Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 12.01.1953, Qupperneq 2

Mánudagsblaðið - 12.01.1953, Qupperneq 2
MÁNUDAGSBLAÐIÐ Máritidagnr 12. janú'ar 1953 Þjóðleikhúsið: SKUGGA-SVEINN Efiir Maffhías Jochumsson - Leiksfjóri: Haraldur Björnsson Skuffffa-Svciim Matthíasar Jocli- umssonar er nú sýndur í Þjóð- leikhúsinu. Kf þetta leikrit liefði verið samið í dag, þá hefði það eflaust verið samið sem óperetta. Leikritið Skugga-Sveinn verður ekki á neinn hátt talið gott né vandað leikrit; það má meira segja efast um, að eftir nútíma- kröfum megi kalla það leikrit. En íslendingum er efnið kært, þjóð- legt. Og þessvegna fjöhnenna þeir enn einu sinni til þess að sjá Skugga. Útilcgumennimir, sem margir vilja kalla fyrirrennara Skugga- Sveins, var að mörgu leyti miklu mefkilegra rit en Sveinn, og víst er uni það, að það var miklu meira leikrit. Nú er þetta komik- drama, naiv og barnaleg. Ilöfúnd- ur tók þann kost snemma, að breyta upprunalegri mynd leik- ritsins, fella úr ágæta og íslenzka kafla, en bæta inn lieilum köflum úr dönskum leikritum (Æfintýr- inu, sem nú er sýnt 1 Iðnó), svo að leikritið er nú orðið blanda og það sem verra er, dönsk blanda, sem engum mun þykja mungát. En yegna vinsælda Skugga- Sveins varð eflaust ekki hjá því komizt, að sýna, hann á sviði Þjóðleikhússins. Svið Þjóðleik- liússins er of stórt fyrir hið ris- litla leikrit, því í bezta iagi má sýna leikritið við smáar og intim aðstæður. Að sýna Skugga-Svein á þann hátt, sem höíundur gerir ráð fyrir, það var, að ég hygg fyrst sýnt í kompu í Vesturbæn- uth, sém nefnist. Ilaii, væri .öld- ungis óhæft. Leikhúsgestir, -þótt hrifnir sóu af því þjóðlega, hefðu gengið út unnvörpum. Það er einmitt þetta viðhorf, sem hyggja má að hafi að miklu ráðið gjörðum leikstjórans. Hon- um eru augljósar takmarkanir stykkisins og hann hefur cflaust séð í hendi sér, að aðeins með því, að nota skraut og liti, forðast raunveruleikann eins og unnt var, án þess að missa sjónar á þræðinum, sem liggur í gegn um allt verkið, gat hann gert þetta að bærilegri sýningu. Meira er ekki hægt að gera. Ef nokkur ímyndar sðr, að Skugga-Sveinn geti orðið drama- tísltt leikrit og sýnt í anda t. d. Fjalla-Eyvindar, þarf ekki ann- að en að gera sér í hugarlund, að raunveruleikinn yrði látinn njóta sín. Ætla má, að það sé þessvegna að leikstjórinn hafi ákveðið að forðast realismann og í hans stað farið götur glæsimennskunnar og skrautsins, íburðarins og raun- leysisins. Og þar hygg ég að leik- stjórinn hafi náð öllu því, sem mögulegt er að ná úr leikritinu; án þess að brjóta 1 bág við ást á- horfandans á því þjóðsagnalega. Þessvegna hygg ég að hann klæði stúdentana, sýslumanninn, Sigurð bónda, dóttur lians og enn fleiri í skrautklæði án tillits til að- stæðna þeirra og umhverfis, sem leikurinn flytur þau. Fyrirmenn býr hann skrautklæðum, vinnu- lýð hálfgeröum tötrum, fjallabúa skinnklæðum, allt fremur tákn- rænt um stöðu þeirra í þjóðlífinu fremur en það, sem raunvcruleik- inn hefði leitt í ljós, ef svo hefði tekizt til, að leikritið væri raun- sætt á svið sett. Ilann sleppir sauðskixmsskóm skólapilta en set- ur þá í reiðstígvél og sleppir replikum í þá átt, en víirsjón er að láta Kctil skræk, smjör- tenntan, bíta í hásinar skólapilts og hafa orð um að hann hafi sært hann gegnum leðrið. Sjaldan mún leikritið hafa ver- ið leikið af jafn sprenglærðum leikurum og nú. Má þar fyrstan telja Ævar Kvaran í hlutverki Lárenzíusar ýslumanns. Þetta er Ævari létt verk, lilutverkið auðvelt íil leiks og' geíur auk þess kost á söng, en þar er Ævar í essinu sínu. Illutverkið leysir Ævar af hendi af glæsimennsku og er hressandi og íjörugt yfirvald. Búningur hans hans er glæsilegpr, fram- koman virðuleg og fjörug, söng- urinn ágætur. En auðvitað reynir það ekki á neinn hátt á hæfi- leika léikarans, sem .glöggt hafa komið í ljós í öðrurn verkefnum. Skugga-Svcinn er leikinn af Jóni AÖils. Leikur Jón hann með nokkrum. .öðrum brag..en..fyrir- rennarar hans.og gaúir.