Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.06.1953, Side 2

Mánudagsblaðið - 22.06.1953, Side 2
2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ « * Mánudagurinn 22. jurií Í953. •*_II Erfið h jónabönd — víkmphúningi vi8 , drykkju 16 ára fær aldrei skilnað —- Errol Flynn — Clark Gable ♦ — Hatar potta og pönnur — Síkisútvarpið ÖRÞRIFARÁÐ eftir G. Timmory Leikstjóri: Þorsteinn Ö. Stephensen Bæði eiginkonur í Holly- wood og eiginkonur í hinu fína samkvæmislífi í New York og Evrópu, komast oft að raun um það, að þær eru giftar samkvæmismönnum — spilagosum, sem hafa það eitt áhugamál að leika sér og eyða peningum, sem feður þeirra oftast nær öfluðu. Orðið play- boy getur þýtt ýmislegt og þýðir reyndar jnnislegt, en venjulega þýðir það að sá, sem um er rætt, lifir fyrir það eitt að skemmta sér. Við skulum nú skyggnast dálítið inn í líf þeirra eigiN kvenna, sem giftar eru svo- kölluðum playboys. Klæddist víkingabúningi við alvarlega dryldiju. Judith Barrett, sem var gif t hinum vellauðuga Lindsay C. Howard, fékk skilnað, þegar hún lýsti lifnaðarháttum hans og kæruleysi, fyrir rétti. Én hún fékk ekki einu sinni skiln- aðinn, heldur dálitla uppbót, sem sé, börnunum tveim, sem þau áttu, fékk hún að halda, tveimur af bílunum hans ög tveimur húsunum hans og svo 2,750 dollara á mánuði til þess að lifa á. Judith sagði réttinum frá því, að Lindsay ekki aðeins drýkki of mikið, heldur klæddi sig í samræmi við það, hversu drykkjan ætti að fara fram. T. d., Sagði Judith, ,,þá fór herra Lindsay alltaf í víkinga- búning (Hér er átt við fornan víkingabúning.), þegar hann ætlaði sér að stunda alvarlega drykkju." JDansaði liúla-húla. Þjónustulið þeirra hjóna studdi málstað Judithar og kváðu iLindsay oftast vera undir áhrifum, og að dæmi um það mætti finna, þegar hann dánsaði húla-húla-dans fyrir gésti sína til þess að þeim ekki lgiddist. Errol Flynn og „villta iíí'ið“. En bezta dæmið um play- boy má finna í hinum mjög svo fræga leikara Errol Flynn, sem allir þekkja. Flynn er hrífáridi maður, og eins og rriáíin standa þessa stundina, þá hefur kona hans engan á- huga á að losa sig vúð hann, þó orðrómur hafi verið á lofti um skilnað allt síðastliðið ár. Það er kannske vegna þess, að Errol fer sínu fram, hvort sem hann er giftur eða ekki| — gengur fram af þeim, sem á horfa, og skemmtir sér af- bragðs vel. Flestir álíta, að hjónaband þeirra sé ekki neitt hjónaband. Þegar Errol er í Englandi, þá er Pat (kona hans) í Hollywood. Þegar Pat er á Jamaica, þá er Flynn í París. Og þegar Errol er í Rómaborg, þá er Pat í New York. Svona gengur það hjá þeim hjónakindunum allt ár- ið um kring, og þegar Errol ákvað að rita endurminningar sínar á síðasta ári, þá áttu þær að jheita: „Villta lífið mitt“. Clark Gable og frelsið. En það kostar peninga fyrir ríka fólkið, sem vill skilja. Clark Gable , sem skildi við Lady Silvíu sína, varð að greiða henni 10 prósent af árs tekjum sínum fyrsta árið (en þær eru rúmlega hálf milljón dollara) og 7 prósent af tekj- um sínum næstu f jögur ár. En Clark þráði frelsið og greiddi gjöld sín glaður. Göfuglýndi í garð eiginkvenna. Einn „göfuglyndasti" mað- ur í garð fyrrverandi eigin- kvenna sinna, er án efa Ho- race E. Dodge Jr. — Horace heldur að vísu ekki neinu meti í því, hve margar konur hann hefur átt, en hann er sannar- lega sá örlátasti. Hann er frægur fyrir að smíða hrað- skreiða báta og er erfingi bíla- kóngsins Dodge. Fyrsta kona Horace hét Lois Knowlton, og þegar þau skildu, 1927, þá gaf hann henni að skilnaði eina milljón dollara. — Næsta kona hans var Muriel Sisman. Þau héldu saman í heil sex ár, og þégar þau skildu, þá gerði hún sig ánægða með þrjátíu þúsund dollara á ári. — Frú Dodge númer þrjú, sem hét Mickey Devine, fékk ávísun fyrir rúmlega níu hundruð þúsund dollurum, þegar þau skildp. Horace hótaði að borga hénni í tómum eins doll- ara seðlum, en hætti við það á seíriustu stundu. Frá tækni- legu sjónarmiði ér Dodgé enn giftur fjórðu konu sinni, Clara Mae Tinsey, en hans er miklu oftar getið í sambandi við Gregg Sherwood, dans- stúlku í næturklúbb. Skammlíf hjónabönd. , En svo komum við loks að þeirri tegund frægra hjóna og fyrrverandi hjóna, sem kynntust, giftu sig og skildu með óvenjulegum hraða. Artie Shaw og Lana Turner fóru út að skemmta sér eitt kvöldið og enduðu kvöldið með því að leigja sér flugvél til Las Vegas og giftu sig þar. Sama máli gógnir með Glenn