Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 5
Mánudagnr 1. júní 1953. Áhngcsmál kvextna Flóra er nafnið á nýrri tegund af smjörlíki, sem nú er farið að selja hér. Þetta smjörlíki hef- ur þann ókost, að illmögulegt er að steikja úr því. Eg vildi ráðleggja þeim þarna í kaup- félaginu fyrir norðan að kreista betur úr því vatnið, áður en þeir senda það hing- að suður til sölu. Annars má segja með sanni um íslenzka smjörlíkið, að það gæti verið samkeppnisfært hvar sem væri, svo prýðilegt er það. Sani — Fluxh heitir amerískt hreinlætisduft, sem er notað til að hreinsa salerni og fleira með. Allrar varúðar skyldi þó gætt við að nota það, því það er afar sterkt og má ekki nota á nein húðuð ílát, svo sem húðaða vaska eða baðker. Eg' nefni þetta af því að ég veit um konu, sem notaði mjög svipað duft þessu á bað- ker og hálf eyðilagði það með því. Það ætti að vera sjálfsagð- ur hlutur, þegar svona sterkt efni er seijt, að hafður sé leiðanúsir á islenzku með. Propyiaícohoí fæst í öllum apótekum, og er áreiðanlega eitt af því bezta við bólum og nöbbum í and- liti, sem svo margir unglingar fá á vissum aldri. Eg þekki fjöldann allan af unglingum, sem hafa reynt allt mögulegt við þessum bólum og hefur Propylalchol reynzt þeim bezt af öllu. Er það borið á bólurn- ar eftir að varlega hef ur verið kreist úr þeim með bómull. Gamli kirkjugarðurinn er átakanlega illa hirtur. Ef þú gengur um gamla kirkju- garðinn í dag, þá blasir ófög- ur sjón við. Skakkir krossar og hallandi legsteinar, girð- ingar úr lagi, gangstéttirnar meira og minna fullar af rusli og meðfram girðingunni um- hverfis garðinn haugar af i'usli, sem verið er að safna saman, þar til þeim verður einhverntíma ekið á burt. — Flestöll leiðin óhirt og svona gengur það allt sumarið, að það er verið að smádunda við að hreinsa hann og svo kem- ur haustið qg veturinn og næsta vor byrjar sama núllið. I fyrrasumar var ruslið geymt svo lengi, að kirkju- garðurinn var fai'inn að mora í pöddurn og óþverra, svo að sprauta varð hann með sér- staklega sterku eitri. Fegrun- arfélagið hefur alveg gleymt kirkjugarðinmn, þeim garði, sem bærinn á sjálfur að sjá um, þegar það rásaði um bæ- inn og skoðaði garða einstakl- inganna. Einstaka leiðj er í garðinum vel hirt, en það ei'u þau leiði, sem vandamenn hirða um. Vestan í garðinum er graf- hýsi, úr steinstevpu, sem er nú að grotna niður. Væri nauðsynlegt að það yrði gert við það sem fyrst. Ótal fleira er svo úr sér gengið og illa hirt, að ómögulegt er á að horfa. Eg veit vel, að það er verið að dunda við að hreinsa garð- inn, en þetta má ekki vera dundur vinna, heldur verður að fá fleira fólk og þrífa og laga garðinn á skömmum töma. Núna i byrjun júní ætti að vera búið að gera garðinn sómasamlega í stand — það er lágmarkskrafa okkar allra. Ef þig dreymir.... Hendur. Ef einhvern dreymir að hann hafi fallegar hendur, spá ir það velfarnaði í lífinu. Ef mann dreymir stai’fsamar, lagnar hendur, spáir það hvild eftir eifiði. Ef þig dreymir krepptar og hnýttar hendur, þá þýðir það léttir frá fjárhagsáhyggjum. Að veifa höndunum, þýðir skilnað. Blíðuatlot með hönd- unum þýða 'ástir og hjóna- band. Gluggi. Ef mann dieymir að hann sé að opna glugga, þýðir það betri heilsu. Að loka glugga, þýðir það, að gestur komi. Að fara inn um glugga, þýðir að einhver vill koma þér .i meið- yrðamál. Að brjóta rúðu í glugga þýðir lélega heilsu. Hringur. Ef einhver, karl eða kona, setur hring á fingur þér í draumi, þá lifir þú mörg ó- ánægjuaugnablik í ástalífi þínu. Ef þú finnur hring, þá finn- ’ur þú annan elskanda. Að missa hring spáir góðu um fésýslustörf. Bíðröð. Að dreyma að maður standi í biðröð fyrir frarnan leikhús eða annan skemmtistað, tákn- ar vonbrigði. Ræðupallur. Það verður heitið á þig að halda opinbera ræðu, ef þig dreymir að þú standir á ræðu- palli. Svo getur verið að þú fáir tilboð að halda ræðu frá einhverjum. Píanó. Að dreyma að maður geti leikið á píanó auöveldlega og til skemmtunar, jafnvel þó maður hafi aldrei lært það, spáir velfamaði í dráttlist, málningu eða pentlist og skrift. Að diejTna um að lyfta pía- MÁNUDAGSBLAÐIÐ Ein af vinsælli HoIIywood- stjörnum, Betty Grable, gift Harry Jarnes, hljómsveitarstj. nói, spáir löngum