Alþýðublaðið - 29.07.1988, Blaðsíða 2
ccY\
:o .
r
Avarp Jóns Sigurðssonar
viðskiptaráðherra
VERSLUNARFRELSI
í 200 ÁR
Nú eru 200 ár liðin frá því
að dönsku einokunarverslun-
inni á íslandi var aflétt. Þetta
var skref í átt til verslunar-
frelsis. Sá galli var á gjöf
Njarðar, að aðeins danskir
kaupmenn máttu nú versla
við Island en verslun við aðra
útlendinga var áfram bönnuð.
Það var ekki fyrr en árið 1854,
að íslendingar fengu „leyfi til
að versla með jöfnum kjörum
við allar þjóöir". Þetta var
mikilvægur áfangi í sjálf-
stæðisbaráttunni enda eitt af
helstu baráttumálum Jóns
Sigurðssonar. Hann hafði
meiri skilning en flestir sam-
tímamenn hans á nauðsyn
efnahagslegra framfara til
þess að ná lokamarkinu,
sjálfstæði íslands. Árið 1841
skrifaði Jón Sigurðsson í Ný
félagsrit:
,,Verzluninni er eins háttað
á Islandi eins og annars stað-
ar, að því frjálsari sem hún
verður því hagsælli verður
hún landinu". Þessi orð hafa
enn þann dag í dag í engu
glatað slnu gildi.
VERSLUN 0G VELFERÐ
Frjáls verslun og öflugt
atvinnulif er nauðsynleg und-
irstaða velferðarþjóðfélags-
ins, sem jafnaðarmenn berj-
ast fyrir.
Síðustu 200 árin hafa
skipst á skin og skúrir i sögu
verslunarinnar. Fyrstu áratug-
ina eftir að verslunarfrelsið
1854 kom til framkvæmda var
mjög hægfara þróun og versl-
unin var áfram að mestu leyti
í höndum danskra kaup-
manna og verslunarfélaga.
Það er fyrst eftir að heima-
stjórn komst á 1904 og inn-
lendir bankar komust á legg,
að verulegur kraftur færist í
atvinnulifið. Gufutogarar taka
við af seglskútunum og
atvinnulífið blómstrar. A
þessari öld hefur ísland á
sviði atvinnu og viðskipta
stokkið frá miðöldum inn í
nútímánn. Mestar hafa breyt-
ingarnar verið á síðustu 50
árum. Á þvi tímabili hefur ut-
anríkisverslun margfaldast
bæði að magni og verömæti.
Afskipti stjórnvalda af við-
skiptamálum hafa á þessari
öld verið mjög breytileg. Þar
hafa mestu um ráðið tvær
heimsstyrjaldir en einnig
efnahagsástand og mismun-
andi stjórnmála- og hags-
munasjónarmið. í fyrri heims-
styrjöldinni 1914-18 var af
brýnni nauðsyn sett á inn-
flutningseftirlit og ennfremur
stofnuð landsverslun sem
hafði einkaleyfi til innflutn-
ings á olíum, bensíni og
kornvörum en hún var lögð
niöur í ársbyrjun 1927. Þegar
heimskreppunnar tók að
gæta hér á landi árið 1931
voru settar innflutningshöml-
ur sem giltu, þó með ýmsum
breytingum, næstu 30 ár. Ef
frá voru talin seinni heims-
styrjaldarárin þá einkenndist
þetta tímabil af miklum gjald-
eyrisskorti sem orsakaðist að
miklu leyti af rangri gengis-
skráningu en einnig af sér-
stökum markaðserfiðleikum.
Þannig lokaðist Spánarmark-
aðurinn fyrir saltfisk vegna
borgarastyrjaldarinnar þar í
landi 1936 og fiskmarkaöur-
inn í Bretlandi lokaðist vegna
landhelgisdeilunnar 1952. I
seinna tilfellinu leystist vand-
inn að nokkru leyti, þegar
gerður var jafnkeypissamn-
ingur við Sovétríkin 1953, en
þó einkum þannig, að kapp
var lagt á að efla útflutning á
freðfiski til Bandaríkjanna.
Um miðjan sjötta áratuginn
voru viðskiptin við lönd sem
settu skilyrði um jafnkeypi
um þriðjungur af heildarvið-
skiptum landsins. Innflutn-
ingi var beint til þessara
landa með leyfisveitingum til
þess að hægt væri að nýta
þá markaði, sem þar buðust,
einkum fyrir freðfisk, saltsíld
og saltfisk.
VIÐREISN OG
VIÐSKIPTAFRELSI
Framkvæmd innflutnings-
eftirlits og leyfakerfis var erf-
ið og óvinsæl og oft mikill
ágreiningur um veitingu inn-
flutningsleyfa til innflytjenda.
Á árunum 1931-1960 voru inn-
flutningsmálin eitt helsta
deilumál í íslenskum stjórn-
málum og torveldaði sérstak-
lega samstarf sjálfstæðis-
manna og framsóknarmanna
í ríkisstjórnum. Enginn vafi er
á, að haftakerfið tafði efna-
hagsframfarir hér á landi um
ár og áratugi.
