Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.10.1950, Side 3

Mánudagsblaðið - 09.10.1950, Side 3
Mánudagur 9. október 1950 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 3 Fjölbreyif starfsemi ins í vefisr „Pabbi“ gamanSeikur frumsýndur næstkomandi ntiðvikudag rrBusi meö þig,r Wk iíSsiSiasiíllSli^ö Amerískur blaðateiknari hefur teiknað þessa mynd. Hún sýnir hvaða álit Malik, fulltrúi Rússa, hefur á Öryggis- ráði S.Þ. „Burt ineð þig“ segir hann um leið og hamarinn, skellur á höfði ráðsins. iliam C. Forster Þjóðleikhússtjóri skýrði blaðamönnum frá fyrirhug- aðri starfsemi Þjóðleikhúss- ins í vetur. Verkefni eru mörg fyrir hendi og verður starfið mjög f jölþætt. Næstkomandi miðvikudag verour leikritið „Pabbi“, sem samið er upp úr sögu Clar- ance Day fnrnis. Day samdi söguna eftir þáttum um föður sinn og heimilislíf sitt og hef- ur hún náð geysivinsældum. Leikhúsmennirnir Howard Lindsey og Russel Crouse sömdu leikritið, sem gekk um 7 ár á Broadway í New York og hefur auk þess verið kvik- cmyndað með William Powell í aðalhlutverkinu. Þjóðleik- hússtjóri skrifaði eigendum sýningarréttar og fékk sýning arleyfi á leikritinu gegn 4% tgreiðslu af brúttótekjum af sýningum. Eru þetta mjög hagkvæm viðskipti því venju- lega taka slíkir leyfishafar ;allt að 10% af brúttótekjum. „Pabbi“ er gamanleikur sem fjallar um bandarískt fjölskyldulíf um aldamótin. Aðalhlutverkið er í höndum Alfreðs Andréssonar, sem þjóðleikhússtjóri réð til þess að leika hlutverkið, en Alfreð er ekki fastur leikan hjá Þjóð leikhúsinu. Kvaðst þjóðleik- hússtjóri vera mjög ánægður :með að fá Alfreð í hlutverkið. !tnga Þórðardóttir leikur einn- :ig eitt aðalhlutverkið en aðrir aðalleikendur eru Steindór Hjörleifsson, Arndís Bjöms- ióttir, Þóra Borg Einarsson, Herdís Þorvaldsdóttir en börn in leika Valur Gústafsson, Halldór Jónsson og Paul Schmit. Sigurður Grímsson þýddi leikritið en leikstjóri er Lárus Pálsson. JÓN ARASON NÆST Næsta viöfangsefni Þjóð- ieikhússins er svo Jón Ara- son og er gert ráð fyrir að jýningar hefjist 7. nóvember iða á 400 ára afmæli aftöku þeirra Hólafeðga. Leikritið er i þrem atriðum, sem gerast í stofu á Hólum, kirkju á Sauða felli og stofu í Skálholti þar sem þeir feðgar voru höggnir. Jón Arason leikur Valur Gísla son, en Helgu Arndís Björns- dóttir. Önnur stór hlutverk skipa Jón Aðils, Kristján skrifara, Daða í Snóksdal, Brynjólfur Jóhannesson, Syni Jóns þá Ara og Björn leika Haukur Óskarsson og Róbert Arn- finnsson og Þórunni, Inga Þórðardóttir. Haraldur Bjömsson er leikstjóri. Eins og kunnugt er þá er höfund- urinn Tryggvi Sveinbjörnsson og er búizt við að hann geti orðið viðstaddur frumsýn- ingu. Þriðja leikritið verður svo „Konu ofaukið“ eftir Knud Sandarby, sem f jallar um við- horf bama til foreldra sinna. Leikstjóri er Indriði Waage. Á þessu leikári er gert ráð fyrir að þjóðleikhúsið sýni 9 eða 10 leikrit. SKÓLASÝNINGAR Þjóðleikhússtjóri gat þess að hann hefði ritað öllum skólastjórum framhaldsskól- anna á vegum skólasýninga, en ætlunin er að veita einstök- um skólum 248 sæti á sýningu fyrir hálfvirði þannig að skólanemendur þurfi ekki að greiða meir en 6—15 krónur fyrir sæti á sýningar. Er það sannarlega þakkarvert að svo skuli búið í haginn fyrir nem- endur og þeim þannig gert kleift að sjá góðar sýningar án mikilla fjárútláta. Mun þetta veita skólafólki tæki- færi til