Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 18.12.1950, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 18.12.1950, Blaðsíða 5
Mánudagur 18. dss. 1950 MÁNUDAGSBLAÐIÐ •"'** 5 Smjörlíkislaus appelsínukaka Húsmæðurnar kvarta sár- an um þessar mundir undan því, að þær hafa svo lítið smjörlíki, að þær sjá ekki fram á að geta bakað neitt fyrir jólin. Skömmtunaryfir- völdin létu okkur fá auka- skammt af sykri fyrir jólin, en það þarf engu síður smjör- líki til bakstursins en sykur- inn. En nú fáum við appelsín- urnar! Þessir jólaávextir eru einu ávextirnir, sem yfirvöld- in sjá sér fært að láta okkur fá á árinu, og megum við þakka fyrir, að við skulum yfirleitt fá nokkuð. Satt að segja, sakna ég þess hálfpart- inn, að fá ekki epli um jólin, því að mér finnst það tilheyra að hafa glansandi epli á borð- um yfir jólin. En ekki tjóir að tala um það. Eg ætla nú að gamni mínu að gefa húsmæðrunum upp- skrift að ágætri formköku, sem nota þarf appelsínur í (sem við fáum!), en ekkert smjörlíki (sem við hvort sem er að líkindum fáum ekki). Kakan heitir á ensku: Orange Sponge Cake. Og hér er þá uppskriftin: 2 egg, 1 bolli strásykur, 1 matskeið rifinn appelsínu- börkur. x/» bolli appelsínusafi, 1 bolli sigtað hveiti, 2 tesk. lyftiduft, Ys tesk. salt. Eggin eru hrærð vel og orðin að þykkri, ljósgulri kvoðu. Sykurinn látinn í smátt og smátt og hrærður vel saman við. Appelsínubörk- urinn rifinn og safinn látinn í og hrært vel saman við Hveitið, lyftiduftið og saltið sigtað saman og hrært út í eggjablönduna. Kakan er bökuð í fremur lágu, en víðu móti. Mótið er smurt (með smjörlíkinu dýr- mæta!) og hveiti síðan stráð innan í það. Kakan er bökuð við meðalhita í ca. 40 mín. Þegar kakan er bökuð, er mótinu hvolft á rist og látið standa á hvolfi, þar til kakan er orðin köld. Þá er hún losuð úr mótinu með hníf, ef með þarf. Stirðbusalegar barnabækur I gærkvöld var ég að passa börn. Lítil vinkona mín var sífellt að rella í mér um að lesa fyrir sig, og eins og að líkum lætur, gat ég ekki ann- að en látið undan að lokum. Hún rétti mér bók, skreytta myndum eftir snillinginn Walt Disney, og var aðalhetj- an í bókinni lítil, brekótt !can- ínuskömm. Nú vill svo til, að í fyrra sá ég allar sögurnar í þessari bók á kvikmynd. Gamli negr- jnn, Uncle Remus, sagði börn- unum sögur í myndinni, og jafnóðum og hann sagði frá urðu allar litlu persónurnar lifandi í kring um hann í undraverðum teikningum Disneys. Kvikmynd þessi er ein sú indælasta, sem ég hefi séð, og Remus gamli var meistari í að segja börnunum frá á einfaldan, barnalegan og lifandi hátt. Það lyftist því heldur á mér brúnin, þegar ég sá hvað litla stúlkan ætlaði að láta mig lesa, og ég hóf lest- urinn. En mér brá í brún, því að í stað þess að þýða bókina á létt og einfalt mál, eins og maður notar, þegar maður segir litlum börnum sögur, hafði þýðandi þýtt hana á þunglamalegt bókamál. Satt að segja varð ég bein línis að þýða bókina fyrir litlu stúlkuna og endursegja hana til þess að sagan gæti orðið lifandi fyrir henni. Af tilviljun nefni ég nú til þessa einu bók, en ég les oft fyrir lítil börn, og mér finnst það alltaf vilja brenna við hjá þýðendum, sem þýða út- lendar barnabækur, að þeir gera það of stirt og þung- lamalega. Segja má, að börnin hafi gott af að læra almenni- legt íslenzkt mál, en það er fleira góð íslenzka en hátíð- legt bókamál, og mér finnst algjörlega óviðeigandi að nota það við þýðingu barna- bóka. Og t. d. í þessari bók hefir þýðanda algjörlega tek- izt að di'epa