Mánudagsblaðið - 24.09.1951, Page 1
SlaSfyrir alla
4. árgángur.
Mánudagur 24. sept. 1951
33. Tölublað.
r r
Það, hefur löngum verið
talið að almenningsálitið væri
lítt þroskað hér á voru landi.
Sannleikurinn mun þó sá, að
allur þorri manna, sem á-
huga hefur á að fylgjast með
opinbenim málum, hangir
sjálfur fastur í snöru eigin
hagsmuna fyrir kunnings-
skap, klíkuhátt og allskonar
hreppapólitík, svo að enginn
getur látið heiibrigóá skoðun
í ljós nema höggva nærri sjálf
um sér um leið.
Pólitisk embætti og bitling-
ar eru fyrir löngu qrðin'svo
sjálfsögð verzlunarvara að
enginn nennir lengur að
hreyfa hönd eða fót til að
setja út á það svartamarkaðs-
brask. Flokkarrnr lyfta gæð-
ingum sínuni upp í vandasöm
og virðingarmikil embætti,
enda, þótt hinn útvaldi sé sak-
laus af að hafa stigið fæti inn
í slíka og þvíiíka stofnun, sem
hann á allt í einu að veita for-
stöðu.
Ástandið er litlu betra í
menningarmálunum, þar sem
búast mætti við, að •stöður
væru veittar eftir fastari r egl-
um um hæfni manna og
ménntun. Það er dýrt að vera
kotungur, en þó er kannske
enn þá dýrara að vera með
kotungshjarta. Lítið og fá-
tækt þjóðfélag hefur oft þá
afsökun, að það á ekki eins
vel menntuðum rnönnum á að
skipa í hvert rúm og stærri
þjóðfélög. En engin afsökun
er til fyrir þeirri kotmennsku
að nota ékki rétta menn á
réttum stöðum, þegar slíkra
manna er völ. Ef gerð væri at-
hugun á því, hve margir em
bættismenn á Islándi á því
herrans ár i 1951 hefðu fengið
nægilega undirbúningsmennt-
un í sinni embættisgrein — ef
frá eru taldir læknar, logfræð
ihgar og prestar — þá mætti
álíta, að íslendingar hefðu átt
lítinn kost háskólámenntun
ar, að sérmenntun í ýmsurn
greinum væri enn þá lít't þekkt
fýrirbrigði í heiminum.
Ef menn halda, að þessi
kotungsháttur stafi af illri- isins í íslenzku
nauðsyn sökum fátæktar og doktorar ekki
menningarleysis, þá skýtur
þar illa skökku við, því að
um áratugi hefur offram-
leiðsla stúdenta verið mönn-
um mikið áhyggjuefni. Ekki
íslendingurinn Þoivaldur Friðriksson, sem barizt hefur í her
SÞ í Kóreu fær heiðursmerki fyrir vasklega framgöngu.
hefur því verið hörgull á
menntamönnum, heldur hið
gagnstæða. Þegar pólitík,
sérhagsmunir og önnur kot-
ungssjónarmið eru látin sitja
í fyrirúmi, þá minnkar. að
sama skápi virðing fyrir
menntun og hæfni. I stað
skipulags ríkir glundroði.
Reglur eru ekki til eða menn
laga þær í hendi sér eftir því
sem við á.
Mánudagsblaðið hefur áður
gert embættisveitingar við
Háskólann að umræðuefni,
þar sem ósamræmið var öllum
ljóst. Við embættisveitinguna
i handlækningum átti í fyrstu
að dæma einn af viðurkennd-
ustu læknum landsins óhæf-
an. Hann hafði ekki haft tíma
til að skrifa bækur, vegna
þess að hann var alltaf að
bjarga mannslífum. Þá var
haldið svo fast í bókstafinn.
