Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.09.1951, Page 6

Mánudagsblaðið - 24.09.1951, Page 6
6 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 24. sept. 1951 ,,Já“ sagði hún og andvarp- aði. ,,Og veiztu það að ég hélt að ég væri miklu sterkari fyr- ir, en ég er? Eg hélt raun- verulega að mér myndi standa á sama — næstum því — þeg- ar hann kom. Og mér stóð næstum á sama. Eg sagði hon um frá trúlofun okkar, Blake.“ * „Já, elsk9.n“ sagði Blake. „Já, ég sagði honum það. Hann hló og óskaði okkur til hamingju. Eg held honum hafi staðið á sama" sagði Muriel og fékk aftur sama ó- skiljanlega stinginn í hjartað. „Því skyldi honum ekki standa á sama?“ sagði Blake. Hún leit á hann augnablik, óviss á svip. „Veiztu það Blake. Eg sagði þér aldrei af því að ég var trúlofuð honum í hálfan mánuð eftir ósköpin í Simla.“ Henni varð léttara, þegar hún sá enga breytingu á svip Blakes. „Þú hefðir ekki þurft að segja mér frá því, elskan,“ sagði hann. „Nei, ég veit það“ sagði hún og hélt þéttar um hand- legg hans. „Það hefði ekki skipt neinu máli fyrir þig. Þú ert of mikill til þess. Og mér var það alltaf dálítið á móti skapi. En að segja honum upp var hræðilegt — hræði- legt. Hann varð svo reiður. Ég held næstum að hann hef- ði getað drepið mig“. „Svona, svona,“ sagði Glake. „Þú ættir ekki að hugsa svona mikið um þessa hlutir þeir eru bezt gleymd- ir“. „Eg veit það„ sagði hún. „En þeim er einmitt verst að gleyma. Þú verður að hjálpa ' mér til þess Blake. Viltu það?“ „Eg skal hjálpa þér“, sagði hann öruggur. Öryggið í rödd hans róaði hana mjög. Enn einu sinni undraðist hún ákvörðun föð- ur síns. Hvernig gat á því staðið, að hann hafði sleppt þessum manni en tekið Nick í staðinn? Skýring Blakes á þessu leyndarmáli virtist svo létt- væg og ófullkomin. Hún gat ekki hugsað sér að á augna- bliki hættunnar myndi hann bregðast. Það var óhugsandi að þessi tröllaukni og vöðva- mikli maður bvggi yfir per- sónu, sem ekki væri mikils- verð á öðrum sviðum. Svo hún hélt sér við hug- myndir sínar og þær róuðu hana. Hún var algjörlega blind fyrir veilunum í vernd- ara sínum. Konan sem hafði elskað hann frá barnæsku vissi um þær og hún mat þær eins mikils og kosti hans. 30. KAFLI Muriel létti mikið þegar hún frétti að Nick væri far- inn. Að hann hafði ákveðið að taka Olgu með sér undraði hana dálítið og hún saknaði hennar. Grange hafði skyndi- FRAMHALDSSAGA: SEfhel M. Dell: NICK RATCLIFFE (THE WAY OF AN EAGLE) VWWWWWS/WUWJW\ m lega minnzt á áríðandi störf, sem kröfðust þess að hann yrði í borginni um tíma og þess vegna saknaði hún Olgu meir en ellegar. Daisy var að batna og hugs aði mikið um breytingu þá, sem Jim læknir hafði ráðlagt henni þegar í stað. Það var býli í Brethaven, sem hann sagði, að myndi passa henni ágætlega. Muriel hafði ekkert á móti þessari áætlun. Hún vissi að það var Daisy fyrir góðu, þótt hana hryllti við til- hugsuninni. Hún var fegin, þegar Blake kom aftur snemma í júní til nokkurra daga dvalar, áður en hann færi í ýmis ferðalög. Hann var innilega sammála Brethaven-áætluninni og þau Muriel óku dag einn til litla sjávarþorpsins til þess að gera ráðstafanir. Muriel tal- aði ekki meira um Nick við hann. Hún var komin að raun um að í því máli fékk hún ekki samúð hans. Hann hafði vissu lega lofað að hjálpa henni, en hann skildi ekki hræðslu henn- ar gagnvart manninum. Auk þess hafði Nick látið það aug- ljóst skína í gegn að hann ætlaði sér ekki að troða henni um tær. Það var engin ástæða til þess að óttast hann, hvað það snerti. Var trúlofun þeirra ekki nóg vernd? Hvað Blake snerti, þá von- aði hann að þögn hennar í þessu máli þýddi, að hún væri að komast yfir þessa nær barnslegu hræðslu við Nick. Þó hann vildi henni allt gott, þá gat hann ekki séð að nær- vera sín, sem „varðhunds", væri nauðsynleg. Samt sem áður, þegar riðu heimleiðis eftir að hafa gert ráðstafanirnar, sagði hann eftir nokkurt hik: „Ef svo fer að þú hefur einhverja ástæðu til þess að ná í mig meðan ég er í burtu, þá verður þú að láta mig vita. Eg myndi koma strax.