Mánudagsblaðið - 22.06.1953, Page 4
4
MANUDAGSBLAÐIÐ
Mánudagurinn 22. júní 1953.
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
BLAÐ FYRIR ALLA
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason.
Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð 2 kr. í lausasölu.
Afgreiðsla: Tjarnarg. 39. — Símar ritstj.: 3496 og 3975.
Prentsmiðja Þjóðviljans b.f.
Alþingnskosniiigariiar
Framh. af 1. síðu.
þeir haldi nokkurn veginn í horf-
inu. Að vísu dregur Þjóðvarnar-
flokkurinn frá þeim eitthvað af
atkvæðum miðstéttarfólks og
menntamanna, en inn i verka-
mannafylgi kommúnista heggur
hann sennilega ekki mikið.
Kommúnistar fá að öllum lík-
indum tvo menn kjörna og einn
uppbótarmann, það er að segja
sömu þingmenn og síðast.
ö-lisfinn
Þar eru í efstu sætunúm allir
hinir sömu og síðast. Bjarni Bene-
diktsson er efstur, enda má það
teljast eðlilegt. Bjarni er nú hinn
raunverulegi leiðtogi Sjálfstæðis-
flokksins, miklu fremur en Ólaf-
ur Thors. Mkill styr hefur staðið
um Bjarna á síðasta kjörtímabili.
Eg held að enginn maður á ís-
landi hafi verið skammaður eins
síðan Jónas frá Hriflu var upp á
sítt bezta. En skammir andstæð-
inganna um Bjarna eru oft og
tíðum svo grófar, að þær missa
marks og verká jafnvel öfugt.
Það má gagnrýna ýmsar fram.
kvæmdir Bjarna, en frá þvi er
langur vegur til að mála hann á
vegginn eins og Satan sjálfan með
klaufir og horn. Líkt og Rannveig
Þorsteinsdóttir held ég að Bjarni
græði stundum á skömmunum
frekar en hitt. Það er allt í lagi
að deila á aðgerðir stjórnmála-
manna, en þegar einkalíf þeirra
fær ekki- að vera í friði, þá er of
langt gengið.
Björn Ólafsson er í öðru sæti,
og mun sú ráðstöfun hafa komið
í veg fyrir það, að obbinn af Vísis-
mönnum færi yfir í Lýðveldis-
flokkinn. En Bjöi-n á alltaf marga
andstæðinga innan Sjálfstæðis-
flokksins, hvað sem veldur. Jó-
hann Hafstein er nú í þriðja sæt-
inu, og Gunnar Thoroddsen í
fjórða. Menn Gunnars i flokknum
ætluðu honum annað sætið, og
eru margir óánægðir. Sumir telja,
að miklar breytingar verði gerðar
á 2., 3. og 4 sæti D-listans, bæði
útstrikanir og uppfærslur. Senni-
lega vega breytingarnar hver
gegn annarri, svo að þær fá enga
þýðingu. Annars er fátt um ný
andlit á D-listanum, flestallt er
þetta gamalkunnugt flokksfólk.
Um fyigi D-Iistans er afar erfitt
að spá. Mestu máli skiptir það,
hve mikið fylgi Lýðveldismenn
draga frá Sjálfstæðisflo^knum.
Það verður' talsvert, en fjöldi
manna virðist enn óráðlnn hvorn
flokkinn þeir eigi að kjósa. Svo
getur farið að Sjálfstæðisflokkur-
inn missi þingmann í Reykjavík,
en vel má líka vera að hann fái
fjóra kosna. Ef hann missir fjórða
sætið, gæti svo farið, að bæði
Gunnar Thoroddsen og Kristín
Sigurðardóttir hyrfu af þingi. —
Gunnar fær þó uppbótarsæti,
nema því aðeins að Sjálfstæðis-
flokkurinn vinni þingsæti úti á
landi. Þá gæti svo farið, að flokk-
urinn fái ekki uppbótarsæti. En
skrýtið ástand er það, ef Gunn-
ar verður að óska þeim Jóni Gísla
syni, Ásgeiri Bjarnasyni og
Hannibali Valdimarssyni sigurs;
því að sigur þeirra yrði kannski
einnig sigur hans.
E-lisfinn
Listi Lýðveldisflokksins er skip-
aður líkt og spáð hafði verið.
