Alþýðublaðið - 29.07.1988, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 29.07.1988, Blaðsíða 11
Föstudagur 29. júlí 1988 AA TVS HUNDRUB AR frá afnámi einokunarverslunarinnar Þessi tímamót gefa tilefni til aö hugleiða sjálfa einok- unarverslunina 1602-1787 og um leið mikilvægi og þýð- ingu verslunar almennt. Við leiðum allt of sjaldan hugann að mikilvægi verslunarinnar fyrir lífskjör okkar og menn- ingu. Þótt einokunarverslunin sé ótrúlegt dæmi um það hvernig hægt er að afvega- leiða þjóðir, er ef til vill enn ótrúlegra að ekki skuli vera nema 200 ár síðan. Það má aldrei gleymast að tími einokunarverslunarinnar er jafnframt ömurlegasta tímabil íslandssögunnar. Þótt það hafi verið rannsakað töluvert og um það skrifað, vantar enn mikið á að við ís- lendingar höfum dregið af því þann lærdóm sem æskilegt er. _ Án þess að ég ætli að gera úttekt á einokunarversluninni langar mig að minnast á nokkur atriði er tengjast henni. Þettaeru atriði sem mér finnst vera hægt aö læra af og sem menn ættu ætíð að hafa i huga þegar þeir ræða skipan verslunar- og at- vinnumála. Á VALDI MEGINSTRAUMA Jafnvel þótt það sé venja að telja að verslunareinokun- in hefjist 1602 og að henni Ijúki 1787 þá hófst hún miklu fyrr og henni lauk ekki að fullu fyrr en verslunarfrelsið var innleitt 1855. Einokunin var hins vegar í algleymingi 1619-1776. Þetta minnir okkur á aö skipan verslunarmála sem og önnur félagsleg skipan okkar mannanna er þrátt fyrir allt háð stöðugum breytingum, en jafnframt að við höfum til- hneiginu til að einfalda hlut- ina. I sambandi við einokun- arverslunina finnst mér mikil- vægt að minnast þess að hún átti sér langan aðdrag- anda og eftirmála. Einnig að einokunin sjálf var ekki stöð- ugt ástand. Ýmsu var breytt og ýmislegt þróaðist. Á fyrri hluta tímabilsins var mörgu breytt í anda hinna aftur- haldsömu og stjórnlyndu. Það var ekki fyrr en um eða eftir miðja 18. öldina sem breytingar fóru að eiga sér stað í anda hinna framfara- sinnuðu og frjálslyndu. Hvort tveggja í samræmi við meg- instrauma sem ríktu úti I heimi. Timi einokunarverslunar- innar minnir okkur á að við höfum tilhneigingu til að bregðast við breytingum í fé- lagslegu umhverfi okkar á kerfisbundinn hátt. Það er eins og við séum oft á tíðum á valdi meginstrauma ( þeirri merkingu aö eitt leiðir af öðru þótt það hafi ekki veriö ætlunin í upphafi. Þannig fær maður það á tilfinning- una að upphaf og endalok einokunarverslunarinnar hafi ekki verið nein tilviljun. Þetta segi ég auðvitað að því gefnu að menn á þeim tíma, bæði íslendingar og Danir, hafi ekki haft tök á því að gera sér grein fyrir þróuninni. Saga einokunarverslunar- innar eins og saga annarra hörmungatímabila minnir óþyrmilega á mikilvægi þess að við í dag séum meðvituð um þá meginstrauma sem við lifum og hrærumst í. Þannig og aðeins þannig get- um við séð hvernig eitt leiðir af öðru og gripið i taumana eða komið í veg fyrir óæski- legar afleiðingar. LEIDDI TIL NIÐURLÆGINGAR Það er alveg Ijóst, að það var ekki tilgangurinn með einokunarverslun inni að hneppa þjóðina í þá fjötra sem leiddu til h'nignunar, fátæktarog niðurlægingar. Einokunarverslunin var stjórnkerfi sem menn töldu að kæmi heildinni, danska konungsveldinu, til gþða, en einnig og ekki síður íslend- ingum. Kerfið tryggði þeim til dæmis siglingar og vistir er- lendis frá. Vissulega mismunaði kerf- ið mönnum og færði fáum út- völdum auð, en menn sáu ekki að það myndi vera öðru- vísi þó að verslunarhættirnir væru aðrir. En það var auðvit- að misskilningur eða skamm- sýni. Mismunun og mismun- andi kjör er til dæmis tvennt ólíkt og það tók menn langan tíma að átta sig á því að miklu máli skipti, hvar auð- söfnunin átti sér stað. Fyrir hvern og einn og meö hlið- sjón af einu ári skiptir ekki máli