Mánudagsblaðið - 21.01.1952, Side 1
n
■r,i
LA VID STIORNARSLITUM
RÁUHERRAR framsóknar
HÓTUÐU AH SEGJA AF SÉR
SÍF og SÍS slógust um fiskút-
flutninginn
I»að var ekki fyrr en í fyrrakvöld. að kunnngt varð
um það, að liótun Framsóknarflokksins um að ganga úr
stjórninni varð að engu.
Ástæðan fyrir þessari hótun var engin önnur en
VILHJÁLMUB ÞÓK.
Forsaga þessa einstæða atburðar skal nú hér að
nokkru ralcin. Samband íslenzkra samvinnufélaga, sem
teygt hefur ágirndaranga sína inn á nær livert svið
verzlunar — og útvegsmála, hefur lengi litið öfundar-
augum á SÍF og réttindi þess til saltfisksútfiutnings.
Vilhjálm (ég met æruna á 50 þús.) Þór hefur dreymt
stóra drauma uin að fá réttindi til fiskútflutnings, en
verið heldur óhægt um vik til þessa.
Þó kom hann því svo fyrir að agent Sambands ís-
lenzkra samvinnufélaga á Alþingi, Skúli Guðmundsson,
bar fram tiilögu um að SÍS fengi þessi réttindi.
SÍF skaut á fundi og ræddu málið óttaslegnir. Ólaf-
ur Thors lýsti því yfir á fundi um líkt leyti að ekki kæmi
til mála að málið næði fram að ganga á þingi. Kvaðst
hann, cf svo ólíklega færi, myndu sjá til þess, að allir
fengju heldur frjálsan útflutning, en að SlS myndi fá
jöfn réttindi við SÍF.
En á meðan vann Vilhjálmur dyggilega að undir-
húningi málsins, en að mestu í kyrrþey. Gekk m. a. sú
saga að Sambandið lánaði fátækari útgerðarmönnum
olíu, sem er dýrasti liður útgerðarinnar, og gerði þá
þannig ánauðuga sér.
En jafnframt var unnið að því á þingi að fá fylgis-
menn við tillögu Skúla. Samband fiskframleiðenda uggði
ekki að sér og leið nú nokkur stund.
Nýlega fengu ráðherrar Framsóknarflokksins skip-
un um að Imýja fast að kollegum sínum í Sjálfstæðis-
flokknum. Var jafnframt bent á, að ef að venju léti,
þámyndi Sjálfstæðisflokkurinn gugna, þegar í hart færi.
Framsókn gekk nú fast að Sjálfstæðismönnum og
kvaðst nú hyggja að tillaga Skúla næði öruggu sam-
þykki, því að tryggt væri, að kommúnistar og pínu
litli flokkurinn myndu ljá henni atkvæði sín.
Lótu ráðherrar Framsólmar mjög skína í það, að
ef ekki tækjust samningar þeim í vil, þá yrðu stjórnar-
slit. Þótti ekki ólíldegt að Eysteinn sæti ekki við orðin
tóm, en lieldur þótti nieð ódæmum ef að Hermann
gengi sjálfviljugur úr ráðherrastól sínum, sem hann hef-
ur fórnað samifæringu sinni til að komast í.
Nú þótti sjálfstæðismönnnm illa horfa og greip
uggur inikill allt lið þeirra. Framsólm hafði til þessa
verið nær einráð í stjórninni, en ef gugnað yrði enn einu
sinni, þá mætti búast við að allir meiri menn innan
flokksins misstu trú á forustunni.
Stjórn SÍF skaut nú á skyndifundi og urðu deilur
liarðar. Kom í ljós að ef Vilhjálmi tækist að ná fisksölu
í sínar hendur, myndi SÍF, innan skamms, bíða smánar-
dauði.
Þó fór hér eins og oft vill
fara, þegar í nauðir rekur
og óvænt efni, að einn mað-
ur, mikilsvirtur og dugandi
starfsmaður SÍF, stóð upp
og lýsti því yfir, að ekki
kæmi til mála, að láta að
óskum félagsins. Kvaðst
.hann ekki sjá fram á að sín
yrði lengur þörf innan
stofnunarinnar, ef Sam-
bandið fengi sínu fram-
gengt. Kom svo að lokum,
að hann fékk stálinu stapp-
að í stjórnina, að hún leit-
aði að samkomulagsgrund-
velli, en að skilyrði var
gert, að SÍF liéldi áfram
fisksöluréttindum sínum á
erlendum markaði.
Þegar Framsóknarliðíð
sá, að alvara var fyrir dyr-
um og Hermann sárbað
menn að sættast, svo hann
missti ekld „stólinn,“ var
skotið á fundum, en al-
menningi meinað að hlusta
á.
Eftir nokkuð þref og
þjark komust á sættir.
Ekki kunnum við gjörla
að skýra frá niðurstöðum,
en eftir þvl, sem bezt verð-
ur séð, þá mun Samband
íslenzkra samvinnufélaga
fá ein þrjú fisksöluumboð
úti í heimi, en SÍF heldur
sínum fiskútflutningsrétt-
indum óskertum.
Tilaga agents SfS er enn
I þinginu, en hvað verður
um hana? Sjálfsagt verður
liún svæfð, eða dregin til
baka, sett í nefnd eða slíkt.
En hitt er viíað með vissu:
Hún deyr.
Þessari lotu Vilhjálms
Þór er lokið að sinni. '
Hann hefur barizt, en
sigurinn er takmarkaður.
En fyrir enda brölts Vil-
hjálms Þór er ekki séð enn-
þá. Hann kann að vera
vankaður, en þar með er
ekki sagt, að liann stein-
liggi, ef svo má að orði
komast. Eflaust liefur
hann eitt bragð eða tvö í
pokahorninu, og hann
fremur þau ekki, fyrr en
tækifæri býðst.
Hvað verður næsta bragð
fyrirsvarsmanns Sam-
bandsins?
Er það satt að hæsta tilboðið í Alþýðublaðið
hafi komið frá — Sambandinii?
Islenzkir verkamenn til Bretlands?:
Þess var getið hér nýlega, að í Bretlandi væri ;
skortur á verkamönnum til vinnu í iðnaöi. Var þess <
getið, að svo mikil brögð væru að þessu, að taka j
þyrfti menn úr landbúnaðarvinnu til þess að fylla ;
skörðin í iðnaðinum. ;
Hér aftur á móti horfir óvænlega vegna vaxandi ;
atvinnuleysis. Maður kom að máli við oss og bar fram
tillögu um þetta.
Tillagan var þess efnis, að leita hófanna um
það hjá sendiráði Breta á íslandi, hvort ekki mætti
fá vinnu fyrir atvinnulausa hér, þar í landi.
Slík ráð hafa oft reynzt vel mcðal erlendra þjóða
og mætti vel blessast í okkar tilfelli.
Myndu þá þeir verkamenn, sem flytjast vildu,
semja við fulltrúa Breta hér bæði um dvalartímann
o. s. frv.
.... Tillaga þessi er vel athugunarverð og gæti sjálf-
sagt haft margt gott í för með sér, m. a. mundu þeir
kynnast verkháttum erlendis, menntast og sjá sig
um.
. . . . Ef menn vilja ræða þetta, þá er orðið laust.
newspaper"el diario ilustrado'santiago. chile
Stalín, friðarvinur, stendur í skugga Hitlers, en fremst á
myndinni er fallbyssa dulbúin sem friðardúfa.