Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 21.08.1950, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 21.08.1950, Blaðsíða 3
6ú8 L '1 iirs^bunsM sicsAjeaoiiauHAM es invvcXLiSL Mánudagur 21. ágúat 1950 MANUDAGSBLAÐIÐ Jóns Reykvíkings Sumar skepnur eru taldar byssuhræddar. Það er t. d. alkunnugt um suma hunda, að þeir forðast byssur, verða skelkaðir og taka til fótanna, þegar þeir sjá skotvopn. Þjóðviljinn á dögunum gefur tilefni til þess, að minnzt sé á byssuhræðslu hvuttanna, því að þeir haga sér líkt og þeir ferfættu mimdu gera, ef þeir mættu mæla. Svo er mál með vexti, að til er hér í bænum skotfé- lag. Er þar iðkuð sú gamla íþrótt að skjóta í mark. Þetta er svo sem engin ný- lunda hér í bæ. Jafnveí er það svo, að ein af götum bæjarins ber nafn af skot- húsinu svonefnda, sem eitt slikt félag lét reisa sunnan við bæinn, eins og hann var þá. Það skotfélag, sem nú er starfandi, átti erindi við Reykjavíkurbæ út af í- þrótt sinni og kom það mál fyrir bæjarstjórn. Taldi sá, er flutti erindi skotfélags- ins, að sjálfsagt væri, að það fengi fyrirgreiðslu á sama hátt og önnur félög iiman 1. S. í. Þá bar svo undarlega við, að fulltrúi kommúnista, Sigfús Sigurhjartarson, brást öndverður, og er frá- sögn af því viðbragði í Þjóðviljánum. Taldi Sigfús hinn mesta óþarfa, að menn æfðu sig á að skjóta í mark og mundu slíkar æf- ingar hafa í för með sér aukið fugladráp!! Var greinilega gefið í skyn, að bak við starfsemi þessa fé- lags lægi annað og meira en æfingar á markskotum. Lét Þjóðviljinn mjög af því, hve fátækrafulltrúi sá, sem flutti erindi félagsins á bæjarstjórnarfundinum liefði verið „sakleysisleg- ur“!! Þjóðviljinn sagði Frá fegurðarsam- keppnimii Thorolf Smith, Kolbrún Jóns- dóttir og Einar Pálsson. ekkert berum orðum um það, af hverju maðurinn mátti ekki vera „sakleysis- legur“ í tilefni af slíku er- indi, en á milli línanna má beinlínis lesa, að kommún- istar telja starfsemi félags- ins beinast gegn sér. Þarna kemur fram byssuhræðsl- an, sem stundum altekur' i hunda vora og þá mest,1 sem eru viðskotaverstir og grimmastir. Byssuhræðslaj kommúnistanna kemur af i því, að þeir vita á sig skömmina, eins og það er ( j kallað. Þeir vita gerst, til hvers þeir eru sjálfir bún- ir. Kommúnistum er ekkert meiri þymir í augum en ef til væri í þjóðfélaginu til- sVarandi vopnavald og það, sem bændur og búalið beit- ir gegn refum og hundum. Svo langt gengur „hyst- eria“ þeirra rauðu, að sak- laust skotmannafélag á borð við það sem tíðkast hefur í bænum oft áður, verður í þeirra augum að hættulegum samblæstri. Kommúnistar liafa jafnan amazt við því, að lögregl- an hefði nokkur vopn, jafn- vel hafa þeir hamazt á móti því, að lögregluþjónar séu búnir kylfum, að ekki sé talað um upphrópanir. þeirra út af skotæfingum lögreglunnar. Sá, sem er saklaus og ætlast ekki illt fyrir, hefur ekkert að athuga við varn ir lögreglunnar eða venju- leg markskot. En óaldar- flokkur, sem dags daglega gengur með kreppta hnefa í vösum og yglibrún upp- hlaupsmannsins á strætum og gatnamótum, hann ær ist, ef hann grunar mót- stöðu, og grunar allsstaðar menn um f jandskap, þó enginn sýni þeim nokkuð misjafnt. i . - ví. ... Vatnsberinn \ik - „Fyrir hvaða hverfi keppið þér?“ s -t— ***** Bækur gegn afborgun Islendingasagnaútgáfan hefur undanfarna mánuði selt bækur sínar gegn afborgun við miklar vinsældir. H. E. skrifar um útgáfuna: .... og voru bækurnar allar prýðilegar að frágangi. Svo framarlega sem alþjóð kann að meta bækur og vill eignast góðar bækur með góðum kjörum, þá feru þeir greiðsluskilmálar, sem íslendingasagnaútgáfan býður, þeir haganlegustu, sem þjóðin á völ á nú, og er það vel. Ég álít, að Islendingasögurnar ættu að vera til á hverju heimili." Nú þegar getið þér fengið allar bækur útgáfunnar með afborgunarkjörum. Klippið út pöntunarseðil þennan, og sendið útgáfunni. Ég undirrit.....óska að mér verði sendar Islendinga sögur (13 bindi), Byskupasögur, Sturlunga og Annálar ásamt Nafnaskrá (7 bindi), Riddarasögur (3 bindi) og Eddukvæði I—n, Snorru-Edda og Eddulyklar (4 bækur), samtals 27 bækur, er kosta kr. 1255,00 í skinnbandi. Bækumar verði sendar mér í póstkröfu, þannig, að ég við móttöku bókanna greiði kr. 155.00 að viðbættu öllu póstburðar- og kröfugjaldi og afganginn á næstu 11 mánuðum með kr. 100.00 jöfnum mánaðargreiðslum sem greiðast eiga fyrir 5. hvers mánaðar. Ég er orðin.. 21 árs og er það ljóst, að bækurnar verða ekki mín eign fyrr en verð þeirra er að fullu greitt. Það er þó skilyrði af minni hendi, að ég skal hafa rétt til að fá skipt bókunum, ef gallaðar reynast að einhverju leyti, enda geri ég kröfu þar um innan eins mánaðar frá móttöku verksins. Litur á bandl óskast Svartur Brúnn Rauður Strikið yflr það sem ekki á við. Nafn .. Staða .. Heimili Ltfyllið þetta áskriftarform og sendið það til útgáfunnar. 'W Séuð þér búinn að eignast eitthvað af ofantöldiun bókum, en langi til að eignast, það er á vantar, fáið þér þær bækur að sjálfsögðu með afborgunar- kjörum — þurfið aðeins að skrifa útgáfunni og láta þess getið hvaða bækur um er að ræða. Mdrei haía íslenzkum bókaunnendum verið boðin slík kostakjör sem þessi. lslendingasögurnar inu á hvert íslenzkt heimili. (slendingasagnaútgáfan h. f. Símar 7508 og 81244 — Túngötu 7.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.