Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 26.06.1950, Page 5

Mánudagsblaðið - 26.06.1950, Page 5
Mánudagurinn 26. júní 1950. 5 MÁNUÐAGSBLAÐIÐ Af hverju, frænka! Eg á lítinn frænda, sem á heima úti á landi. Nú er hann í bænum, og í dag fór ég út að spásséra með hann um borg og bý, af einskærri hjartagæzku. *jr~ Þegar ég nú sezt hér til þess að skrifa upp eitthvað af því, sem okkur fór á milli, þá er það sannarlega ekki til þess að miðla lesendum mínum neinum fróðleik, né heldur til þess að framleiða Shakespe- arska bókmenntaperlu. Ástæð an er eingöngu sú, að ég er með blessað barnið og spurn- ingar þess á heilanum. Þó er ekki örgrannt um, að frásögnin geti orðið til þess að sanna einhvem vísdóm, eins og t. d. „Betri er belgur hjá en bam“ eða „Svo getur einn heimskur spurt, að tíu vitrir geti ekki svarað“. Nei, annars. Hið síðamefnda getur varla átt við, því að í fyrsta lagi er krakkagreyið ekkert heimskt, aðeins spur- ult — 1 öðru lagi var ég ein, en ekki tíu, og í þriðja lagi hafði ég gleymt minu víð- fræga viti (!) 'heima á eldhús- borði, eins og sjá má á eftir- farandi samtölum. Eins og nærri má geta, lá leið okkar beint niður að tjörn til þess að gefa „bra-bra“ brauð. „Frænka! Nei, sjáðu litlu fallegu ungana! Hver á litlu ungana ?“ „Stóra ,,bra-bra“, mamma þeirra, á þá, elskan,“ svaraði ég. „Hvar fékk hún þá, frænka ? Fást þeir í búðum ?“ „Nei, elskan. Þeir voru inn- an í eggjunum hennar, og svo sat hún á eggjunum og hitaði þau, þangað til litlu ungarnir komu út úr þeim,“ svaraði ég. „Af hverju sat hún á þeim til þess að hita þeim, frænka ? Aldrei situr mamma á mér, þótt mér sé kalt.“ „Nei, elskan,“'svaraði ég og fór í flæmingi undan spurning unni. Þögn. Frænka! Hver lét ungana inn í eggin?“ „Það gerði guð, elskan," svaraði ég. Drykklöng þögn. „Hvernig fór hann að koma þeim inn í eggin, án þess að mölva þau fyrst?“ Það veit enginn nema guð,“ svaraði ég spekingslega. „Um þessar mundir lætur hann litla ,,bra-bra“-unga í egg á hverjum degi, og mölvar ialdrei eitt einasta.“ | „Af hverju?“ 1 „Af því bara,“ svaraði ég. 1 Þetta gáfulega svar virtist skýring, þvi að nú spurði hann ekki um fleira í nokkrar mín- útur. Þegar við vorum búin að gefa öndunum allt brauðið, — sem þær höfðu alls enga lyst á — héldum við lengra niður í bæinn. „Frænka! Nei, sko bruna- bílana!“ „Já, elskan. Mennirnir eru að þvo þá og gera þá fína,“ svaraði ég. „Frænka! Af hverju eru brunabílamir rauðir?“ „Hm, ha? Rauðir? Tja, lík- lega til þess að þeir séu í sama lit og eldurinn,“ svaraði ég. „En af hverju eru mennirn- ir að þvo þá, frænka?“ „Af hverju þvær mamma þín þér, þegar þú ert ó- hreinn?“ spurði ég aftur og þóttist ná mér niðri. „Af því bara,“ svaraði barnið. „Nú, þarna sérðu,“ sagði ég. Klakklaust komumst við nú ofan í miðbæ. Þar lentum við í hálfgerðu reiptogi við hvem búðarglugga, þvi að • blessuðum sakleysingjanum þótti margt nýstárlegt og dá- samlegt að skoða í tómlegum búðargluggum Reykjávíkur- borgar. Og svo kom það, sem ég hafði óttazt mest: „Frænka?!!“ „Já, elskan?“ „Heyrðu! Eg ætla að hvísla- að þér!“ Hvísl. Hvísl. Hvísl. „Æ, elsku bam, því gaztu ekki sagt þetta áður en við fórum að heiman,“ sagði ég örvæntingarfull, — og svo tókum við á taugaæsandi span inn á þann fyrsta griðastað, sem mér gat dottið í hug. (Til þess að þreyta ekki lesendur með endurtekningum hiá geta þess, að síðastnefnt hvísl með tilheyrandi taugaæsingi á eft- ir, endurtók sig með vissu millibili allan eftirmiðdag- inn). Og svo fengum við okkur ís- ... „Frænka! Af hverju er ís- inn svona kaldur?“ „Af því að hann er frosinn, elskan,“ svaraði ég. „Hvernig frosinn? Nú er sumar og ekkert frost?“ „Hann er frystur í ísskáp eða ísvél, elskan,“ svaraði ég. „Hvernig ísskáp eða ísvél, frænka?