Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 14.01.1952, Page 4

Mánudagsblaðið - 14.01.1952, Page 4
MÁNUDAG SBLAÐIÐ Mánudagur 14. janúar 1952 MÁNUDAGSBLAÐIÐ !| BLAÐ FYRIR ALLA ?— . JI Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. ; Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð 2 kr. í lausa- ; sölu, en árgangurinn 100 kr. ; Áfgreiðsla: Tjarnargötu 39. — Símar ritstjórnar: 3496 og 3976. ;! [j£ Auglýsingasímar: 6530 og 6947. I Prentsmiðja Þjóðviljana. ! RADDIR Alþingisrímurnar Nokkrar hugleiðingar uiii Heyerdahl og Kon-tiki Á vegum bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs eru Alþingjsrím- urnar komnar á bókamarkað- inn í nýrri útgáfu. Allur ytri frágangur bókarinnar er með ágætum. Jónas frá Hriflu ritar formála, en Vilhjálmur Þ. Gíslason ritar eftirmála og skýringar. Formálinn er langur, sett- ur fram af ritleikni, en hefur ekkert nýtt að bjóða, sem talizt geti hafa bókmennta- legt gildi. Höfundur formál- ans hefði getað sagt þessa klausu í helmingi styttra máli, án þess þó að mergur málsins missti í við það, ef rétt hefði að verið. Höfundur formálans fer lofsorðum um þá menn, sem þar koma við sögu, enda eru. þeir allir dauðir, og höfund- urinn fjarlægur þeirri ó- svinnu að leggjast á náinn. I þessari langloku er berum orðum sagt, að Guðmundur Guðmundsson, skáld, hafi ort Alþingisrímurnar, að mestu eða öllu leyti. Þessi staðhæf- ing er þó hvergi rökstudd. Kemur þar fram það, sem mönnum hefur verið lengi vitanlegt um höfund formál- ans, að ritvissa hans er svo blygðunarlaus, að telja allt fullkominn sannleika, sem ef til vill gæti verið sannleikur eða gæti orðið sannleikur einhverntíma, eftir því hvern- ig rás viðburðanna kynni að snúast. Höfundi formálans virðist ekki hafa komið til hugar að gera samanburð á ljóðmælum G. G. og rímunum. Var honum það innan handar, ef vilji og vit á ljóðagerð hefði verið fyr- ir hendi. Ef ljóðrænir menn, sem fæddir eru með brageyra, lesa ljóðmæli G. G., komast þeir ekki hjá því að sann- reyna, að engan skyldleika er að finna milli ljóðmælanna og rímnanna. Þetta er mikil- vægt atriði, sem slær formála- höfund út af laginu. G. G. yrkir sjaldan undir ferskeytluháttum, og þá sjaldan sem hann gerir það, bólar ekki á neinni sérstakri rímleikni, sem vísi til rímn- anna, heldur er þar sleginn fremur ódýr strengur. Aðal- tilþrif G. G. eru í stef jamál- i junum, sem ort'eru undir hin-T um ýmsu bragarháttum. Það, sem gefur Alþingis- rímunum hið óbrotgjarna gildi, er bragleiknin, því þar er hvergi sleginn ódýr streng- ur, hið létta háð um söguhetj- urnar, kunnugleiki í sögu stjórnmálanna, og smá and- úð í garð Dana, sem þó er meinlaus. G. G. var í eðli sínu þung- lyndur maður, alvörugefinn, draumlyndur, lifandi í trú á æðra líf, dulspakur, hjarta- hlýr og fullur samúðar við allt, sem bágt átti. Hann var alls ekki stjórnmálamaður. Hann gat því alls ekki lifað sig svo inn í undirmál og ref- skák stjórnmálanna, sem sá þurfti að gera, sem tók sér fyrir hendur að yrkja hetju- kvæði um þau. Óþefur stjórn- málanna og þjóðlífsins yfir- leitt hefur án efa verið G. G. svo leiður að óhugsandi er, að hann hafi farið að leggja sig niður við slíkt yrkisefni. í Alþingisrímunum er svo langt gengið í kaldhæðninni, að jafnvel er gert spaug með dauðann og upprisuna. Allt slíkt var f jarri skapi G. G. Höfundi formálans hlýtur að vera kunnugt um, að rit- skýrendur, sem leita eftir ó- kunnum höfundum ritverka, gera það með því að bera sam- an ritverk þekktra höfunda við hin óþekktu. Á þennan hátt fá þeir svarið, jákvætt eða neikvætt. Má í þessu sam- bandi nefna biblíuskýrendur. Þeir bera saman nafnlausu kafla biblíunnar, svo sem Prédikarann, Postulasöguna og Hirðisbréfin o. fl., við það, sem hinir þekktu höfundar