Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 18.12.1950, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 18.12.1950, Blaðsíða 8
1 Tímamenn hafa alltaf verið smekklegir, enda lýsir blað beirra vel hversu allur þorri bænda fer með hinar dýru vélar, sem landið kaupir inn fyrir þá dýr- um dómum. „Heima í Berjanesi stóð rakstrarvélin úti. Hún hefur ekki sézt síðan, nema annan kjálkann af henni hefur rekið á fjöru. Hefur hún sýnilega foltið tveggja kiiómetra veg til sjávar. Um leið og hún fauk af stað hafði hún skollið á sláttuvél og skemmt hana.“ (Tíminn 10. des.). Það er gott, að bændablaðið skýrir svona frá hirðuieysi kjósenda sinna og meðferð þeirra á gjald- eyri þeiin, sem maiarbúar afla þeim til handa. Pétur Sigurðsson, erindreki, hefir orðið fyrir hörmulegum áhrifum í samb. við áfengið. Þegar það er nefnt, kemur yfir hann æði og Pétur er miður sín. Virðist sjúkdómur þessi versna með aldrinum, enda hefur ekki í langa tíð birzt frumsamin grein eftir þenn- an æsta mann annað en þá fáryrði og fleypur eitt. Þennan mánuð hefur þó Pétur verið með verra móti, enda hafa útvarpsfregnir um drykkju- skap Norðmanna komið honum úr jafnvægi. Síðan sterkur bjór var framleiddur þar í landi, hefur sam- kvæmt skýrslum, drykkjuskapur minnkað um helm- ing, en þjóðartekjur aukizt mjög af útflutningi þessa Jjúffenga mjaðar. En á íslandi, í desember, þeim mánuði, sem templ- arar hafa ákveðið að verja til áróðurs gegn Bakkusi, hafa áfengiskaup aukizt að mjög miklum mun, miðað við jólamánuðina undanfarin ár. ★ Þegar menn ræða Þjóðleikhúsið, þá er einna tíðræddast um, af hverju hlutverkum er ekki jafnað milli fastra leikenda betur en verið hefur til þessa og svo af hvaða ástæðum aðalleikendur hafa ekki „under- study“ eða leikara, sem tekið getur hlutverk aðal- leikenda, ef til óhappa kemur. Nýlega var leiksýningu aflýst vegna þess að sú, sem átti að leika aðalhlut- verkið gat ekki mætt. Þetta er mjög leitt og því nær óafsakanlegt. Skáöfyndin mynd í öamla Bíó Gamla Bíó sýnir um þessar mundir „Brúðarránið“, sem er bráðfyndin amerísk mynd frá MGM-félaginu. Efnið fjallar um bania- bókaútgefanda og aðalrithöf- und forleggjarans, hins gjá- h'fa Gerg Rawlings, sem milli þess að hann semur hrífandi barnabækur, leikur sér að hrífandi stúlkum, ríkum og léttlyndum. Barnakennari, úr Vermont-fylki vinnur teikn- ingarsamkeppni, sem Mc- Grath útgáfufélagið efnir til og ræðst nú til New York til að njóta uppskerunnar. Fyrsta daginn í stórborginni byrjar hún með því, að drekka sig vel hífaða með ritliöfund- inum og móðgast herfilega, þegar hún kemst að því, að hann hefur ekki kynnt sig rétt og auk þess hellt hana fulla. Nú hefst bráðfyndið ævintýri fullt af allskonar mögulegum og ómögulegum „situation- um“. Van Johnson leikur aðal- hlutverkið og er óþarfi að neita sér um sýninguna hans vegna því margt er þar mjög vel gert, en lárviðarsveiginn hreppir Hume Cronyn (Mc- „FUÚ6AKDI DiSKAKNfr Framh. af 2. síðu HÆTTUSVÆÐI Svo við víkjum aftur að Mantell-slysinu — var við öðru að búast? Enginn veit, hve nærri Mantell komst. Helzt geta menn sér til, að þar sem hann hafði ekki súr- efni meðferðis, hafi hann misst meðvitund, þegar hann kom yfir 20.000 fet (við því er að búast), og meðan hann var í yfirliði hafi flugvélin hrapað. Þessi skýring gæti vel átt við^ því að samskon- ar slys hafa átt sér stað úr þessari hæð. En það getur líka verið, að Mantell hafi farið inn á hættusvæðið __ þ. e. komizt of nærri vélum (hvernig sem þær eru) þessa ferlíkis. En þær staðreyndir, sem við höf- um, hníga allar í sömu átt — ,,loftför“ þessi ráða yfir einhverri óskaplegri orku, sem er alveg fyrir utan sjón- hring vorrar þekkingar. Við höfum tvær skýrslur frá mönnum, sem horft hafa á diska fljúga yfir skóga á kyrrlátum kvöldum; og það sem helzt vakti athygli þeirra var, að trjátopparnir hrist- ust og svignuðu eins og væg- ur hvirfilvindur hefði farið framhjá fyrir ofan þá. Loks- ins er svo ein skýrsla, sem segir, að brotin úr flugvélar- flaki Mantells sýni merki um samskonar „meðferð“. Það voru göt á málminum, sem rekin voru alveg í gegn. GEISLAVERKUN Myndin, sem við þá fáum af því, sem gerðist, er þessi: Maðurinn, sem elti þennan stærsta og kraftmesta af „gestum“ vorum af himnum ofan komst of nærri — lenti í þeirri óhemju „vök“ af leystri kjarnorku og geisla- verkun, sem þurfti til að knýja þessa tilbúnu eyju upp í loftlausan himininn, út