Alþýðublaðið - 29.07.1988, Blaðsíða 6
6
Föstudagur 29. júlí 1988
I 300 heildverslunum
25 KONUR FORSTJÓRAR
Útflytjendur 1978-1987
FERSKFISKUR HEFUR
LEYST SKREIÐINA
OG MJÖLIÐ AF HÓLMI
I fyrirtækjatali Félags ís-
lenskra stórkaupmanna fyrir
áriö 1987, þar sem er aö
finna upplýsingar um starf-
semi þeirra um 300 fyrirtækja
í innflutningi, útflutningi og
vörudreifingu sem þundist
hafa samtökum um starfs-
grein sína, má meöal annars
sjá aö konur eru í undantekn-
ingatilfellum forstjórar eöa
framkvæmdastjórar. Okkur
tókst aðeins aö finna 20
kvenkyns forstjóra eöa aöal-
framkvæmdastjóra og 5 kon-
ur til viðbótar báru titilinn
framkvæmdastjóri en höfðu
yfir sér karlkyns forstjóra.
Þessar 25 konur meö slíka
titla ná yfir aöeins 8% fyrir-
tækjanna á lista FÍS. Auk
þeirra komum viö auga á 14
konur til viöbótar sem báru
titlana meðstjórnandi, aö-
stoðarframkvæmdastjóri,
fjármálastjóri, skrifstofustjóri
eöa framleiöslustjóri. Þá
kemur í Ijós að nær allar kon-
urnar í æöstu stjórnunarstöð-
unum stýra verslunum á sviöi
snyrtivara, fatnaðar og mat-
væla. Enn hafa konur ekki
haslað sér völl og tekið völd-
in i heildverslunum með
„harðari" vörutegundir á borð
við byggingarefni, efni og
áhöld til iðnaðar, raftæki, út-
gerðarvörur og vélar og vara-
hluti. Þó eru til undantekn-
ingar. Þannig er Rakel Olsen
framkvæmdastjóri Sigurðar
Ágústssonar hf í Stykkis-
hólmi — en hún var nýlega
fyrst kvenna kjörin í (vara)
stjórn Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna. Þá er aö nefna
Sofíu Johnson sem er fram-
kvæmdastjóri Aseta hf,
reyndar undir forstjórn Jóns
Ólafssonar, en fyrirtækið
verslar með byggingavörur og
vélar og tæki til iðnaðar.
Það segir og sína sögu að
í flestum tilfellum stýra kon-
ur ungum heildverslunum.
Þessi 25 fyrirtæki með kven- ■
kyns forstjóra eru þannig 18
ára að meðaltali, sem telst
ekki mikið. Þar af er helming-
ur þessara verslana 10 ára
eða yngi. Élstu fyrirtækin
með konur við stjórnvölinn
eru Egill Guttormsson hf,
sem var stofnað 1920, þar
sem Elin Egilsdóttir er for-
stjóri, áðurnefnt Sigurður
Ágústsson hf í Stykkishólmi,
stofnað 1932 og Berg, heild-
verslun, stofnuð 1942, en þar
er Ólafía Sigurðardóttir
stjórnandi.
I ijósi ofangreinds kemur
ekki á óvart þegar skýrsla
stjórnar FÍS fyrir 1987 er
skoðuö, að engin kona er í 7
manna stjórn FIS, engin kona
í 5 manna Hagræðingar-
nefnd, engin kona í 5 manna
Fjármálanefnd, engin kona í
5 manna Útbreiðslunefnd og
engin kona í 5 manna Út-
flutningsnefnd. Hins vegar
var að finna tvær konur á
skrifstofu félagsins, sem
báðar báru hinn fróma titii
„ritari".
