Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 12.01.1953, Side 5

Mánudagsblaðið - 12.01.1953, Side 5
Mánudagur 12. janúar 1953 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 5 Skákþáttur Ritstjóri: Guðjón M. Sigurðsson. Hjónabands-sæla! Hver einasta kona veit, að maður hennar getur verið mjög nánasalegur og nagla- legur — til þess búinn að gera hvað sem er til að ergja hina langþjáðu konu sína. Tökum t. d. hjónin Vandermark í Rochester, N-York. Auðvitað var frúnni dæmdur skilnaður inn, þegar hún hafði skýrt dómaranum frá, hvað maður hennar gerði til skemmtunar, er hann kom heim að loknu dagsverki. Það var hans yndi, þegar hann settist til borðs, að brjóta glas sitt og bryðja það og éta. Auðvitað komst hún öll í uppnám út af þessu. Stundum dundaði hann við að bryðja rakvélablöð eins og brjóstsykur, en þó keyrði úr hófi fram, þegar hann fór að festa í sig tölur. Hann saum- aði þær ekki á skyrtuna sína, heldur á skinnið á sér. Þá sleppti frúin sér alveg og sótti um skilnað. Frúin sagði dómaranum, að maðurinn sinn ynni í bíla- verzlun, það skýrði málið ekk- ert fyrir honum, en þegar hún bætti við, að hann hefði unn- ið áður en þau giftust sem cirkusloddari, þá varð máiið öllu augljósara. ★ 1 dómarasalnum í San Fran 'Cisco sagði stórrík hefðarfrú frá því, hvernig rifrildi endaði rnilli eiginmannsins og henn- ar. Hún var í mestu makind- um að baða sig, þegar þau byrjuðu að rífast. Elskan hennar gerir sér þá lítið fyrir þrífur ríku konuna sína upp úr baðinu, ber hana í fanginu út um forstofudyrnar, fer ísjálfur inn en lokar hana úti. Þarna stóð hún skjálfandi, allsber og lekandi blaut. Vesa- lings konan varð að striplast þarna þangað til hún komst loks inn bakdyramegin. Ekki er kunnugt hvað ná- grannarnir sögðu. En þessi aðferð manns hennar gjör- breyttu hinni kátu og létt- lyndu stúlku í hægláta og al- varlega konu. íMerkisdagar Sumt fólk hefur þann sið að merkja með rauðu í alman- akið við ýmsa merkisdaga, er það vill sérstaklega muna. — Ung kona í New Jersey, kom með slíkt alrnanak til dómar- ans, hún sótti um skilnað 28. janúar. Maðurinn minn gaf ér glóð- arauga. 13. marz barði hann mig og tróð mér niður í bað- karið. 26. marz brá hann fyr- ir mig fæti og reyndi svo að troða mér út um gluggann. 12. júní elti hann mig með hamar . . .^Áður en hún komst lengra, stagði dómarinn, að nóg vgeri komið, hún gæti fengiðj^kilnað. Hilldyriö Það er eklti laust við að konur geti líka átt til að vera naglalegar eins og heyra má á þessari sögu. Frú Nelson í Cleveland sótti um skilnað frá manni sínum, af því að hann hafði farið frá henni. Fyrir réttinum sagði maður hennar, Alex, að þetta væri rétt og greindi ástæðuna. — Konan hans hafði keypt sér hund, viðbjóðslegasta kvik- indi, og kallaði hann Alex. Alltaf þegar ég var heima var hún að kalla Alex, Alex, stundum hélt ég, að hún væri að kalla á mig og sagði hvað ? Þá svaraði hún: „Ó, ég var ekki að kalla á þig, heldur hitt dýrið“. Og þess vegna var það, að hann Alex, eiginmaðurinn en ekki hundurinn, fór að heim- an. Dómarinn gaf frúnni skilnað — en hún