Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 14.01.1952, Qupperneq 8

Mánudagsblaðið - 14.01.1952, Qupperneq 8
íslendingar og Vetrarolympíu- leikarnir UR EINU í ANNAÐ Kristinn og Guðrún Á. úti — Olíuforstjóraskipti — Helgi Ben. og sendillinn — Óhreint brennivín — Veðurstofan og óveður — Leikhúshornið — Málaskólinn „Mímir“ — Dagbl. Kristinn Hallsson hinn vin- sæli söngvari, sem hlaut beztu dóma fyrir söng sinn í óper- unni Rigólettó, er nú farinn til London til þess að nema söng. Kristinn stundar nú nám í „The Royal Academy of Music“. Jafnframt er hin vin- . sæla söngkona Guðrún Á. Símonar farin af landi burt til frekara náms 1 list sinni. ★ Sagt er, að hinn vinsæli for- stjóri Olíufélagsins, Sigurður Jónasson, hafi nú sagt starf- inu lausu, en annar tekið við. Samkvæmt heimildum hefur Sigurður nú farið víða um heim m. aó Bandaríkin til þess að mennta sig og skoða háttu vestrænna þjóða. í ferð með honum til þess að hjálpa hon- um gegnum söfn, og aðrar menningarstofnanir var Geir Stefánsson, verzlunarmaður í Svíþjóð, sem, eins og kunnugt er, er aðdáandi hinna æðri lista. ★ Deilur hafa verið milli Helga Ben., kaupmanns í Vestmanna eyjum og símstjóra Eyja- skeggja. Deiluefnið er, hvort Helgi hafi verið formlega boð- inn til veizlu þeirra miklu, sem símastjórnin hélt þar. Helgi kvaðst ekki hafa fengið boðskortið, en símstjórinn seg- ist hafa sent það með einum af sendlum stöðvarinnar, en Helgi ekki viljað taka á móti því. Helgi reit stórorða grein um símstjórann, sem svaraði aðeins með því að spyrja hvort Eyjaskeggar tryðu betur Helga eða sendlinum. Sam- kvæmt upplýsingum, þá hefur sendillinn miklu betur. ★ íslenzka framleiðslan á brennivíni hlýtur nú mikið ó- orð af þeim sökum, að brenni- vínið er sagt bæði hrátt og ó- hreint. Ástæðan er talin sú, að megn sóðaskapur eigi sér stað við hreinsun á flöskum, en menn hafa atvinnu af að tína þær m. a. upp úr Öskuhaug- unum og selja einokuninni. Það er helvíti hart, ef tekið er upp á því að selja hluta af fósturjörðinni á jafn rándýru verði og vínandann. ★ Hvernig stendur á því, að Veðurstofan hér gefur sjaldan eða aldrei út tilkynningar um komandi óveður. Þetta er al- gild regla, og er t. d. oft grip- ið inn í prógrömm í brezka útvarpinu, til þess að vara skip á sjó við yfirvofandi hættu. Annars hefur Veðurstofan ekki staðið sig sem skyldi í veðurspám hina síðustu daga. Þetta er þó stofnun, sem aldrei 'má bregðast starfi sínu. Of mikið getur verið í húfi. ★ Hinn vinsæli leikarí Valur Gíslason á fimmtugsafmæli næstkomandi þriðjudag. Sama dag verður leikritið Annie Christie frumsýnt í Þjóðleik- húsinu, og leikur Valur þar eitt af aðalhlutverkunum. Eft- ir sýningu verður dálítið hóf í leikhúskjallaranum fyrir Val, sem jafnframt á 25 ára leikafmæli .... „Tony vaknar til lífsins," hið nýja leikrit eftir Harald Á .Sigurðsson, verður sennilega frumsýnt í Iðnó skömmu eftir mánaða- mótin. Aðalhlutverkin leika Brynjólfur Jóhannesson og Alfreð Andrésson (titilhlut- verkið), en auk þeirra leika Haukur Óskarsson, Kristín Breiðfjörð, Soffía Karlsdóttir, Steindór Hjörleifsson og Jón Leós.'Þá er í ráði, að leikfélag ísfirðinga leiki þetta leikrit í febrúar, og áð Haraldur sjálf- ur fari til ísafjarðar til þess að stjórna því. ★ Málaskólinn „Mímir“ tekur til starfa þann 14. þ. m. og verður til húsa í Túngötu 5. Halldór Dúngal veitir skólan- um forstöðu, en hann hefur eins og kunnugt er starfað við málakennslu eftir Berlitzkerf- inu um 20 ára skeið. Halidór hefur látið gera skuggamyndir af þeim myndum, sem hæfar þykja úr Linguaphone-bók- unum og hefur jafnframt bætt við fjöldanýjungum í kennslu- kerfi sitt. Námsgreinar í vetur verða enska og þýzka, og annast Halldór sjálfur kennsluna. Bú- izt er við mikilli aðsókn að þessum vinsæla skóla. ★ Halldór Þorsteinsson, M. Jónssonar frá Akuréyri, hefur nú tekið við leikgagnrýni fyrir Tímann. Halldór er nú skóla- kennari, en hefur stundað leiknám og málanám í Vestur- heimi og Parísarborg .... Nafnláusu 'viðtölin