þess að njóta þess bezta í íslenzku leikhúslífi. BARNASÝNINGAR LEIKSKÓLI Þá er og í ráði að hafa sér- stakar bamasýningar og verður Snædrottningin byggð á ævintýrinu eftir H. C. And- ersen, fyrsta barnasýningin, en búningar verða fengnir að láni frá Old Vic í London. Inntökupróf í leikslcóla þjóðleikhússins verður haldið þann 16. október. Um þrjátíu sóttu um, en aðeins um 10 verður veitt viðtaka. Þjóðleikhússtjóri minntist lítillega á ferð sína til Sví- þjóðar í sumar en gat þess þó að hann hefði náð mjög hag- kvæmum kaupum á búningum frá óperunni í Stokkhólmi. Festi hann þar kaup á ágæt- um búningum 303 að tölu fyr- ir aðeins 315 krónur íslenzk- ar. Búningar þessir em úr ágætu efni og myndi saum- ur og efni slíkra búninga hér á landi kosta á annað hundr- að þúsund krónur. Framhald af 1. síðu. hans ber vott um stillingu og einurð. Sagt er um hann að hann sé vanur að hugsa meira en tala. Sem háttséttur starfsmað- ur efnahagssamvinnunnar, síðan hún hófst, hefur Foster haft mikil afskipti bæði af stefnuskrármálum Marshall- aðstoðarinnar og einnig inn- byrðis skipulagningu á starf- semi ef nahagsstofnunarinnar. Sjónarmið Forsters á hlut- verki efnahagssamvinnunnar og endurreisn Evrópu hefur myndast af framvindu alþjóða mála á undanförnum árum og hann lítur á starfsemi þessa sem áríðandi lið í stefnuskrá er miðar að því að „lcoma á fót með aðstoð gagnkvæms skilnings og þolinmæði, sterk- um frelsisöflum um allan heim, sem muni hafa vilia og getu til þess að taka á sínar herðar fullan ábyrgðarhluta við að bægja frá hinni sovét- ísku hættu.“ Hann sér fjórar stefnur mögulegar eins og málum er nú háttað í heiminum. Hin fyrsta er hið svo nefnda „hindrunarstríð“ gegn Sovét- ríkjunum. Þessari stefnu af- neitar hann bæði frá siðferði- legu og framkvæmanlegu sjón armiði. Önnur leiðin er algjör inni- lokunarstefna, sem hann álítur vera „hreina draum- óra.“ Þriðja leiðin er „samræm- ing hagsmuna og samningar með sameiginlegum ráðstefn- um“. Hann álítur að Banda- ríkin megi aldrei standa í vegi fyrir þessari stefnu en álítur að ferill Sovétríkjanna hjá sameinuðu þjóðunum geri öll- um ljóst að ekki sé hægt að byggja á þessari aðferð einni saman. Hin f jórða og síðasta, segir Forster, er „að styrkja hinn efnahagslega oð siðferðilega þrótt hins frjálsa heims svo að frjálsar þjóðir geti í sam- einingu fælt frá sér alla árás- arhættu á komandi tímurn." Þetta er sú stefna er hann að- hyilist sem framkvæmdastjóri efnahagssamvinnustofnunar- innar og lítur á hana sem „hagkvæma endurreisnará- ætlun“ og að á þennan hátt geti Bandaríkin bezt sýnt skilning sinn á vandamálum annarra þjóða. Wiliam C. Foster hlaut menntun sem véiaverkfræð- ingur og hann hefur lengst af starfað sem stjórnandi lítillar stálverksmiðju í New York fylki, unz í byrjun stríðsins að hann var fenginn til að starfa ■fyrir ríkisstjórn Bandaríkj- anna og sem opinber embættis maður hefur hann stöðugt vaxið í áliti og hækkað í tign og nú varð hann fyrir valinu hjá Truman forseta til þess að taka við hinu umfangsmikla og erfiða starfi sem fram- kvæmdastjóri efnahagssam- vinnustofnunarinnar, en því hefur Paul G. Hoffman gegnt með mikilli prýði frá því í aprílmánuði 1948, en þá hóf Marshallhjálpin starf sitt. Höfuðsmaður í lífverði Páfa les tilkynningu frá Páfagarði, en fulltrúi Páfa hlýðir á.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.