Alþýðublaðið - 29.07.1988, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 29.07.1988, Blaðsíða 13
Föstudagur 29. júlí 1988 13 Jóhannes Gunnarsson formaður Neytenda- samtakanna vill fleiri kvörtunarnefndir í samvinnu við seljendur og aukinn stuðning frá ríkisvaldinu. GRUNDVÖLLUR FRJÁLSRAR VERÐMYNDUNAR ER GOTT VERDSKYN NEYTENDA Jóhannes Gunnarsson: Neytendur eru hik- laust best settir i matvöru — en verst settir gagnvart tiskuvörubúðum. Neytendasamtök hafa ver- ið hér á landi frá 1953 og hafa þau oft gert sig verulega gildandi í baráttunni fyrir heiðarlegum og áreiðanleg- um vinnubrögðum í verslun og viðskiptum sem og á öör- um sviðum. Viða erlendis eru neytendasamtök afar öflug og jafnvel styrkt af stjórn- völdum, en það hefur verið gert í litlum mæli hér á landi. Þó efast enginn um að í verslun og viðskiptum er að- hald afar nauðsynlegt, að ekki sé talað um á þeim svið- um þar sem fráfs samkeppni fær ekki fylliíega notið sín. Formaður Neytendasam- takanna er nú Jóhannes Gunnarsson. Jóhannes var fyrst spurður að því hvernig starf samtakanna hefði þró- ast í gegnum árin og hvernig staða þeirra væri gagnvart versluninni. „Neytendasamtökin eru til- tölulega ung samtök. Þau voru stofnuð 1953, en þá þeg- ar höfðu verið stofnuð neyt- endasamtök í nágrannalönd- um okkar. Það sem hefur háð Neytendasamtökunum frá upphafi er fjárskortur, það vantar alltaf fé til þess að sinna því starfi sem ætlast er til af slíkum samtökum — sem er nánast óendanlegt. í nágrannalöndum okkar höf- um við ýmist öflugt neyt- endastarf sem styrkt er að megin hlutatil af ríkisvaldinu eða þá, eins og í Bandaríkj- unum og Bretlandi, þar sem neytendastarf er öflugt í skjóli þess fjölmennis sem í þessum löndum býr. Hins vegar höfum við hér hvorki fjölmenninu til að dreifa né höfum við hlotið myndarleg- an stuðning ríkisvaldsins, því miður. Það hefur verið viss dragbítur á störf samtakanna hér á landi“. — Hvað getur þú sagt okkur af óbeinu neytenda- starfi fyrir 1953 — gat fólkiö sjálft kannski lítt sem ekkert gert til að hafa áhrif á fram- ieiðendur og seljendur? „Já, áðuren samtökin komu til voru starfandi sam- tök húsmæðra, sem beittu sér fyrir í ýmsum málum. Frægt og umdeilt mál var mjólkurmálið, þegar Mjólkur- samsalan fékk einkasölu á mjólk, á sínu sölusvæði. Þetta var í kringum 1930 ef ég man rétt. En ég held að það sé vart hægt að tala um annað neytendastarf en þetta áðuren Neytendasamtökin komu til, sem skipulagt var“. — Hverjir hafa þá verið stærstu áfangasigrar Neyt- endasamtakanna i gegnum árin að þínu mati? „Almennt held ég að Neyt- endasamtökin með sinni kvörtunarþjónustu, sem starf- rækt hefur verið frá upphafi, hafi bæði gert það að verkum að neytendur hafi átt auð- veldara og betra með aö sækja sinn rétt, t.d. varðandi gallaða vöru, auk þess sem starfsemi þessarar kvörtunar- þjónustu hefur gert það að verkum að seljendur hafa ver- ið siðaðir dálítið til. Þeir taka meira tillit til krafna neytenda en ella. Ýmsir áfangasigrar hafa unnist. Fljótlega eftir stofnun þeirra lentu Neyt- endasamtökin í löngum málaferlum vegna þvottaefn- isins Hvile-vask, þar sem Neytendasamtökin réðust að auglýsingaaðferði innflutn- ingsaðilans, þar sem i útvarp- inu hljómaði „Gerið þvotta- daginn að hvildardegi". Það kom siðan í Ijós við rannsókn þessa efnis sem farið var út í eftir að innflytjandinn stefndi samtökunum, fyrir