Mánudagsblaðið - 01.06.1953, Qupperneq 7
Máíhudagur 1. jiini 1953.
MÁNUDAGSBLABIÐ
íj
.Ift
|
#
Al þingiskosningarnar
Framhald af 4. síðu.
fyrir forsetakosningamar. Ýmsir Sjálfstæðismenn á
ísafirði studdu Ásgeir og komust á kant við flokks-
stjórnina og um leið einnig við Kjartan Jóhannsson.
í þeirra hópi var frú ein, sem hefur verið mjög fram-
arlega í flokki Sjálfstæðismanna á ísafirði. Vegna
þessarar óeiningar í Sjálfstæðisflokknum beitti sumt
af þessu fólki sér lítið fyrir Kjartan í kosningunni í
fyrra, og jafnvel leikur grunur á því, að eitthvað af
því hafi kosið Hannibal í gremju sinni við flokks-
stjórnina þó að sjálfsagt hafi það verið 1 smáum
stíl. Að líkindum er nú þessi sundrung Sjálfstæðis-
manna nú úr sögunni. Hins vegar hefur Hannibal nú
það tromp á hendinni, að hann fær Framsóknarat-
kvæðin eða eitthvað af þeim. Það er því alveg ógern-
ingur að spá neitt um úrslitin á ísafirði öðru en því að
atkvæðamunur þeirra Hannibals og Kjartans verður
sáralitill, sennilega svipaður og í fyrra, á hvorn veg-
inn sem hann nú verður. Eitt sem gerir enn erfiðara
að spá er það, að Isafjörður er nú að verða eins og
hótel, þar sem tjaldað ep til einnar nætur. 1 kaupstað-
inn hefur legið sífelldur straumur fólks úr sveitum af
norðanverðum Vestf jörðum, en hinsvegar hefur legið
straumur af ísafirði til Suðurlands. Engir nema ná-
kunnugir geta vitað, hver áhrif þetta hefur í kosning-
unum.
Haukur Helgason fer fram fyrir kommúnista. Eins
og ég gat um áðan hefur hann að sumu leyti betri
vígstöðu en í fyrra, en hætt er við, að harkan í kosn
ingunum og hin spennandi barátta milli Kjartans og
Hannibals verði honum f jötur um fót. Hann fær ekki
atkvæði annarra en harðra komúnista.
AUSTI IMIÚNAI ATNSSÝSLA
Hún er ekki spennandi frekar en fyrri daginn.
Jón Pálmason er öruggur um kosningu og verður það
sjálfsagt, svo lengi sem hann býður sig fram. Sú
sundrung, sem kom upp meðal Sjálfstæðismanna í
sýslunni út af forsetakosningunum í fyrra er nú sjálf-
sagt úr sögunni, en þá snerust ýmsir aðalmenn flokks-
ins, m. a. Ágúst í Hofi gegn fiokksstjórninni, og kom
það ýmsum á óvart að Ágúst skyldi nokkurntíma fara
út af flokkkslínunni. En þetta getur skeð á beztu
heimilum. Sjálfur Brynjólfur Bjamason lenti einu
sinni út af línunni hjá kommúnistum, og hvað blinda
flokkshyggju snertir hefur Ágúst á Hvoli verið ósköp
líkur'-honum. .Annars er Ágúst allra skemmtilegasti
karl, hreyfur og hagmæltur hestamaður eins og
Vatnsdælir fleiri og alveg laus við þann ísmeygilega
hroka, sem leynist hjá Jóni Pálmasyni og hefur farið
vaxandi síðustu árin. Jón er farinn að tala ósköp
,,nedlade-nde“ og eins og sá, sem valdið hefur við
gamla kunningja sína, og að sumu leyti fer þessi
valdsmannssvipur Jóni bara vel. Jón á að vera svona
og ekki öðruvísi.
Hannes Pálsson frá Undirfelli fer nú fram fyrir
Framsókn í stað Guðmundar Grímssonar síðast. Hann-
es er harðari baráttumaður en Guðmundur, en hins
vegar líka óvinsælli. Annars hef ég aldrei fyllilega
getað skilið það, hve mörgum liggur illa orð til Hann-
esar Pálssonar, bæði Reykvíkingum og Húnvetning-
um. Hannes er prýðilega greindur maður, en skap-
bresti hefur'hann ýmsa oger heiptrækinn óvinum sín-
um. Sum skammaskrif hans hafa verið með öllu ó-
sæmileg, t. d. um afbragðsmanninn Pál Kolka, en þau
vöktu almenna gremju, hvar sem menn stóðu í pólitík.
