Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.09.1951, Side 3

Mánudagsblaðið - 24.09.1951, Side 3
Mánudagur 24. sept. 1951 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 3 Náftúrulækningar wwwu Námsflokkar Reyjavíkur Innritun er þegar hafin í Miðbæjarskólanum, 1. stofu. Gengið inn frá Lækjargötu. Innritað verður kl. 5—7 og 8—9 síödegis. NÁMSGREINAR: ísl. bókmenntir, íslenzka enska, danska, sænska, þýzka, franska, latína, vél- ritun (vélar eru til afnota), bandavinna stúlkna (vélar eru til afnota), bókfærsla, reikningur og uppleistur. Byrjendaflokkar og framhaldsflokkar. Sérflokkar fyrir þá, sem lesa utanskóla undir stúdentspróf. Allar nánarí upplýsir.gar við innritun. Inm-itunargjald, sem greiöist við innritun, er kr. 30,00 fyrir hvern flokk, nema kr. 60.00 fyrir handa- vinnu og sérflokka. Afnotagjald greiðist fyrir lán á ritvélum. Ekkert kennslugjald. Bezt að auglýsa í Frá Hollywood-fréttaritara Mánudagsblaðsins. I byrjun ársins 1939 var stofnað náttúrulækningafé- lag hér í bænum. Aðalstofn- andi þess var hr. læknir Jónas Kristjánsson, ásamt nokkr- um ágætis mönnum, sem á- huga höfðu um slíkar fram- kvæmdir. Félag þetta hefur nú starfað í nær 13 ár. Ár- angurinn af starfi þess hefur orðið sorglega miklu minni en æskilegt hefði verið. Aðal- viðfangsefnið, sem félagið tók í upphafi á stefnuskrá sína, var bygging og rekst- ur náttúrulækningahælis. Síðan eru liðin 13 blóma ár, en ekkert náttúrulækninga- hæli byggt. Hr. Sigurjón Pét- ursson, Álafossi, sem er einn af stofnendum félagsins, hef- ur frá upphafi verið aðal hvatamaður þess, innan fé- lagsins, að komið yrði á fót vísi að náttúrulækningahæli. Hann er maður framkvæmda- samur með ágætum, bjart- sýnn, framsýnn og langsýnn. Hann sá ávallt ótal leiðir til þessa hælisreksturs, en ein- hvern veginn.var það þó svo, að stjóm félagsins dauf- heyrðist jafnan við fortöl- um hans í þessu efni. Kom þar loks að, að langlundar- geð Sigurjóns þraut í þessum efnum. Hann ákvað sjálfur að stofna á eigin kostnað vísi að þessu hæli, vorið 1950, og það gerði hann. Stofnaði hann Grænu mat- stofuna í Hveragerði og hefur rekið hana tvö s. 1. sumur. Eftir því, sem ég bezt veit, bauð hann eða réttara sagt bað hann stjórn Náttúru- lækningafélagsins að vera með um stofnun og rekstur þessa hælis, en félagsstjórn- in vildi ekki þekkjast það. Að vísu hefur stjórn Náttúru- lækningafélagsins unnið nokkuð að undirbúningi að þessari hælis stofnun. Jörð- in Gröf í Hrunamannahreppi hefur verið keypt undir þetta fyrirhugaða hæli. Ekki kann ég við, að Náttúrulækninga- félagið, sem ætlar að bæta heilsu manna, lengja líf þeirra að miklum mun, auka vinnuþrek og vinnuafköst fólks að verulegu leyti og halda kvenfólki í barneign þar til það er sextíu ára o. fl., leiði menn til grafar. Gröf Náttúrulækningafélagsins er 100 kílómetra frá Reykjavík eða því sem næst. Hún mun nú kosta félagið ca. 200 þús. krónur. Þó hefur enn ekki verið lagður hornsteinn að hæli þessu þar. Gerð hefur verið teikning að hælinu, sem mun hafa kostað mikið fé. Lengra hefur enn ekki kom- izt um framkvæmd þessa máls. Þegar hr. Sigurjón