Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 08.05.1950, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 08.05.1950, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 4. apríl 1950. MÁNUDAGSBLAÐIÐ 3 Dramatúrg Þjóðleikhússins Vilhjálmur Þ. Gíslason, sagði í sinni snilldar vígsluræðu, þessi eftirtektarverðu og djúphugsuðu orð: ,,Það verð- ur verkefni Þjóðleikhússins að þjóna listinni styrkja hana, að standa vörð um rétt henn- ar og um freisi iistamannsins og um vægðarlausar kröfur til einlægni og vandvirkni —‘ Það stóra í þessum snilldar boðskap er „UM VÆGÐAR LAUSAR KRÖFUR TIL EINLÆGNI OG VANÐ- VIRKNI“, sem aht það lista fólk, sem á breiddargráðu Þjóðleikhússins starfar verð- ur að hlýða. Þetta eru sterk orð, og þetta eru góð orð, því vissulega hefur allri gagnrýni hér heima verið mjög ábóta- vant, vegna kunningsskapar, klíkuháttar og minnimáttar- kenndar sjálfra gagnrýnend- anna. Því hafa tónskáld, leik- arar, skáld og hljómlistarfólk getað baðað sig í kunnáttu- leysi og herfilegasta „dilett- antisma". Og þess væntir maður í framtíðinni — að t. d. það leikfólk sem fær söng- hlutverk (þó leikarar yfirleitt ekki séu neinir Orfeusar) þá læri þeir að bera sönglega fram textana lý/alaust, því það er ömurlegt að heyra: — „en set eg ud á stene“ — eða — „nabrar heyr eg raddimar úr Nibúnga heim“ — og „mani eg unað heí' einu“ eða: „önur fég þan sem eg uni — — andörp min heyrast í runi“ o. s. frv. En þetta eru aðeins litlar glepsur úr bók óvandvirkninnar. Vilhjálmur sagði ennfremur: „Þjóðleikhúsið á að verða Musteri íslenzkrar T u n g u“ og verði svo — ef ó-klíku- bundin leikhússtjórn í allri framtíð gerir „vægðarlausar kröfur til einlægni og vand- virkni“ — listafólksins. n. TÓN SKÁLB AMN G Fyrsti þáttur listamanna- þingsins hófgt í Þjóðleikhús- inu með hornablæstri hins gamla germanska ættstofns laugardaginn þann 29. apríl. Þetta listamannaþing var því helgað hljómlist íslenzkra. tónskálda. Og kom fyrstur fram á leiksvið hinnar ódauð legu Polyhymnia, tónskáldið Jón Leifs. Þetta tónskáld er mikið umtalaður og er það Fel, slíkir menn fara alla jafna ekki „troðnar leiðir“. Fyrir 25 árum kom Jón Leifs með Hamburger hljómsveit hing- að til íslands. Þá var hér eyði- mörk og stórisandur allrar tónmenntunar, og mun að Iík- indum haf a verið lagður f rek Sigurður SkagfieEd: USTAMANNAÞINGIÐ ar lítill skilningur í þetta stóra menningar starf Leifs, og fólk ekki skilið þá miklu þýðingu sem þessi fræga Hamburgar hljómsveit hafði. En samt getur verið að í und- irvitund íslenzkra áhrifa- manna hafi lifnað þrá, og sú von að stofna ætti í framtíð- inni fullkomna hljómsveit sem túlkað gæti íslenzka og erlenda tónahöfunda. Draum ur Jóns Leifs hefur ræzt, og enn stærri draumur hefur orð- ið virkilegur, sem engan Is- lending á þeim árum lét sig dreyma, nema varhygðar menn, sem vóni af skagfirzk um skáldaættum: Leikhús- drauminn. Dugnaður, fram- sýni og framsókn Islendinga hefur gert þennan stórfellda draum að virkileika. Islend- ingareiga nú leikhús, sam bærilegt við leikhús menning- arþjóðanna ,og í þessu Riust- eri stjórnaði Jón Leifs þri, hinu