Mánudagsblaðið - 22.06.1953, Page 8
OR EINU I ANNAD
Jens Guðbjörnsson og Ungmennafélagið — Rósin-
kranz græðir — Géður fyrirlesiur — Endurminn-
ingar Rannveigar miklu — Frægur ieikari látinn
— Skilnaður í Hollywood —
íþróttavinnr skýrjr svo frá, að Jens Guðbjörnsson,
áhugamaður um íþróttamál, hafi látið þau orð falla
í hópi íþróttavina, að hann óskaði
einskis fremur en að Ungmenna-
félag Reykjavikur dræpist.
Heimildannaður lét í ljós þá
ósk, hvort ekki mætti sæma Jens
medalíu fyrir hugulsemina — um
leið og hann. fær medalíuna fyrir
frammistöðuna á Ólympíuleikunum
í fyrra. Því ekki?
f-
I..
V '
r
%
ít'
Þjóðleikhústjóri státar af því við Vísi, að f járhagur
leikhússins hef ði aldrei verið eins góður og á þessu ári.
Þetta er ekki alveg nýtt. Rósinkranz hefur oft látið
orð falla um fyrirmyndarstjórn sína á leikhúsinu.
Því má þá^ekki taka þau 45 prósent af skemmtana-
skattinum,. sem renna til leikhússins og láta smá-leik-
félögin úti á lahdi fá þau til að koma yfir sig húsi?
★
I síðastliðinni viku las Ævar Kvaran leikari upp
kafla úr ferðasögu eftir Kjartan Ólafsson, hagfræðing.
Kjartan mun vera með víðförulustu Islendingum og
hefur mjög skemmtilega frásagnargáfu.
Fyrirlestur hans var mjög áheyrilegur og lifandi og
skemmtilega fluttur af Ævari.
Bók Kjartans mun koma út bráðlega.
★
Nýlega er látinn á Manhattan, N. Y., Roland Young,
65 ára, hinn frægi og spaugilegi leikari, sem Reykvík-
ingar þekkja úr m. a. Topper-kvikmyndunum. Young
var fæddur í Englandi, en hefur verið einn vinsælasti
gamanleikari Bandaríkjanna í meir en 20 ár.
★
Það er talið, að ein vinsælasta bók, sem gefin verður
út í París á þessu ári, sé Endurminningar, eftir hvorki
meira né minna en sjálfa Katrínu
miklu Rússadrottningu.
Oss finnst tilvalið að Rannveig
hin mikla Þorsteinsdóttir fari nú
að skrifa Endurminningar af Al-
þingi, og hafi þær til í bókabúðum
fyrir jólamarkaðinn.
Paulette Goddard, kvikmyndadís, er nú í málaferl-
um við fyrrverandi mann sinn, leikarann Burgess
Meredith. Krefst hann 200 þúsund dollara af þvi, sem
einu sinni var „sameign“ þeirra. Hún hefur nú leitac^
álits yfirréttar New York, hvort skilnaður hennar við
Burgess sé ekki ógildur (það var mexikanskur skiln-
aður) og hvort hún geti ekki farið í mál við Burgess
fyrir það að hann búi með fjórðu konu sinni, Kaju
Sundsten, í synd.
P.S. Þegar hún skildi við Charlie Chaplin, líka mexi-
kanskur skilnaður, þá var hann að hennar áliti alveg
löglegur, enda fékk hún þá riflegan skerf af eignum
hans.
Hrtið á að gera í hvöld
Gamla Bíó:
Dans og dægurlög. Kl. 5, 7 og 9.
Nýja Bíó:
• Kona í vígamóð. KL 5, 7 og 9.
Tjamarbíó:
Jói stökkull. Kl. 5, 7 og 9.
Austurbæjarbíó:
Samhljómar stjarnanna. KI. 5,
7 og 9.
Hafnarbió:
Hættulegt leyndarmál. Kl. 5, 7
og 9. %
Stjömubíó:
Vcurizt glæframennina. KL 5, 7
og 9.
Trípólíbíó:
Bardagamaðurinn. Kl. 5, 7 og 9.
Frá aðalMi Árnesinga-
félagsins í Reykjavík
Nýlega var haldinn aðal-
fundur Ámesingafélagsins í
Reykjavík, og var hann allvel
sóttur.