atvinnu- róg, að þetta var mjög vara- samt þvottaefni, vegna þess að það innihélt mikið af Prepórat, sem er bleikiefni. í stað þess að þvottaefnið þvoði skítinn úr kom í Ijós að það gerði skítinn hvítari þannig að hann sást ekki! Þetta endaði með sigri sam- takanna, sem var mikilvægur sigur á þessum fyrstu árum þeirra. Með þessu töldu sam- tökin að þau væru búin aö fá um það niðurstöðu hjá dóm- stólum að þau ættu að fylgj- ast með vafasömum við- skiptaháttum af þessu tagi. Nú, ég minni á fleiri áfangasigra. Það var fyrst og fremst fyrir baráttu Neyt- endasamtakanna að það tókst að brjóta á bak aftur áratuga einokun Grænmetis- verslunar landbúnaðarins, einokun sem hafði gert það að verkum að óánægja var á meðal neytenda nánast ár- lega með gæði þessarar vöru einokunarfyrirtækisins. Þá má nefna kvörtunarnefndir sem samtökin hafa sett á laggirnar, sem er svar okkar við það að hér er öll meðferð smærri mála hjá dómstólum þannig að neytendur fara vart út í hana: Hver fer t.d. út í löng málaferli vegnaeinnar gallaðrar peysu? Við höfum i samvinnu við seljendur kom- ið á fót kvörtunarnefndum, svo sem með Félagi ís- lenskra ferðaskrifstofa, Kaup- mannasamtökum íslands og Samvinnuhreyfingunni. Þann- ig að við höfum náð yfir nokkuð stóran hluta smá- vöruverslunarinnar í landinu." — Ef við litum til verslun- ar og viðskipta, á hvaða svið- um eru þá neytendur best settir og á hvaða sviðum verst settir? „Best settir eru neytendur hiklaust í matvöru. Þar er um að ræða mjög harða sam- keppni milli seljenda, sem leitt hefur til lækkaðrar álagningar. Þetta er einnig sú vara sem neytendur kaupa dagsdaglega og eiga einna mesta möguleika á að fylgj- ast með verðlagningu og þró- un. Samkeppni og árverkni ná til fleiri greina og hafa leitt til góðra hluta, það má nefna heimilistækjaverslun, verslun með nýjar bifreiðar og ýmis konar þjónstu. En einna verst settir myndi ég segja neytendur vera í tísku- fatabransanum. Þar er verð- lagning oft með ólíkindum að okkar mati og snúa flestar þær kvartanir sem okkur berast að þessum tísku- , bransa. Það verður því miður að segjast eins og er, að eig- endur þessara verslana eru mjög erfiðir í kvörtunarmál- um. Það er allt of algengt að þeir séu erfiðir, en sem betur fer eru þar góðir menn innan um.“ — Hvað segir þú mér að öðru leyti um verðlags- og gæðaeftirlit hér á landi? „Það er búið að gefa verð- álagningu á flest öllum vör- um frjálsa. Við fundum all- verulega breytingu þegar verðbólgan hægði á sér, breytingu hjá almenningi hvað verðskyn varðar. Almenningur tók nokkuð vel við sér, en nú hefur heldur sigið á ógæfuhliðina á nýjan leik. Það er hins vegar okkar mat hjá Neytendasamtökun- um að útgáfustarf Verðlags- stofnunarinnar, verðkannanir, hafi orðið neytendum til gagns, bæði á þann hátt að örva samkeppni milli selj- enda og svo er reynt að upp- lýsa neytendur um vöruna. Við leggjum mjög þunga áherslu á það, að grundvöllur fyrir frjálsri verðmyndun í landinu er að neytendum sé gert kleift að öðlast gott verðskyn. Því hlýtur meðal annars verðbólguhraðinn að hafa þar mikla og afgerandi þýðingu. Því meiri verðbólga þeim mun minna verðskyn og grundvöllur fyrir frjálsri verð- myndun. Við sjáum hins vegar fyrir okkur ótal galla þess kerfis sem við bjuggum við hér áður, með hámarksálagningu, við höfum dæmin um um- boðslaunatöku erlendis, hjá innflytjendum, sem leiddi