Mánudagsblaðið - 01.06.1953, Page 6
•g_________________1 •
J»-~ ...------—- - • -
y>g að hún og Roger ætjuðu að
gifta sig jafnskjótt sem hann
flytti til New York skrifstof-
,-unnar aftur. Þau ætluðu að
,húa í New York.
Mæðgurnar ræddu um það,
hvort Zona ætti að segja Rog-
er, að hann væri ekki sá
fyrsti, sem hún hefði verið
með. Zona var áhyggjufull um
þetta því að hún vildi fara
heiðarlega að við hann og
vera hreinskilin. Henni datt í
hug, hvernig Ernest hafði
tekið því, en hún gat varla
vænst þess að Roger tæki því
eins. Það mundi verða mikill
: léttir fyrir samvizku hennar,
ef hún segði Roger frá öllu
.saman; en það gæti orðið
; hættulegt, mjög hættulegt.
Zona ákvað því að segja
-iRoger ekki neitt. Hún var
Ihrædd um að hann mundi
komast að því, sem skeð háf ði
0g kveið fyrir því að hann
mundi komast að öllu þessu
hrúðkaupsnóttina, jafnvel þó
hún gæti gefið honum sterkar
cg líklega skýringu, ef hann
jkæmist að þvi.
| Skömmu eftir nýjár og fyrr
'en Roger vænti fékk hann
, stöðuna í aðalski’ifstofunni í
New York. Launjn voru 65
dalir á viku. Það var ekki eins
jnikið og hann hafði vonað en
hann var ánægður með að fá
fasta stöðu í aðalskrifstof-
unni, og í þessari stöðu voru
möguleikarnir fleiri.
Ó, Roger, sagði Zona, við
skulum gifta okkur strax.
Roger fannst þetta nokkuð
snemmt vegna f járhagsins, en
Zona lét ekki undan. Við þurf-
um enga brúðkaupsferð að
fara, sagði hún við Roger, við
getum verið hveitibrauðsdag-
ana út af fyrir ojíkur, það er
að segja við getum verið hvar
sem er. Við skulum ekki bíða,
ekki lengur héðan af. Ég —
það er af því að ég elska þig
svo heitt.
Hrærður og glaður féllst
Roger á að þau skyldu gifta
sig 1. febrúa'r.
Grace var brúðmey henn-
ar og réði henni mörg góð ráð.
Zona hlustaði á það sem hún
hafði að segja og hún varð
líka að hlusta á áminningar
móður sinnar. Hún sat hálf
skömmustuleg af því að hún
vissi svo miklu méir en þær
báðar.
Á brúðkaupsdagsmorgun-
inn vaknaði Zona logandi
hrædd. Allt það, sem var fram
undan, öll æfi hennar var
svo þungbær, að erfitt var að
horfast í augu við hana. En
jafnskjótt sem hún var kom-
in á fætur, létti nokkuð yfir
öllu vegna þess að svo mikið
var að gera. Hún hafði ekki
látið niður dót sitt, en þau
áttu að aka í bíl til New York
rétt eftir vígsluna. Þar ætluðu
þau að búa í einu af stóru
gistihúsunum fyrstu vikuna,
meðan þau væru að svipast
um eftir íbúð.
Móðir hennar, sem var að
vísu mjög kát, var sú eina af
fjölskyldunni, sem undirbún-
LÍÁNUDAGSBLABIÐ
Mánudagur 1. júní 1953.
,WUWWW^VWVWVWAWAWJ,J*WV^%VWWWWVW--FbWlA«»>V*.
Theodore Praft:
Framhaldssapm \
ZON A
(THE TORMENTED)
VWW,A%%VVW^-V^AiVVVVV%V.*A%V«VAVV»WbV»VkVV«V,.%"«V"lAÍVVVVVIWVVWi
ingurinn var ekki búinn að
gera ruglaða. Emma var stöð-
ugt á ferli til þess að koma
öllu í lag, hún kom manninum
sínum í burtu, og lét hann
fara í ný föt.
Gjafir streymdu inn frá
ættingjum, vinum og fjöl-
skyldu. Zona borðaði hádegis-
verð, sem hún hafði þó enga
lyst á, en móðir hennar sagði
að hún yrði að borða. Þega-r
hún hafði baðað sig í annað
sinn þann dag, þá vaknaði hjá
henni gleðitilfinning, þegar
hún fór í gráu ferðafötin, sem
hún hafði keypt fyrir brúð-
kaupið.
Þegar allt var tilbúið, Grace
komih, óg fáðirin að rölta í
kring um bílinn meðan hann
beið fyrir utan, þá var Zonu
ljóst hve föl hún var. Hún bar
aftur lit á varir sér, en þegar
ekkert gagn var í því, þá bar
Gracie andlitsfarða á kinnar
hennar.
Það var ekki margt um
brúðkaupið sjálft, sem Zona
mundi skýrt. Fyrst sá hún
ekki annað en Roger, sem stóð
og beið eftir henni, berhöfð-
aður með hárið límt niður af
hárolíu. Hann var svartklædd-
ur með krampakennt bros á
andliti. Hún vissi líka, að
presturinn stóð þar rólegur í
messuskrúða sínum og beið.
