Mánudagsblaðið - 08.06.1953, Side 5
Mánudágurinn 8. júní 1953.
MÁNUÐÁQSBLAÐIÐ
Áhugamál kvenna
Frá hvirfli fil ilja...
Ef þú vilt halda líkama þín-
um unglegum, þá skaltu fara
eftir þessum ráðum:
Hárið
Áður en þú þværð hárið,
skaltu nudda hársvörðinn vel
með olíu og kemba þér svo.
Augun
Til þess að hvíla augun,
skaltu depla þeim mikið. Það
eykur blóðrásina. Vinnirðu að
nærsýnisverki, skaltu öðru
hverju loka augunum augna-
blik til að hvíla þau.
Líttu á ímyndaða klukku,
þegar hún er 10 mínútur yfir
10. Renndu augunum til hægri
og upp, til vinstri og upp 20
sinnum. Lokaðu augunum á
milli þess, sem þú horfir á.
Húðin
Húðin verður að fá ýmsar
aðgerðir. Gufa hjálpar til að
opna svitaholumar, svo hæg-
ara sé að hreina hana.
Berðu feitt krem á andlitið
og hálsinn. Láttu svo sjóða
vatn í potti eða katli og
beygðu þig yfir svo gufan
leiki um andlit þitt og háls. Á
eftir skaltu svo hreinsa húð-
ina með bómull vættri í köldu
vatni.
Varirnar
Ef varirnar á þér eru dregn-
ar niður um munnvikin, eru
vinkonur þínar fljótar að sjá
það, og hugsa:-----Almátt-
ugur! Hvað hún er súr, skyldi
eitthvað ganga henni á móti?
Láttu þær ekki hugsa þetta.
Málaðu munnvikin svolítið
upp, svo þú lítir út eins og þú
ætlir að brosa.
Henduraar
Hendurnar þarfnast mikill-
ar umhirðu. Nuddaðu þær á
ihverjum degi úr kremi, sér-
staklega skaltu nudda liðina
og hnúana.
Notaðu vettlinga við alla
grófa vinnu og gúmmívett-
linga, ef þú þværð þvott.
Barmurinn
Reyndu æfingar á rúminu,
eins og þú værir að synda
skriðsund. Reistu þig upp frá
mitti eins og þú ætlir að taka
sundtök; hreyfðu handlegg-
ina, eins og þú værir að synda
í vatni. Lyftu öðrum hand-
leggnum upp hægt, óg réttu
fingurna hægt fram, og ýttu
þeim svo snöggt aftur. Snúðu
þér svo á hliðina og byrjaðu
sömu æfinguna með hinum
handleggnum.
Haltu þessum hreyfingum
áfram reglulega. Teldu hund-
að sundtök, og andaðu djúpt
að þér við hver tvö, og frá
þér við næstu tvö.
I % i
Mittið
Stattu á hnjánum, með
hanleggina saman og beint
upp. Teygðu þig upp frá mitti.
Settu svo hægri mjöðmina
eins langt út og þú getur.
Teygðu þig svo upp með
spenntar greipar yfir höfði
þér. Láttu svo líkamann lúta
fram og niður á við, þvínæst
til hægri og svo afturábak.
Láttu magavöðvana togna til
að halda jafnvægi, og hafðu
bakið beint. Veltu þér svo til
vinstri handar, þvínæst fram
og upp aftur með hægri
mjöðmina út. Vertu svo bein
og léttu af áreynslu hnjánna.
Endurtaktu svo allt þetta á
vinstri hlið, og veltu þér svo
á hina. •
Reyndu þetta við músík og
endurtaktu það sex sinnum til
hvorrar hliðar.
Mjaðmirnar
Liggðu á grúfu og lyftu
hægt hægra fæti upp frá
mjöðminni. Haltu fætinum
beinum og hælnum þrýst út.
Notaðu vöðvana á mjó-
hryggnum og strengdu lenda-
vöðvana. Láttu hægra fótlegg
inn síga og lyftu vinstra fót-
leggnum. Hvíldu þig svo.
Gerðu svo þessa æfingu með
báðum fótum í senn. Hvíldu
Þig-
Hnén
Ef hnén eru feit, þá liggðu
á bakið með lærin saman og
hendurnar undir hálsinum.
Lyftu svo upp/hægra fætinum,
réttu úr tánum, gerðu hnéð
stíft og þegar þú hefur beygt
það svo, að það nemi 45-gráðu
horni þá dragðu hringa á loft
inu með tánni. Gerðu þetta 6
sinnum með hvorum fótlegg
og hvíldu þig á milli.
Tærnar
Þvoðu þér á hverjum degi
á milli tánna með naglaburta.
Svo og neglurnar og í kring
um þær.