hafa skrifað og reyna á þann hátt að ráða rúnirnar. Við lestur ljóðmæla G. G. og rímnanna hlýtur athugull lesari, sem brageyra hefur, og vit á ljóðagerð, að komast að þeirri niðurstöðu, að þar er engan skyldleika að finna. G. G. hefur ekki getað gengið svo frá sínum persónuleika í umræddu verki, að hvergi væri ljósglætu að finna frá sama arni. Þá er og þess að geta, að G. G. dó svo ungur að aldri, að þáttaskipti í stefnu hans og lífsskoðun gat ekki átt sér stað, sem kollvörpuðu iúnu fyrra. Hver er þá höfundur Al- þingisrímnanna ? Það er spurning, sem hlýtur að verða ofarlega á.baugi, þegar G. G. er hrundið' úr því há- sæti. Þegar hugleitt er, hver sé höfundur Alþingisrímnanria, finnst mér öll drög hníga að því, að það sé Valdimar Ás- mundsson. Hann var talinn maður greindur, vel hagorð- ur, vel að sér ger um þekk- ingu móðurmálsins, hann var ritstjóri stjórnmálablaðs, hann lifði og hrærðist í stjórn- málunum, þekkti undirmál þeirra og refskák, kunni að henda spaug að mönnum og málefhum, eftir því sem við átti í hvert skipti. Mér er tjáð, að frú Bríet Öjarnhéðínsdóttir hafi enga dul dregið á, að maðurinn hennar, Valdimar Ásmunds- son, væri höfundur Alþingis- rímnanna að mestu eða öllu. Hún sagði afdráttarlaust, að því er ég bezt veit, að V. Á. væri höfundur Bakkusarrím- unnar. Virðist þá lykillinn fenginn að þvi, hver er hinn rétti höfundur rímnanna. Sá, sem hefur ort sjöundu rímu Alþingisrímnanna, hann er ekki loppinn í hörpuleik rímnaháttanna og hefur þvi getað ort þær allar. Þetta er merkurinn málsins, sem leiðir allan sannleika í ljós. x+y Færri þingmenn.. Það er stundum sagt frá því, bæði í gamni og alvöru, að vér Islendingar höfum sett eða eigum met í hinu og þessu, „miðað við fólks- f jölda“. Eg ætla nú að reyná að bæta einu metinu við, sem !ekki hefur enn verið minnzt á. Eins og kunnugt er, meg- um vér hafa 52 alþingismenn. Ef gert er ráð fyrir þyí, að íbúatala landsins sé nú um 140,000, verður útkoman sú, að um 2700 manns koma á hvern þingmann. Miðað við þessa tölu ættum vér í sam- anburði við Noreg, þar sem eru liðugt þrjár milljónir íbúa og 150 þingmenn, aðeins að hafa 7 þingmennn. Og með sömu samanburðaraðferð ættu einnig að vera hér 7 þingmenn miðað við Dan- mörk og einnig sama tala miðað við hin Norðurlöndin, Svíþjóð og Finnland. Hins vegar ættum vér aðeins að hafa 3 menn á Alþingi borið saman við Guatemala og Haiti. Vér eigum því, eftir þessu, Norðurlandamet i þessari grein og þyrfti lík- legast ekki vera jafn glæsi- legt. Hins vegar er rétt að geta þess, að véf eigum ekki Evrópumetiá. Það á kotrík- ið Liechtenstein. Þar eru að eins 11,000 íbúar, en státar þó af 15 þingmönnum. Þeir munu þó jafnframt vera einskonar bæjar- og héraðs- stjórnir um leið. Kannske gætum við farið hina leiðina Um fátt hefur verið eins mikið rætt og ritað upp á síð- kastið og hina glæfralegu för Heyerdahls og félaga hans á Kon-tiki frá Perú til Suður- hafseyja. Þessi ferð var án efa mikið afrek, og fjöldi manns víða um heim hefur haft mikla ánægju af ferða- sögu Heyerdahls og kvik- mynd þeirri, sem hann tók í förinni. Heyerdahl kvað líka vera orðinn stórauðugur mað- ur á bók sinni og kvikmynd, svo að hann þarf ekki yfir neinu að kvarta. Allir viður- kenna, að för þeirra félaga hafi verið hið mesta afrek, og þeir hafa líka skorið upp á- vexti erfiðis síns, fé og frama. En herra Heyerdahl vill ekki láta sér þetta nægja. Hann vill einnig verða brautryðj- andi á sviði þjóðfræðilegra vís inda og kollvarpa þar öllu því, sem fremstu sérfræðingar á því sviði hafa haft fyrir satt í marga áratugi. Og ekki hef- ur staðið á því, að heilmargir hafi ginið við þessum nýstár- legu kenningum Heyerdahls. Að vísu veit ég ekki til, að einn einasti sérmenntaður þjóðfræðingur í nokkru