Við veitingu dósentsembætt-
voru tveir
jafngildir
magister. I öðrum löndum
mun þess þó yfirleitt vera
krafizt, að þeir einir komi til
greina sem dósentar i heim-
spekideild, sem hafa unnið til
doktorsnafnbótar í sinni vís-
indagrein. Það væri því fróð-
legt að vita, hvaða skilning
Háskóli íslands leggur í dokt-
orsnafnbót. Oss skilst að hún
sé ekki fengín fyriihafnar-
laust, og mætti ætla, að svo
hálærðir menn nytu einhvers
álíts og trausts í sínu þjóðfé-
lagí. En ef athugaðar eru nán-
ar stöðuveitingar í niennta-
málunum, þá sést brátt, aó
þetta er ekkert eins dæmi og
eindæmin eru ekki alltaf
verst. I því sambandi má
minna á að enn hefur ekki
verið skipaður fastur ensku-
kennaii við Menntaskólann í
Reykjavík og virðist ótrúlegt,
að ekki finnst í landinu mað-
ur með embættispróf í enskri
tungu. í staðinn fyrir að slá
embættinu lausu til umsókn-
ar, er rektor menntaskólans
Iátinn skipa í það aukakenn-
ara eftir eigin höfði. Hér skal
látið ósagt, hversu vandlega
hann hefur prófað ensku
kunnáttu hvers óg eins
í stað Halldórs Halldórs
sonar menntaskólakennara :
Framhald á 8. síðu.
Fáheyrð lögbrot
lagsstjénns
Siglfirðingar eru réttilega reiðir framkomu
kaupfélagsstjórans á staðnum, enda hefur
piltur sá framið óheyrileg brögð gagnvart út-
lendum sem innlendum, sem verzla við fyrir-
tækið .
Mannvera þessi er annað hvort í miklum
gjaldreyrisvandræðum eða vmnur samkvæmt
skipunum þeirra sem meiru ráða í kaupfé-
lögunum, og má ráða það af eftirfarandi:
,,Gjaldeyrisbraskið hér (Siglufirði) er ekk-
ert nýtt fyrirbrigði, síðan þessi herra kaup-
í'élagsstjóri kom hingað. Eg vil þó bæta við
frásögn blaðsins, að það er sannanlegt, að
þessi herra hefur þrásinnis neitað að selja
okkur Siglfirðingum íslenzk gæruskinn görf-
uð, nema við greiddum þau í útlendum gjald-
eyri. Utlendingar spyrja undrandi hvort ekki
sé hægt að greiða fyrir vörur hér með íslenzk-
um gjaldreyri, en þeim er svarað neitandi.
Þá er og annað, sem vert væri að athuga.
Utlendingar hafa í sumar keypt sykur, kaffi,
rís og aðra matvöru í stórum stíl og haft
heim með sér. Þið munið undrast gjald-
þol þessara manna. En því er að svara, að
þeir greiða fyrir vörur þessar með sígarettum
og öðrum tóbaksvörum, sem seldar eru svo
— án stimpils tcbakssölunnar —- okkur með
uppskrúfuðu verði. Margt fleira væri hægt að
rita hér um, og ég mun senda yður meira
bráðlega“.
Oss hafa borizt mörg bréf um þessi mál,
og verður á næstunni birt efni þeirra. Flestum
bréfunum ber saman um, að kaupfélagsstjór-
inn sé einna harðastur í braskinu, enda mun
han haía meiri reynslu en hinir.
Hins vegar verður að telja það vítaverða
yfirsjón hins opinbera á Siglufirði, að líta ekki
betur eftir , að lög séu ekki freklega brot-
in á innlendum sem erlendum mönnum, sem
flykkjast þarna um síldartímann. Ff dóms-
málaráðherra verður einhvern tíma biíinn að
leysa deilur stórþjóðanna, þá væri óskandi,
að hann snéri sér að innlendum málefnum,
þó ekki væri nema á milli lota við Acheson,
Schumann et al.
Bezti feorgarstjóri í heimi -
fé
,,Það birtust við mig sex
viðtöl í tyrkneskum blöðum,"
sagði borgarstjóri við blaða-
menn í s.l. viku, er hann bauð
þeim til fundar í Alþingishiis-
inu. „Það voru líka teknar af
mér myndir, og allir klöppuðu,
þegar þeir sáu mig,“ bætti
hann við og brosti. Síðan
sneri hann sér að Jón skrif-
stofustjóra.Siguvðssyni, ferða
naut sínum, og sagði: „Viltu
ekki segja eitthvað, Jón?“
Framhald á 8. síðu.