Um útflutninginn voru
aldrei eins miklar deilur og
um innflutninginn. Þar réð
vafalaust mestu að menn úr
öllum stjórnmálaflokkum
stóðu að stærstu útflutnings-
samtökunum eins og Sölu-
sambandi ísl. fiskframleið-
enda, Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna og Sildarútvegs-
nefnd. Á sviði útflutnings er
reyndar enn við lýði leyfa-
kerfi, sem orkar tvímælis að
sé þjóðinni hagkvæmt. Á síð-
astliðnu hausti veitti ég
miklu fleiri aðilum leyfi til út-
flutnings á freðfiski til
Bandaríkjanna en verið hafði
og lýsti því jafnframt yfir, að
þetta væri áfangi I átt til út-
flutningsfrelsis. Hagsmuna-
gæslumenn einkasölukerfis-
ins andmæltu þessum ráð-
stöfunum, en sem betur fer
hefur þessi áfangi nú verið
staðfestur og almennar regl-
ur settar um leyfi til freðfisk-
útflutnings; vesturglugganum
verður varla lokað aftur.
Árið 1960 var gerð róttæk
breyting á skipan innflutn-
ingsmála. Viðreisnarstjórnin,
sem þá kom til valda lækkaði
gengi krónunnar stórlega,
felldi niður leyfa- og uppbóta-
kerfið og ákvað samræmdar
aðgerðir til þess að tryggja
efnahagslegt jafnvægi. Þess-
ar ráðstafanir ásamt lánum
frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
og Efnahagssamvinnustofn-
un Evrópu (OEEC) gerði ríkis-
stjórninni kleift að afnema að
miklu leyti takmarkanir á inn-
flutningi. Um svipað leyti
höfðu sum viðskiptalönd
okkar tekið upp frjálslega
viðskiptastefnu eins og
Spánn, Finnland og ísrael og
voru jafnkeypissamningarnir
við þessi lönd felldir niður.
Þessar ráðstafanir tókust
vonum framar og báru góðan
árangur. Næstu árin voru
einnig hagstæð, sérstaklega
vegna stóraukins síldarafla
og mjög vaxandi útflutnings
á freðfiski til Bandaríkjanna.
Árið 1965-66 voru svo felldir
niður jafnkeypissamningar
við Tékkóslóvakiu og Pólland.
Eftir þá reynslu, sem fékkst
af hinum frjálsu viðskiptum
voru fáir talsmenn þess að
taka upp innflutningshöft að
nýju, þegar Norðurlandssíld-
arstofnin hrundi 1968 og
erfiðleikar steðjuðu að á fisk-
mörkuðum með alvarlegum
afleiðingum. Þess f stað hóf
ríkisstjórnin nú að athuga
möguleika á inngöngu Is-
lands í EFTA, Fríverslunar-
samtök Evrópu.
EFTA 0G EB
Þegar samið var um stofn-
un EFTA 1959 var íslandi ekki
boðin aðild að samtökunum
enda var efnahagsástandið
þá þannig að ekki hefði verið
fært að uppfylla skilyrði frf-
verslunar. Þá var einnig
óleyst fiskveiðideila við Breta
og þvf vafasamt að Bretar
hefðu samþykkt aöild ís-
lands. Þetta hvort tveggja
hafði breyst árið 1967. EFTA
hafði sannað tilverurétt sinn
og ennfremur voru mikil lík-
indi fyrir því að nánara sam-
starf myndi takast milli
EFTA-landanna og Efnahags-
bandalagsins. Niðurstaðan
varð þá sú eftir ítarlega
athugun, að íslenska ríkis-
stjórnin sótti um aðild að
EFTA f janúar 1969. Að lokn-
um samningaviðræðum gerð-
ist ísland aðili 1. mars 1970
að EFTA.
Aðildarskilmálar voru ís-
lendingum hagstæðir þar eö
íslenskur útflutningur fékk
strax að njóta tollfrelsis fyrir
iðnaðarvörur og þær sjávar-
afurðir, sem falla undir EFTA,
þar á meðal fryst flök, fiski-
mjöl og lagmeti. í sambandi
við inngönguna var einnig
gerður samningur við hin
Norðurlöndin um stofnun
Iðnþróunarsjóðs fyrir ísland.
Danmörk, Finnland, Noregur
og Svfþjóð lögðu fram til
sjóðsins vaxtalaust stofn-
framlag, 14 milljónir dollara.
Ennfremur voru gerðir tví-
hliða samningar um toll-
frjálsan innflutning á kinda-
kjöti til allra hinna Norður-
landanna. Aðalskuldbinding-
ar íslands voru hins vegar að
afnema verndartolla á iðnað-
arvörum á 10 ára tímabili.
A ISLANDI
Hagurinn af aðildinni hefur
verið ótvíræður og fram-
kvæmd samningsins hefur
ekki valdið verulegum
vandræðum. Af andstæðing-
um EFTA-aðildar var sérstak-
lega varað við ákvæðum, sem
talið var að mundu heimila
erlendum aðilum að kaupa
upp íslensk fyrirtæki en
þessar áhyggjur hafa, eins og
allirvita, reynst ástæðulaus-
ar. Forystu um aðild íslands
að EFTA hafði Gylfi Þ. Gísla-
son, sem þá var viðskiptaráð-
herra, og verður honum lengi
þakkað það verk.