Efstur pr Óskar Norðmann. Það
getur vel verið, að þar sé heppi-
lega valið. Óskar á enga pólitíska
fortíð. sem hægt er að fetta fing-
ur út í, hann á marga vini, en
fáa eða enga óvini. Slíkur maður
er kannski heppilegri til að laða
að sér fylgi, en harðvítugur bar-
áttumaður. Jónas Guðniundsson
er í öðru sæti. Hann er af allt
aðru sauðahúsi en Óskar, undar-
legur idealisti, sem allmargt fólk
trúir á í blindni, en fleiri botna
þó ekkert í. Kaupsýslumaður í 1.
sæti, okkúlisti og spámaður í 2.
sæti, það er skrýtin kombination,
en vel má vera að hún blessist.
Jónasi er ætlað að gefa listanum
svip andlegheitanna. Svo kernur
Gunnar í ísafold og í fjórða sæt-
inu Ásgeir frá Fróðá. Hann var
trúaður nazisti í tíð Hitlers og
hefur verið pólitískt heimilislaus
síðan hann missti hann. Líklega
fara margir gömlu nazistarnir yf-
ir á Ásgeir, þó að þeir séú annars
orðnir dreifðir í alla flokka. Flest
hitt fólkið á listanum er lítið
þekkt. Þarna eru tveir pípulagn-
ingameistarar, svo að hag þeirrar
stéttar ætti að vera borgið hjá
Lýðveldisflokknum. Lestina rek-
ur Halldór Jónasson, sem um
langt skeið hefur haft hug á því
að stofna nýjan flokk eftir sínum
kokkabókum.
Eg er á því, að Lýðveldisflokk-
urinn fái talsvert fylgi. Að vísu
held ég ekki, að takandi sé mark
i þeim glæsilegu sigrum, sem
hann segist alltaf vefa að vinna
t prófkosningum. Víða eru próf-
kosningar hafðar bara upp á grín
ag litið að marka þær. En ég hef
hitt margt fólk, sem er ráðið í að
kjósa E-listann, og þó kannslci
fleira, sem reikar á mörkum Sjálí
stæðisflokksins og Lýðveldis-
flokksins. Það er þetta, sem gerir
spárnar um fylgi listanna svo
óvissar. En bezt gæti ég trúað
bví, að Lýðveldismenn kærhu að
imanni, þó að ekki muni kannski
miklu. Mest draga þeir frá Sjálf-
stæðisflokknum, þar á meðal
margt af því fólki, sem studdi Ás-
geir í fyrra. En þeir fá auk þess
eitthvað af atkvæðum óánægðs
fólks úr hinum flokkunum. Klíka
Jónasar frá Hriflu styður þá með
ráðum og' dáð, og hún ræður yfir
dálitlu atkvæðamagni. En fyrst
og fremst er það leiðinn á gömlu
flokkunum, sem verður vatn á
myllu hins nýja flokks.
F-listinn
Þar er efstur Gils Guðmunds-
son, og sennilega hefur flokkur-
inn ekki heppilegri manni á að
skipa. Gijs' er greindur maður og
fjölfróður og kunnur almenningi
af útvarpserindum sínum, sem
hafa notið vinsælda. Hversu Gils
reynist í pólitíkinni er náttúrlega
óvíst enn, en liklega yrði hann
dugandi þingmaðui), seigur og
sólid, en ekki brilliant. Miklu
veikari punktur á listanum er
annað sætið, Bergur Sigurbjörns-
son. Það er einhvern veginn svona
með Berg, hann vekur ekki tiltrú
í pólitíkinni. Þriðji maðurinn,
Þórliallur Vilmundarson land-
læknis, er sagður efnismaður, en
hann er lítt kunnur almenningi.
Neðar á listanum eru ýmsir kunn-
ir menn. Þarna er Arnór Sigur-
jónsson, en hvers vegna var hann
ekki sendur fram í Suður-Þing-
eyjarsýslu? Arnór á að öllu skap-
ferli betur við Þingeyinga en
Reykvíkinga. Neðstur á listanum
er Friðrik Brekkan rithöfundur.