Davie, fótboltastjörnu, og Terry Moore, filmstjörnu. — Þau kynntust í janúar, giftust í febrúar, en í ágúst voru þau skilin. Og dæmin um þetta eru mý- mörg, bæði í Hollywood og hjá ríka fólkinu allstaðar um heim. Sextan ára;— fær aldrei skilriað. Síðastliðið ár kynntist Ro- land C. De Vigier sextán ára gamalli stúlku, sem heitir Martha Morris. Vigier, sem er stórefnaður Svisslendingur, Laugardag 13. júní. Það er góðs viti, að sú venja virðist vera að skapast að hafa útvarpsleikrit stutt, leikrit, sem ekki tekur lengur að flytja en klukkutíma. Leik- ritið í kvöld tók að vísu ekki nema rúmlega hálftíma, og telja sumir það heldur of skammt. En þar sem veruleg- ,ur vandi er að hitta hið gullna .meðallag hvað viðvíkur mis- jöfnum kröfum hlustenda í þessu efni, þá skalmálið ekki rætt að sinni. En sá vandi fellur líka í skaut þess, sem leikritin vel- ur, að velja góð leikrit. Og hér versnar heldur sagan, því þótt smekkur alþýðunnar varðandi lengd eins leikrits kunni að vera misjafn, þá er hann þó hálfu misjafnari þeg- ar til góðs eða lélegs leikrits kemur. Þetta vandasama yerk hef- ur nú um áraskeið fallið í hlut hins góðkunna leikstjóra, Þorsteins Ö. Stephensens, og hann er sannarlega ekki öf- undsverður af embættinu. En á hitt er lika að líta, að sá ágæti Þorsteinn hefur ekki, að ég hygg, „worked his fin- gers to the bone“ við það að vega gaumgæfilega hvert leik- rit, sem lagt er fyrir hans æðsta dóm. Þeir' segja (þeir illgjömu ski’attar) að herra kynntist Mörthu á soda-bar. Mánuði seinna voru þau gift, og skeði það í borginni Quart- zite í Arizona-fylki. Þau fóru í brúðkaupsíerð til Evrópu og í París giftu þau sig með pomti og prakt í Notre Dame kirkjunni. Þremur vikum síð- ar fór Martha frá Vigier. „Eg gat ekki lifað á sama stigi og hann,“ sagði hún. Sorgleg yf- irlýsing, en ekki eins sorgleg og staðreyndin. Ef Martha hefði ekki þotið strax í fang honum, þá hefði hún sloppið við þau vandamál, sem hún Framhald á 7. síðu. Stephensen „siti“ um of lengi á þeim verkum, sem áhuga- samir leikarar og leikstjórar senda til hans og (segja þeir herjans karlar) að leik- ritin, þegar þau eru flutt í út- varpinu, séu öllu kunmjgri þeim enda hins ágæta Þor- steins, sem ekkert auga hef- ur, en þeim endanum, sem samkvæmt bíólógiskum yfir- lýsingum og öllu sliku, á að hafa augu tvö. Leikritið „örþrifaráð“ eftir Gabriel Timmory hefur eitt eða tvö brúkleg atriði til að bera. En þess ber að gæta, að höfundi hefur tekizt sérlega vel að fela þau atriði, falið þau bak við ómerkilegt og á- kaflega innantómt hjal, sem hlýtur að særa hlustandann andlegu heilundarsári eða mergundar eða holundar, því er at ben gerðist.“ Það var ekki laust við að maður hefði það á tilfinning- unni, að hin sanna stemmning væri ekki til. — Brynjólf- ur Jóhannesson lék að vísu hlutverk sitt lipurlega, studd- ist aðeins um of við bókina. En þessi galli hefði þó verið hverfandi, ef ekki hefði ann- ar leikari, nefnilega Árni Tryggvason, þrátt fyrir sýni- lega tilraun til hins betra, gert þau spjöll, sem alveg felldu það, sem hinir tveir reyndu að byggja upp. Hann blés um koll þessa veikbyggðu spila- borg. Þó hafði hann ekki æft leikritið of lítið. Hann hafði alls ekki æft það, og skortir enn þá snilli, sem bæði Brynj- ólfur og Þorsteinn hafa, að geta lesið nokkurn veginn slysalaust og leikið um leið. Geldur sá ungi maður æsku sinnar. En það er og verður aldrei vel leikið í útvarp á Is- landi fyrr en leikstjórinn gef- ur sér tíma til þess að æfa leikritin áður en þau eru flutt eða tekin á stálþráð. Leikrit- ið verður aldrei eðlilegt fyrr. Það er útilokað. Leikarar sjálfir verða að krefjast, að fá nægan tima til þess að vinna úr verkefnum sínum. Við höfum ekkert að gera með atvinnuleikara, sem ekki hafa tima til þess að sinna starfi sínu skammlaust. Allur fyrirsláttur er óþarfur og ekki til greina tekinn. Geti þeir ekki annað verkefnum sínum, ætti að vera vandalítið að fá aðra í þeirra stað — menn, sem vilja vinna. Þótt verkefnið í kvöld hafi ekki verið veigamikið, þá var þó hægt að vinna það sómasam- lega, jafnvel skemmtilega. En svona vinnubrögð af hendi leikstjórans, sem við vitum að getur hæglega gert betur, eru með öllu óþolandi. A. B. Leikarar skemmta sér: Stewart Granger, Dana Andrews, Jean Simmons og Joan Andry. Myndin er tekin í sariikvæmi í London. Jean Simmons og Stevvart Grangers eru nú gift.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.