beint til allt of hás vöruverðs hér á landi. Við sjáum þaö einnig aö menn höfðu ýmsar leiðir til þess að fara í kring- um verðlagsákvæðin og enda okkar mat að það sé ekki lausn. Lausnin er frjáls verð- myndun miðað við eðlileg skilyrði og aö aðilar í verslun og þjónustu eru i raunveru- legri samkeppni. Varðandi gæðamálin verð- ur að segjast eins og er, að það er nánast ekkert gæða- eftirlit með almennum neysluvörum annað en það eftirlit sem heilbrigðiseftirlit er með og snýr aðallega að hollustu vörunnar. Eftirlit um það hvort ein vara sé betri en önnur út frá sjónarmiði neyt- andans er ekki fyrir hendi og er það miður. Nágrannaþjóðir okkar hafa hins vegar sinnt slíku eftirliti mjög myndar- lega. En slíkt eftirlit er mjög kostnaðarsamt og hefur því miður ekki verið hægt að framkvæma slíkt hér. Ég vil þó láta það koma fram, að Neytendasamtökin hafa átt i viðræðum við bæði sænsku og norsku samtökin og höf- um óskað eftir því að geta tekið þátt í þeirra gæðarann- sóknum. Það yrði þá á þann hátt til dæmis að ef verið væri að gæðakanna þvotta- vélar gætum við keypt rann- sókn á þeim vörumerkjum sem ekki væru í þeirri rann- sókn en skipta verulegu máli hér á landi. Ég nefni þannig að þriðja söluhæsta þvotta- vélin hér er Alda, en hún er framleidd sérstaklega fyrir ís- lenskan markað. Bæði Norð- menn og Svíar hafa tekið þessu mjög vel og gæti slík samvinna komið okkur ákaf- lega vel, því satt að segja er staða okkar slík, að við höf- um ekki einu sinni efni á að rannsaka eina þvottavél! Þarna þarf að gera verulega bragabót og það er okkar álit að rikisvaldið eigi að koma til móts við okkur og gera okkur kleift að sinna þessu. Okkar mjög svo takmörkuðu gæða- rannsóknir hafa i öllum tilfell- um leitt til aukinna vöru- gæða sem slíkar rannsóknir gera ávallt, því þær þrýsta á framleiðendur um að fram- leiða betri vöru og þetta er því þjóöhagslega sparandi aðgerð þegar til lengri tíma er litið, því ending hlutanna eykst með öflugu gæðaeftir- liti sem þessu." — Fyrir utan þetta — hvaö geta samtökin og neytendur sjálfir gert i náinni framtið, sér og versluninni almennt til bóta? „Samtökin hljóta ávallt að vera mikið aðhald fyrir versl- unina í landinu. Það hlýtur að vera í verkahring slíkra sam- taka að gagnrýna allt þaö sem aflaga fer. Þetta höfum við gert og munum halda áfram að gera. Á sama hátt viljum við einnig gott sam- starf við þessa aðila. Ég nefndi hér að framan kvört- unarnefndir sem við höfum sett á laggirnar í samvinnu við seljendur. Við teljum mjög mikilvægt að koma á slíkri samvinnu við fleiri aðila, ég nefni sérstaklega vegna fjöld kvörtunarmála efnalaugar og þvottahús, en einnig ýmsar aðrar tegundir verslunar sem ekki eru aðilar að samtökum sem við erum þegar með kvörtunarnefndir við. Við teljum og að stjórn- völd eigi að og beri að koma betur til móts við okkur og gera okkur betur kleift að sinna þvi verkefni sem almenningur ætlast til af okkur. Verkefnin eru ótak- mörkuö og ef okkur á að vera kleift að sinna þessum verk- efnum þarf aukiö fjárframlag. Við erum til í að gera okkar í því sambandi með öflun fleiri félaga — sem hefur gengið vel fram að þessu, en til þess að gera enn betur þarf ríkis- valdið einnig að koma til, enda sinna samtökin mörg- um samfélagslequm verkefn- um sem ríkisvala i nágranna- löndum okkar sinna."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.