Formaður félagsins, Hró-
bjartur Bjarnason, stórkaup-
maður, flutti skýrslu um störf
félagsins á síðastliðnu ári.
Starfsemi félagsins stóð með
miklum blóma. Meðal annars
efndi féiagið til skemmtiferð-
ar með Esju til Vestmanna-
eyja í samvinnuvið önnur átt-
hagafélög Árnesinga í Reykja
vík. Tókst ferð þessi ágæta-
vel, og tóku þátt í henni á
þriðja hundrað manns, en Ár-
samþykkt frá 1496, hefur fé-
nesingafélagið í Vestmanma-
eyjum annaðist þar móttökur
af mikilli rausn.
Auk hins árlega Árnesinga-
móts, sem er orðinn fastur
liður í starfsemi félagsins og
nýtur jafnan mikilla vinsælda,
stóð félagið fyrir nokkrum
skemmtisamkomum, er voru
ávallt mjög f jölsóttar.
I landi félagsins að Áshild-
armýri á Skeiðum, þar sem
fél. lét reisa veglegan varða
árið 1946 til minningar um
hina merku Áshildarmýrar-
lagið haldið áfram að gróður-
setja plöntur.
Gjaldkeri félagsins, Guðjón
Vigfússon, skýrði fi-á hag
þess á árinu og las upp endur-
skoðaða reikninga félagsins.
Hefur hagur félagsins batnað
til muna á árinu.
Árnesingafélagið hef ur ým-
is verkefni með höndum, svo
sem útgáfu héraðssögn, vernd
un sögustaða í héraðinu og að
stuðla að nánari kynnum milli
Ámesinga austanfjalls og
vestan. Eitt af núverandi á-
hugamálum félagsins er að
hlynna sem bezt að hinum
forna þingstað Árnesinga, m.
a. með því að vemda búðar-
rústirnar í iandi Minna-Hofs
í Gnúpverjahreppi og friða
Árnesið. Var eigandi jarðar-
innar Minna-Hofs og fyrrver-
andi ábúandi þar Jón Andrés-
son staddur á aðalfundinum,
og gaf hann félaginu fullt
leyfi til þess að gera þar þær
framkvæmdir, sem það teldi
nauðsynlegar til verndar þess-
um foraminjum.
Annað áhugamál félagsins
er að sýna hinum fomfræga
Skálholtsstað einhvern sóma,
en eins og alþjóð er kunnugt
hefur hann sætt langvarandi
niðumíðslu, svo að þjóðar-
skömm má heita. Það er að
vísu ekki á valdi félagsins að
leggja þar mikið af mörkum
í fémunum, miðað við þau
verkefni, sem þar biða og
hljóta að verða unnin fyrr eða
síðar. Eitt hinna sögulegu
tákna staðarins er skólavarð-
an, sem nú er í rústum. Hefur
félagið ákveðið að endurreisa
hana og hefur falið hinum
MÁNUDAGSBLAUIÐ
Hljómleikar
Grísk söngkona, frú Díana Eu-
strati, söng í Austurbæjarbíói —
Þessi söngkona er mezzo-sópran
og er uödd hennar vel þjálfuð, en
þó ekki að sama skapi fögur. FrúT
in söng 16. aldar meistara, einnig
Schumann, Brahms o. fl. Hljóm-
sveitarstjóri Hildebrandt aðstoð-
aði.
LEIKHUS:
ÞjóSIeikhúsið:
La Traviata. t— KJ. 20.
Óperuhljómsveitin, með aðstoð,
— þess sem eftir er af „sinfóníu-
hljómsveitinni“ — lék í Þjóðleik-
húsinu undir stjórn hr. Hilde-
brandts, einnig aðstoðaði hin
griska söngkona.
Hljómsveitin lék úr ballettinum
„Töfrar ástarinnar“ eftir de Falla.
Þessa þætti lék sveitin ágætlega
og söngur frúarinnar naut sín
mjög vel. Þá söng frúin þrjár arí-
ur úr óp. Carmen, sem voru mjög
zígeunarlega sungnar — en þar
af leiðandi í hinum hreina Zígeun
arstíl, því sjálf Carmen var og er
Zígeunertelpa.
Síðast. á efnisskránni var hin
fagra Tschaikovskys 5. sinf. Hr.
