Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 08.06.1953, Side 1

Mánudagsblaðið - 08.06.1953, Side 1
6. árgangur Mámidag-urmn 8. júní 1953. 20. íölublað. Amerískir hermenn segja álit sitt: .MINNIMÁTTARKENND EINKENNI ISLENDINGA’ ’ Ai*.’' -i Gagnkvæmur skilningur ineð lifálp skrail abruggsins Oft hefur verið rætt um herinn á Keflavíkur flugvelli og þótt ýmsar skoðanir séu á lofti um nauðsyn hersins, þá eru víst flestir sanmiála um það, að herseta sé landsmönn- um mjög hvimleið, og áfellast núverandi ríkisstjórn fjrir framkomu hennar. gagnvart hernum. En ekkert íslenzkt blað hefur birt álit hermanna á fsiendingmn og hvemig þeir h'ta á karlmennina, kvenþjóðina, siðu vora og háttu. Mánudagsblaðið birtir nú í fyrsta sinn viðtal við hermann —eða réttar sagt tvo hermenn — en þeir tjáðu blaðinu álit sitt gegn ófrá- víkjanlegu loforði ritstjómarinnar um að nöfn þeirra yrðu aldrei birt né kunngerð. — Blaðið fór þess á leit, að þeir segðu álit sitt hispurslaust og slepptu öllum setningum við- víkjandi „fornri menningu“ — „áhuga á landinu síðan í æsku“ — „fegurstu stúlkum heims miðað við mannf jölda“ •— og öðrum standard ferðamannasetningum, sem allir eru Iöngu tiundleiðirá. Um sögn þeirra var jafnóðum rituð upp á ensku og síðan þýdd orðrétt-; ,,Þú spyrð mig um hvemig mér liki. Sannast að segja, þá líkar mér bölvanlega. Mér finnst landið fremur snoturt, en hrjóstrugt, illt yfirferðar og loftslagið yfirleitt hræði- legt. Þó gleður mig að það er lítið af skorkvikindum hér.“ Og hvemig finnst þér fólkið? „Fólkið á íslandi er eflaust gott — hvort í annars garð. En við höfum minnst af sjálfri þjóðinni að segja. Eina viðkynning okkar er við unglinga, stelpur og stráka, sem aðallega hafa áhuga á að skemmta sér. Það skal játað, að okkur er alveg ókunnugt um heimilislíf fólks hér, en — og hér greip annar fram í — okkur finnst mjög skrítið, að unglingar hika ekki við að vera úti heilar nætur, eða fram til 4—5 að morgni að skemmta sér með okkur í J) Ajax skrifar mi. Alþingis- bosningnc HAFNARFJÖKÐUR Alþýðuf Iokkurinn. Þar verður kosningabaráttan hörð, en sennilega nær Emil Jóns- son kosningu, þó að mejri hluti hans verði að líkindum ekki mik- ill. Emil er greindur maður og vel vinnandi, en ráðríkur og þrjózkur, ef því er að skipta. — Sumir Hafnfirðingar trúa á Emil og sitja og standa eins og hann vill, en þó eru jafnvel í Alþýðufl. í Hafnarfirði menn, sem ekki eru miklir vinir hans, svo sem Þorvaldur Árnason skattstjóri og ýmsir fleiri. En þrátt fyrir nokk- um urg ýmissa Hafnfirðinga í garð Emils hefur fylgi hans oft- ast nær reynzt traust á kjördegi. Sumir Hafnfirðingar hafa sagt mér, að deilan út af slökkviliðs- málum í Hafnarfirði á siðasta ári muni valda Emil nokkrum at- kvæða missi. Einn þeirra sagði, að Emil mundi missa 300 atkvæði til Flygenrings vegna þessa máls, en flestir telja þá tölu alltof háa. Sjálf stæðisf lokkurinu. Ingólfur Flygenríng fer aftur fram fyrir Sjálfstæðismenn, og er þetta sennilega sterkasta framboð sem völ er á, úr því að Bjarni Snæ björnsson vill ekki gefa kost á sér, en hann er maður, sem aldrei hefur beðið ósigur við alþingis- kosningar og hefur m. a. lagt að velli Emil Jónsson, Kjartan Ólafs- son og Stefán Jóh. Stefánsson. — Flygenring er mjög vinsæll mað- ur og sjaldan eða aldi-ei hefur staðið neinn styrr um hann í líf- inu, en hann skortir hörku og hai-ðfylgi Emils Jónssonar, og sennilega gerir það gæfumuninn, þó að kosningin i Hafnarfirði geti orðið talsvert