yndisþokkann í frásögnum Remusar gamla. Þegar smábarnabækur eins og þessi eru þýddar, verður fyrst og fremst að hafa það í huga, að það eru smábörn, sem eiga að lesa hana og skilja hana. Málið á bókinni þarf að vera einfalt og lipurt, svo að hægt sé að lesa hana fyrir þau án þess að þurfa að ,,þýða“. En hingað til hefi ég ekki rekizt á smábarnabók, sem er svo lipurlega þýdd, að ekki hafi þurft að „þýða“ fyrir barnið. Sem dæmi upp á smábarna- bækunrar eins og þær ættu að vera, má t. d. nefna yndislegu litlu bókina hans Guðmundar Thorsteinsson, „Muggs“, Söguna af Dimmalimm kóngs dóttur. Þar þarf ekkert að þýða, því að þar var nefni- lega maður, sem skildi börn og hugsanagang þeirra og skrifaði fyrir þau sögu sína rétt eins og hann væri að tala við þau. Sögur Walt Disneys eru einnig algjörlega við hæfi barnanna á frummál- inu, en einhvern veginn veit- ist ,,húmor“lausum íslenzk- um þýðendum allsendis ó- mögulegt að ná þessum ynd- isþokka, lipurð og kýmni, sem eru einkenni allra beztu barna bóka heimsins. Sitl af hverju I fyri'akvöld var ég að hlusta á þáttinn hans Péturs Péturssonar í útvarpinu, „Sitt af hverju“. Eg held, að ég hafi hlustað á þá alla, síðan þeir hófust, og alltaf hefi ég spreytt mig á að finna ráðn- inguna á getrauninni, — en alltaf munar einum, að ég finni þá réttu! En í fyrrakvöld gat ég huggað mig við það, að ég hefði nú svo sem ekki grætt mikið á því, þótt ég hefði fundið réttu ráðninguna, því að svo virðist sem Pétur sé búinn að breyta þessu í þátt fyrir utanbæjarmenn! Venjulegir Reykvíkingaír hafa þar engan „sjans“ fyrir landssímahringingum, sem alltaf haí'a forgangsrétt, og þykir okkur það að vonum dálítið súrt í broti. Eða hvað? Fyrir stuttu minntist ég á það hér, að mér þætti þessi þáttur hvergi nærri nógu f jöriegur. I fyrrakvöld komst ég að því, af hverju það stafar: Það er Pétur sjálfur, sem er svona stirður! Þegar hann var að svara símahringingunum (sem auð- vitað voru allar utan • af landi), var hann svo súr í símann, óþolinmóður og frekjulegur, þegar hann var að skipa saklausum keppend- um að halda „áfram! áfram!“ að þylja upp svörin, að það gekk" ókurteisi næst. En svo þegar einn kunningja hans hringdi ofan af Akranesi, þá uppveðraðist Pétur allur og var hinn gleiðgosalegasti og stimamýksti! Þetta fannst mér og fleirum all óviðkunn- anlegt. Stjórnandi slíks þáttar sem þessa ætti að geta verið með glettni og hnittin tilsvör við alla þá, sem hringja, hvort sem þeir hafa rétta ráðningu eða ekki, — og hvort sem hann þekkir þá persónu- lega eða ekki. Ekki má gleyma því, að fólk gerir það sér til gamans að spreyta sig á getrauninni, og að þetta er svo sem ekki neitt alvörumál upp á líf og dauða, hvort menn vinna þessar skruddur eða ekki. Og það er ekki hægt að bjóða fólki upp á það, að því sé svarað með óþolinmæði eins og tornæmum vangefn- um krakkaöngum, þegar það hringir að gamni sínu í Pétur með rétta eða ranga ráðn- ingu. Þátturinn missir marks, ef viðhafður er annar eins búra- háttur og þetta, og ég veit, að ég mæli fyrir munn margs fólks, sem ég hefi heyrt hafa orð á þessu, þeg- ar ég skora á Pétur Péturs- son að reyna að vera í held-j ur betra skapi, þegar hann er með þennan þátt, sem þeg- ar er orðinn mjög vinsæll. Það á nú kannske ekki við að vera að ybba gogg út af smámunum eins og þessu, svona rétt fyrir jólin, en það verður að hafa það. Ef Pét- ur treystir sér ekki til þess að taka þessum „skemmtiþætti“ sínum með húmör sjálfur, þá getur hann varla 'ætlazt til þess að hlust- endur