Áður en hún vissi af var
hringurinn kominn á hönd
hennar, og svo kom koss Rog-
ers, faðmlag Rogers og tár
móður hennar, þau fyrstu sem
sem hún hafði séð hana falla.
Á leioinni til New York
fengu þau kafaldsbil, svo þau
sátu þétt hvort við annars
hlið, í aftursætinu til aö verj-
ast óveðrinu. Stóra hótelið
sýndist ennþá fínna, hlýrra
og betra þegar þau komu inn
í það úr kuldanum og storm-
inum úti. Zona gekk um her-
bergi þeirra og skoðaði alla
þá dásamlegu hluti er þar
voru og snerti suma þeirra.
til þess að finna hvernig þeir
væru eða hvaða áhrif þeir
hefðu. Hún leit inn í baðher-
bergið og fór svo aftur inn í
herbergið þar sem hún lét
fallast niður á rúmið, og gaf
frá sér ánægjuhljóð.
Roger sat við hliðina á
henni, og þau föðmuðust og
hvísluðust á ástarorðum. 1
faðmi hans gleymdi Zona öllu.
Nú kemur brúðkaupsnóttin,
sagði hún hvað eftir annað
við sjálfa sig. Hún átti sér að-
eins eina ósk, að hvíla í faðmi
hans, til eilífðar, án þess að
hugsa um liðna tímann eða
hinn ókomna. Hún hjúfraði
sig upp að honum eins og hún
væri nú að lokum sloppin úr
ókunnum háska.
Næsta morgun sat Zona í
græna sloppnum sínum og
Roger í morgunslopp. Þau
voru svolítið feimin hvort við
annað og borðuðu morgun-
verðinn upp í hei’berginu sínu.
Þau gáta sagt hvort öðru hve
mikið þau elskuðu hvort ann-
að, og með stuttum og þurr-
um orðum umkaffiðogsteikta
brauðið. Þegar þau dáðust að
eggjunum og fleskinu, þá
meintu þau í rauninni að þau
tilbáðu hvort annað. Þegar
hann bauð henni sígarettu,
fékk hann sér sjálfur aðra, og
þegar hún gaf honum eld, þá
bauð hún honum eld sjálfrar
sín.
Roger hallaði sér að henni
og sagði: Zona ég hef ekki
sagt þér það fyrr, en ég hef
að kalla má — nei, ég hef
þegar litið á íbúð. Auvitað vil
ég ekki ákveða neitt, nema þú
sért á sama máli, en ég er viss
um að þér mun lítast vel á
hana, eða ég vona það að
minnsta kosti. Hann hafði á-
kveðið við leigusalann, að þau
skyldu koma og líta á íbúðina
síðdegis þennan dag. Og hann
hafði gert áætlun um allan
daginn. Þau skyldu borða mið
degisverð einhversstaðar, sem
hann þekkti, og um kvöldið —
Zona greip frammí fyrir hon-
um blíðlega og brosandi: Ó,
Roger, við skulum ekki líta á
neinar íbúðir í dag.
En ég lofaði að ég skyldi
koma í dag.
Við skulum ekkert skeyta
um það 1 dag, allt bíður okk-
ar þennan dag. Við skulum í
dag ekki gera neitt, sem við
erum ekki neydd til.
Jæja, sagði hann að lokum,
en hann varð að leyna dálít-
illi óánægju af því að ráðagerð
um hans var breytt. Hvað eig-
um við þá að gera? Nú, nú
fara í leikhúsið?
Það væri mjög skemmti-
legt, en kannski að það væri
betra að bíða með það þangað
til einhvern annan dag.
En bíó þá?
Nei, í bíó getum við farið
hvenær sem vera skal.
Hann starði hugsi um her-
bergið. Það sem við ættum
að gera er að heimsækja hr.
Wirt.
Wirt?
Lynton Wirt, lögfræðing,
fjölskylduvininn sem hefur
hugsað um mig hér í New
York. Ég hef sagt þér af hon-
um áður.
Get ég ekki hitt hann ein-
hvern annan dag?
Jú, auðvitað.
Mér dettur annað betra ráð
í hug.
Hvað er það ?
Zona horfði lengi á hann
þangað til hún leit niður og
svaraði lágt: Við skulum vera
hér.
Nú?
Skömmustulegur, ánægður
og hálfruglaður hringdi Rog-
er í leigusalann og f ékk breytt
tímanum, sem þau áttu að
skoða íbúðina daginn eftir.
Svo stóð hann og starði há-
tíðlega á Zonu, án þess að
hafa hugmynd um hvað hann
ætti að gera við konuna sína
Hún rétti út hendurnar og tók
hann og þrýsti höfði hans að
brjósti sér og hélt því þar,
gældi við hann unz hann gerði
henni sömu skil.
10. KAFLI.
Roger var mjög ánægður
þegar Zona sagði daginn eft-
ir að sér litist vel á íbúðina.
Þetta var aðeins tveggja her-
bergja íbúð, meðallagi stór og
lítið eldhús. En íbúðin var
björt og var á f jórðu hæð og
vissi út að (Washington
square.