Hér byrja smásmitanir þar
sem sveppir vaxa. Hreinsaðu
um neglurnar með smáspýtu
til þess gjörðri og vefðu bóm-
ull um endann vættri í olíu.
Þurrkaðu svo þetta mjög
vel'og sáldraðu talkum á á
sumrin.
Krossgáta Mánudagsblaðsins
Nr. 54
Reykjavík — Ogló
Fljúgum um Osló alla laugardaga á leið
til Kaupmannahafnar. Viðkoma er einnig
höfð- í Osló á sunnudögum á leið til
Reykjavíkur frá Kaupmannahöfn.
FLUGfÉLAG ÍSLÁNDS H.F.
Ef þia dreymir....
Járnbrautarlest
Að dreyma, að maður sé að
ferðast í jánibrautarlest, þýð-
ir það, að þú munt fram-
kvæma meira bæði fyrir vinnu
veitanda þinn og sjáifan þig,
ef þú hugsar betur um starf
þitt.
Hundur
Að dreyma, að þú heyrir
hund gelta, þýðir það, að þú
gerir þér vini af óvinum. Ef
hundur bítur þig, þýðir það,
að þú rífst við elskhuga þinn.
Að vera hræddur við grimman
hund, þýðir ástaræfintýri,
Að dreyma gull merkir, að
þú ert ágjarn og að vegna
þessara nánasarlegu tilhneig-
ingar þinnar, missir þú marga
vini. Að dreyma að vera að
grafa eftir gulli, merkir óá-
nægju við umhverfi þitt
heima.
Stofustúlka
Ef mann drejnnir um félag
við fallega stofustúlku, þýðir
það, að líklega, að honum
verður boðið á skólasamkomu.
Ef hann dreymir, að hann sé
að kyssa hana, þá þýðir það
það, að hann verður rukkaður
af þeim, sem hann skuldar
peninga.
Öxi
Það þýðir ófrið bæði heima
og í viðskiptaheiminum, að
dreyma að vera að höggva
tré með öxi. Að kljúfa eldivið
með öxi þýir það, að þú munir
sættast á misklíð á milli þín
og f jölskyldunnar.
Gólfljós
Varaðu þig á argi við þá,
sem eru í opinberu lífi, þegar
þig hefur dreymt að þú sjáir
röð af gólfljósum, annaðhvort
frá baksviðinu eða frá áheyr-
endasviðinu. Að dreyma að
þau slokkni, þýðir óhapp eða
•slys.
Boð
Að dreyma að vera að fara
í boð, þýðir annaðhvort
skemmtun éða óhapþ, eftir því
hvernig boðið er eða gestirnir.
SKÁKINGAR: n J
Lárétt: 1. Ofanáleggið — 5. Skordýr — 8. Vonda —*
9. I f jósi — 10. Höfuðborg — 11. Öskra — 12. Eyja 14.
Flýti — 15. Samhaldssama —-18. Forsetning — 20. Drykk-
ur — 21. Hvíldist — 22. Nægilegt — 24. Tveir — Fjallgarð-
ur í Evrópu — 27. Láta vel af — 29. Drykk — 30. Skemmd.
Lóðrétt: 1. Samkomuhúsunum — 2. Gubbir — 3. Skor-
dýrið — 4. Tveir eins — 5. Væra — 6. Ull — 7. Gruna — 9.
Ráfar um — 13. Kvendýr — 16. Hnöttur — 17. Aumar —•
19. Drauga — 21. Festa saman — 23. Gól — 25. Auð —
27. Samhljóðar.
Ráðning á krossgátu nr. 53.
Lárétt: 1. Rabba — 5. Frá — 8. Álar — 9. Slór —10.
Níu — 11. Skó — 12. Anna — 14. Ann J 15. Aðili — 18.
Gá — 20. All — 21. Ra — 22. Asa — 24. Lasin — 26. Taum
— 28. Rota — 29. Armar — 30. Sar.
Lóðrétt: 1. Ránargata — 2.
— 5. Flón — 6. Ró — 7. Ári —
i 6. 111 —17. Manar —19. Ásar —
S.O.S. 27. M.A.
Alin 3. Bauna — 4. B.R.
9. Skallar — 13. Aða —
21. Rita — 23. Aum — 25.
Prýðið garðinn ykkar
Bókin Garðagróður
veitir ykkur alla þá aðstoð, sem þið
þurfið á að halda. Hún er nauðsynleg
handbók á hverju heimili.
Bókayerzlun ísafoldar
V örutrvggingar
Að gefnu tilefni viljum vér taka fram,
vér berum ekki ábyrgð á vörum þeim,
sem teknar eru til flutnings með flugvél-
um voium.
Hins vegar viljum vér benda á, að heiðr-
aðir viðskiptavinir vorir geta fengið
keyptar fullkomnar vötutryggingar á
afgreiðslum vorum.
FLÖGFELAG ISLANDS H.F.