fékk enga meðgjöf frá manninum. Skák sú, er hér birtist að þessu sinni, er símskák, ein af, og var tefld árið 1950. Skákfélag Akur- eyrar og Taflfélag Reykjavíkur hafa háð svona keppnir nokkrum sinnum, en þó ekki árlega eins og vera ætti, því þetta er ein bezta æfing, sem fáanleg er, það er eng- in klukka, sem rekur á eftir, eins og er í mótum. Einn sár löstur er þó á svona skákum, það er ekki hægt að hefja keppni fyrr en eftir 9 að kvöldi, það skapar því vökunótt, fyrir þá er tefla og þeir sem ekki eru búnir kl. 9,30 f. h. (og það er venjulega um nokkra), verða að setja sínar til dómnefndar. Skákin, er hér kemur á eftir er aðeins 20 leikir, en þó prýði- lega tefld og tók sex klukkustund ir að tefla hana, þótt ekki væri hún lengri. Skýringarnar eru frekar skák- ir ýmissa þekktra manna, en at- hugasemdir við skákina, fyrstu 10 leikina; en byrjunin er mjög lærdómsrík margra hluta vegna. Og skal þeim er skoða, bent á að taka vel eftir svigum, er slíta sundur skýringarnar. Tefld 22. 4. 1950. Hvítt: Svart: Guðjón M. Jóhann Sigurðsson . Snorrason Móttekið drottningarbragð. 1. d2—-d4 d7—d5 2. c2—c4 d5xc4 3. Rgl—f3 Rg8—f6 4. e2—e3 e7—e6 5. Bflxc4 c7—c5 6. 0—0 a7—a6 7. Ddl—e2 Rb8—c6 Hér átti svartur völ á öðrum leiðum, og skulu þær að nokkru skýrðar, þar sem þær gefa góða innsýn 1 byrjunina, sem er mjög margbrotin. Hinn gerði leikur er ekki talinn vel góður vegna lok- unar á lín. a8—hl og c8—cl en er þó vel teljandi. 7. .. b5; 8. Bb3 (ef hér 8. Bd3 cxd4; 9. exd4 (eða 9. Rxd4, Bb7; 10. Hdl, Rb—d7; 11. a4 bxa4; 12. Hxa4, Db6 —) Bb7 og svart heldur jöfnu í báðum tilfellum.) Bb7; 9. a4 Rb—d7 (ekki 9......c4 vegna 10. Bc2, Rc6; 11. axb5, axb5; 12. Hxa8 Dxa8; 14. e4, Rd7; 15. d5, sem hvítur vinnur). 10. e4!cxd4, (Hér mátti ekki l)Bxe4; 11. Rg5, Bd5; 12. Bxd5,Rxd5; 13. Hel, Rd5—16 (ef 13.....b4 þá 14. Rx f7 eða e6 sem vinnur); 14. axb5 með vinningi. 2) 10....Rxe4; 11. d5, exd5; 12. Bxd5!! Bxd5; 13. Rc3, Rf6; 14. Hdl sem gefur vinning skjótlega). 11. axb5, Db6 (Betra er 11......d3; 12. Dxd3, Bxe4; 13. De2, axb5; 14. Hxa8, Dxa8; 15. Rb—d2, Bxf3; 16. Rxf3, Be7; 17. Rd4 með góðri stöðu fyrir havítt.) 12. e5, Rd5; 13. c4, a5; 14. Bd2, Bc5; 15. Ra3, Q—0; 16. Bd3, og hvítt heldur sóknarstöðu. Hér er svo önnur leið, sem er fyrir hina gætnu: 7. ..•■ b5; 8. Bb3, Bb7; 9. Hdl, Rb—d7; 10. a4, b4; (c4 er ekki gptt, vegna 11. Bc2, Be7; 12. e4, Hc8; 13. Bg5, h6; 14. Bxf6, Bxf6; 15. axb5, axb5; 16. Ra3! Db6; 17. b3, Lilienthal—. Landau, einvígi 1934) 11. Rb—d2, Dc7; 12. Rc4, Be7; 13. Rf—e5, 0—0; 14. Bd2, Ha—c8; 15. Ha—cl, Hf—d8 Keres—Reshevsky, Sem- mering—Baden 1937. 8. Rbl—c3 b7—b5 Ekki 8.....cxd4 vegna 9. Hdl og fær góða, opna stöðu. 9. Bc4—b3 Bc8—b7 Bezti leikurinn. Rangt hefðl verið 9....b4? vegna 10. d5! Hér verður erfitt að svara t. d. 1) 10. Ra5?; 11. Ba4f, Bd7, 12. dxe6, fxe6; 13. Hdl!, bxc3; 14. Hxd7! Rxd7; 15. Re5, Ha7; 16. bxc3, Ke7; 17. e4, Rf6; 18. Bg5, Dc7; 19. Bf4, Db6; 20. Hdl, g6; 21. Bg5, Bg7; 22. Rd7„ Hxd7; 23. Hxd7, Kf8; 24. Bxf6, Bxf6; 25. e5. Gefið. (Alekhin—Böök, Mar- gate, 1938. 