Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.07.1950, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 24.07.1950, Blaðsíða 4
4 MANUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 24. júlí 1950. MÁNUDAGSBLAÐIÐ BLAÐ FYRIR ALLA Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð kr. 1,50 í lausa- sölu, en árgangurinn, 52 blöð, 48 krónur Afgreiðsla: Kirkjuhvoli, 2. hæð, ogin á mánudögum. Sími ritstjóra: 3975. Prentsn ðja Þjóðviljans h.f. Einkennilegur dómur Jónas Sveinsson læknir hef- ur í undirrétti verið dæmdur í átta xnánaða fangelsi og sviptur lækningaleyfi í fimm ár. Af gögnum þeim, sem fyrir liggja, getur almenning- ur ekki myndað sér neina skoðun um það, hvort læknir- inn sé sekur eða saklaus. En víst er um það, að ef allir þeir læknar í Rvík, sem sagt er að einhvemtíma hafi framið fóst ureyðingar, væru sviptir ilækningaleyfum, fengju þeir læknar, sem eftir yrðu, nóg að gera. Hitt er alvarlegt mál, að dómurinn virðist að mestu leyti byggjast á framburði Ijúgvitna. Þessi vitni hafa orðið margsaga æ ofan í æ og hafa orðið að viðurkenna, að mikið af framburði sínum sé lygi ein og uppspuni. Fólk það, sem í fyrstu kærði Jónas Sveinsson, hefur líka þannig orð á sér, að þetta kemur eng- um á óvart. En það virðist vera eitthvað meira en lítið bogið við réttarfarið á íslandi ef vandræðafólk, sem varla getur sagt satt orð, getur hve- nær sem er ákært borgarana fyrir svívirðileg afbrot og fengið þá dæmda. Við frá- biðjum okkur þess háttar Ijúgvitnaréttarfar. Þess er að vænta, að Hæstiréttur taki allt þetta mál til gagngerðr- ar athugunar. Dönsk Sogs- virkjun Nú er ráðið að hefja virkj- un írufoss og Kistufoss í Sogi. Er það í sjálfu sér góðra gjalda vert, þó að reyndar sé ekki útlit á því, að auka þurfi .raforku til iðnaðar á næst- unni, þar sem valdhafarnir eru komnir vel á veg með að drepa niður íslenzkan iðnað með því að neita honum um nauðsynleg hráefni og vélar. Tilboð í þessa virkjun gerði Islenzkt félag, Almenna bygg ingafélagið, sem er þjóðkunn- ugt að áreiðanleika, hefur á- gætum verkfræðingum á að skipa og hefur staðið fyrir mörgum stórframkvæmdum, sem hafa tekizt ágætlega. Ö- breyttum borgurum hefur því fundizt nokkurn veginn sjálf- sagt, að þetta trausta íslénzka télag fengi hina nýju Sogs- virkjun. Þá væri einnig íryggt, að enginn eyrir færi að óþörfu út úr landinu í sam- 'oandi við virkjunina. Þeir, sem þessum málum ráða, virðast vera á annarri skoðun. Það mun ráðið, að danskt félag, sem raunar kvað hafa snapað saman stofnfé úr fjölmörgum löndum, fái Sogs- virkjunina. Þó segja kunnug- ir að þetta muni valda því, að 8—9 milljónir króna fari út úr landinu alveg að óþörfu. Til þessarar furðulegu ákvörð unar hljóta því að liggja aðrar Drsakir og önnur sjónarmið að ráða en íslenzkir hagsmun- ir. Enda er það svo. Þetta mál afhjúpar betur en flest annað þann klíkuskap og hyldýpis- spillingu, sem við eigum við að búa á flestum sviðum. Að- almaðurinn jí þessu danska félagi er Langvad verkfræð- ingur, sem dvaldist á íslandi á árum síðari heimsstyrjaldar innar. Langvad þessi er kvænt ur konu af hálfíslenzkum ætt- um og er í venzlum við suma helztu áhrifamennina í raf- magnsmálunum hér. Meðan hann dvaldist hér hafði hann að sögn lag á því að afla sér kunningja úr hópi íslenzkra áhrifamanna, sem eru nú að launa honum gamla rausn. A1 menna byggingafélagið hefur álitið það hlutverk sitt að ann- ast verklegar framkvæmdir, en ekki veizluhöld, og það kemur því nú í koll. En sjálf- sagt launar Langvad vinum sínum hjálpina með nýjum veizlum, enn flottari en hin- um fyrri. Hvað gerir það þá til, þó að nokkrum milljónum sé að óþörfu kastað í Dani? Peruleysið