Hildebrandt er gáfaður og ágætur
listamaður, ekki síður en okkar
eigin dr. Urbancic. Þessir tveir
hljómsveitarstjórar leggja ekki á
okkar fámennu sveit þann þunga,
sem hinar stóru og þaulæfðu
hljómsveitir geta borið. — Hr.
Hildebrandt „improvísíerte“
Tschaikovskys fimmtu sinf. með
húmör og fjöri hins fædda og
lærða listamanns. Það er ánægju-
leg staðreynd, að undir stjórn
þessara tveggja ágætu listamanna,
dr. Urbancic og hr. Hildebrandts
ieikur hljómsveit vor BEZT.
Sig. Skagfield.
snjalla og þjóðlega listamanni
Guðmundi Einarssyni frá
Miðdal að gera uppdrátt og
líkan af vörðunni, er byggt sé
á sögulegum upplýsingum.
Minningarsjóður Ámesinga
er stofnaður var í tilefni af
fráfalli síra Áma Sigurðsson
ar, fríkirkjuprests, hefur feng
ið staðfestingu stjórnarvalda
á árinu. Starfsemi hans er því
eigi enn komin á fullan rek-
spöl, enda er stjórn hans ekki
fullskipuð samkvæmt reglu-
gerð.
Árnesingafél. var stofnað
28. maí 1934 og er því elzta
átthagafélag landsins. Ákveð-
ið hefur verið að minnast tví-
tugsafmælisins á næsta Ár-
nesingamóti og vanda til þess
eftir föngum.
Stjórn félagsins var öll end-
urkosin, en hana skipa þessir
menn: Hróbjartur Bjamason
foi-maður, Guðni Jónsson rit
ari, Guðjón Vigfússon gjald-
keri, Jón Guðlaugsson og Þor
lákur Jónsson meðstjórnend-
ur.
iVlisheppnuð
gamanmyndi í
Gamla bbíó
Það er oft, að menn, sem
eitthvað gera vel einu sinni,
fyllast ofmetnaði-og fá þessa
leiðinlegu — ég-er-svo-f jándi-
góður afstöðu til verks síns.
Þessu ber ekki hvað sjaldn-
ast á í listamannastéttinni,
enda ber myndin Jói stökkull
þess glöggt vitni. Piltarnir
tveir, Dean Martin og Jerry
Lewis, sem eiga að bera mynd-
ina uppi og hafa borið uppi
tvær myndir, sem ég hef séð
þá í áður, virðast ekki þurfa
lengur að vanda vinnu sína.
Tvær fyrri myndir voru ný-
stárlegar, frumlegar í sína
einföldu vísu og nokkuð
spaugilegar.
Framh. á 3. síðu.
Áhugamál
kvenna
Framhald af 5. síðu
ekki við að tína upp hvern
spotta, sem verður á vegi hans
og vefur hann nákvæmlega
upp til f rekari nota síðar meir.
Martha Raye hefur límband
til að líma með hæla og tær á
sokkunum til að þeir endist
lengur.
Margaret Lindsay segir, að
það sé miklu ódýrara til lengd-
ar að kaupa þrenna sokka af
sömu gerð í einu, og þegar hún
kaupir hanzka, þá kaupir hún
tvenna eins. Þetta kemur sér
vel, ef annar hanzkinn tapast.
Loretta Young notar sína
kviltuðu inniskó þangað til
þeir era svo slitnir, að þeir
hanga varla saman.
Basil Rathbone. — Ef þú
spyrðir hann hversvegna. hann
fengi sér ekki nýtt prjóna-
vesti í staðinn fyrir þetta 15
ára gamla, sem hann alltaf
notar, þá mundir þú særa til-
finningar hans hræðilega. —
Hann neitar bókstaflega að
kaupa sér nýtt vesti og þetta
hans gamla er margstoppað
og slitið.
Virginia Bruce heldur fast
við ákveðin skammt af mat.
Þessvegna var það, að einn
dag, þegar hún settist við
morgunverðarborðið, að hún
saknaði smjörsins, svo hún
kallaði í ráðskonuna og spurði
hana um ástæðuna.
Ráðskonan svaraði, að það
hafi verið óvenju gestkvæmt
í vikunni, svo að smjör-
skammturinn væri búinn, og
að þær hefðu ekki ráð á að
hafa smjör fyrr en í næstu
viku.
Lausl. þýtt.