spennandi. Kommúnistar. Magnús Kjartansson fer fram fyrir kommúnista. A siðasta kjör- tímabili var hann fyrsti varamað- ur landkjörinna þingmanna flokksins og mætti alloft á Al- þingi. Nokkuð var um það rætt í vor, að Magnús yrði ekki í kjöri að þessu sinni, heldur ýrði Her- mann Guðmundsson sendur fram á ný. Hermann var. þingmaður kommúnista 1946—1949, en í lok kjörtímabilsins varð hann ósáttur við Brynjólf Bjarnason út af verkalýðsmálum og sagði sig úr flokknum. Síðan hefur Hermann verið utanflokka, en upp á síð- kastið talinn hafa nálgazt komm- únista á ný. Það :er almenn skoð- un f Hafnarfirði, að Hermann mundi fá nokkuð fleiri atkvæði en Magnús. Hermann á mikið persónufylgi og á jafnvel ítök Framhald á 3. síðu. hernum. Okkur skilzt að þessir unglingar búi í heima- húsum. En ég vil benda á, að mér finnst æskufólk hér á íslandi vera ákaflega myndarlegt fólk að sjá. Bæði kynin. eru yfirleitt fallegt fólk“. Og hvernig er að skemmta sér með því? „Ef það væri ekki þessi helvítis minnimáttarkennd í þeim, þar til þeir f á þetta Black poision. (Hér mun að lik- indum átt við Brennivín). Þá vakna allir illir árar í þeim og þeir verða allir aðrir. Kvenfólkið verður hávaðg-gjamt og afbrýðisamt, en karlmenn heldur miklir fyrir sér. Raunverulega er þetta í góðu, en misskilningur er mjög; tíður hjá karlmönnunum." Drykkjuskapur nokkuð tíður? Já, það er einna mest hugsað um vin. Við hermenn- irnir viljum skemmta okkur við vín, þegar við fáum orlof og sjaldnast er hörgull á að fá íslendinga til þess að hjálpa. sér um flösku og alltaf vilja þeir drekka hana með okkur.. Það er eins og skrattabniggið (hellbrew) sé nauðsynlegt til þess að hrekja stoltið úr sumum konunmn. Og straxi þegar þær missa stoltið, þá er eins og gestrisni þeirrai kunni sér engin takmörk. Þið ei’uð ekki í einkennisbúningi ? „Nei, við erum oft einkennisbúningslausir þegar við» dveljxmist hér í Reykjavík. Þegar þú spyrð um ástæðuna„ get ég ekki öðru svarað, en að mér þykir líklegt að ein- kennisföt vekji meiri andúð á okkur en nauðsyn er á. Mér er sagt, að einn af foi’ustumönnum þjóðar ykkar hafl fundið upp þetta snjallræði af hugviti sínu. Sannarlega hugmynd aldarinnar, ef þú spyrð mig.“ Eruð þið oft um helgar hér í Reykjavík ? „Já, þegar orlof fæst. Við fáum að leigja herbergi hér — þau eru dýr, en mjög hreinleg og fólkið alúðlegt. Við fáum að hafa kunningja um nætursakir, éf við höfum ekki hátt.“ Og hvernig f innst ykkur skemmtanalíf Reykjavíkur ? „Amerískar kvikmyndir hér eru gamlar, en aðallega föi’um við á dansleiki í Tivoli. Þar ber oft vel í veiðar og þangað er auðvelt að hafa pela með séri Þangað fer líka. mikið af vinum okkar á Islandi. Eg hef aldrei séð eint* mikið líf á nokkrum stað, sem eltki er yfirlýstur aðset- setursstaður nautnakvenna. En mér virðast bæði stúlkur og strákar di’ekka sig alltof drukkið.“ Byggist öll skemmtun hei’liðsmanna á dansleikjum etc? „Að mestu leyti, þegar við er-um í Reykjavík. I her- búðunum skemmtum við okkur eins og heima. Við æfum BOWLING, sjáum nýjar myndir, dönsmn i skemmtistöð- um okkar, sem eru undir eftirliti. Það er orðið talsvert eftirlit með íslendingum á Keflavík, en þó eru ei brögð til þess að sneiða hjá eftirlitinu.“ , Vei’ðið þið varnir við andúð íslendinga? „Nei, það er ekki svo mikið. Eg held að við séum. yfirleitt vel liðnir hér. Það er ekki okkur að kenna, þó við séum hér. Einhverjir herséi’frséðingar í Washington og Framhald á 2. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.