íslendingar eru orðnir svo vanir hinu óskaplega sleifar- lagi í verzlunarmálunum hér, að þeir eru hættir að kippa sér upp við það, þótt alls kon- ar nauðsynjavörur séu með öllu ófáaníegar svo árum skiptir. Ein af þeim vörum, sem hafa mátt heita ófáan- legar nú um margra mánaða skeið, eru rafmagnsperur. Þær hafa ekki fengizt síðan §inhvern tíma á útmánuðum nema lítið eitt á svörtum markaði eða í gegnum klíku- skap og sérstök sambönd við kaupmenn. Perur þær, sem fengust í fyrra, yoru flestar sviknar og vita ónýtar, og er nú svo komið í fjölmörgum húsum' í Reykjavík, að þar er varla til ein einasta not- hæf pera. Nú fer senn að halla sumri, og óðum skygg- ir á kvöldin, svo að þetta ó- fremdarástand verður baga- legra með degi hverjum og verður brátt alveg óþolandi. Það er kannske ætlun þeirra, sem þessum málum stjórna, að lájta flesta Reykvíkinga sitja í kolniðamyrkri á vetri komanda. Gæðingamir þurfa náttúrlega ekkert að óttast með þessa vöru "ífcekar en aðrar, því að heimili þeirra f 1 jóta yf ir af alls konar svarta markaðs vörum, sem almenn- ingur hefur ekki séð í mörg ár. Líka gæti maður látið sér detta í hug, að broddarnir, sem stjóma verzlunarmálun- um, ætli að fara að stofna tólgarkerta- eða grútarlampa- verksmiðjur, og þá er auðvit- að skorturinn á rafmagnsper- um skipulagður og með ráð- um gerður. Það væri svo sem ekki meira en annað í þessu landi spillingar. Ajax. Lesið Mánudagsblaðið Auglýsið í ^ ■ -*-.■** >r. ' '-r. Iv »» ' «4.-».r4 • Mánudagsblaðinu Grafinn lifandi Framhald af 8. síðu. þetta, þá var gripið fyrir munninn á honum, og hann heyrði tannlækni segja með hásri, dimmri draugsrödd: Hamingjan góða, ég tók úr honum ranga tönn. Við verð- um víst að svæf a hann og láta hann sofa þangað til aðgerð- inni er lokið“. »h'*bc!R - - „Anna heldur stöðugt á- fram að bera út lygar um mig.“ „Hafðu engar áhyggjur af því, en bíddu bara þangað til hún fer að segja satt.“ Maðurinn neitar blátt á- fram að láta mig haf a peninga fyrir kápu.“ „Ef hann neitar í fyrstu að verða við ósk þinni, þá öskr- aðu, öskraðu, öskraðu." „Frú A.: Hvenær kynntist þú manninum þínum fyrst?“ Frú B.: „I fyrsta skipti sem ég bað hann um peninga, eftir að við giftumst.“ Stúlkan: „Er ég sú fyrsta, sem þú hefur kysst á ævi þinni?“ „Já, eiginlega“. . Eitt hið ergilegasta í hjónabandinu er það, hvernig konurnar fyrirgefa okkur, þegar þær hafa rangt fyrir sér. Konan fokvond: „í fyrra- kvöld varstu drukkinn. Og komir þú svona heim í kvöld þá fer ég beint heim til mömmu.“ Í I Maður kom inn í vátrygg- ingaskrifstofu til þess að láta líftryggja sig.“ „Ferðu á hjóli?“ spurði fulltrúinn. „Nei,“ sagði maðurinn. „Ferðu í bíl ?“ „Nei,“ sagði maðurinn. „Kannski þú fljúgir þá?“ „Nei,“ sagði umsækjandinn hlæjandi. „Mér þykir fyrir að segja þér þetta, en við erum hættir að vátryggja gangandi menn.“ Eigiumaðurinn: „Eg er bú- inn að sverja að drekka aldrei meim.“ Konan: „Til hvers er það? Þú gætir ekki drukkið meira“. Eiginmaðurinn: „Komdu nú ekki með fleiri reikninga, góða, ég þoli ekki að sjá þá!“ Konan: „Þú þarft ekki að sjá þá, elskan. Eg vil bara, að þú borgir þá“. Angur: (horfir á Mac með- an hann rakar sig). „Það eí slæmt blað, sem þú hefur í rakvélinni, Mac.“ Mac: „Nú, það sem nægðí pabba ætti að vera fullgott handa mér.“ i f í Ég undirrit........óska eítir að gerast áskrifandi að Mánudagsblaðinu. Nafn................................................ Heimili...... ...................................... Staður ............................................. Utanáskrift: Mánudagsblaðið Reykjavík i.. ' .....^ - --i. .-■ -—--------:------— -

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.