“ Hún þakkaði honum og roðnaði dálítið og honum fannst eins og þetta tilboð sitt hefði ekki verið sem bezt þegið. Þau óku frá sjávar- þorpinu þögul. Um leið og þau óku fyrir skarpt horn á leiðinni inn í þorpið, þar sem þau ætluðu að borða, þá sáu þau sport- bifreið við veginn. Þau heyrðu kátar kveðjuraddir og áður en þau gátu áttað sig, sáu þau Nick við aurbretti bílsins vera að gera við bremsuna. Olga var með honum og reyndi að hjálpa. Nick brosti og sagði við þau: „Halló, ánægjulegt að hitta ykkur. Grange. en sú heppni. Hér er einmitt vinna fyrir aflraunamann eins og þig. Komdu nú og hjálpaðu mér.“ Grange leit á Muriel, yppti öxlum og rétti henni tauminn. „Eg er nú ekki vel laginn við svona nokkuð,“ sagði hann um leið og hann fór af baki. „Eg vissi það nú svo sem,“ sagði Nick, „en ég hélt að þú gætir gert eins og þér væri sagt í neyð. Helvítis bremsan er föst. Það er ekki hægt fyrir einhentan mann eins og mig að laga þetta.“ Hann leit á Muriel um leið og hann sagði síðustu orðin, en hún leit und- an og fór að tala við Olgu. Olga var himinlifandi og á- nægjan í andliti hennar sýndi það greinilega. „Eg er að læra að aka“ sagði hún Muriel. „Það er það skemmtilegasta, sem ég hef gert og þú ættir að reyna það.“ Hún fitlaði við taumana meðan mennirnir tveir glímdu við vél bílsins og Muriel dauðlangaði til þess að slá í hestinn og þjóta burt frá hæðnisglottinu, sem hún þótt- ist sjá í augum Nicks. Nú kom yfir hana þessi öryggis- leysistilfinning, þessi ævar- andi baráttutilfinning gegn því óumflýjanlega. Hún hafði ímyndað sér, að nærvera Blakes myndi gera sig örugga, en nú sá hún, að nærvera hans hafði engin áhrif. Hún stóð ein utanveltu við allt þetta og gat ekki gripið. fram í. Allt í einu sá hún þá standa upp. þeir stóðu við hlið hvor annars augnablik — Blake tröllaukinn, vel vaxinn sterkur. Nick, magur, slasað- ur, og að því er virtist langt leiddur. En hún vissi á þessu augnabliki að sá þeirra, sem hún hallaði sér að var meiri baráttumaður, var skjálfandi. Hún vissi, þegar í stað, að þrátt fyrir minni líkamsbyggingu, þá var Nick sá, sem hafði valdið til að stjórna jafnvel tröllauknum mönnum eins og Blake. Það sem hún hafði sagt við sjálfa sig oft áður, það endurtók hún nú. Hann var óvenjulegur — jaf nvel yfirnáttúrlegur; auk þess — þar sem hann vildi það við hafa var hann ómótstæðilegur. Þessi skilningur þaut í gegn um hana hratt og stingandi en hræðilega ljóst. Hún hafði eins og kanína falið sig í þétt- asta byrginu, sem hún gat fundið en samt heyrði hún í miskunnarlausum vængjunum yfir höfði sér. Hún vissi, að á hverju augnabliki gat hann hremmt hana og haft hana á valdi sínu. Allt í einu gekk hann frá Blake og til hennar. „Eg vil að þú og Blake komið til Red- lands til hádegisverðar,“ sagði hann. „Olga er gestgjaf- inn. Þið neitið þessu ekki.“ „Komið þið“, sagði Olga og hoppaði af kæti. „Þið hafið aldrei komið til Redlands, eða hvað? Það er svo yndislegur staður. Segðu að þú komir Muriel“. Muriel heyrði í henni. Hún leit í andlit Nicks, og reyndi í hundraðasta skiptið að skilja svip hans. „Neitið ekki að koma“, sagði hann aftur. „Þið fáið ekkert nema hálfsteikt lamba- kjöt hér á gistihúsinu og mér þykir ólíklegt að það sé uppá- haldsmaturinn ykkar“. Hún gafst upp við tilraun- ina. „Eg kem“, sagði hún. „Eins og þú vilt Muriel,“ sagði Blake klaufalega. Hún skildi nákvæmlega hláturinn í Nick. Hana lang- aði jafnvel að hlæja líka. „Þakka þér fyrir. Mig langar til að koma,“ sagði hún. Nick kinkaði kolli og sneri sér við .