geri það! GLIvÐILEG JÓLI Jæja, og þá eru blessuð jólin bráðum komin, rétt einu sinni enn. Allir eru á þönum fyrir jólin, og jóla- stemmningin bi'eiðist út eins og eldur í sinu. Það er eins og það sé að glæðast tilfinningin fyrir því hjá okkur að skreyta bæinn fyrir jólin, og er það sannar- lega vel. Jólatré eru sett upp! víðsvegar um bæinn og gera. sitt til þess að koma manni í jólaskap, en mættu þó vera enn fleiri. Allir, sem maður hittir, tala um jólagjafir og jóla- stand. En það er nú annað en gaman að eiga að kaupa' jólagjafir á þessum tímum,1 því að allt er svo kvikindis- lega dýrt, en pyngjan anzi létt hjá okkur flestum. Nóg er af siifurmununum og listmununum, og gangi maður um og skoði í búðar- gluggana gæti maður komizt á þá skoðun, að þessir hlutir væru aðal nauðsynjavara okk- ar íslendinga, því að þeir eru í svo yfirgnæfandi meirihluta í búðunum. Langi mann til þess að gefa nytsama jóia- gjöf, þá fer aftur á móti að vandast málið. Og ógerning- ur hefir það verið, að ætla sér að sauma svuntubleðil eða annað til þess að gefa, því að ekki hefir fengizt nokkur tuska til slikra hluta. „Æ, mig vantar eitthvað til þess að gefa systur minni,“ sagði ég við eina kunningja- konu, sem var að koma úr leiðangri neðan úr bæ. „Hvað sástu í bænum?“ ,,Ó, ég sá svo fallegt háls- men á 1500 kall,“ svaraði hún. „Og silfurkökuspaða allst frá 200 kr. — og svo draumfail- ega konfektskál á. ... “ „Hættu, hættu!“ kveinaði ég og labbaði mig beinustu leið út í Isafold og keypti brennandi Ástaljóð handa systur minni fyrir 40 kall. Og það er nú einmitt þrauta lendingin hjá okkur flestum að gefa bækur í jólagjöf. Því ið þótt bækur séu dýrar, þá eru þær alltaf samt góð gjöf, — ég á við góðar bækur. Húsmæðurnar bera sig aumlega yfir smjörlíkisleyai og önnum öllum. Ein sagðist ekki sjá fram á það, að hún gæti steikt rjúpurnar á að- fangadag, fyrir smjörlíkis- leysi. Bledduðum skömmtuu- arfrömuðnnum láðist semsé að úthluta okkur auka- skammti af smjörlíki fýrir jólin, þegar þeir af rausn sinui gáfu okkur smjörögn og sýk- urlús til jólaglaðnings. Eiginmennirnir kvarta og kveina yfir peningabruðli og kostnaði, og tauta í barm sér um það, að þeir muni fara á hausinn eftir jólin. En börnin hvorki kvarta né kveina. Þau telja dagana til jóla og stilla litlu skónum sínum út í glugga í þeirri von, að einhver góður jólasveinn leggi ögn af gotti í þá. Er ann- ars nokkuð eins hrífandi, nokkuð sem lýsir eins sak- lausu og óbilandi trausti á lífið og forsjónina eins og það að sjá litla barnaskó í röðutn. úti í gluggakistu, meðan litlu eigendurnir sjálfir sofa vært í bólum sínum með rjóð- ar kinnar og raka hárlokka ? Já, þótt við nöldrum yfir hinu og þessu rétt fyrir jólin, og séum oft svo þreytt að okkur finnst við varla geta á fótunum staðið, þá er það nú samt svo, að þegar jólin koma, gleymum við allri þreytu og öllu ergelsi og gleðjumst eins og börn. I rauninni hlökkum. við öll til jólanna, — og ég segi fyrir mig, að ég vona, að ég verði aldrei svo gömul eða lífsgleði snauð, að ég hætti að hlakka til ióla. Að endingu óska ég svo öllum lesendum mínum á- nægjuríkra og gleðilegra jóla og allra heilla á komandi ári. Gleðileg jó5! CJLIQ. Ég undirrit.......óska eftir að gerast áskrifanði aS Mánudagsblaðinu. Nafn................................................ Heitnili......1..................................... Staður ............................................. Utanáskrift: Mánudagsblaðið Reykiavift

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.