“ „Æ, bara rafmagnsísskáp eða -ísvél,“ svaraði ég. „Nú-újá! Rafmagn!" sagði ÍVera drengnum fullnægjandi bamið harðánægt með svarið, og ég þóttist enn hafa sloppið vel. En nú kom þama inn pilt- ur, sem ég satt að segja £r svolítið skotin í, en á kven- fólksvísu kæri ég mig ekki um, að hann viti það enn sem komið er, og geri ég mig því helzt til merkilega á stundum. Pilturinn kom að borðinu okkar og heilsaði með kurt og pí. Síðan spurði hann, hvers vegna ég hefði ekki verið heima í gærkvöldi, þegar hann hringdi, eins og ég hafði lofað. „Ö, ég skrapp í bíó með vin- konu minni,“ svaraði ég kæm- leysislega. Smávegis mjall- hvítt skrök. Og þá sprakk bomban. „I gærkvöldi, frænka? Fórstu í bíó í gærkvöldi með vinkonu þinni, þegar þú fórst út í fína kjólnum þínum með stóra manninum með gleraug- un?“ gall bleddaður sakleys- inginn við. „Fórstu í bíó þá, frænka? Og þú, sem sagðir við mömmu, þegar hún var að baða mig, að þú værir boð- in út að borða?“ , Þögn. „Nei sko, frænka! Þú verð- ur rauð j andlitinu! Það er al- veg satt, — líttu bara í speg- ilinn! Sko, eldrauð!“ hrópaði sakleysinginn himinhátt, al- sæll yfir þessu fyrirbrigði. Eg qskaði þess þá innilega, að sakleysinginn væri kominn á gott sveitaheimili lengst norður á Hornströndum. En pilturinn minn (sem var) kvaddi í skyndi og fór. Þegjandi borgaði ég ísinn, og þegjandi gengum við út í sólskinið, — eftir að við höfð- um hvíslazt á einu sinni enn og komið við á vissan stað. Og nú skal farið fljótt yfir sögu. Á Lækjartorgi féll hann í stafi yfir götuljósunum og spurði ca. 100 spuminga um þau, og leysti ég vel og greið- lega úr þeim að vanda. í Bankastræti kippti hann allt í einu rösklega í mig, benti og æpti: „Nei, frænka, sko! Sjáðu feitu konuna! Af hverju er hún svona feit?“ „Uss, uss, elskan, uss! Hún borðar líklega of mikið,“ hvísl aði ég í fátinu (— eflaust sannleikanum samkvæmt! —) og leit flóttalega í kring um mig. Feita konan myrti okkur bæði með augunum, en það, setn eftir var leiðarinnar heim, fór í það að útskýra, hvernig í ósköpunum hægt væri að borða of mikið? „Mömmu finnst ég aldrei borða nóg — hún segir mér alltaf að borða meira. og meira. Vill hún, að ég verði svona feitur, frænka?“ Eg man ekki, hvort ég svar aði þessu heldur með „Nei, elskan!“ eða „Af því bara!“ Þegar við vorum komin heim undir hús sagði ég: „Nú fer ég ekki með þig aftur ofan í bæ fyrst um sinn, karl minn. Þú talar of mikið.“ „Hvernig tala ég of mikið, frænka?“ „Þú bara talar of mikið, og það er allt og sumt,“ svaraði ég. „Af hverju, frænka?“ „Af því bara.“ „Af því bara, hvað?“ O. s. frv. Af ofanskráðu sjáið þið, les endur góðir, að við erum mesta gáfufólk í minni ætt. En ég er taugaveiklaður aumingi eftir daginn. Og auk þess búin að missa piltinn minn! Elskar mig, elskar mig ekki! Kennarinn var að útskýra það fyrir börnunum, að guð clskaði öll börn. • Sigga litla rétti upp hönd- ina. „ITvað vilt þú segja, Sigga litla?“ spurði kennarinn. „Guð elskar ekki mig,“ sagði Sigga litla raunalega. „Af hverju segir þú það, barnið gott?“ spurði kennar- inn. „Eg spurði baldursbrána. að því, og hún sagði, að hann elskaði mig ekki,“ sagði Sigga litla með grátstafinn í kverk- unum. CLIO. Ég undirrit.......óska eftir að gerast áskrifandi að Mánudagsblaðinu. Nafn .............................................. Heimili............................................ Staður ........... ................................ Utanáskrift: Mánudagsblaðið Reykjavík MÁNUDAGSBLAÐIÐ fæst á eftirtöldum stöðum úti á landi: Bókaverzlun Böðvars, Hafnarfirði. Akureyri: Verzlun Axels Kristjánssonar, Bókabúð Pálma H. Jónssonar. Akranes: Andrés Nielsson, bókaverzlun. Keflavík: Verzlun Heiga S. Jónssonar. Hafnarfirði: Verzlun Jóns Matthíesen. Selfossi: S. Ó. Ólafsson & Co. Hveragerði: Verzlunin Reykjafoss. Vestmannaeyjum: Verzlun B jörns Guðmundssonar. Isafirði. Jónas Tómasson, boksali. Siglufirði: Hannes Jónsson. bókaverzlun. Bókaverzlun Lárusar Blöndaí', Siglufirði. Auk þes er blaðið selt i helztu bókabúðum Reykjavíkur — greiðasölustöðum og öðrum blað- sölustöðum. Þeir, sem beðið hafa um árgang Mánudags- . blaðsins 1949, eru vinsamlega beðnir að hringja í síma 3975..

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.