Ekki er heldur að finna
eina einustu konu í stjórn
Kaupmannasamtakanna, en á
hinn bóginn er að finna tvær,
konur sem eru formenn fé-
laga innan samtakanna, nán-
ar tiltekið eru það þær Sig-
ríöur Ingólfsdóttir i Félagi
blómaverslana og Edda
Hauksdóttir í Félagi snyrti-
vöruverslana. Fyrir utan þær
tvær hefur konum fjölgað
nokkuð innan Kaupmanna-
samtakanna og má nefna
þeirra á meðal Ebbu Hvann-
berg, eiganda Hvannbergs-
bræðra, Ragnheiði Valdimars-
dóttur í Nafnlausu búðinni
og Lilju Kristjánsdóttur i
Matvöruversluninni Njálsgötu
26.
Loks er að nefna að á síö-
asta aðalfundi Verslunarráðs-
ins virtist enginn kona finn-
ast í 19 manna stjórn ráðsins,
né heldur í jafn stórri vara-
stjórn.
Verslunin er því enn tryggt
vígi karlmanna, að því er virð-
ist. Konur virðast komast þar
lengst vió að selja varaliti,
blóm, föt og matvæli.
Miklar breytingar hafa átt
sér stað á lista yfir 50
stærstu útflytjendur landsins
siðasta áratuginn. Árið 1987
var þannig að finna alls 28
aðila á listanum, sem ekki
voru á sambærilegum lista
yfir árið 1978. Samkvæmt
framreikningi miðað við láns-
kjaravísitölu jókst Fob-verð-
mæti útflutnings hinna 50
stærstu milli þessara ára úr
45,2 milljörðum króna í 54,0
milljarða eða um tæp 20%.
Um leið jókst útflutningur
þeirra úr 588,5 þúsund tonn-
um í 786,4 þúsund tonn eða
um 33,6% og tala vöruliða úr
9.504 í 21.838 samkvæmt út-
flutningsskýrslum eða um
130%.
Stærsti útflutningsaðilinn
sem komið hefur til skjal-
anna frá 1978 er íslenska
járnblendifélagið, sem árið
1987 flutti út kísiljárn fyrir
um 1,7 milljarða að núvirði.
Annar stór og nýr aðili er
Marbakki hf. sem í fyrra lenti
í 7. sæti yfir þá stærstu. Mar-
bakki flutti i fyrra út frystan
fisk, rækju og humar fyrir
rúman milljarð króna.
Fjölmargir aðilar hafa
bæst í hópinn með útflutn-
ingi á ferskum fiski og öðrum
fiskafurðum. Meðal þeirra
sem bættust við á listann
fyrst í fyrra vegna slíks út-
flutnings eru Gámavinir sf. í
Vestmannaeyjum, Svanur hf. í
Reykjavík, R. Hannesson hf. í
Reykjavík, ístess hf. í Reykja-
vik, Íslandssíld hf. í Hafnar-
firði og íslenskur gæðafiskur
hf. í Njarðvikum. Aðrir
„sþlunkunýir" aðilar á listan-.
um, sem fluttu út fiskafurðir,
eru Tryggvi Pétursson og co.
í Reykjavík, Marfang hf. í
Reykjavík og Samherji hf. á
Akureyri. Þessi 9 síðast töldu
aðilar fluttu í fyrra út afurðir
fyrir 1,9 milljarð króna.
MARBAKKI MEÐ MILLJARÐ
KRÓNA
Á þessum lista yfir 50
stærstu útfiytjendurna var í
fyrra að finna alls 20 aðila
sem fluttu út ferskan fisk, en
á listanum 1978 var aðeins
um 1 slíkan aðila að ræða.
Meðal þessara aðila eru þrir
sem nú eru í hópi 15 stærstu
útflytjenda landsins, en voru
ekki á lista fyrir 10 árum.