hvort hagnaðinum var eytt hérlendis eða erlendis. En fyrir íslendinga I heild og til lengri tíma litið skipti það auðvitað sköpum. Menn sáu heldur ekki fyrir þær alvarlegu afleiðingar sem einhliða verðákvarðanir konungs höfðu I för með sér. Fyrir hvern og einn og þegar ekkert amaði að var auðvitað þægilegt að verð hinna ýmsu afurða og nauðsynja hafði verið ákveðið I eitt skipti fyrir öll. Verðákvörðun konungs torveldaði hins vegar aðlög- un þegar um vöruskort eða offramboð var að ræða. Alvarlegast var þó að hún kom I veg fyrir eðlilega verka- skiptingu og sérhæfingu. Á meðan búvörurtil útflutnings voru almennt verðlagðar hærraen markaðsverð þeirra erlendis sagði til um var fisk- verð of lágt. Þannig var kom- ið I veg fyrir æskilega og eðlilega atvinnuuppbyggingu I sjávarútvegi á meðan land- kostir takmörkuðu afrakstur jarðarinnar. Með því að selja eða út- hluta tilteknum þröngum hóp manna einkaleyfi til Islands- verslunar var komið I veg fyrir hagkvæma verslun. Fjölmarg- ir kaupmenn utan Kaup- mannahafnar voru útilokaðir, sem kannski oftast höfðu tækifæri til hagkvæmari inn- kaupa eða áttu þess kost að fá hærra verð fyrir íslensku útflutningsafurðirnar. Hag- kvæm innkaup er ekki hægt að ákveóa I eitt skipti fyrir öll. Einokunarverslunin var stjórnvaldskerfi sem átti að vera I þágu heildarinnar. Eins og varðandi önnur slík kerfi átti með því að hafa vit fyrir mönnum. Einokuninni var ætlað að tryggja stöðugleika og valdajafnvægi. En hún var stundarlausn, sem hafði hörmulegar afleiðingar, ekki þegar henni var komið á, heidur hægt og sígandi eftir þvi sem tíminn leið. Hún hefti framtak og þrá manna til framkvæmda. Afleiðingin var hnignun, fátækt og vesæld. EINOKUN Á ÞESSARI ÖLD Andsvar iðnbyltingarinnar var sósíalismi og kommún- ismi; kenningar eða straumar sem fólu I sér mikla eða algjöra ríkiseinokun. íslend- ingar fóru ekki varhluta af þessum hreyfingum fremur en aðrir og á árunum á milli heimsstyrjaldanna, einkum I kreppunni miklu, voru margar greinar atvinnulífsins hneppt- ar I fjötra einokunar. Enn sem fyrr, og I andstöðu við til- ganginn, urðu afleiðingarnar stöðnun, hnignun og fátækt þegar fram I sótti. Þjóðir Austur-Evrópu, Sovétríkjanna og Kína voru allar settar undir einokun rík- isins, með sambærilegum af- leiöingum, þótt þær hafi rist dýpra og leitt menn lengra af braut en hérlendis. Nú hefur orðið mikil stefnubreyting og þjóðir austursins viröast hafa byrjað gönguna miklu til frjáls atvinnulífs. Maöurinn er öfgakennd skepna. Á eftir miklum ríkis- afskipturp koma háværar kröfur um algjört afskipta- leysi hins opinbera. En ríkið hefur hlutverki að gegna nú sem fyrr. r r Avarp Jóhanns J. Olafssonar formanns Verzlunarráðs íslands ir frjálsum athöfnum og eigin ábyrgð verður ævarandi því stöðugt eru að eiga sér stað breytingar sem kalla á nýjar lausnir og sem gera aðar úreltar. Saga einokunarversl- unarinnar á að minna okkur á þau sannindi. Með þvl að líta til fortíðar lærum við margt og ekki síst þaó hve mikil- vægt er að horfa einnig til framtíðar og reyna að sjá fyrir afleiðingar gerða okkar. LEIKREGLUR UM FRELSIÐ Okkur væri hollt að læra meira af umferðarreglunum. Þær eru ekki spurning um það hvert förinni er heitið, né hvers vegna. Þær eru aöeins til að greiöa götu okkar eins og frekast er unnt. Eins er það með athafnalífið. Þar á spurningin að vera um hió fullkomna ferðafrelsi. Sókn þjóðarinnar til sjálf- stæðis og hagsældar hefur verið barátta gegn óréttmæt- um boðum og bönnum stjórnvalda af verslun og at- vinnumálum. Það er mikil- vægt að við öll gerum okkur grein fyrir mikilvægi frjálsrar verslunar og að fyrirkomulag verslunarinnar hefur afger- andi þýðingu fyrir menningu okkar og velferð. Baráttan fyr-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.