Þau leigðu hana til tveggja
ára og fóru svo út að kaupa
húsgögn. Þau voru himinlif-
andi þegar þau urðu þess vör,
að þau voru sammála um öll
kaupin, allt þangað til Roger
fór að svipast um eftir eins
manns rúmum. Zonu hafði
aldrei órað fyrir að sofa í
rúmi ein, og allt í einu skildi
hún að hjúskapur, ef svona
færi, væri allur í lausu lofti.
Hjónabandið var til þess að
konan lægi í f aðmi eiginmanns
ins á næturna. Roger sá
hræðslu í svip hennar, og
undrandi pantaði hann tvöfalt
rúm.
Þessa viku var mikið að
gera hjá þeim, og loksins síð-
asta daginn sem hann mátti
vera burtu frá skrifstofunni,
var allt komið í lag og, þau
fluttu inn í nýju íbúðina.
Sama kvöldið höfðu þau
boð inni. Roger hélt að það
væri hyggilegt að bjóða
nokkrum samstarfsmönnum
sínum úr skrifstofunni og
mörgum frá öðrum skrifstof-
um Zona þekkti engan
þeirra, sem áttu að koma, en
Roger fullvissaði hana um að
henni mundi geðjast að þeim
öllum.
Hópurinn kom allur í einu,
en það kom í ljós að þetta
hafði verið ráðgert fyrirfram,
og sama máli gegndi um ým-
is hamingjuóskakvæði til
heiðurs nýgiftu hjónunum,
svo að Roger og Zona roðn-
uðu og hlógu glöð og feimin.
Frá upphafi var stemming-
in mjög góð. Litla íbúðin var
fyllt af tíu tólf manns. Sumir
karlmannanna höfðu konur
sínar með sér, en hinir voru
með grannvöxnum, siðlátuna
stúlkum.
Zonu virtist erfitt að muna
öll nöfnin á þessu ókunnuga
fólki, og hún tók eftir því, að
einn af gestunum leit þar að
auki út fyrir að vera ókunn-
ugur Roger. Það var hár dökk
hærður maður, sem hafði sýni
lega fínni mannasiði og var
nokkuð eldri en hinir. Einnt
af mönnunum á .skrifstofu
Rogers, hafði tekið hann með
sér. Zona fékk að heyra, að
hann hét Graeme Foster. Það
var Foster, sem lýsti skírt
yfir því, að brúðina skyldi
kyssá og skipaði öllum við-
stöddum karlmönnum að gera
skyldu sína.
Hann kyssti Zonu, hneigði
sig síðan, svo sem hann kynni
þetta allt saman og hinir
fylgdu dæmi hans. Roger
brosti gleitt og skipaði sér í
röðina, en hinir mótmæltu því
hárri röddu og sögðu: þú ert
ekki með í þessu, burt. með
þig. Koss hans var nokkuð
lengri en hinna. En Foste.r
gekk lengra en hann, hann
skipaði sér í röðina í annað
sinn. Þeir kölluðu upp, rangt
rangt og ræningi. Þegar hanrí
kyssti hana í annað sinn inni-
legar og lengur en Roger. |
Zona varð hissa, er húlt
fann ókunnugs manns vörum
þrýst á varir henni, því henni
fannst allt í einu að þessi leik-
ur gengi of langt. Hún hafði
grun um að Foster héldi á-
fram faðmlögunum til þess
að sjá hvað hún mundi gera.
Hún losaði sig vingjarnlega
en þó ákveðin.
Þegar þeir höfðu drukkið
allmörg glös, settust þau og
fóru að spila poker. Zona
kunni ekki það spil en þó að
þeir hvettu hann til þess áð
vera með hélt hún fast við,
það að horfa á spilin og fylla.
glös þeirra. Zona sat við hli^-
ina á Foster og fann á ný til
gremju gegn honum, ént
reyndi þó að láta sér geðjast
að honum vegna Rogers. Huii
horfði á þegar hann spilaði
og hlustaði á þegar hann.
skýrði spilið fyrir henni. Eftir
nokkra stund fór hún að spila
með og spilaði nokkra hringatí
og þar sem hún vann æði mik-
ið, bæði af byrjanda, heppni
og ráðleggingum Fosterssl
varð stemmningin í kring um
borðið ennþá hærri.
Nú vissi Zona nöfnin á
mörgum þeirra og skildi líka
að þeim geðjaðist að henni.
Seinna, þegar Zona lá við
hliðina á Roger í dimmunni,
vissi hún ekki almennilega.
hvort það gladdi hana, að hún.
féll þeim vel í geð. Það vár
gaman að vinum hans geðjaö-
ist að henni og þeir voru líka
skemmtilegir. En kvöldið
hafði ekki verið eins og hun:
upphaflega hafði hugsað sér
það í íbúð þeirra. Hún vildi
ekki hafa neina aðra, hún
vildi aðeins að þau væru tvö
ein saman. Allt áfengið sémi
hún hafði drukkið olli henni
höfuðverkjar, og hún vatí