Þetta eru Jón Ásbjörnsson í
Reykjavík, sem í fyrra flutti út
söltuð og fryst hrogn, frystan
og ferskan fisk fyrir um 700
milljónir króna og Seifur hf. í
Reykjavík, sem flutti út fersk-
an og frystan fisk og frysta
rækju fyrir um 585 milljónir
króna. Aður var minnst á Mar-
bakka sem flutti í fyrra út
frystan fisk, rækju og humar
fyrir um milljarð króna. Allar
tölur miðast við Fob-verð-
mæti og hafa verið fram-
reiknaðar miðað við þróun
lánskjaravlsitölu frá lokum
ársins 1987 til júlívísitölu.
Þótt 28 aðilar séu á listan-
um nú sem ekki voru á sam-
bærilegum lista fyrir 10 ár-
um, þá segir það sína sögu
að aðeins 3 þeirra fluttu út
annað en sjávarafurðir. Þetta
eru Hagfeldur sf. í Reykjavík,
sem í fyrra seldi minka- og
refaskinn fyrir um 160 millj-
ónir króna, Vikurvörur hf. í
Reykjavik, vikur og rauðamöl
fyrir um 135 milljónir og Loð-
skinn hf. á Sauðárkróki sem
fluttu út ull og sútuð skinn
fyrir um 93 milljónir króna.
Ýmsa aöila var að finna á
lista yfir stærstu útflytjendur
landsins árið 1978 sem nú
sjást ekki lengur. Meðal
þeirra má nefna ísbjörninn
og BÚR, Sameinaða framleið-
endur sf., Ólaf Gíslason og
co., Iðunni áAkureyri, Slátur-
félag íslands, Þörungar-
vinnsluna og Kassagerð
Reykjavlkur.
HRUN MJÖLS' OG
LÝSISFRAMLEIDENDA
Fjölmargir útflytjendur
skreiðar, mjöls og lýsis voru
á meðal allra stærstu útflytj-
enda 1978, en hafa nú ýmist
hrapað niður listann eða
horfið af honum. Síldarverk-
smiðjur ríkisins, G. Alberts-
son í Reykjavík, Bernhard
Petersen hf., Samlag skreið-
arframleiðenda, Lysi hf. I
Reykjavík, Sameinaðir fram-
leiðendur sf., Ólafur Gíslason
og co., Síldar- og fiskimjöls-
verksmiöjan hf., Fiskimjöls-
verksmiðjan Vestmannaeyj-
um og Mjölnir hf. I Reykjavík
voru öll á meðal 25 stærstu
útflytjenda árið 1978 og
fluttu út slíkar afurðir fyrir
um rúmlega 8 milljarða króna
á því ári, en samanlagður út-
flutningur þessara 10 fyrir-
tækja nam vart mikið meira
en 2 milljörðum í fyrra. Þann-
ig hrapaði útflutningur Síldar-
verksmiðja ríkisins á milli
þessara ára úr 2.400 milljón-
um í 600 milljónir króna og
útflutningur G. Albertsson úr
1.200 milljónum í 320 milljón-
ir króna. Úm leið liggur fyrir
að ferskur fiskur hefur leyst
skreiðina, lýsið og mjölið af
hólmi sem stærstu útflutn-
ingsvörur landsins.
Það vekur athygli þegar út-
flutningstölur eru skoðaða
að Hvalur hf. hefur á þessum
tíma haldið útflutningsverð-
mæti slnu þrátt fyrir mikinn
samdrátt í magni hvala-
afurða. Árið 1978 flutti fyrir-
tækið þannig út 5.398 tonn
fyrir um 330 milljónir króna
að núvirði, en í fyrra nam út-
flutningurinn „aðeins" 2.803
tonnum eða helmingi minna,
en Fob-verðmætið nam hins
vegar 345 milljónum króna.
Þótt veiddum hvölum fækki
eru krónurnar jafn margar!
AUGLÝSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00
1985-1. fl.A l 10.07.88-10.01.89 kr. 271,48
‘Innlausnarverö er höfuöstóll, vextir, vaxtavextir og veröbót.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiöslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þarjafnframtframmi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, júní 1988
SESLABANKI íslands