sama verki „Minni Is- lands“, sem hann stjórnaði hér, með Hamburgar hljóm- sveitinn ifyrir 25 árum. Þetta músíkverk Leifs er byggt upp af þjóðlögum úr öræfagróðri íslenzku þjóðarinnar. Jón Leifs hefur grafið eftir gulli í íslenzkum fjöllum og fund- ið það, eins og stór-skáldið Halldór Kil jan: „Islands- klukkan". Þessi tvö skáld hafa nú guðað á glugga þjóð- arinnar, og beðið íslenzku fjölskylduna um gistingu og grið, til þess að frambera forna menningu hins nyja tíma. Hið eilífa hljóðfall þjóð- arsálarinnar verður aldrei drepið. Alltaf rísa upp and- ans menn, sem túlka innstu og dýpstu strengi fólksins, sem þjóðin hlustar á, og end- urnýja eins og náttúran sinn vordags-skrúða. Óvægur við sjálfan sig, hefur Jón Leifs skapað þróttmikil verk, sem byggð eru á grunni þjóðlags- ins, þar sem hann meitlar inn fagrar og sterkar hljójnfalls línur, blæbrigoaríkar og frjálsbornar. Vama heyrði maður þjóðlagið stórt og fag- urt í nýsköpun þess tónskálds, sem hefur menntun og skáld- skap að útfæra það á hinn lif- andi listræna máta. Leifs stjórnaði sjálfur Minni ís- lands, og spilaði hljómsveitin með ágætum þetta rhytmiska erfiða verk. Stígandi þessa stórbrotna þjóðlags náði há marki í Fánasöng Einars Benediktssonar „Rís þú unga Islands merki“. Stórbrotinn og heillandi reis fáni hinnar frjálsu þjóðar upp úr Öræfa- gróðri hins íslenzka þjóðlags, sem ágætlega var útfært af kór og hljómsveit. m. Sunnudaginn þ. 30. apríl. I Þjóðleikhúsinu hófst annar þáttur tónskáldaþingsins. Undir stjórn Róberts Abra- ham var leikinn foríeikur að „Fjalla-Eyvindi“ eftir Karl O. Runólfsson. Þegar maður hafði heyrt „ForIeik“ Páls ís- ólfssonar, sem var lokaþáttur hljómleikaiHia þá gat maður ekki annað en undrazt þann skildleika sem þessi t v ö tónskáld virtust sameina. For leikirnir báðir byrja eins, með trommuslögum, tamtam, pi- atti, o. s. frv., svo koma smá skvettur úr flautu, fagotti trompet. Strengimir setja í, tvo þrjá fakta, kné-fiðlan og bassarnir brúmma, eins og reiðar randaflugur, tónskáld- ið sjálft rekur upp hljóð í sitt horn, þögn — fiðlararnir byrja ppppp, ógurlegur — alveg óskiljanlegur — gaura- gangur hefst, trompettar tamtam og trommur og pákur hamast nokkra takta — dúna- logn — aftur fiðlarar ppppp, og sami gauragangurinn á ný, gjörsamlega ómótiverað, einn glundroði og þroska-leysi frá byrjun til enda. Jón Norðdal. Þetta unga tónskáld virðist eiga eitt'hvað í pokahorninu, enn þá er það óskrifað blað, en hljóðfæra- samsetning á verkinu „Kon- sert fyrir hljómsveit" sem dr. Urbantschitsch stjórnaði, sýndi, að þessi skizza, An- dantið og alligróið væri ein- hver byrjunar teikning. Þá kvað sér hljóðs tónskáldið Jón Leífs, sem sjálfur stjórnaði jToi'ieik að þriðja þætti leik- ritsins „Galdra Loftur“ sem lýsir greftrun Steinunnar. Annarlegir hljómar úr dular- heimum bárust til manns, og álieyrendur urðu að hlusta, hvort sem þeir vildu eða ekki. Það var eins og stórfelldur órnur löngu liðinna tíma sem barst um sal hins nýja leik- húss, og áheyrendur fundu það, því ekki hefi ég heyrt hér heima betur hlustað. I þessum snilldar tón-óði lýsir tónskáld ið