Það hefur reynst sérstakt
happ fyrir ísland að hafa
gengið í EFTA árið 1970
nokkrum mánuðum áður en
Efnahagsbandalagið bauö
þeim EFTA-löndum sem ekki
óskuðu eftir inngöngu i
bandalagið að hefja viðræður
um ráðstafanir til að fyrir-
byggja að innganga þriggja
EFTA-landa, Bretlands,
Danmerkur og Noregs, í
bandalagið myndu valda
þeim löndum, sem áfram
yrðu í EFTA, erfiðleikum. Eftir
viðræðurviö Efnahagsbanda-
lagið sem stóðu yfir í 11/2 ár
tókust svo samningar milli
íslands og bandalagsins
ásamt öðrum EFTA-löndum,
sem undirritaðir voru 28. júlí
1972. Ekki er ástæða til að
rekja efni samnings íslands,
sem hefur að allra dómi haft
mikla þýðingu. Hann er,
ásamt áframhaldandi aðild
okkar að EFTA, grundvöllur
fyrir áframhaldandi og nánara
samstarfi við Efnahags-
bandalagið.
Þærviðræður, sem nú eiga
sér stað milli EFTA-landanna
og Efnahagsbandalagsins,
eru tvímælalaust þýðingar-
mesta verkefni á sviði við-
skiptamála landsins, sem nú
er við að fást. Þessar viðræð-
ur snúast fyrst og fremst um
aðgerðir EFTA-landanna til
að laga sig að þeim breyting-
um, sem verið er að gera í
Efnahagsbandalaginu til und-
irbúnings sameiginlegum
innri markaði bandalagsins
fyrir árslok 1992. Þessar við-
ræður taka meðal annars til
eftirtalinna málaflokka:
Efnahagsmála, rannsókna,
umhverfisverndunar, flutn-
inga, landbúnaðar, sjávar-
útvegs, ferðamála og menn-
ingarmála.
Hvernig þetta samstarf
þróast kemur til með að
skipta okkur afar miklu máli
á næstu árum og áratugum.
FRAMTÍÐARHORFUR
Framundan eru mikil verk-
efni á alþjóðavettvangi að
auka frelsi I viðskiptum með
fjármagn og þjónustu milli
landa, um leið og fríverslun
með vörur er fest í sessi.
Þetta er viðfangsefnið á vett-
vangi EB og EFTA, en nú fara
líka fram víðtækar viðræður
um þessi mál að vettvangi
GATT, Almenna samkomu-
lagsins um tolla og viðskipti.
íslendingar verða að taka
þátt í þessum hræringum
eins og grannþjóðirnar, ann-
ars er hætt viö, að þeir drag-
ist aftur úr, hvað varðar llfs-
kjör og efnahagsframfarir.
Þessi viðfangsefni eru nú í
brennidepli íslenskra stjórn-
mála, þar sem meðal annars
er rætt hvernig unnt sé að
tryggja, að íslenskt atvinnulíf
geti notið heimsmarkaðs-
verðs á fjármagni og um leið
skapist hér á landi stöðug
skilyrði fyrirtraust atvinnulif
og skiptingu lífsgæða á
grundvelli jafnréttis og
mannúðar. Tenging á gegni
íslensku krónunnarvið
stærra myntsvæði og nánari
tengsl milli vaxta og fjár-
magnskostnaðar hér á landi
og í umheiminum eru meðal
lykilatriða í þessu sambandi.
Samskiptin við Evrópubanda-
lagið mun skipta hér miklu
máli. Reynslan af fríverslun
með vörur hefur verið okkur
afar hagstæð. Nú gildir að
finna jafnfarsælar leiðir til
frjálsari viðskiptahátta á öðr-
um sviðum milliríkjavið-
skipta, sem munu reynast
þjóðinni ekki síður hagsælar,
ef rétt er á haldið.
Ég hef hér rifjað upp
nokkra helstu drætti í sögu
utanrikisverslunar og við-
skipta í tilefni af frídegi versl-
unarmanna. Þýðing verslunar-
innar hefur farið vaxandi und-
anfarin ár. Verslunarstéttin er
nú ein fjölmennasta starfs-
stétt landsins með áttunda
hluta af öllu starfandi fólki í
landinu í sínum röðum. Hér
eins og í öðrum löndum vex
hlutfall verslunar- og þjón-
ustustétta á kostnað fram-
leiðslustétta eftir því sem
framleiðni fer vaxandi. Á
þessum hátíðisdegi verslun-
armanna vil ég óska öllum
verslunarmönnum til ham-
ingju með daginn. Það er
ánægjulegt, að þeir, ásamt
Vestmannaeyingum, hafa val-
ið þennan sögulega dag,
afmælisdag stjórnarskrárinn-
ar frá 1874, sem sinn hátíðis-
dag.