Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.06.1953, Síða 4

Mánudagsblaðið - 01.06.1953, Síða 4
'7' MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 1. júní 1953, é MÁNUDAGSBLAÐIÐ BLAÐ FYRIR ALLA Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð 2 kr. í lausasölu. Afgreiðsla: Tjarnarg. 39. — Símar ritstj.: 3496 og 3975. PrentsrniSja Þjóðviljans h.f. rseái Al þingiskosningarnar ■0? tf. M #,í 1 % •«r :*éf jfe...... f*'- # » Framhald af 1. síðu. ísberg, son Guðbrands sýslumanns, ungan mann og lítt þekktan. Lítil von er til þess, að hann geti staðið neitt að ráði í Skúla á orðaþingum, því að Skúli er ágætlega máli farinn og harðsnúinn fundarmaður. Það er furðuleg starblinda hjá Sjálfstæðisflokknum, að reyna ekki heldur að fá til framboðs gegna bændur úr kjördæminu sjálfu en Heimdallarstráka, sem ætla sér að gera pólitík að lífsstarfi. Þetta ber hug um algert skeytingarleysi á hugsunarhætti sveitafólksins. Sjálfstæðismenn í Snæfellsnessýslu, Norður-Múlasýslu og víðar hafa gert uppreisn gegn þessari pólitík flokksforustunnar og boðið fram menn úr kjördæm- inu sjálfu. Sá tími fer að verða á enda, að kjósendur úti á landsbyggðinni séu ekki annað en atkvæðafénað- ur til að lyfta embættismönnum og atvinnupólitíkus- um úr Reykjavík til.metorða. Þeir láta ekki lengur bjóða sér slíkt, enn eiga flokkarnir yfirleitt nóg mannval í kjördæmunum sjálfum, menn sem ekki hafa flúið frá framleiðslustörfunum og lífsbaráttu fólksins. Þeir kæra sig ekkert um, að stjórnir flokk- anna í Reykjavík séu að senda þeim einhverja pabba- drengi, sem aldrei hafa snert á orfi eða færi og kunna ekkert annað en eitthvað innantómt slagorðaglamur, sem flokksforustan hefur lagt þeim í munn. Alþýðuflokkurinn Alþýðuflokkurinn býður fram Kjartan Guðnason. Kjartan er sómamaður, en hvers vegna býður ékki flokkurinn fram einhvern verkamann á Hvamms- tanga? Kommúnistar Björn Þorsteinsson sagnfræðingur býður sig fram fyrir kommúnista. Hann er Húnvetningur að ætt, þótt hann hafi lítið dvalizt í sýslunni. Björn er greind- ur maður og góður drengur, en í pólitíkinni er hann algerlega einsýnn, einn hinna frelsuðu kommúnista, sem veit ekki hvað efi er, og. engin hætta er á, að gangi nokkurntíma af. trúnni. .. %■ MÝRASÝSLA Framsóknai*flokkurinn: Þar býður Framsókn aftur fram Andrés í Síðu- múla, en flestir höfðu haldið, að Magnús Sigurðsson á Gilsbakka mundi fara fram fyrir flokkinn nú. Víst er um það, að Magnús á að verða eftirmaður Andrésar. Við aukakosninguna síðast sigraði Andrés með aðeins 17 atkvæða meirihluta, en meirihluti Bjarna Ásgeirs- sonar hafði oftast verið um 100 atkvæði. Margir Sjálf- stæðismenn í vesturhreppum sýslunnar voru vinir Bjarna og frændur og kusu hann alltaf. Þegar Bjarni hætti þingmennsku hurfu þessir menn heim til föður- húsanna. Álftaneshreppur og SHraunhreppur voru ekki síðast þau Framsóknarvígi, sem þeir höfðu lengi verið. Á hinn bóginn á Andrés marga góðvini meðal Sjálfstæðismanna í Hvítársíðu og Þverárhlíð. Davíð á Arnbjargarlæk, Guðmundur á Þorgautsstöðum og Kaimanstimgubræður beittu sér ekkert gegn Andrési og sumir halda jafnvel, að þeir hafi kosið hann, hvernig sem það nú kann að vera. Andrés á mikinn meirihluta á Hvítársíðunni, sem lengi var eitt sterk- ásta vígi Sjálfstæðismanna í Mýrasýslu. Hér skipti máli að