En þrátt fyrir þesskonar ósjálfræði held ég, að
Hannes sé bezti drengur inn við beinið. Flestum, sem
þekkja hann vel, er hlýtt til hans, þó þeir séu andstæð-
ingar hans í pólitík; það eru þeir, sem þekkja hann
aðeins lauslega, sem er illa við hann. Það verða sjálf-
sagt skemmtilegar skammir milli hans og Jóns Pálma
sonar á kosningafundumun.
Fyrir Alþýðuflokkinn fer fram Pétur Pétursson
fyrrverandi verðlagsstjóri, en Sigurður Guðgeirsson
fyrir kommúnista. Þeir eiga dálítið fylgi á Blönduósi
og í Höfðakaupstað, og þeir eiga betri vígstöðu vegna
þess, hve mikill atkvæðamunur er á Sjálfstæðisfl. og
Framsóknarfl. í kjördæminu. Sennilega nær þó hvor-
ugur þein-a 100 atkvæðum.
Kosningaspjall
Framhald af 2. síðu.
Leið svo tíminn þar til and-
inn sagði Sigurði hvort hann
skyldi halda. Hann skyldi
halda til Reykjavíkur. Þar
bíður heill hans öll. Sigurður
hlýddi kalli andans og flutti
til borgarinnar. Það voru borg
arbúar, sem kunnu að meta
hann. Gerðu hann að þing-
manni fyrir borgina og hafa
haft gott af. Sigurður hefur
sett svip á borgina og er borg-
inni til sóma. Þetta viður-
kenna allir. En Árnesingar
eru einum manni f átækari fyr
ir heimsku sína. Þeir viður-
kenna þétta; vildú nú fegnir
fá hann heim aftur og gera
hann að goða sínum, en Sig-
urður þarf þeirra ekki við.
Hann hefur nóg að bíta og
brenna í borginni; hefur ,,akt,
respekt“ og virðingu og verð-
ur enn kosinn á þing.
Jón Pálmason, óðalsbóndi á
Akri, var kosinn á þing 1934.
Var hann þá nær fimmtugur
að aldri. Hann var þá kunnur
fyrir snyrtimennsku í búskap-.
Hann var talinn góður skepnu
hirðir og vita um búpeninginn
allt, sem menn annars þurfa
um hann að vita. Með öðrum
orðum. Gripahúsamennt hans
var talin með ágætum, enda
prýði hvers bónda.
Þegar Jón kom á þing, var
hann þegar talinn hlutgengur
þar í bezta lagi. Bendir þetta
til, að þar hafi ekki verið fyrir
mikil andleg skartmenni, og
prúðmenni þau, sem þar gistu
bekki, hafi ekki haiít sjón
langt f ram úr almennings sjón
armiðum.
Hvað um það. Jón er kyn-
borinn til beggja handa. Hann
ber aðals- og ættarmark feðra
sinna og mæðra og er ætt sinni
og stétt (bændastéttinni) til
sóma.
Hann hefur verið heppinn
um virðingarstöður þingsins.
Honum hefur verið troðið í
stöðurnar, því maðurinn er
hlédrægur og ekki mikið fyrir
að trana sér fram. Hann var
þegar eftir að hann kom í
þingið kosinn endurskoðandi
rikisreikninganna. Er talið,
að hann hafi leyst það verk
af hendi með alúð og sam-
vizkusemi. Ekki er oss þó
kunnugt um, livar hann hefur
lært bókhald. Höllumst helzt
að þri að guð hafi gefið
honum þekkinguna með em-
bættinu.
Þegar Ölafur Thors réðst í
það dirfskverk að mynda
stjórn með kommunum,
studdi Jón þá stjórn af lífi og
sál. Hann vissi af nokkrum
kommum á Blönduósi og
Skagaströnd, sem mundu
kjósa hann fyrir bragðið og
mundu þau atkvæði vega upp
móti atkvæðatapi frá bænd-
um, svo kjörfylgið stæði í
stað. Þetta var rétt reiknað.
Hann studdi stjórnina og
hafði gott af. Hann varð for-
seti sameinaðs þings, en Gísla
Sveinssvni ýtt til hliðar, en
hann vildi ekki styðja stjórn-
ina, því hann var úr hreinu
bændakjördæmi. Fyrir þetta
féll Gísli í ónáð hjá Ólafi
Thors og kolféll í forsetakjör-
inu, af því hann skorti með-
mæli Ólafs og fylgi hans.
Hefði hann stutt Ólaf, þá væri
hann forsetinn. Mikill varð
hans skaði fyrir skammsýn-
ina. Svona er tilveran kald-
hæðin. Hún veltir sumum úr
þessi og setur aðra upp í hann.
