Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.12.1952, Page 1

Mánudagsblaðið - 22.12.1952, Page 1
5. árgangur Máaodagur 22. des. 1952 4€.tölul)lað. Breytingar íjárlagarfumvarpsks BJARNI BENEDIKTSSON var reiður. Hugsanir hans snerust um Eystein Jónsson/og Banijveigu Þorsteins- dóttur. Ekki verður sagt, að þær hugsanir hat'i verið sérstaklega kristilegar né í samræmi við þær hugsanir, sem eiga að fylla hugi allra um jólaleytið. Kaunverulega hafði hann tapað „brennivínsstríðinu“ við Framsóknarflokkinn, og ósigurinn var aðallega að kenna Eysteini og Rannveigu. I»að var á alira vitorði, að Bjarni hafði fengið góð orð leiðtoga Framsóknar um það, að þeir myndu ekki varpa steini í götu lians, um framgang frumvarpsins um úrbót áfengismálanna. — Hann hafði haldið snjalla ræðu um ófremdarástandið í áfengismál- unum og talið víst, að aðrir þingmenn myndu samþykkja nýja frumvarpið. Á síðustu stundu hafði Framsókn brugð- izt, fellt þessa fátæklegu tilraun til úrbóta. Ástæðan fyrir afstöðu Fram- sóknar var margþætt. Ey- steinn hræddist sterka ölið. Kvað það mundu skerðavissar tekjur ríkissjóðs. En það, sem hann hræddist mest í samb. við ríkissjóð, var þó hér- aðabannið. En Eysteinn hafði sinn djöful að draga í þessum málum. Rannveig Þorsteins- dóttir hafði orð á því á elleftu stundu, að ef hennar áhrifa gætti ekki í áfengismálunum, Væri þingsæti hennar í Reykja vík tapað. „Frumvarpið verð- ur að fella, ella hefur flokkur- inn einu sætinu færra á þingi“ sagði Rannveig, sem þó hefur ekkert á móti að dreypa veigum Bakkusar í góðum, þröngum hóp. Eysteinn lyftist af stóli sín- um, þegar hann heyrði til- kynninguna. Var samráð- herra hans genginn af göflun- um ? Fjárl. lögð í rúst. Héraða bönnin gengin í giidi. Þessar indælu tekjulindir, sem fjár- málaráðherra hafði hugsað hlýtt til, þegar hann samdi sinn árlega ósóma, sem kall- ast fjárlög. Útsölustaðirnir úti á landi, Sigluf jörður, Isa- fjörður, Seyðisfjörður, Vest- mannaeyjar og kannske Ak- ureyri. Þessir staðir myndu áreiðanlega læsa dyrum sín- um. Fimmtíu milljónir af viss- um tekjum roknar út í vind- inn. Aðaluppistaða fjárlaga- frumvarpsins horfin og engar leiðir sjáanlegar til úrbóta. Eysteini leið ekki vel. Fjár- lagafrumvarpið fyrir dyrum. Þetta yrðu sannkölluð Branda jóJ- Ráðstöfun Bjarna var alveg rétt. Frumvarpið um úrbót áfengislaganna var að vísu ó- fullkomið, en ástandið, sem skapazt hafði, var enn verra og alveg óoþlandi. Ábyrgðar- leysi löggjafans var í senn óskiljanlegt og ósvífið. En ráðstöfun Bjarna var ekki eins fljótfærnisleg né slík hefndarráðstöfun, sem hún í fljótu bragði virtist. Hann víldi 'láta til skarar skríða. Á bak við hann stóð mergur nefndarinnar, sem samdi frumvarpið. Framhald á 8. síðu. Frumvarpið féll eins atkvæðis mun. með ,,Hér skal ég at vinna/ sagði Bjarni, „og skal Ey- steinn finna sjálfan sig í f jöru fyrir tiltækið.