starfstíma og góðri heilsu. Að heyra listam. leika vel á píanó spá- ir meira kaupi. En ef spilað er falskt, þá máttu búast við að þér verði sagt upp. Skíp. Að dreymá gufu- eða segl- skip, spáir ævintýrum, sem hafa í för með séf gróða og ánægju. Að lenda í skipbroti þýðir það-, að maður hefur mikið fyrir að bjarga sínu góða mannorði. Móðic skrifar Rvík, 19. maí 1953. Herra ritstjóri! Hérna langar mig til þess að minnast á atvik, sem gerð- ist í gagnfræðadeild hér í bæ, og þykir ósæmandi af kenn- ara að tala svona við börn, sem eru að byrja nám sitt og eiga ekki að venja sig á að komast áfram með svindli. Hann sagði á þessa leið: „Krakkar, þegar þið komið í prófið, skulið þið sitja sem fjærst kennaranum og þétt saman. Það getur líka verið gott að hafa miða til þess að vera búin að skrifa helztu at- riðin, sem gott væri að hafa við hendina. Einu sinni þekkti ég strák, sem hafði með sér miða, og hann spjaraði sig ágætlega. Þið þurfið ekki að halda, að ég ségi frá þessu, nei, börnin góð, þið megið treysta því.“ Já, þannig talaði þessi fyr- irmyndar kennari, og mun ég vonast til að hann eigi sér fáa líka. Þetta vildi ég svq mælast til að þér birtuð öðrum til frekari athugunar. — Fyrir- frani þökk fyrir birtinguna. Móðir. Kn'ffssgáta Mmiudagshlaðsins Nr. 52. Nr. 53. SKlRINGAR: Lárétt: 1. Tala — 5. Forsetning — 8. Sprettur — 9. Slæpingsháttur — 10. Spil — 11. Fótabúnað — 12. Kvenm,- nafn — 14. Þykir vænt um — 15. Hlutaðeigandi — 18. Aðgæta — 20. Forskeyti — 21. Guð — 22. Flýti — 24. Veik — 26. Band — 28. Slá í óvit — 29. Útlimir — 30. Þjóðhöfð- ingi. Lóðrétt: 1. Gata í Rvík —2. Lengdareining — 3. Dana — 4. Samhljóðar — 5. Kjána — 6. Næði — 7. Skratti — 9. Beitir höfðinu — 13. Skel — 16. Vond — 17. Egnir — 19. Hæðir — 21. Fugl — 23. Vesæl'— 25. Neyðarkall — 27. Kvartett. Ráðning á krossgátu nr. 52. Lárétt: 1. Þjóra — 5. Lóa — fóru — 9. Vott — 10. Óla — 11. Ris — 12. Faga — 14. N.N.N — 15. Alísa — 18. Ró — 20. Ata — 21. E. Æ. 22. Nit — 24. Alin — 26. Inir — 28. Inni — 29. Runna — 30. Nýr. Lóðrétt: 1. Þjófarnir — 2. Jók — 3. Óraga — 4. Ra — 5. Losna 6. Ói —. 7. Att — 9. Vínsali — 13. Ata — 16. Ita — 17. Mænir — 19. Óinu — 21. Enni — 23. Tin — 25. Inn — 27. R. N. - i ■5 iörðin bíður j f Framhald af 2. síðu. þessu félagi leika á sviði. Eri ef dæma má eftir röddum þeirra, þá hafa Akureyringar góðum kröftum á að skipa. Leikritið var sýnilega æft og vandlega unnið að því af þeirra hálfu. Þeir gerðu sunn- lenzkum kollegum, sem yfir- leitt veigra sér ekki við að leika óæfð leikrit í útvarpið„ skömm til. Aðalhlutverkið lék Jóri Norðfjörð, Svein, bóndann. unga. Rödd Jóns var góð, til- finningarík, blæfögur, ef ekki aðeins of hátíðleg. Annai> Trj'ggva, Inga, léði sumum setningum ekki réttar áherzl- ur, en röddin er skýr og vel fallin í útvarp. Sigurjóna Ja- kobsdóttir, hin mædda Val- gerður fóstra, hefur ríkt til- finningasvið, en lék of sterkt í síðasta atriði, enda er það atriði nær óleikandi í útvarp með takmörkuðum „álirifa- tækjum“, sem leikendur búa: við hér. Árni Jónsson og Sig- ríður Pálína Jónsdóttir, Bjarni og Lína, reyndu eftir megni að klára hlutverk sín, en það var vonlaust starf frá byrjun, vegna þess að hlut- verkin voni í samræmi við leikritið 1 heild — óheil. Bjöm Sigmundsson, Högni, gerði smáu hlutverki prýðileg skil. Guðmundur Gunnarsson, Eg- ill, og jafnframt leikstjóri, hefði átt að sjá þau missmíði á hlutverki sínu, sem gerðu það alveg óþolandi. Hámennt- uð íslenzka, 3. flokks ensku- slettur, sem ekki hrukku upp úr honum í ógáti, heldur voru ,,ritaðar“ inn í hlutverkið og komu manni álíka óvart og skammagrein um Bjama Ben. í Þjóðviljanum. Leikrit þetta var í heild al- veg óboðlegt. Með tilliti til þess að sr. Jakob hefur ein- hvern neista af drama í sér og hefur ekki sjaldan sýnt það, þá er furðulegt að hann skuli bjóða hlustendum upp á aðra eins endileysu og „Jörð in bíður“. Leikritið er óraun- hæft, óeðlilegt og ófullkomið í einu og öllu. Atriðin stang- ast á, persónurnar dingla á þræði meðalmennskunnar og grunntónninnn minnir á hás- an bassasöngvara í 5. flokks revíu. Svo viðhöfð séu orð Egils hins ameríska; „It’s horrrrri- ble“. A. B. ! Mánudagsbiaðinu

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.