í Mbl. eru flest eftir hinn nýja blaða- mann þar, Stefán Hilmarsson, m. a. viðtal við Averill Harri- mann, þrjá ‘ öldungadeildar- menn á Keflavíkurflugvelli, svo og viðtal við Tómas skáld Guðmundsson um Hannes Haf stein. Ekki svona hógvær, Stefán .... Tíminn gerir nú hvert áhlaupið af öðru á Gísla J. Ástþórsson um að fá hann til sín. Gísli tekur öllu vel, en bindur sig ekki í bráð. HeppHog! svar Maðurnokkur spurði Aristo- teles, á hverju mætti' marlia, að bók væri vel samin. Aristo- teles svaraði á þessa leið: „Þegar höfundurinn segir allt það, sem við á, þegar hann segir ekkert, nema það, sem við á, og þegar hann segir það á þann hátt, sem við á.“ Eins og kunnugt er, verða Vetrarolympíuleikirnir 1952 háðir í Osló í febrúarmánuði n. k. íslendingar munu senda þangað nokkra af beztu skíða mönnum landsins, og hefur nefnd sú, er velja átti íslenzku keppendurna, nú gefið úr- skurð sinn. Skíðamennirnir eru ákveðnir ellefu að tölu. Sex í göngukeppnir, einn í stökk og f jórir í svig og brun. Göngumennirnir hafa æft dyggilega, síðan s.l. vor, og nú í haust kom til landsins norski skíðagöngukennarinn J Tenmann, sem hefur leið- beint þeim við æfingar fram að þessu, og mun gera það allt fram að leikunum. Tenmann er mjög ánægður með getu göngumannanna og telur, að þeir verði komnir í góða þjálfun, þegar til átak- anna kemur. Ekki er eins háttað með svigmennina okkar. Að vísu hafa þeir lagt stund á leik- fimi, að því er ég bezt veit, en vegna þess, hve snjóaði seint í vetur, gátu þeir ekki hafið fullar æfingar fyrr en undir jól. Það er því ekki langur tími, sem svigmennirnir geta notið fullkominnar þjálfunar. Val svigmannanna hefur einnig sætt töluverðri gagn- rýni. Ekki vegna þeirra, sem valdir voru, heldur þeirra, sem ekki voru valdir. Það þykir undarlegt í vali Olympíunefndarinnar, að Is- firðingurinn Jón Karl Sigurðs son skyldi ekki vera valinn, og því frekar, þar sem Olympíu- nefndinni var kunnugt um, að hann (þ. e. Jón Karl) hefur dvalizt í Svíþjóð og æft þar undir handleiðslu sænska skíðaþjálfarans Hans Hans- sonar, þess sem þjálfar sænsku svigmennina undir væiitanlega Olympíuleika. Allir, sem fylgjast með skíðamálum okkar, vita, að Jón Karl liefur verið einn af okkar beztu svigmönnum, m. a. hefur hann verið í svigsveit ísfirðinga, sem hefur unnið á þrem undanfömum landsmót- um. Hann var í sveitinni fyrst, er hann var 17 ára, og hefur verið síðan, því enn er þessi ungi og ágæti svigmaður að- eins 20 ára. Er Hans Hansson clvaldist liér á landi s.l. vetur, kom hann auga á þá hæfileika, sem í Jóni Karli bjuggu, og bauð hann honum þess vegna að koma út til Svíþjóðar með sér og æfa með sænsku Olympíu- förunum. Þekktist hann boðið fyrir eindregna hvatningu foi’ráðamanna skíðahreyfing- arinnar hér á landi, og með þátttöku í Olympíuleikunum fyrir augum. Jón Karl hefur dvalizt ytra frá því snemma í sumar og dvelst hann á heim ili Hanssonshjónanna í bæn- um Áre í Norður-Svíþjóð. Knattspyrnufélaginu Herði á ísafirði (félag Jóns Karls) hefur borizt bréf frá Hans- son, en þar segir hann m. a., að Jón Karl æfi vel, og er hann mjög ánægður með þann árangur, sem hann hefur náð. I því bréfi segir hann einnig, að hann telji, að Jón Karl verði valinn til keppni af ís- lands hálfu, á Olympíuleikun- um, og telur hann vel að því kominn. Nýlega var lokið við byggingu stærstu svigbraut- ar í heimi í bænum Are, þar sem Jón Karl dvelst. I þessari braut mun heimsmeistarf mót ið 1954 vera háð. Þar æfir Jón Karl nú af kappi, ásamt öðr- um. Nýjustu fréttir ai honum eru þær, að hann hafi nýlega keppt þar á móti og orðið fyrstur í stórsvigi, en annar í svigi og fyrstur í saman- lögðu. Að framangrcindu mætti ætla, að hann væri ekki síður hæfur til keppni á Olympíu- leikunum, en þeir, sem nú hafa verið valdir. Það má telja víst, að vegur fulltrúa okkar í Vetrarolympíuleikun- um yrði meiri, ef Jón Karl ætti þar sæti. Hvort hér er ætlun Olympíu Marshalláætlunin lýkur störfum Sunnudaginn 30. desember hætti Marshalláætlunin og