Hann var í gamla daga Fram-
sóknarmaður, en færðist svo til
vinstri og var um eitt skeið talinn
standa nærri kommúnistum. Vera
má, að Friðrik veiði eitthvað af
atkvæðum templara. Fulltrúar
kvenþjóðarinnar eru Kristín
Jónsdóttir, kona Björns Sigfús-
sonar, og frú Laufey Villijálms-
dóttir. Frú Laufey var áður í
Sjálfstæðisflokknum, en komst á
kant við hann út af forsetakosn-
ingunum í fyrra. Hún er mikil-
hæf kona og listanum er styrlcur
að henni.
Þjóðvarnarmenn eiga án efa
nokkurt fylgi í Reykjavík, en hitt
er vafamál, hvort það nægir til
þess að koma manni að. Meðal
menntamanna og opinberra starfs
manna eru þeir allsterkir. Þetta
fylgi draga þeir úr öllum gömlu
flokkunum, kannski þó mest frá
kommúnistum. En eins og ég
sagði áðan, held ég, að erfiðara
verði fyrir þá að ná verkamönn-
um frá kommúnistum, þó að þeir
veiði dálítið af atkvæðum verka-
manna, sem kosið hafa kommana
með hangandi hendi undanfarið.
Annars er. enginn vafi á því, að
kommúnistar óttast Þjóðvarnar-
menn og beina nú mjög skeytum
sínum að þeim, enda er allmargt
fól kehn í vafa um, hvorn flokk-
inn það kýs. Eitt aðaltromp Þjóð-
varnasrmanna er það sama og Lýð-
veldismanna: leiðinn á gömlu
flokkunum og löngun fólks til
þess að breyta til og prófa eitt-
hvað nýtt. Þessir nýju flokkar
hafa annars lítt leitt saman hesta
sína og virðast hafa samið eins-
konar vopnahlé, enda veiða þeir
að miklu leyti á ólíkum miðum.
Eg gæti trúað, að fylgi F-listans
yrði dálítið minna en fylgi E-
listans. Þó tel ég ekki alveg ó-
hugsandi, að flokkurinn geti kom
ið manni að í Reykjavík, en frek-
ar þykir mér það óliklegt. En hin
pólitíska upplausn í Reykjavík er
slík nú í dag, að í kosningunum
geta ýmsir óvæntir og ævintýra-
legir hlutir gerzt.
N'OKÐt K-Ml LASÝSLA
Sjálfstæðismenn
Þar eru aðeins þrír listar í
kjori, Framsóknarmenn, Sjálf-
stæðismenn og kommúnistar. —
Kosningin getur orðið talsvert
spennandi. Síðast fékk Framsókn
báða mennina kosna, en Sjálf-
stæðisflokkinn vantaði tvö at-
kvæði tii að vinna annað sætið.
Þá var Árni G. Eylands efstur á
Sjálstæðislistanum. Nú er í efsta
sæti Sjálfstæðislistans Helgi Gisla
son frá Skógargerði. Hann hefur
fram til þessa verið lítt þekktur
utan héraðsins, en faðir hans,
Gísli Helgason, er þjóðkunnur
maður. Líklega á Helgi eitthvert
' persónufylgi í sunnanverðu kjör-
dæminu, en Árni Eylands var að-
komumaður og átti ekkert nema
flokksfylgið. Búast má við því að
kosningabaráttan verði hörð og
úrslitin tvísýn. Aðrir menn á
Sjálfstæðislistanum eru ekki mik-
ið þekktir nema Sveinn á Egils-
stöðum, sem er í neðsta sæti.
Framsókn
Á Framsókna'rlistanum eru þeir
Páll Zóphóníasson og Halldór Ás-
grímsson efstir eins og áður. Páll
hefur reynzt allra þingmanna
snúningaliprastur fyrir kjósendur
sína og er sífellt á þönum fyrir
þá um allskonar útréttingar í
Reykjavík, hvort sem þeir þui'fa
að fá traktor eða hring í skil-
vindu. Það ér ekki ónýtt að eiga
slíkan þingmahn, enda er fylgi
Páls í sýslunni. orðið traust. Þótt
Halldór Ásgrímsson sé upprunn-
inn í héraðinu, nýtur hann ekki
jafn almennra vinsælda og Páll,
enda sagður svifaseinni til snún-
inga. Annars eru þessir floklcs-
bræður ekki sagðir neitt sam-
rýmdir, og Páll er yzt á vinstra
armi Framsóknar, en Halldór er
lengst til hægri. í kosningahríð-
inni er Páll miklu harðskeyttari
en Halldór, og ef Halldór fer inn,
á hann það mest Páli að þakka.
