Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 19.01.1953, Side 7

Mánudagsblaðið - 19.01.1953, Side 7
Mánudagur 19. janúar 1953 MÁNUDAGSKJVÐIÐ 7 KOSNINGAÞANKAR Pramhald af 4. siðu, jóns mundi verða geysihörð og tvísýn. l’.'í,; Bai'ð'astrandársýslíi Um Barðastrandarsýslu rikir mikil óvissa. Sumir segja, að Gísli -Tónsson sé tregur að fara oftar fram, og er þá ekki auðfenginn eftirmaður hans. Sumir tala um Kristján Einarsson framkvœmda- stjóra. Meðal Framsóknarmanna eru mikil átök um framboðið. Eru margir gramir Sigurvini Ein- arssyni, sem fór út af línunni i iorsetakosningunum, en Sigurviu vill ólmur fara fram. Framsókn- armenn í austurhluta sýslunnar vilja fá Ólaf í Króksfjarðarnesi. V.-ísafjarðarsýsla Um Vestur-ísafjarðarsýslu mun allt óráðíð, nema það, að Eiríkur Þorsteinsson verður aftur í kjöri fyrir Framsókn. Hæpið er talið, að Þórvaldur Garðar fari aftur frám, og þó mun Sjálístæðisfloklc urinn ekki eiga annan liklegri frámbjóðandá. Sagt er, að Sturla Jónsson fari ekki fram, en fram- boð Alþýðuflokksins mun eklci ráðið. Þórhallur Ásgeirsson er sagður neita með öllu að fara fram. ■ Talsvert hefur verið rætt um Benedikt Gröndál sem hugs- anlegan frambjóðanda í kjör- dæminu. ísafjörður Og svo ef’Jiá’ð Tsáíjöfðúr. Fer Hánnibai fram í Reykjavik eða á ísáfirði? Ef hið fyrra verður ofan 6, hve’fri seridir Alþýðuflokkurinn þá'á ísafjörð. Getið hefur verið upp á ýmsum, Benedikt Gröndal, Kristrii Gunnarssyni, Helga Haiitíessyni og Birgi Firirissýhi. En kannskc verður Hannibal kýrr á ísáfirði eftir allt saman. Kjartan læknir fer að likindum fvarii fyrir Sjáifstæðisíflokkinn, etída mun hann hafa méiri sigur- möguieika én nökkur annar. Talið er, að Hafaldur Steinþórsson fari fram fyrir kommúnista í stað Hauks Helgasonar. N.rísafjarðarsýsla f Norður-ísafjarðarsýslu fer auðvitað Sigurður Bjarnason fram, en íramboð Alþýðuflokks- ins mun óráðið. Talað er um Birgi Finnsson, Friðfinn Ólafsson, Björgvin Sighvatsson á ísafirði, Stein Emilsson í Bolungavík og enn fleiri. Þama er talsverður möguleiki á uppbótarsæti fyrir frambjóðanda Alþýöuflokksins. Strandasýsla Strandasýsla er lítið spcnnandi. Hermann er ömggur, og það vek- ur litla athygli, hverjir verða sendir á móti honum. Svipað er að segja um báðar Húnavatnssýsl urnar, Skvdi og Jón eru vissir, hverjir ? sem fara fram á móti þeim. Skagafjörður Um Skagafjarðarsýslu ríkir meiri óvissa. Sumir eru að segja, að Jón á Reynistað fáist ekki til að fara fram. Væri þá ekki gott að segja, hver tæki við af honum. Nefndir hafa verið Haráldur á Völlum, Pétur Hannesson og Árni G. Eylands. Steingrimur forsætis- ráðherra verður eflaust efstur á Framsóknarlistanum. Siglufjörður Á Siglufirði fara sjálísagt fram Áki og Erlendur, eins og síðast. Talið er, að Einai' Ingimundar- son bæjarfógeti verði frambjóð- andi Sjálfstæðisflokksins. Eyjafjörður í Eyjafirði er nú talið sennilegt, að Bernharð verði efstur á lista Framsóknar. í stimar var dregið mjög í efa, að Bemharð færi fram