jafnframt Efnahagssamvinnu stjórnin í Washington form- lega störfum. Við þeim störf- um, sem enn er ólokið af hálfu Efnahagssamvinnustjórnar- innar tekur ný stofnun, sem sett hefur vei’ið á fót til efl- ingar gagnkvæmu öryggi að- ildarríkjanna, auk þess sem hún mun starfa að því að efla varnir þeiriu landa, sem að Marshallsamstarfinu hafa staðið. Stofnun sú, sem hér um ræð hyer sett á fót samkvæmt lög- um þeim, sem miða að sam- eiginlegu öryggi Bandaríkj- anna og landa Vestur-Evrópu. Lögin voru samþykkt af Bandaríkjaþingi og undii’rit- uð af Truman forseta í októ- bermánuði s.l. Heimila þau fjárframlög að upphæð 7.600 milljónir dollai’a og skal þeim varið til þess að efla landvai’n- ir, efnahag og tæknilega þró- un erlendra íikja og er heim- ilt að nota upphæðina alla á tímabilinu 1. júlí 1951 til 30. júní1952. Lög þessi gera auk þess ráð fyrir að öll fjárhagsleg að- stoð Bandaríkjanna til er- lendra í’íkja, hverju nafni sem aðstoð sú nefnist, skuli vera undir einni yfirstjói’n og mað- ur sá, sem það embætti hefur með höndum, að vera ábyrg- ur beint til forsetans. Hefur Truman forseti þegar skipað W. Averell Harrimann til þess að gegna þessu þýðingar- mikla starfi. Framhald á 7. síðu-' nefndarinnar að koma í stáð Jóns Karls, einum fararstjór- anum fleira úl, verður að telj- ast skýi’ingin á þessu, vegna þess, að hlutaðeigendur voru hálfpartinn búnir að lofa hon- um þátitöku. Að síðustu vil ég skora á Olymf íunefnd íslands að end- urskoða úrskurð sinn, og heimila lionum þátttöku í leikunum, þar sem vafalaust er, að Jón Karl Sigurðsson er sö íslenzkur skíðamaður, sem bezt er undir leikana búinnn. Sklðamaður. Íslenzk listsýning í Belgíu Menntamálaráð hefur ákveðið að taka boði belgisku stjórnarinn- ar um að efna til íslenzkrar list- sýningar í Brússel. — Sýningin hefst þann 29. marz n. k. og verð- ur opin í þrjár vikur. Snemma á þessu ári kom til orða, að belgiska stjórnin gengist fyrir íslenzkri listsyningu í Brúss- el nú í desember. Sendiherra Belgíu í Osló, Charles Vierset, var upphafsmaður þeirrar hug- myndar. Vegna forgöngu hans voru sendir tveir listfrömuðir frá Brússel til Osloar í febrúarmán- uði s.l. til að kynnast íslenzku listsýningunni, sem þá var haldin þar, svo að þeir gætu gert sér grein fyrir, hvort ástæða væri til að sækjast eftir íslenzkum lista- verkum til sýningar í Belgíu. Þeir töldu líklegt, að belgíslca stjórnin myndi óska eftir að hin fyrirhug- aða íslenzka listsýning yrði hald- in í desember. — Af ástæðum, sem Menntamálaráði eru ekki kunnar, dróst svo lengi hjá full- trúa belgísku stjórnarinnar að fullráða þetta, að ekki var hægt að halda sýninguna í desember vegna of stutts undirbúnings. Nú er ákveðið, að listaverkin verði send héðan með einhverju skipa Eimskipaíélagsins, sem fara til Ant'werpen. En sökum þess, að þau fara ekki eftir föstum áætl- unum verður að ætla rúman tíma til að senda listaverkin, svo að öruggt verði, að þau komist til Antwerpen í tæka tíð. Listaverk- in verða því að vera tilbúin hér til afhendingar þann 20. febrúar n. k. Fyrir þann tíma þarf dóm- nefnd að hafa úrskurðað, hvaða listaverk skuli senda. Frestur til að afhenda listaverk til dómnefnd arinnar hefur því verið ákveðinn til 1. febrúar. Svo sem áður liefur verið til- kyn'nt hafa listamennirnir Gunn- laugur Scheving, Jón Þorleifsson og þorvaldur Skúlason tekið að sér að velja listaverkin á sýning- una. Ásmundur Sveinsson og Sig- urjón Ólafsson verða þeim til að- stoðar um val höggmynda. Það er ráðunautur belgísku ríls- isstjórnarinnar í listmálum, Em. Langue, sem fyrir hönd belgísku stjórnarinnar hefur þetta sýning- armál með höndum. Hann.óskar eftir, að á þessari fyrstu íslenzku sýningu, sem væntanlega verður haldin í Belgíu, verði unx, 70 lista- verk, málverk og litlar höggmynd ir. Þau listaverk, sem send verða til dómnefndarinnar, eiga áð af- hendast í Listasafn ríkisins í minjasafnsbyggingunni. (Ffrá Menntamálaráðuneytinu),

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.