2) 10..... exd5; 12. Rxd5, Rxd5; 13. Hdl o. s. frv. 3) 10..... Rxd5; 11. Rxd5, exd5; 12. e4 o. s. frv. 4) 10...bxc3; 11. dxc6 o. s, frv. 9......Be7? hefði gefið leik. 10. Hfl—dl Dd8—c7 11. d4—d5 e6xd5 12. e3—e4!--------- Frá efnishyggju sjónarmiði var 12. Rxd5 beztur, en hinn gerði leikur skapar svörtu margvíslega örðugleika, sem koma í ljós. 12. ---d5—d4 13. Rc3—d5 Dc8—d8 Fróðlegt er að kanna eftirfar- andi leikjaraðir t. d.: 13.... Rxd5; 14. exd5f, Re7; 15. Rxd4! 0—0—0; 16. d6!, Dxd6; 17. Dg4f, Dd7; 18. Re6! sem vinnur skjótt, eða 15.....cxd4; 16. Hxd4 með fljótteknum vinningi, eða 15.. c4; 16. d6!, Dxd6; 17. Rf5, Dc6; 18. Rd6f, Kd7; 19. Rxb7t, Kc8; 20. Bc2 og vinnur. 14. Bcl—f4 Ha8—c8 Auðvitað ekki 14. .... Rh5 vegna 15. Rc7t, Ke7; 18. Rxd4, Rxf4; 17. Rf5t, Kf6; 18. Rd5t o. s. frv. 15. a2—a4! Rc6—a5 Eina hugsanlega vörnin gegn hótunum hvits, t. d. 15. c4; 16. axb5, axb5; 17. Rxd4! sem vinn- ur, eða 15...d3, 16. Hxd3, c4; 17. Rc7t og vinnur. 16. Rd5xf6 (?)----- Réttara virðist 16. Rxd4!, cxd4; 17. Hxd4, Rxb3 (hér nægir ekki 17....Bd6; 18. e5, Bxb3; 19. exf6t, Kf8, 20. fxg7t, Kg8; 21. gxh8t o. s. fr.); 18. R—c7t, Dxc7; 19. Bxc7, Rxd4, 20. D3, Hxc7; 21. Dxd4, og hvítur ætti að vinna. vegna stöðu svörtu mannanna. 16. ---Dd8xf6 17. Bf4—g5 Df6—b8 18. Bb3—d5 Bf8—d6? Mannstap! En er til vöm? Reyna má 18......b4„ þótt ekki sé það gott, þvi svarið verður 19. Re5, Hc7; 29. Rc4, og hvítur ætti að halda vinning. 19. a4xb5 Hc8—b8 Ef — 19......0—0; 20. Hxa5,- sem vinnur. 20. Bg5—d2 | Hér gaf svart, því riddarinA verður ekki varinn. Krossgáta Mánudagsblaásins Nr. 36. SKÝRINGAR: Lárétt: l/fflíf — 8. Spjald — 9. Hesta — 10. Stefna •— 11. Stafur — 12. Beygði sig — 14. Fugl — 15. Öeirða - 18. Dreifa — 20. Fundur — 21. Fæði — 2. Eyjaskeggja — 24. Skrá — 26. Suða — 28. Skrifaði — 29. Hund — 30 Leyfi. Lóðrétt: 1. Þrjótsins — 2. Smábýla — 3. Baunir — Hafa einn á milli — 5. Kvæði — 6. Far — 7. Verkur — 9. Blaðar — 13. Auð —16. Hnöttur —17. Skoðun — 19. Tíma- bilin — 21. Barðir — 23. Skel — 25. Vatnagróður — 27. Slagsmál. Krossgáta nr. 35. Ráðning. Lárétt: 1. Passa — 5. Mas — Arka — 9. Garm — 10. Nía — 11 Ætu — 12. Snúa — 14. Ira — 15. Trúða —-18. Ró — 20. Mín — 21. Ká — 22. Ami — 24. Nafar — 26. Nana — 28. Roki — 29. Arnar — 30. Bað. Lóðrétt: 1. Pansarana — 2. Arin — 3. Skaut — 4. S.A. 5. Maura — 6. A-r — 7. Smá — 9. Glitrar — 13. Arm — 16. Úin — 17. Tárið — 19. Ömar — 21. Kaka —■ 23. Inn — 25. F.O.B. 27. A.A. Gullfaxi 2mm 99 Ákveðið er að „Gullfaxi" fari til Kaupmannahafn- ar til gagngerðrar skoðunar n. k. þriðjudag, 13. janúar Mun skoðun þessi taka um þriggja vikna tíma. Af áðurgreindum orsökum falla niður eftirtaldar áætlunarferðir „Gullfaxa“. FI. 110 Reykjavík—Prestwick — Kaupmannahöfn, 20. janúar, 27. janúar og 3. febrúar. FI. 111 Kaupmannahöfn—Prestwick—Reykjavík, 14., 21., og 28. janúar. Fyrstu ferðir „Gullfaxa“ að skoðun lokinni verða sem hér segir: Frá Kaupmannahöfn og Prestwick til Reykjavíkur 4. febrúar. Frá Reykjavík til Prestwick og Kaupmannahafnar 10. febrúar. Flugfélag íslands h.i.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.