Það er sagt, að Páll viti næstum
því upp á hár, hvernig hver kjós-
andi í kjördæminu greiðir at-
kvæði og geti því sagt úrslitin ná-
kvæmlega fyrir. Árið 1942 fékk
Framsóknarlistinn einu atkvæði
færra en Páll hafði spáð, og hefur
hann síðan lagt mikla vinnu í að
finna svikarann. Sagt er, að hann
hafi fjósamann á Jökuldal grun-
aðan um svikih. Baráttan milli
Halldórs og HelgsÞverður spenn-
andi, eins og ég sagði áðan. —
Sennilega græða þó Framsóknar-
menn á því að Alþýðuflolckurinn
býður ekki fram nú, en hann fékk
þrjátíu atkvæði síðast. Menn úr
kjördæminu, sem ég hef talað við,
eru flestir á því, að Halldór haldi
sætinu, með örlitlum meirihluia.
Kommúnistar
Á lista kommúnista er efstur
Jóhannes Stefánsson frá Neskaup-
stað. Hann á aðallega fylgi í
Borgarfirði og Vopnafirði, en
einnig fáeiri atkvæði í sveitunUm.
Annar maður listans, Þórður Þórð
arson, er bóndi á Jökuldal. Fylgi
kommúnista verður þó innan við
100 atkvæði.
SUÐUK-MÚLASÝSLA
Einnig þar getur kosningift orð-
ið spennáridi. Síðast felldu Fram-
sóknarmenn Lúðvík Jósefsson og
'fengu bæði sætin. Nú leggja
kommúnistar mikið kapp á að fá
Lúðvík kjörinn á ný. Að sumu
leyti er vígstaða Framsóknar-
manna erfiðari en síðast. Það var
opinbert leyndarmál, að fjöldi
Sjálfstæðismanna í Suður-Múla-
sýslu kaus Framsóknarlistann síð
ast til þess að fella Lúðvík. Þá var
í efsta sæti Sjálfstæðislistans síra
Pétur í Vallanesi, og fylgi hans
var ekki mikið. Nú er aftur Árni
G. Eylands, og er það stérkara
framboð en sr. Pétur. Það er því
líklegt, að ýmsir Sjálfstæðismenn,
sem síðast kusu með Framsókn,
hverfi nú aftur til föðurhúsanna
og fylgi Sjálfstæðisflokksins auk-
ist eitthvað, og getur það orðið til
þess að fella Vilhjálm Hjálmars-
son. Annars á Árni G. Eylands að
ýmsu leyti erfiða aðstöðu. Óhugs-
andi er að fylgi flokksins aukist
svo mikið að hann nái kosningu,
og slík vissa verkar heldur illa
á kjósendur. Árni er þjóðkunnur
maður fyrir störf sín í þágu land-
búnaðarins, en við Suður-Múla-
sýslu hefur hann engin sérstök
tengsl, og fær varla annað en
flokksfylgið. Sennilega fær Sjálf-
stæðisflokkurinn um 500 atkvæði.
Framsóbn
Á Framsóknarlistanum eru þeir
aftur efstir Eysteinn Jónsson og
Vilhjálmur Iijálmarsson. Vil-
hjálmur er skikkanlegur hæglæt-
ismaður, en skörungur lítill. Bar-
áttan fyrir þingsæti hans mun
mest mæða á Eysteini Jónssyni,
sem er harðvítugur fundarmaður,
eins og kunnugt er. Ekki ætla ég
að spá neinu um úrslitin í bar-
áttu þeirra Vilhjálms og Lúðvíks
um annað sætið, en líklega verð-
ur munurinn lítill.
Kommúnistar
Höfuðvígi Lúðviks Jósefssonar
er Neskaupstaður, og þar á hann
meirihluta atkvæða. Meira en
hélmingur fylgis kommúnista í
kjördæminu er þar. Lúðvik er
harðduglegur og mikill hluti Norð
firðinga trúir á hann. Auk þess
á flokkurinn talsvert fylgi á
Eskifirði og í fleiri þorpum þar
eystra.
' Framhald á 7. síðu. 'rf