síðustu orðurn Steinunnar, sem hún segir við Ólaf „Segðu honum að ég hafi fyr irgefið homun“. Og tónskáld- ið lýsir hjai'tasorg Ólafs, ást hans til Steinunnar, — og hin þunga scrg fjarlægist við dagsbjarmann af hljómum eilifðarinnar sem fólust í sálminum: „Allt eins og blómstrið eina“. Hljómsveitin útfærði þetta verk framúr- skarandi vel, og þrátt fyrir það þó Leif s hafi einkennilega slagtækni, þá nær hann út úr hverju hljóðfæri þeirri þýð- ingu sem hann siálfur — með sinni djúpu músíksál — legg ur í hljómana. I næstu senu bárust til manns, suðrænir hljóma: léttir og liprir, sem fylltu loft- ið, þarna var að verki Vínar- maðurinn dr. Urbantschitsch, sem nú stjórnaði sínu eigin verki „Konsertino“ fyrir 3 saxofóna og strengjasveit. Ágætlega unnið verk, og heil- steypt í sínum létta Rhytmus. Jón Þórarinsson. Þegar tón skáldið Jón Þórarinsson var nemandi Björgvins Guðmunds sonar, þá var hann á góðum vegi að verða gott alþýðutón- skáld. Lag sem Jón samdi á þeim árum, „Fuglinn í fjör- unni“, sýndi það að hann var þá á sama stigi eins og Emil Thoroddsen, sem samið hafði hið alþýðlega lag „Komdu komdu kiðlingur." Eftir nokra mánaða veru í músík- skóla hins fræga „móderni komponista“ Hindimith, um- skapaðist tónlistasál Jóns, og samdi hann sig að öllu leyti móderni kompónista. Þetta’ er ólastanlegt, — að vera heill í einhverju músíkformi, hvorti sem tónskáldið sækir sitt gull í jarðveg sinnar dýrmætul þjóðar, eða það grefyr sig í sorphauga erlendra módern- ista, þá sýnir það aðeins þanií þroska eða óþroska, sem fylg- ir því á vegi listarinnar. Ál tónskáldaþinginu var upp- færð lagasyrpa eftir Jón Þór- arinsson, við erindi eftir C. G, Rossetti ,um ástina og dauð- ann. Erindin voru öll í sama; stíl, sorgargrátur um ást og dauða. Laglína Jóns erf stökkvandi ,,kengúr“ — línæ þráðbein —, eins og bormask- ína, sem fer í gegnum þykkt og þunnt, og hann borar sig: •áfram í „skálum vonarinnar" — í „ástin mín, syngdu ekkí sorgarsöngva" — og — „hér* niðri sefur hún“ o. s. frv. Guðmundur Jónsson söng þessa syrpu, með undirleik hljómsveitar. Við setningu listamanna- þingsins sagði menntamála- ráðherra Björn Ólafsson þessi sannleikans orð: „Einhver hefur sagt að lista- maðurinn sé heimur út af fyr- ir sig. Það má vera að svo sé. en 1 einveru anda síns ma. hann aldrei gleyma því, að fiðlan, sem hann spilar á er þjóðin. — Þess vegna verður hver tónn að vera sannur og eiga samhljóm við það bezta, sem er í honum sjálfum. AI- þýðan skilur ekki alltaf það, sem andans mennimir rétta henni, en hún veit að í brjóstí sannrar listar slær hógvært hjarta. Og „stór“ er sá einn, er sitt hjarta ei svíkur“, eins og eitt þjóðskáldið okkar seg- að siðum hins ameríkanka' ir.‘ Ég- undirrit......óska eftir að gerast áskrifanði að Mánudagsblaðinu. Nafn................................................ Heimili............................................. Staður ............................................. Utanáskrift: Mánuðagsblaðið Reykjavik vvvvvvv-.vv-v-.v-.-.v.v'.vvv-u,v,vvvv%rv>,vv\^vv*v-vru-vv-wvvu%r»nJ» 3 Aiiglýsið í

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.