Sigurður á Gilsbakka fór úr Sjálfstæðisflokkn- xim og yfir til Framsóknar. Mýramönnum hefur ann- ars yfirleitt líkað vel við Andrés þennan tíma, sem hann hefur verið þingmaður þeirra. Hann hefur gert mikið fyrir kjördæmið, og verið þar miklu aðsópsmeiri en Bjarni Ásgeirsson, sem er annað betur gefið en harka og baráttuhugúr. Annars er Andrés vinsæll persónulega eins og Bjarni var líka, um hvorugan þeirra sem mann hef ég heyrt eitt styggðai'yrði. Það bagar Andrés mjög í þessari kosningabar- áttu, að hann slasaðist síðastliðinn vetur og er bækl- aður síðan, svo hann mun lítinn þátt geta tekið í kosn- ingafundum. En kannske kemur þetta ekki að sök. Menn kenna kannske í brjósti um hann, og svo er hann ekki neinn ræðuskörugur, hvort sem er. S jálf stæðisf lokkurinn: Pétur Gunnarsson fer enn fram fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Hann er harðari baráttumaður en Andrés, en hann á ekki nein önnur tök í Mýrasýslu en hreint flokkksfylgi. Hann er ættaður úr öðrum landsfjórð- ungi og bauð sig fyrst fram í Mýrasýslu öllum ókunn- ugur, og slíkir menn eiga alltaf erfiðari aðstöðu en rótgrónir innanhéraðsmenn, en þetta ætla fiokarnir aldrei að skilja. Pétur er duglegur, en einhver yfir- borðsmennska loðir alltaf við hann. Eg hugsa, að hon- um takist heldur ekki í þetta sinn að fella Andrés. Eg spái því, að Andrés verði kosinn með svipuðum meirihluta og síðast. Alþýðuf loklíurhm: Aðalsteinn Halldórsson tollvörður fer enn fram fyrir Alþýðuflokkinn. Hann er ættaður úr Mýrasýslu og vinsæll þar, enda mikilhæfur maður. En Æþýðu- flokkurinn hefur alltaf átt erfitt uppdráttar í Mýra- sýslu, eins og í flestum kjördæmum, þar sem baráttan er tvísýn milli Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins. Konimúnistaf Iokkuriim: Fyrir kommúnista fer fram Guðmundur Hjartar- son. Við aukakosninguna síðast buðu kommúnistar ekki f ram, en studdu Berg Sigurbjömsson, sem þá fór fram utanflokka, en er nú kominn í Þjóðvarnarflokk- inn. Bergur fékk þá nær ekkert annað fylgi en komm- únistaatkvæðin, en þau eru rúmlega 100 í Mýrasýslu. Líklega fær Guðmundur svipað fylgi og Bergur síðast. Guðmundur er upprunninn í Mýrasýslu og kunnugur þar. Hann er velviljaður hæglætismaður, sem gott eitt er um að segja. Aðalfylgi Guðmundar er í Borg- arnesi, þar sem kommúnistar hafa lengi verið all- sterkir, ekki síður meðal „betri borgara“ en verka- manna. Dálítið fylgi eiga þeir einnig í sve'itunum. Guðmundur Böðvarsson skáld á Kirkjubóli hefur lengi verið talinn standa nærri þeim, en náfrændi Kiljans. Við síðustu kosningar studdi Guðmundur skáld þó Andrés sveitunga sinn. En nú er hann nýkominn forkláraður austan úr Rússíá, svo að það er viðbúið að hann yfirgefi Andrés og styðji nú nafna sinn. Að minnsta kosti mun stjórn MÍR,' sem bauð honum í austurveg, finnast, að ekki megi minna vera. ÍSAFJÖRÐUR Þar eru aðeins þrír flokkar í kjöri. Framsóknar- flokkurinn, sem á um 60 atkvæði á ísafirði, býður ekki fram þar nú. Eflaust.er hér um að ræða hrossa- kaup milli Framsóknarmanna og Alþýðuflokksmanna. Framsóknarfl. býður ekki fram á ísafirði þar sem Hannibal hefur verið talinn í hættu, en Alþýðuflokk- urinn býður nú ekki fram í Dalasýslu, Norður-Múla- sýslu og Vestur-Skaftafellssýslu, en í öllum þessum kjördæmum er geysihörð barátta