“ Bjarna var augljóst, að núverandi ástand var með öllu óþolandi, hvað á- fengismálin snerti. Honum var líka ljóst, hversu bezi væri að lrrella hrelldan f jár- málaráðherra, svo hann ræki minni til. Án þess að nokkurn varði, sneið Bjarni öll vínveitinga- leyfi af samkomuhúsum, jafn vel Hótel Borg, sem hefur not- ið sérréttinda um áfengissölu frá árinu 1930. Svo og var á- kvæðið um héraðabönn aftur í lög leitt. Forstöðumenn sam- komuhúsa fengu tilkynning- una um morguninn. Um kvöld ið flutti útvarpið tilkynningu dómsmálaráðuneytisins. Jótts tteykríkings Einasfa íýran Jón Helgason birti á dög- unum í einu af blöðum bæj- arins ræðu, sem hann flutti á fundi íslendinga í Khöfn 1. des. sl. Þessi ræða er á margan hátt fróðleg. Yfirskrift heunar er: „Ennþá logar á týrun- um“. Týrur hafa aldrei þótt vegleg Ijósfæri, og benda þessi ummæli J. H. til þess, að ekki sé bjart um oss hér nú, þó svo hafi fyrrum verið. Það má svo sem vel vera, að við íslendingar séum orðnir tómar andlegar týr- ur. Einu sinni var það svo, að margir af gáfuðustu og bezt menntu íslendingum voru langdvölum í Dan- mörku, og þarf ekki að telja dæmi þess, það er svo alkunnugt. En Kaupmanna höfn ér fyrir löngu hætt að vera höfuðborg ísl., sem betur fer. Þar Ioga nú fáar íslenzkar týrur. Það skyldi þá vera, að prófessorinn sjálfur væri sú einasta, sem eftir lifir, og má það vera aum ævi að vera cinasta ís- lenzka týran innan um allt hið danska manvit í höfuð- borginni Höfn. Er ræSan H! þess aðkoma í veg fyrir hermffutníng árnasafns? Próf. J. H. dregur ekki dul á, hvað hann á við, þeg- ar hann talar um týru- mennsku íslendinga. Hann segir stjórn vera „ónýta, f jármálin í óreiðu, og um frelsið og sjálfslæðið er víst bezt að tala sem minnst, og ætli það sé ekki mestallt rokið út í buskann, spyr J. H. fsland væri að dómi einhvers norsks blaðs orðið að „bandarísku pro- tektorati“, og telur pró-. fessorinn ummæh ÞESSA EINA BLAÐS sýna „álit grannþjóðanna á okkur“ almennt. Bækurnar, sem við gefum út, eru margar, en flestar „heldur vondar“, segir J. H. o. s. frv. Þeir, Framhald á 8. síðu. I Verkfalíið og ríkisstjórn ' i Það var léttur svipur yfir reykvískri alþýðu á laug- ardagsmorgun. Mesta verkfalli í sögu ]>jóðarinnar var lokið — lokið með sigri alþýðiinnar, hinna vinnandi stétta. Þetta verkfall er raunverulega einn merkasti þáttur í bar- áttu alþýðunnar, sem skeð liefur á þessu landi." Þjóðin hefur sýnt valdhöfunum, að hún viil lækkun skatta, verð- logs og bót þeirra meina, cr hrjáð hafa Iiana undanfarin át. En hún vill annað og meira. Hún vill, að kaupmáttur krónunnar haldist óskertur. Hér hcfur verið stigið merki- legt spor, skapazt nýtt viðhorf og farið inn á nýjar braut- ir. Þessar brautir mega aldrei lokast. Það má ekki undir nokkrum kringumstæðum fenna í þau spor, scm nú hafa verið stigin. VerkföII eiga eflaust eftir að dynja yfir, þegar menn sjá, að þeir eru beittir órétti. MÁNUDÁQSELáÐiÐ éskar öllum lesendum sínum — farsæls nýárs. Alþýðan hefur vakandi auga með gerðum hins opinbera og skerst strax í leikinn, þeg- ar hennar réttur er skerur. Kaupkröfur í framtíðinni verða ekki eins áhrifaríkar og sú leið, sem nú var farin — að lækka verðbólguna og að halda þessum litla kaupmætti krónunnar, sem enn er fyrir hendi. Nú ber að beita sér fyr- ir því, að hlaða undir krón- una, gera hana að gjaldgeng- um miðli, hvar sem er, og skapa þannig heilbrigt og stöðugt fjármálalíf. Þessi máttur er í höndum alþýð- Framhald á 8. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.