aftur. Framsóknarforingjarnir voru honum þá sárreiðir vegna óþekktar hans í forsetakosning- unum. Nú er talið, að sættir hafi tekizt, og að Bernharð fari enn fram. Magnús frá Mel verður ef- laust efstur á Sjálfstæðislistanum, en Steíán í Fagraskógi hættir þingmennsku vegna vanheilsu. Akureyri Á Akureyri fer Jónas Rafnar fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Óvissara er um framboð Fram- sóknar. Á Akureyri urðu mikil illindi í Framsóknarflokknum út af forsetakosningunum. Sagt er, að margir Ásgeirsmenn í Fram- sókn á Ákureyri neiti með öllu að styðja dr. Kristin Guðmurids- son, sem var hatrammur andstæð- ingur Ásgeirs. Eru þar sagðir fremstir í flokki þeir Frimanns- •brieður,-Jóhannes og Guðmund- ur-.--Hinsvegar.>er talið, að þcir mundu sætta sig við Jakob Frí- mannsson, þótt hann væri einnig á móti Ásgeiri. Kannske verður það úr, að Jakob fari fram. Fý’rir Alþýðufl. mun Steindór Stein- dórsson vera í kjöri. Óvissara er um íramboð kommúnista. Lengi hefur verið talsverð óánægja með Steingrím Aðalsteinsson meðal kommúnista á Akureyri, og valda þvi bæði pólitísk mál og persónu- leg. Sumir ætla, að Sigurður Ró- bei'tsson eðá Tryggvi Helgason verði í kjöri fyrir kommúnista næst. Þingeyjarsýslur í Þingeyjarsýslum fara fram þeir Karl Kristjánsson- og Gísli Guðmundsson, og það skiptir litlu máli, hverjir verða i kjöri á fhóti þeim. Múlasýsiur Að líkindmn verða sömu menn og síðast í kjöri fyrir Fram- sókn í Norður-Múlasýslu. Ekki mun ráðið framboð Sjálf- stæðismanna þar. Liklega verður Arni G. Eylands efstur á lista þeirrn, ef hann fer ekki i annað kjördæmj. Að honum frágengn- um er Aðalsteinn á Vaðbrekku sennilegasti frambjóðandinn. Á Seyðisfirði fer Lárus Jóhannes- son fram, og sennilega líka Jónas Árnason. Óvissara er um fram- boð Alþýðuflokksins. Það voru mikil mistök hjá Alþýðuflokkn- um að draga Barða Guðmunds- son þar til baka síðast, því að hann hefði líklega verið öruggur um uppbótarsæti. í Suður-Múlasýslu fara sömu menn fyrir Framsókn, Eysteinn og Vilhjálmur, og Lúðvík fyrir kommúnista. Óvíst er, hvem Sjálf stæðisflokkurinn hefur þar efst- an. Hafa ýmsir hevrzt til nefndir, Sveinn á Egilsstöðum, Kristján Steingrímsson, bæjarfógeti i Nes- kaupstað, og Gunnar Helgason, erindreki Sjálfstæðísflokksins. Hins vegar hefur séra Pétur í Vállanesi ekki heyrzt nefndur i þessu sambandi. Það er munur á mannvali Sjálfstæðisflokksins á þessum slóðum nú og á þeim tímum. þegar Árni Pálsson og Magnús Gíslason voru í kjöri fyr- ir flokkinn. Skai'taf ellssýslur í Austur-Skaftafellssýslu fara Páll og Ásmundur fram. Allt er óvissara mri framboð Sjálfstæðis- flokksins. Margir ætla,. að Gunnar Bjarnason fari ekki ’fram nú, enda kváðu ýmsar gíeinar haía gerzt með honum og flokksstjóm- inni. Liklega verður einhver ut- anhéraðsmaður i kjöri fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. í Vestur-Skaftafellssýslu bítast Jónamir eins Og áður, og senni- lega verður atkvæðamunur þeirra innan við 10 atkvaaði eins og