milli Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins. Hvort Seyðisfjörð- ur og Austur-Skaftafellssýsla eru með í þessu sam- komulagi skal ósagt látið. Sumir ætla þó, að ekki muni allir Framsóknar- menn á Isafirði kjósa Hannibal, sumir þeirra muni kjósa landslista Framsóknar. Flestum ber saman um, að kosningabaráttan á ísafirði muni verða geysihörð, eins og hún hefur reyndar löngum verið þar vestra. Síðast hafði Hannibal aðeins níu atkvæði umfram Kjartan. Þá hafði Hannibal þó ýmis tromp á hend- inni. Nokkrir hægfara kommúnistar kusu hann þá, því að atkvæði þau, sem frambjóðandi kommúnista fékk, féllu auðvitað dauð og ógild í aukakosningu. í almennum kosningum koma hinsvegar slíkt atkvæði flokknum að gagni við úthlutun uppbótarsæta. Einnig er talið að Hannibal hafi grætt eitthvað á þvi, í auka- kosningunni í fyrra, áð hún var háð mjög skömmu Framhald á 7. síðu. Kosningaspjall ' Nú er pólitíkin í lóðafai'i. Að því er skemmtun nokkur. Það er svo mikill fans utan um. hana. Mislitur hópur er það* en allir vilja hafa gott af tík- inni, og margur hefur haft: gott af henni, en marga hefur hún klórað. Það er mjög einkennandil fyrir framboðin nú að þessu. sinni, að atvinnupólitíkusar koma úr öllum áttum og' steypa sér niður í kjördæmin. eins og ránfuglar, sem leita. sér að bráð, oft á hinum frá- leitustu og fjarlægustu mið- um. Einkum eru það bænda- kjördæmin, sem fyrir þessum. árásum verða. Eg held að bændamenning- in í landi voru sé mjög í aft- urför. Veldur þar um hin mikla hámenning þjóðarinn- ar. Hin mikla og langa menntabraut, sem æskan geng' ur verður þess valdandi, að dugandi menn komast á aðra. hyllu en „púla upp á kúgras", en miðlungar og undirmáls- mennirnir verða bændur. Þetta vita hinir pólitísku: hrafnar. Þeir vita hvar era. veiðilönd fyrir þingsæti, hvar menn eru þekkingarsnáuðir um landsmál, veilir, hálfir og trúgjarnir. Fyrr var það svo, að 1 hverju kjördæmi var nóg bændaval. til að fara á þing. Enda ekki gerðar aðrar kröfur til þing- manna en óflekkað mannorð. Þetta var miklu heppilegra. Þeir þekktu hver sitt kjör- dæmi og kunnu skil á þörfum þes$. Þeir voru þröngsýnir og stilltu kröfum sínum í hóf. Það er nú svo, að þingmaður- ínn er sendur á þing fyrir sitt kjördæmi til þess að sníkja. fjárupphæð úr ríkissjóði handa kjördæminu. Það sem einkennir sveitirn- ar nú í seinni tíð, er, vanmat héraðsbúa hver á öðrum, öf- und og misunnun. Mætti finna mörg dæmi þess, að hinir beztu menn hafa orðið horn- rekur í sinni sveit, fyrir mis- skilið mat á hæfileikum þeirra. Má þar til nefna Sig- urð Guðnason alþingismann, sem við þekkjum allir að góðu. Hann var eitt sinn bóndi í Árnessýslu. Hann var góður- bóndi, sem fór vel með bú- peninginn, þessi hálfsystkini sín. Þrátt fyrir gáfur hans, búfræðilærdóm og margt ann- að aðalsmark mannsins, sem hann ber í svo’ ríkum mæli, þá var hann ekki kosinn til neinna opinberra starfa í sinni sveit. Þar var þó nóg um slík störf. Þar þurfti að kjósa í hreppsnefnd, heyskoðunar- menn, menn til að hreinsa hundana og margt fleira, sem. of langt yrði upp að telja. En Sigurður hlaut ekki kosningu. Ekki fyrir það, að hann væri ekki fær í þessa sjói, heldur aðeins fyrir vanmat á hans glæsilegu goðbornu persónu, sem ber með sér ljós og líf. Framhald á 7. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.