Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 21.01.1952, Page 6

Mánudagsblaðið - 21.01.1952, Page 6
6 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 21. janúar 1952 FRAMHALDSSAGA'. Ethel M. Dell: NICK RATCLIFFE (THE WAY OF AN EAGLE) „Eg veit ekki“, sagði Muriel. Hún hafði vart hugsað um málið áður, en það var gott að fá eitthvað ópersónulegt til þess að tala um. En Bobby virtist ekki hafa neinn áhuga á því að tala um það meira. „Það er augljóst," sagði hann. „Þeir eru trúir prinsinum og hann er eins og kunnugt er trúr krúnunni. Það eru aðeins þessir stjórn- endur, sem gera vitleysurn- ar.“ Hann hló skyndilega og breytti um umræðuefni. „Við skulum tala um eitthvað skemmtilegra. Hvernig leið þér, meðan þú varst í burtu. Þér hlýtur að hafa fundizt ferðin yfir slétturnar hræði- leg?“ Hún sagði honum dálítið frá henni og minntist af til- viljun á Will Musgrave. „Eg þekki hann,“ greip hann f ram í. „Hann er verk- fræðingur, er ekki svo ? Geysi- lega flinkur maður. Eg kynnt- ist honum f yrir mörgum árum í Sharapura um líkt leyti og Nick Ratcliffe vann Mogul- bikarinn. Eg sagði þér frá því var það ekki?“ Jú hann hafði gert það. Hún sagði honum frá því, án þess að breyta um svip. Það hefði getað verið málefni, sem henni stóð alveg á sama um. „Þú þekkir Nick Ratcliffe, er það ekki?“ hélt hann á- fram. Hún roðnaði við þessa beinu spurningu. Hún hafði ekki bú- izt við henni. „Það er mjög langt siðan ég sá hann,“ sagði hún og reyndi augsýnilega að bæla niður alla tilfinningu í rödd sinni. Hann horfði ekki á hana. Hann hefur ekki getað tekið eftir roðanum. Þó kaus hann að halda umræðunum áfram. „Skrýtinn náungi,“ sagði hann. „Mjög skrýtinn, Hann hefur misst handlegginn, viss- irðu það?“ Jú, hún vissi það, en hún hafði vart krafta til þess að segja honum það. Blævængur- inn faldi titrandi varir henn- ar, en höndin sem hélt honum skalf ósjálfrátt. En hann hélt áfram umræðu- efninu eins og ekkert hefði í skorizt. „Hann hefur einhverjar gáfur til þess að koma fram þegar maður sízt býst víð honum. Maður veit aldrei hvað hann gerir næst. Það er aðeins hægt að dæma hann eftir hlutum, sem hann ekki gerír. Til dæmis hefur orða- sveimur gengið um það upp á síðkastið að hann hafi gengið í munkaklaustur í Tibet. Guð einn veit hver byrjaði á hon- um og hversvegna. En hann er algjörlega rangur. Svona hluti gerir maður með hans skapsmuni ekki. Ertu mér ekki sammála? Eða ef til vill þekkirðu hann ekki vel og finnst þú ekki vera fær um að dæma?“ Um leið og hann sagði þetta tók hann upp danslistann sinn og athugaði hann gaumgæfi- lega. Það var augljóst að hann hugsaði ekki mikið um svarið. Hann virtist vera að hugsa um eitthvað, sem vakti honum áhyggjur. Þetta gerði henni auðveld- ara að svara. „Nei“, sagði hún. „Eg þekki hann ekki mjög vel. En — mér var sagt að þessi orðasveimur væri al- gjörlega réttur —. Eg — auð- vitað — trúði ég því.“ Hún vissi að það var sýni- legt að hún roðnaði. Hún fann blóðið þjóta gegn um æðar sér. „Ef þú vilt vita hvað ég held,“ sagði Bobby hugsandi, „þá er það það, að þessi orða- sveimur var uppfundinn af skaðræðis hvötum, til þess að gera illt.“ „Heldurðu það ?“ spurði hún. „En — hversvegna?“ Hann sneri sér að henni og leit á hana. Andlit hans, sem venjulega var glaðlegt, var svipþungt. „Vegna þess,“ sagði hann, „að það kom ein- hverjum vel, að einhver héldi, að Nick væri horfinn fyrir að fullu og öllu.“ Hún leit undan augum hans. „Eg skil það ekki,“ sagði hún lágt. „Ekki ég heldur,“ sam- þykkti hann, „fyrir víst. Eg get aðeins gizkað á. Það er ekki rétt að trúa öllu of fljótt'. Hann stóð á fætur, bauð henni handlegg sinn. „Komdu út fyrir dálitla stund. Það er alltof heit.t.hér,“ ; Hún fór út 'méo nonúm, feg- in því að geta komizt út í nótt- . ’«j nAYf i // { ma. Óteljanái spumingar komu fram á váfir hennar, en hún gat ekki spurt hann neinnar. gat ekki spurt hann neinnar, hlið hans og hlustaði á óend- anlegar sögur hans, sem hann byrjaði nú að segja. Ráunvérulegá heyrði hún enga þeirra. Þær komu til hennar allar á ruglingi í gegn- um gleði hennar, sem brauzt um í hjarta hennar, meir en hún hafði vitað um áður. - 52. KAFLI Þegar Muriel hugsaði um það, sem Bobby hafði sagt henni um kvöldið, þá gat hún aldrei munað það í einstökum atriðum. Hún hreyfði sig snöggt, og athygli hennar var glaðvakandi. Enginn þeirra, sem dönsuðu við