í rúmið, ef til vill. Orkugeisl- arnir, sem stafað hefur frá skutnum, væru öflugri en nokkur byssukúla eða logi frá oxy-acetylene blysi (sem rekur sína eld-tungu eins létt í gegnum stál eins og smér væri). Grath), sem er bókstaflega eitt stórlskemmtilegt nerva- bunt alla myndina út. June Allison (Martha) gerir hlut- verki sínu þokkaleg skil og svo Butch Jenkins (Danny), sem telst til betri barnaleik- enda Vesturheims. Una Merkel (Miss Doberly) er gamanleikari af guðs náð og Arlene Dahl (Tillie) mundi af hverjum ógiftum vera talin mjög boðleg jólagjöf. Sjálf- sagt að sjá þessa mynd. A. B. Hánudagsblaðið Herk Bók: ÖLDIN OKKAR Draupnisútgáfan. Reykjavík 1850 I bókinni „Öldin okkar“, sem nýkomin er í bókaverzl- anir og f jallar um viðburði frá aldamótum til 1930, getur að lesa margar skemmtilegar lýsingar á atburðum, sem þá skeðu. Árið 1906 varð mikill þytur um svonefndar anda- lækningar og viðburði „hinu megin”. Voru á andafundum lesnar upp sögur og kvæði, sem ort voru í himnaríki og margt fleira. Blöðin í þá daga tóku þessum fréttum misjafn- lega birtum við hér frásögn „Þjóðólfs": „Skálda-„firma“ I himna- ríki“. skóla íslands hafa borizt margar heillaóskakveðjur frá háskólum og menningarfélög- um víða um lönd. En frá Kaupmannaliafnarháskóla, þeirri menningarstofnun, sem íslenzkir stúdentar hafa num- ið við hundruðum saman á liðnum öldum, barst engin kveðja“. Góð auglýsÍDg. Þá sáu verzlunarmenn okk- ar fyrir því að ekki yrðu menn timbraðir ef þeir keyptu hjá þeim vin enda var þá kröftu- lega auglýst: „Öndunga“-blöðin her, „Fjallkonan“ og „ísafold“ eru nú tekin að troða i almenn- ing spánýrri haugavitleysu. Menn hafa fengið að vita, að myndað er nýtt skálda- „firma“ í himnaríki, og er æfintýraskáldið H. C. Ander- sen höfuðsmaður í því, en auk hans Jónas Hallgrímsson, Bjarni Thorarensen og Snorri Sturluson, og virðist félags- skapnum þannig háttað, að Andersen leggur til hugmynd- irnar, en Jónas og Snorri færa þær í ísl. búning, og auk þess yrkja þeir Jónas og Bjarni út af þessu. Það liggur við, að manni detti í hug, að harla mikil hugmyndafátækt sé í himnaríki, ekki sízt þegar jafnvel sumar hugmyndir Andersens virðast komnar héðan af jarðríki (t. d. frá Steingrími Thorsteinsson o. fl.). En sízt hafði manni kom- ið til hugar, að Snorri Sturlu- son mundi fara að þýða æfin- týri úr dönsku, en nú eru líka liðin 650 ár síðan hann var I veginn og hann því sennilega farinn að þreytast á sagnarit- un og skáldskap frá eigin brjósti . . . . “ Þá var ekki lítið f jör í rétt- unum 1901. Eyrbítur. „Hroðalegt ölæðisverk varð manni á norður í Skagafirði í réttum, Hvollleifsdalsrétt, hann beit af manni eyrað. Það var bóndi úr Sléttuhlíð, sem verkið vann. Eyrað fannst daginn eftir, og er mælt, að Magnús læknir á Hofsós geymi það í spíritus, og að lagsbræður hans hafi sætzt upp á það daginn eftir, að eyrbítur borgaði hinum 20 kr. fyrir eyramissinn.“ ísafold. Ekki voru Danir betri fyrr en nú enda sýnir það eftirfar- andi sem ritað er 1911: Þaðan barst engin kveðja! „Hinum nýstofnaða Há- Eftir samsætið. : „Mikið skrambi var vínið gott í veizlunni í gær. — Hvar ætli þeir hafi náð í það?“ B: „Veiztu það ekki maður? — Þú skalt ekki furða þig á því, það var nefnilega frá hon- TH. THORSTEINSSON, úr nýja, góða kjallaranum í stóra húsinu hans Guðjóns úr- smiðs.“ A: „So — ég hefi aldrei smakkað jafn bragðgott vín; þvílíkt Portvin, drottinn minn dýri“. B: „Þá var nú Sherríið ekki lakara, eða snapsinn, sem við tókum með matnum.“ A: „Nei, það var sama hvað það var; ég drakk þarna Whiskytoddy, Punch, Koniak- toddy og Banco og í morgun var ég eins og nýsleginn tú- skyldingur". B: „Já, ekki hefi ég timbur- menn. En veiztu af hverju hann hefur betra vín en aðrir? — Sko, það er af því, að þessi góðu vín hans, ölið og Rósen- borgargosdrykkirnir er allt aftappað utanlands af alvön- um „fagmönnum“ og vínin eru frá sama manninum sem selur konginum okkar vín og allri hirðinni, og þessi maður er Ch. Mönster og Sön.“ A: „Nú, er ekki sama hver tappar af vínið?“ B: „Nei, ég held nú ekki, það er munur á því, að fá vínin aftöppuð frá „fagmönnum", sem kunnáttu hafa, eða þeim, sem ekki eru „fagmenn“.“ A: „Ja, hver skollinn. Þetta segir þú satt. Eg fer undir eins til hans S. og segi honum, að kaupa öll vín og ölföng fyrir næstu veizluna í félag- inu okkar hjá TH. T'HORSTEINSSON.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.