„Olga hættu þessum látum“, sagði hann, „og aktu mér heim.“ Olga hlýddi honum glað- lega. Um leið og Nick settist hjá henni, sá Muriel hana nudda kinninni við öxl hans. Henni varð dálítið um að sjá traust barnsins á honum. En þá var að líta á það, að Olga hafði aldrei séð neitt hræði- legt og aldrei séð hið djöful- lega í augnaráði hetju sinnar. Þau biðu eftir, að bíllinn legði af stað með Olgu við stýrið; þau riðu greitt á eftir þeim. Muriel hafði þá óþægilegu tilfinningu, að Blake ætlaði að biðjast afsökunar, og hún á- kvað að gefa honum ekki tækifæri til þess. I hvert skipti, sem hann sýndi ein- livern áhuga á að nálgast hana þá hvatti hún hestinn. Eitthvað í líkingu við vitrun hafði komið fyrir hana á þess- ari stuttu stund við veginn. í fyrsta skipti hafði hún kom- ið auga á innri manninn í þess- um stóra skrokki, og það hafði gert hana einhvern veg- inn grunsama um, að kraftur- inn, sem hún hallaði sér að, væri vart sambærilegur við hennar eigin kraft. Leiðin til Redlands lá í gegnum skóg og sums staðar glampaði á blátt hafið. Þeg- ar þau komu að hliðinu þá varð Muriel hrifin. Henni virt- ist sem hún skyndilega hefði komið inn í draumaland. Hús- ið var langt, ekki hátt, með stráþaki. Vegurinn að því var í bugðum en blómabeð fram með. Til vinstri var lítið gil og þaðan heyrðist smálækjarnið- ur. Til hægri voru þykk tré, og skyggðu á veginn. „Sjáðu Blake“ sagði hún, „hvílík Paradís.“ „Finnst þér fallegt,“ sagði Nick, og skyndilega sá hún hann koma út úr þykkninu og loka hliðinu á eftir þeim. Allt í einu stökk hún af baki. „Taktu hestinn, Blake,“ sagði hún. „Eg verð að fara niður að læknum“. Hann hlýddi henni ólundar- legur á svip en Nick hljóp hlæjandi niður stiginn á eft- ir henni. „Farðu beint áfram“ kallaði hann til hans. „Olga bíður þín við húsið.“ Hann kom um leið og Muri- el að bakka lækjarins. Hún var rjóð í andliti og augu henn óstyrlc en hún herti upp hugann. í hjarta sínu hafði hún vitiað, að hann myndi koma á eftir. Þegar hann nam staðar hjá henni, sneri hún sér við og hélt út hendinn um leið og hún þló óeðlilega. „Er það friður?“ sagði hún. Hún fann til fingra hans sterklega læsast um hennar. „Það virðist svo“, sagði hann. „Við hvern ertu hrædd? Mig?“ Hún gat ekki litið framan í hann. En nauðsyn til þess að þau hefðu einhvern skilning sín á milli neyddi hana til þess. Hún vildi nauðsynlega sættast við hann. „Eg vil vera vinur þinn Nick“ sagði hún, „ef þú vilt leyfa mér það“. „Hvers vegna?“ spurði Nick kuldalega. Hún þagnaði. Hnú vildi ekki segja honum, að vissa vörnin hennar hefði hrunið þegar á reyndi. Einhvern veginn þótt- ist hún vita, að hann vissi það þegar. „Þú hefur ekki viljað það áður“ sagði hann. „Og þú vissulega sóttist ekki eftir því, þegar við hittumst síðast“. Henni hitnaði við áminn- inguna. Aftur skammaðist hún sín. Með miklum erfiðis- munum gat hún fengið sig til þess að tala einarðlega: „Eg er hrædd um“ sagði hún, „að ég hafi verið fremur tilfinningalaus þann daginn. Sannleikurinn er sá, að ég var óviðbúin. En mér þykir það leitt núna Nick. Mjög leitt". Málrómur hennar var óaf- vitandi vesæll. Hann hlaut að skilja, að ef þau áttu að hitt- ast oft, sem var óumflýjan- legt, þá hlutu þau að verða að komast að einhverju sam- komulagi. Hún varð að fá ein- hverja festu. Viðkynning“

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.