fyrr. Vestmannaeyjar Litið hefur heyrzt um Vest- mannaeyjar. Raddir hafa heyrzt um það, að Jóhann Þ. Jósefsson muni ekki fara fram, en sennilega er það ekki rétt, Flokkurinn á engan, sem skipað geti sess Jó- hanns. Fyrir Framsókn fer Helgi Benediktsson sjáiísagt fram, hat- aðri af andstæðingunum og dáð- ari af flokksmönnunum en nokkru sinni fyrr. Hvort ís- leifur Högnason fer í Eyjar fyrir kommúnista, er alls óvíst, en hann á þar áreiðanlega meira íylgi en nokkur annar frambjóðandi þeirra getur hugsazt að fá. Hver fer íyrir Alþýðuflokkinn er einn- ig óvíst. Hi'ólfur Ingólfsson er kominn á kant við flokkinn og fer áreiðanlega ckki fram. Kannske verður það Páll Þorbjarnarson eða einhver nýr maður. Rangárvallasýsla Sennilegt er, að breytingar verði ekki í Rangárvallasýslu, Helgi og Ingólfur verði áfram. Fregnir um, að Helgi hyggist hætta þing- mennsku, hafa verið bornar til baka. Annars mun fullráðið að Björn sýslumaður verði eítirmað- ur Helga, þegar þar að kemur. Ámessýsla í Ámessýslu hefur framboð Sjálfstæðisflokksins verið ráðið. Sigurður Ólafsson verður í efsta sæti. Sigurður er vinsæll maður, en í uppsveitum sýslunnar vildu þó margir fremur Steinþór á Hæli, enda hefði farið vel á því, að hann hefði setzt i sæti frænda sins. Mikið hefur verið rætt um framboð franxsóknar. Sumir hafa haldið, að Jörundur mundi nú hætta þingmennsku, en hann er aldursforseti Alþingis, kominn fast að sjötugu. Ýmsir hafa verið tilnefndir sem eftirmenn Jörund- ar, og þá kannske mest Þorsteinn á Vatnsleysu, núverandi vara- maður hans. Þorsteinn er glæsi- menni og mynxjarbóndi, en sum- um þykir Iiann varla nógu harð- skeyttur. Einnig hefur verið neíndur Guðmundur á Brú, bróð- ir Tómasar skálds. En þar sem Tómas hefur saínað fjársjóðum á himni, hefur bróðir hans safnað fjármunum þessa heims, og mun nú vera einn ríkasti bóndi á Is- landi. Þriði maðurinn sem nefnd- ur hefur verið, er Páll Diðriks- son á Búrfelli. Páll er að líkindum vinsælli en hinir báðir, en hann er hæglætismaður og hefur sig lítt í frammi. Af viðtölum við Framsóknarbændur í Árnessýslu hefur mér skilizt, að þeir mundu helzt kjósa Pál, ef þeir fengju að vera frjálsir. En sennilega þurfa þeir ekki að velja sér nýjan þingmann nú. Síðusíu fregnir benda til þess, að Jörundur ætli að verða þingmaður áfram, og kannske situr hann enn á Al- þingi á hundrað ára afmæli sínu. Ajax. HAPPDRÆTTI r rn HASKOLA ISLANDS Vinningar þetta ár eru sera hér segir: 1.-12. 11. 1 viifningur á 150.000 kr. . . 150.000 kr. 4 vinninjgar - 40.000 - - . 160.000 -— 9 — - 25.000 225.000 — 18 — 10.000 180.000 — 18 — - 5.000 — . . 90.000 — 130 — - 2.000 — . . 260.000 — 500 — - 1.000 — . . 500.000 — 3005 — - 500 — . . 1502.500 — 0315 — - 300 — . . 1894.500 — 10000 -1962.000 kr 4 uka vinningar: 4 vinningar á 5.000 kr. . . 20.000 kr 29 — - 2.000 -— . . 58.000 — 10033 5.040.000 kr Vinningar í 1. flokki eru 550, samtals 241500 kr. Verið raeð frá upptiafi

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.