Pét- ursson hafði stofnsett og rek- ið sína Grænu matstofu eitt sumar, þá var eins og aði stjórn Náttýrulækningafé- lagsins vaknaði til lífsins um þessi mál. Hófst hún nú handa s. I. vor. Tók á leigu Kvennaskólann í Hveragerði og rak þar hæli undanfama mánuði. Er þetta nokkuð táknrænt og merkilegt af félagsstjórn- inni, að fara að hefjast nú handa um þetta þjóðþrifa- mál, við lilið þess manns, sem þegar hafði hrint þessu nauð- synlega hælismáli í fram- kvæmd. Er það skiljanlegt að ekki er heppilegt, að tvö slík hæli séu rekin samtímis, og hvort við hlið annars. Má merkilegt heita, að félags- stjórnin, sem búin var að vef j ast með þessa hælishugmynd í höfðinu um nær 12 ára skeið, skyldi nú fyrst hefj- ast handa um framkvæmdina, og stofna til samkeppni við þann mann, sem þessari nyt- sömu hugmynd hafði hrundið í framkvæmd og er vitanlega ágætlega hæfur til reksturs slíks fyrirtækis. Mála sannast er það, að stjórn Náttúrulækningafé- lagsins liggur lengur á eggj- um sínum en krían og virð- ist óhæfari til útungunar en fuglinn. Mér er tjáð, að klofning- ur muni innan stjórnar Nátt- úrulækningafélagsins um staðsetningu Náttúrulækn- ingahælisins. Nokkur hluti stjórnarinnar vilji byggja í Gröf félagsins, en aðrir vilji, að stjórnin fái sér land í Hveragerði undir hælið. Um sönnur á þessu veit ég ekki, og hvað ofan á verður, veit ég ekki. Eitt er víst, að verði hælið ekki byggt í Gröf, þá hefur félagið ekkert að gera með hana. Verður því að selja jörðina, en að hún seljist fyrir fé, sem í hana hefur verið lagt, tel ég hæpið. Þá er teikningin af hælinu, sem keypt mun hafa verið fyrir mikið verð, og sem helzt er eftirlíking af musteri Saló- mons, að líkindum ónýt. Allt væri þetta fjötur um fót fé- lagsins, ef rétt væri. Náttúrulækningafélagið rak hæli sitt um þriggja mánaða skeið í sumar. Var aðsóknin víst fremur góð, og aðbúðin öll mjög sómasamleg, að því er mér er tjáð. Um heilsu- bót fólks af veru sinni þar er mér ekki kunnugt. Raunar er óvíst, hvort hægt er með réttu að kalla þetta Náttúru- lækningahæli. Mundi réttara að segja, að Náttúrulækningafélagið hafi rekið greiðasölu og gistihús, sem seldi náttúrulækninga- fæði. Mér er tjáð, að þangað hafi fólk komið og þaðan farið líkt og á öðrum gréiða- söluhúsum í landinu. Sérhver réð því, hve lengi hann vildi dveljast þar, að því sem mér er tjáð. Það er ekki möguleiki fyrir hendi, þó um heilsubótarfæði sé að ræða að nokkur árangur hafi fengizt á viku eða þó um nokkra daga lengri tíma væri að ræða, hvað þá styttri tíma. Ef um rekstur hælis væri að ræða, sem ætti að sýna og sanna árangur en slíkt er nauðsynlegt, fólksins vegna og stofnunarinnar vegna, þá má ekki taka fólkið á hælið skemmri tíma en þrjá mánuði til að byrja með . Á hæli félagsins í sumar var framleitt hið svonefnda Kristine Nolfi fæði. Er það án efa gott og heilsubætandi. Annað veldur mér þó nokkr- ar umhugsunar. Frá stofnun Náttúrulækningafélagsins og allt fram undir þessa daga hafa stjórnendur félagsins aðallega rómað, kynnt sér og iðkað hið svonefnda Ara Wearlands fæði, sem hið eina heilsusamlega, æðsta og full- komnasta