landi heims hafi fallizt á þessar skoðanir. Þeir hafa að jafnaði ekki einu sinni virt þær svars, þar sem þær stangast svo aug- ljóslega við flestar þjóðfræði- legar og málfræðilegar stað- reyndir. I hæsta lagi hafa vís- indamenn tekið þessum kenn- ingum í góðlátlegu gamni. Það er líka hægara sagt en gert að rökræða við mann, sem virðir að vettugi allar niður- stöður vísindanna, ef þær falla ekki í hans kram. En blaðamenn og ýmsir skriffinn ar, sem aldrei hafa kynnt sér þjóðfræðileg efni né sýnt hinn minnsta áhuga á þeim málum, hafa hent kenningar Heyerdahls á lofti og talið, að hér sé um merkilegustu upp- götvun aldarinnar í þjóðfræði legum efnum að ræða. Fálæti vísindamanna á bara að vera íhaldssemi, þvermóðsku og heimsku að kenna. Einnig hér á landi er maður farinn að reka sig á margt manna, sem og látið bæjar- og héraðs- stjórnirnar létta einhverju af störfum Alþingis. I Guatemala, næsta ríki fyrir sunnan Mexico, er lög- skipað, að þingmenn skuli vera einn á hverja 50,000 íbúa. Eftir þessu eru þar nú 70 þingmenn. En auk þess er þar 7 manna ráð, „Council of State“, og velur þingið suma, en forsetinn suma. Hver veit nema þetta gæti verið okkur að einhverju leyti til fyrir- myndar? Það þing vort, sem einhvern tíma hefur tíma til þess að setja lýðveldinu stjórnarskrá, ætti að athuga þetta. r5' ‘--'V.'-n ingvar. ■ bregðast reiðir við, ef blakað er við kenningum Heyerdahls eða þær gagnrýndar á nokk- urn hátt. Þetta er reyndar ekki nein ný bólá hér á landi. Fáar þjóðir munu vera eins ginnkeyptar og Islendingar fyrir alls konar quasi-vísinda- legum þvættingi, sem á sér enga stoð í staðreyndum, og mætti nefna um þetta mý- mörg dæmi. Eg hef hér á landi hitt margt fólk, sem hef- ur byggt alls konar froðu- kerfi á Atlantissögninni, eins og allar flökkusagnirnar um Atlantis væru heilagur sann- leikur. Og þó skal viðurkennt, að Atlantissagnirnar stangast ekki jafn auðsæilega við vís- indalegar staðreyndir og kenningar Heyerdahls. Aðalinntakið í þessum kenn- ingum er það, að Suðurhafs- eyjar hafi byggzt frá Suður- Ameríku. Um fá þjóðfræðíleg efni hefur annars ríkt jafn algert samkomulag meðal vís- indamanna og byggingu Suð- urhafseyja. I hálfa öld eða meira hefur það verið talin staðreynd, að þær hafi byggzt frá Indónesíu. Að þess ari skoðun liggja svo veiga- mikil rök, að ég hef enga trú á, að Heyerdahl né neinn ann- ar fái kollvarpað henni. Tungumál íbúanna um allar Suðurhafseyjar eru skyld indónesísku málunum, bæði hin indónesísku og polynes- ísku mál eru' af hinum svo- nefnda ástrónesíska flokki, en mér vitanlega hefur eng- inn maður á undan herra Hey- erdahl þótzt finn^ hinn minnsta skyldleika með poly- nesísku málunum og Indíána- tungum Suður-Ameríku, og hafa þó þessi mál verið þraut könnuð af hinum færustu sér- fræðingum. Og niðurstöður mannfræðinga hafa verið ná- kvæmlega á sömu lund. Hvað líkamsbyggingu og útlit snertir, eru íbúar Suðurhafs- eyja náskyldir Malajum í Indónesíu, en miklu f jarskyld- ari Indíánum. Hitt er svo ann- að mál, að Indíánar og Mal- ajar eru líklega langt úti af sama stofni. En það er margt fleira en þetta, sem sannar, að Suðurhafseyjar hafa byggzt frá Indónesíu, en ekki Ameríku. Færustu þjóðsagna fræðingar (folkloristar) hafa rannsakað mjög gaumgæfi- lega sagnir íbúa Suðurhafs- eyjanna, en þær eru að mörgu mjög svipaðar, hvar sem er á eyjunum. Telja þeir, að á þenn an hátt megi rekja þjóðflutn- ingana frá Indóriesíu til Suð- urhafseyja og landnámssögu eyjanna í stórum dráttum. Er ætlað, að þessir þjóðflutning- ar hafi ekki hafizt fyrr en um eða eftir Krists þurð, og að Suðurhafseyjar.hiafi,,ekki ver- ið albyggðar fyrr,en á 14. öld. Má stundum rekja þessa land- Framhald- i 7. siðtt.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.