hana höfðu séð hana káta áður, en hún var glöð þetta kvöld, innri gleði, sem kom beint frá hjart anu. Það var ekki kátína, sem sýndi sig í orðum, en engu að síður urðu allir, sem voru hjá henni varir við hana. Augu hennar ljómuðu og hún dansaði eins og hún væri inn- blásin. Hún var eins og lík- neski, sem skyndilega vaknar til lífsins. Klukkustundimar flugu hjá. Hún tók vart eftir þeim, frem- ur en hjalinu og hlátrunum, sem ómuðu í kring um hana. lifði í eigin héimi og hlustaði á lag sem enginn annar heyrði. Dansleikurinn var að enda og loksins kom Lady Bassett til þess að f á hana heim. Lady Bassett brosti á sinn tignar- legasta hátt. „Það hefur verið mjög dáðst að þér, bamið gott“, sagði hún, um leið og þær fóru inn í snyrtiherbergið. Það kom einhver skuggi í augu Murielar augnablik, en hann var ekki lengi. Ham- ingjuglampinn kom þegar aft ur í þau. „Eg hef skemmt mér vel,“ sagði hún aðeins. Hún vafði glæju um háls sér og sneri sér við. Hún vildi ekki að kvöldið yrði eyðilagt með gagnrýni, þó hún væri sögð í smjaðursróm. Stóri marmaragangurinn var fullur af gestum, sem voru að fara. Hún komst að einni af súlunum, sem voru í stóru tröppunum og horfði á einn hópinn eftir ann- an hverfa til vagna sinna. Dansinn var ekki enn búinn og ómar hljómsveitarinnar bárust henni þar sem hún stóð. Þeir voru að spila „Dón- ár-valsinn“. Hún hlustaði eins og í draumi og meðan hún hlust- aði, komu tárin í augu hennar. Hvernig stóð á að hún hafði verið svona sein að skilja. Gæti hún nokkumtíma bætt honum það? Hún hugs- aði um hve lengi hann ætlaði að láta hana bíða. Það var ekki honum líkt að bíða svona ef hann hefði fengið boðin. Hún vonaði að hann kæmi bráðum. Biðin var svo erfið. Hún hugsaði enn einu sinni um síðustu orðin, sem hann hafði sagt henni. Hann hafði sagt henni að hann myndi ekki steypa sér í annað skipt- ið, en hún gat ekki hugsað sér, að gera nokkuð annað. Hann kæmi skyndilega, hann myndi trufla, hann myndi verða yf- irgnæfandi. Hann myndi hvorki biðja né heimta. Hann myndi taka. Hún fann allt í einu til sín og flýtti sér að snúa hugan- um, þar sem hún fann að hún var á takmörkum þess að kvelja sjálfa sig, eins og hún hafði áður gert. Hópurinn í kring um hana hafði minnkað mikið. Þegar hún leit niður tröppurnar sá hún gamla beiningamanninn, sem alltaf hélt sig við hallar- hliðið, og olli Lady Bassett ó- segjanlegri óánægju. Hann haltraðist um á annarri löpp- inni. Það voru margir eins og hann í Ghawalkhand, en hún þekkti hann vegna hreyfing- anna og skeggsins, sem stóð út í loftið. Hann var viðbjóðs- légur, en þó á sinn hátt hríÞ andi. Henni datt alltaf í hug gamall api, sem villzt hafði frá ættingjum sínum. Hún hafði komið til að líta á hann eins og einskonar vemdara og þegar henni datt skyndilega í hug að hann hafði betlað af henni nokkr- um klukkutímum áður árang- urslaust, sneri hún sér að manni, sem hún þekkti og sagði: Viltu lána mér einn rupee- pening, Cathvart, ofursti?“ Hann stakk hendinni í vasann og tók upp fullan lófa af smá- peningum. Hún fann pening- inn, sem hún vildi, þakkaði honum brosandi og lagði af stað niður tröppurnar. Sá gamli innfæddi var ekki að horfa á hana. Eitthvað annað virtist hafa vakið at- hygli hans. Hann hafði skyndi lega hætt að haltra og betla. Hún heyrði rödd Sir Reg- inalds bak við sig. Hann stóð og talaði við prinsinn meðan hann beið konu sinnar. Og þá — hún var komin hálfa leið niður tröppurnar, þegar það skeði — þá heyrði hún hátt og æðisgengið óp og snarstoppaði — mannsrödd sem fyrst var óskýr en varð skýrari og bölvandi í lokin. „Helvítis hundurinn þinn,“ hrópaði röddin. „Andskotans morðinginn". Á sama augnabliki stökk gamli betlarinn við tröppurn- ar eins og hlébarði á eitthvað, sem læddist í skugganum á bak við þau. Dr. Alberto Gainza Paz, fyrrv. ritstj. og útgefandi argen- tínska stórblaðsins La Prenza og Paul G. Hoffman, fengu heiðursskjöl fyrir óeigingjörn störf í þágu friðarins. Milli þeirra er frú Roosevelt. Ég annast kaap og sölu fasteigna, framtöl til skattstofunnar, geri lögfræðisamningana haldgóðu. Pétur Jakobsson löggiltur fasteignasali, Kárastíg 12 — Sími 4492. Speglar endumýjaðir Þennan mánuð tökum við spegla til end- urnýjunar. — Ennfremur lagfærum við kristalsvasa o. þ. h. Glerspípun og speglagerS h.f. ..JKlapparstíg 10. — Sími 5151.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.