þar snaekk vísi leikarans. Skuggi er nú ekki lengur hinn öskrandi Jóla-Sveinn fortíðarinnar, cn í stað öskurins er nú komin eftirminnileg per- söna, miklu stórbrotnari en höf- undur gerir ráð fyrir og er það til mikilla bóta. En þegar til átalta kemur í hellisatriðinu og í síðasta þætti, lokaatriði milli Sveins og sýslumanns, færist Jón í aukana og bregður upp áhrifamikluin myndum, sem bera af öllu öðru í leikritinu. ? Leikstjórinn, Haraldur Björns- son, leikur sjáifur Sigurð í Dal. Eg hef sjaldan séð Harald leika af meiri hófsemi en einmitt nú, en jafnframt ná öllu úr hlutverk- inu. Sigurður í Dal er heilsteypt en rislítil persóna, þó leikinn þannig af Haraldi að meira fæst úr henni en lög gera ráð fyrir. Hér má skjóta því inn ,að allar persónur Skugga-Sveins eru mjög ófullkomnar nema smá-hlutverk, Gudda, Gvendur og Jón sterkí, og leikarar eins og t. d. Haraldur hljóta að gera þær stærri en höf- undur. Iijúa-þrenningin, sem hér er nefnd á urjdarv, er leikin: Gudda, Nína Sveinsdóttir, Gvend- ur, Bessi Bjamason og Jón sterki Valdimar Ilelgason. Allt eru þetta smáhlutverk og öll spaugileg. Eiginlega eru það einu nlutverk- in, sem kallast geta „teater". Öll eru þau sæmilega leikin, en einna jafnbezt leikur ^aldimar HelgasoftV. Ftrú Nírva og Bessi leggja rangar áherzlur á spaugið í hlutverkunum. Frú Nína er um of yfirborðsliennd, nær ekki.hinu spaugilega nógu vel. Leikur hennar ber um of vott yfirborðs- rnensku; Gvendur verður í hönd- um Bessa einhver samsteypa fim- leikamanns og máttvana krypp- lings. Bessi er stór vexti og getur ekki lcynt því, en hrckkst hins- vegar eins og lauf íyrir vindi, þeg- ar aflóga kerling eða því sem næst, rekur í hann olnbogann. En svipur hans er ágætur og málfar gott. Hinsvcgar ryður hinn vit- granni Gvendur allt oi hratt úr sér setningunni: „Hvar rná ég vera etc?“, sem gæti vakið mikinn hlátur, ef sögð væri-vel og rétt. Gúöbjörg Þorbjamardóttir skort ír mikið á hlýleik í hlutverki Ástu. Leikur hennar er oft þægi- legur, en kuldinn í fasi hennar frystir alla meiningu orðanna, Sigrún Magnúsdóttir er kát og lífleg, mátulega einföid í hlut- verki griðkonu. Gestur Pálsson,, Ögmundur, er mjög góður í hlut- verki sínu, en rödd hans virðist ekki njóta sín til fulls, þegar hann kemst í geðshraíringu. Kúrik Ilaraldsson, Haraldur, skortir nokkuð hörku fjallamannsins en virðist ekki ná samhengi í per- sónuna. Hann er allur annar mað- ur í 6. sýningu en í 3. Ýfingar hans við Jón í 10. atriði eru klaufa legar frá höfundar hálfu og 'batna okki í meðferð. Klemenz Jónsson leikur Ketil skræk og -túlkar hlutverkið á allt of lmndslegan hátt. Þetta cr þó vissulega útilegumaður. Þó leika megi hann á skopiegan hátt, þá er.þetta einum of mikið. Stúdentarnir ltóbert Amfinns- son og Baklvin Ilalldórsson eru báðir, frjálslegir í hlutv.erkum , *,>,»>» .i x >l>l < ,tiv/V'<í, ; v *.r» j ',>■:»»«(tXJ-‘"W « sínum,. en dálítið yíirborðslegir, sérstaklega í atriði því er þeir mæta Ögnnmdi og Katli. Það er ekki blöðum um það að fletta, að Skugga-Sveinn er liarla ómerkileg sýning. Le}kstjórinn hefur gert við hana það sem líægt er og ,má kalla hana bærilega. Þjóðsöguást okkar veldur því, að við sækj.um sýninguna nriiklu fremur en það, að hér sé um gott- leikrit að ræða. Allir stærri leik- cndur okkar í þessu leikriti hafa skilað miklu betri leilc en nú og í miklu betri verkum. A. B. í ini! VORU HAPPD s r I B S byrjar starfsárið 1953 með því að auka vionúngá úr kr. 1.010.000.00 í KR. 2.400.000,00 fJH-U x l*) J Hæsti vinningur er.: .150 þús. krúnur* fellur í desember. 75 þús. krón& vinn- ingur íellur‘í 1. flokki 10. janúar 10 vinningar á 50 þús hver — 31 vinniitgur á 10 þús. og 4957 vinr<- ingar irá 150 00-5000.00 kr. Aðeins heilmiðar útgefnir. Hinir skatt- frjálsu vinningar falla því óskiptir í hlut eigenda. — Söluverö miðans er 10 kr. —— Endurnýjun 10 kr. — Ársmiði 120 kr. Dregið 12 sinnum á ári Umbóðsmenn í Reykjavík og Hafnarfiröi: A'usturstræti 9. Grettisgötu 26. Verzluuin Koði, Laugaveg 74. Nesvegi 51. Bókabúð Laugamcss. Bókabúð Sigv. Þorsteinssonar, Langholtsv. 62 Kópavogsbúðin. s Bókav. Böðvars Sigurðssonar Ilafnarfirði

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.