Tilveran er reisn og hrun,
upphefð og niðurlæging.
Nú er Jón Pálmason að tala
við kjósendur í Húnaþingi.
Hann á nú erfitt uppdráttar,
þvi hroki húnverzkra bænda
er talinn standa föstum fót-
um. Hann ætlaði að gera
Austur-Húnavatnssýslu að
tveim læknishéruðum og
meinti gott mð því. En þá
reiddist Páll Kolka læknir.
Jón missti móðinn, þvi Kolka
er rismikill í héraði, gáfaður
og mælskur, og kom ekki
frumvarpinu fram í þinginu.
Þess vegn verða Skagstrend-
ingar nú að fóðra sinn lækni
úr eigin vösum og eru Jóni
reiðir. Nú flaðrar Hannes upp
um hverja kerlingu austan
Blöndu og býður upp á að
koma á fót hinu fyrirhdgaða
læknishéraði, ef hann verði
kosinn á þing. Hvor þeirra
hefur meiri kerlingahylli í hér
aðinu er oss elcki kunnugt, en
kosningarnar skera úr um
þetta sem annað. Sagt er að
Hannes sæki fast þingkjör
sitt, en þó með allri háttvísi
og prúðmennsku, sem honum
er 1 blóð borin.
Hallur á Hrauni.
La Travíafa
Framhald af 4. síðu.
unni, að herrarnir hefðu tek-
af sér annan hanzkann til þess
að klóra sér. Hópatriði í heild
bæði hjá Violettu og Flóru
voru ósköp Framsóknarleg.
Óperuflutningi í Þjóðleik-
húsinu ber sannarlega að
fagna og þakka þeim, sem for-
göngu hafa um slík mál. Hitt
er jafn augljóst, að það er ó-
þarfi að falla á kné og hrópa
Allah, þó að þokkalega takist.
Það verður leitt fyrir kom-
andi kynslóðir að lesa í blöð-
um okkar, að einmitt um það
bil, sem Þjóðleikhúsið hóf
óperuflutning, þá hafi hvert
sæti verið skipað slíku úrvals-
fóllii, að listamenn framtíðar-
innar hafi ekki von til þess að
komast nærri þeim í listgrein-
um sínum.
Við skulum hiklaust játa
það sem miður fer — allt
stendur til bóta.
A. B.
Tilkynning
frá félagsmálaráðuneytinu varðándi Lána-
deild smáíbúðarhúsa.
Þeir, sem kynnu að ætla sér að sækja um lán úr
Lánadeild smáíbúðarhúsa á árinu 1953, skuju senda
umsó'knir sínar til félagsmálaráðuneytisins, Túngötu
18, Reykjavík, fyrir lok næstkomandi ágústrr.ánaðar.
Umsóknum um lán úr Lánadeildinni þurfa að
fylgja .eftirfarapdi skilríki:
1. Afrit af lóðarsamningi eða yfirlýsing þess, er lóð-
ina hefur látið á leigu, að urr.sækjandi hafi fengið
útmælda lóð, samkvæmt skipulagsuppdrætti, ef
slíkt er fyrir hendi. Sé ium eignarlóð að ræða
þarf sönnun fyrir eignarrétti.
2. Uppdrátt af fyrirhugaðri byggingu, eða húsi því er
sótt er um lán til.
3. Vottorð bygingarfulltrúa eða oddvita, hvað bygg-
ing sé komiin langt, ef unr.sækjandi hefur þegar
hafið hyggingu.
4. Vottorð oddvita eða bæjarstjóra viðkomandi sveit-
arfélags um f jölskyldustærð.
5. Upplýsingar um húsnæðisástæður umsækjanda,
s. s. stærð íbúðar í fermetrum. Ef urn heilsuspill-
andi húsnæði er að ræða, þá þarf vottorð héraðs-
læknis (í Reykjavík toorgarlæknis).
6. Veðbókarvottorð, ef bygging er eitthva.ð komin
áleiðis.
7. Greinargerð umsækjanda varðandi fjárhagslega
möguleika til að gera fyrirhugaða íbúð fokhelda.
Þeir sem sendu umsóknir um. lán til lánadeildar-
innar á árinu 1952, og eigi var hægt að sinna, þurfa
að endurnýja umsóknir sínar, en vísað geta þeir til
áðursendra upplýsinga.
EyðublÖð undir umsólknir fást í Veðdeild Lands-
bankans í Reykjavík og útibúum hans, en hjá odd-
vitum og bæjarstjórum þar sem ekki er starfandi
útibú frá Landsbankanum.
Félagsmálaráðunéytið, 22. maí 1953.