heilsubótar fæði, sem heimurinn þekkti, og sem gengi næst fæði því, sem guðirnir í Olympsf jalli neyttu sér til langlífis, eða eplum Iðunnar, sem Æsir neyttu til þess að verjast elli og gráum hárum. Virðist mér þetta benda til þess, að stjómend- ur Náttúrulækningafélags- ins telji sig ekki standa ör- uggum fótum um sanna þekk- ingu heilsubótarfæðis, því talsvert mun þeim bera á milli í þessum efnum, frú Nolfi og hr. Wearland. Þ^áttúrulækningafélagið hefur s. 1. sjö ár rekið mat- sölu hér í bænum. Selur það heilsubótarfæði. Sá ljóður er þó þar á ráði, að ekki mun heilsa fæðiskaupenda vera rannsökuð, þegar þeir koma, Clark Gable er mjög niður- dreginn þessa dagana, enda ekki að furða. Síðasta mynd hans „Across the wide Mis- souri er svo léleg, að kvik- myndafélagið vill að öllum líkindum ekki senda hana í kvikmyndahúsin til sýningar. Allar myndir hans eftir stríð hafa verið meira og minna misheppnaðar .... Barbara Stanwyck og Nancy Sinatra, nýskilin frá söngvaranum Frank, (Barbara var gift R. Taylor), eru nú beztu vinkon- ur og fara saman í öll party — og einar heim saman á eft- ir. Ava Gardner og Frankie boy Sinatra sitja nú heirna hvert kvöld með nokkium vina sinna. Ava er svo þreytt eftir senur með Clark Gable í myndinni Lone Stare, að hún. drekkur ekki annað en mjólk á kvöldin og etur kaffibaunir með. „Þær gefa manni svo mikinn þrótt,“ segir Ava litla .... Errol Flynn lenti í því skemmtilegu um daginn, þeg- ar hann var gestgjafi konu sinnar núverandi, Pat Wymore, og beggja fyrrver- andi eiginkvenda sinna, Lily Damita og Noru Eddington. Flynn Haymes (núver. konu Dick Haymes). Þau skemmtu sér öll vel eftir að börnini þeirra fóru að sofa . .. ., Hvað fá statistar í kvikmynd- um í laun? Jú, lágmarkslaun statista á dag eru $ 15,56. Statist'i í öðrum myndum cn nútímamyndum fær $22,23 á dag. Ef statistinn segir einaj línu eða orð, þó ekki sé ncma, „Já, herra,“ þá eru daglaun- hans $ 55.....Dýr myndi | Hafliði allur ..... Dick [ Powell reynir nú að fá að láni | konu sína Jime Allyson fra ! Metro Goldwin Mayer, til ! þess að leika í mynd, scmi » hann ætlar sjálfur að fram- * leia. Hér í borg er ekki mikið» ? um, að menn ráði konum sin- um. Van Johnson er nú á leiði til Rómaborgar til að leika í myndinni „While in Rome“« Framh. á 7. síðv MÁNUDAGSBLAÐIÐ fæst á eftirtöidula stöðum úti á landi: Akureyri: Verzlun Axels Kristjánssonar. Bókaverzl- ,un Pálma H. Jónssonar. Akranes: Bókaverzlun Andrésar Nielssonar. Keflavík: Verzlun Helga S. Jónssonar. Hafnarfirði: Bókaverzlun Böðvars. Hveragerði: Verzlunin Reykjafoss, Hveragerði. Selfossi: S. Ó. Ólafsson & Co. Siglufirði: Bókaverzlun Lárusar Blöndal. Bókaverzl- un Hannesar Jónssonar. Isafirði: Bókaverzlun Jónasar Tómassonar. Vestmannaeyjum: Verzlun Björns Guðmundssonar. Blönduós: Verzlun Þuríðar Sæmundssen. Hvalfirði: Olíustöðin. Gunnar Jónsson. Bolungavík: Kristinn G. Árnason. Borgarnes: Ingólfur Pétursson. Neskaupstaður: Ólafur Jónsson. Þeir, ^em beðið hafa um árgang Mánudags- blaðsins 1949 og 1950 eru vinsamlega beðnir að hringja í síma 3975.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.