úr hendi, og dr. Páll ísólfsson við orgelið, aðstoðaði sólista og kór af alúð. Sig. Skagfield. Hnefaleikamót KR Framhald af 1. síðu ekkert ólíklegt að hann hefði getað klárað hina 2 líka. Næst kepptu F. Hansen og Birgir Þorvaldsson. Tíðinda- lítill leikur, sem Birgir vann á stigum, enda hafði hann greinilega yfirhöndina. Síðasti leikurinn var milli Rasmussen og Alfons Guð- mundssonar í léttþungavigt. Daninn var mikið hörkutól á að sjá, en Alfons er vasaút- gáfa af Huseby. Leikurinn var jafn, en Dananum veitti þó greinilega betux', enda var honum dæmdur sigurinn, og með leik þeim lauk keppn- inni. KR, sem stóð fyrir móti þessu, á miklar þakkir skil- ið. Skammdegið er tilbreyt- ingarsnautt, og væri óskandi, að fleiri slíkir hildarleikir væru háðir. LANDI. Kona við mann sinn: ..Það er ibúið að selja kjólinn, sem þér leizt ekki á, elskan“. Eiginmaðurinn: „Ágætt! Nú hættir þú að rella um hann“. Konan: „Auðvitað elskan! Eg keypti hann í gær“.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.