Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 26.10.1953, Page 8

Mánudagsblaðið - 26.10.1953, Page 8
DR EINU I ANNAÐ j ' Orðheppni Ólafs — Gagnrýnandi fær áminningu — Kanlca og leigan — Til rannsókuarlögreglunnar — Templara-drykkja — Þingmenn á skemmtumim — Ölafur Thors, forsætisráðherra, er frægastur m.a. fyrir það, að koma vel fyrir sig orði og vinda sér skjótt j úr vandræðum. I kosningaleiðangri bar svo við er bifreið Ölafs ók heim að einum fundarstaðanna að nokkrir ungir menn höfðu safnazt saman með háreisti og höfðu á orði að grýta bifreið Ólafs. Óíafur hafði veður af áformi pilta, skipaði bif- reiðarstjóra sínum að nema staðar, stökk út úr bílnum til þeirra og sagði: „Hvar get ég pissað, strákar? ! • Piltum varð svo orðfall, að ekkert varð úr óspekt- um. 1 \\ * t»jóð\iijinn upplýsir, að þjóðleikhússtjóra hafi ] ' runnið mjög í skap, vegna gagnrýni Tímans á Sumri hallar. Vildi hann ekki láta Tímann fá blaðamiða á næstu sýningar, nema músikk-gagnrýnandinn skrifaði um sýninguna. Þórarinn Tímaritstjóri brást hart við og f kvað Þjóðleikhúsið ekki skyldu ráða gagnrýni blaðs síns, enda, lúffaði þjóðleikhússtjóri er hann sá alvöruna. Gott er að vita til þess að pressan hefur enn bein j í nefinu, þegar smámenni reyna að skerða rétt hennar. i; * ! : Orðrómur er um það, að Rahnveig Þorsteinsdótt- ] ir, fyrrv. þingmaður, sem þóttist berjast gegn okur- leigu, geri ekki alveg éins og hún prédikaði. Spurningin er; hversu dýr er 1 herbergi og eldhús, sem ungfrúin leigir út í Tjarnargötu og hvað mikil var fyrirframgreiðslan ? Hvað stór er íbúðin, sem ung- frúin býr í, væntanlega ein? Til runnsóknarlögreglunnar: Getur rannsóknar- lögreglan slegið niður þann orðróm að bílstjóri, sem fannst í höfninni, :hafi verið svo skaddaður, að efast megi um, að hann hafi dáið af slysförum? j Þessi orðrómur er of þrálátur til þess að viðkom- andi aðilar geti þagað endalaust. 1 * Templara-drykkjan heldur áfram. 1 Sjálfstæðis- húsinu voru, um síðustu helgi, teknar um 80 smáar og stórar vínflöskur, enda drykkjuskapur óhemjulegur. Þjónar segja að fleiri flöskur finnist eftir dans- leiki í danshúsum, en danshúsin seldu, meðan áfengis- j sala var leyfð. Vetrargarðurinn og önnur danshús höfuðstaðarins finna enn fleiri flöskur eftir dansskemmtanir sínar. j ★ Það er blátt áfram raunalegt, að vita til þess, að liáæruverðugir þingmenn og forstjórar í Reykjavík, skuli þurfa að skjótast fram á klósett, til þess að „stinga út“ úr vasapelum sinum á skemmtunum bæj- {■ arins. ivað á að gera í kvöldi KVIKMYNDAHÍIS: Gamla bíó: Konunlegt brúðkaup. Jane Powell. Kl. 5, 7 og 9. Nýja bíó: Bílþjófurinn. Anna Magnani. Kl. 5, 7 og 9. Tjamarbíó: Vouarlandið. Raf Vallari. KI. 5, 7 og 9. Austurbæ jarbíó: Eftirlits- maðurinn. Danny Kaye. Kl. 9. Hafnarbíó: Ósýnilegi hnefa leikarinn. Abot og Costello. Kl. 5, 7 og 9. Stjörnubió: Lorna Doone. Barbara Hale. Kl. 5, 7 og 9. Tripolibíó. Ungar stúlkur á glapstigum. LEIKHÚS: Þjóðleikluisiö: Sumri hallar. Katrín Thors, Baldvin Hall- dórsson. Kl. 20. Austurbæjarbíó: Sjómanna dagsráðskabarettinn. Kl. 5. 7 og 11. Sjálfstæðishúsið. Kabarett Pegrunarfélagsins. Kl. 8,30. Fyrirspurn Er J>aS satt, aS skattsljóri Reykjavíkur leyfi sér eftir geð þótta aff breyta skattaframtöl- um g jaldcnda, án þess að hafa fyrir því að kalla viðkomend- ur til viðtals eins og skatta- lögin kveða skýrt á um? Að þessu er spurt vegna þess, að ég hefi þá sögu að segja, að sjálfur hefi ég orðið fyrir þessu. Mér fannst skattur sá, sem mér er gert að grciða, óeðlilega hár, og hef fengið þá skýringu, að framtali mínu hafi vcrið breytt, án þess að ég væri til kvaddur. B o r g a r i . mánudagsbladið Eftirtektarverð kiikmynd í TJARNÁR6ÍÓ Italir senda nú frá ser hverja afbragðsmyndina á fætur annarri. Myndin Von- arlandið, sem Tjarnarbíó sýn- ir um þessar mundir, er sann- arlega með betri framleiðslum þeirra, sennileg, átakanleg og Bæjarbíó í Ifafnarfirði sýnir um þessar mundir ítölsku stórmyndina „Lokaðir gluggar“ sem fjallar um líf vændiskonunnar, á djarfan og raunsæan hátt. Myndin er af Elenora Rossi er leikur aðalhlutverkið. á köflum hrífandi vel gerð. Efnið er um þoi’psbúa, at- vinnulausa námumenn, sem flytja úr heimahögum í at- vinnuleit til Frakklands. — Strax í byrjun lenda þeir í liöndum svikara og síðan steðja að þeim hörmungar ýmislegar, hörmungar, sem vel geta hent fákæna þorps- búa, sem skyndilega eru dregnir út í hringiðu heims- ins, svik hans og pretti, kulda og samúðarleysi. Margir taka með sér f jölskyldúr sínar, aðr ir eiginkonur einar, enn aðrir unnustur, elskhuga o. s. frv. Yfir myndinni hvílir þung- lyndisblær, mörg hugnæm at- riði og raunveruleg, glys og skærir litir eru blessunarlega fá. Eins og í fleiri itölskum myndum nær leikstjórinn sér- staklega raunverulegum blæ í myndina. Hinn gullni meðal- vegur er oft erfiðari en þegar langt er gengið í aðra hvora áttina og, ef vel tekst, öllu sennilegri og áhrifaríkari en ella yrði. Leikur aðalleikenda jafnt og aukaleikenda, er prýðilega hóflegur yfirleitt, týpurnar teknar úr hvers- dagslífinu, án alls óþarfa skrums. Sannarlega, eins og auglýs- ingin segir: mynd hinna vand- 1 látu. A. B. SPÁNNÝTT FRÁ HOLLYWOOD Hrollvekju-framlelðsla - i ðigleymiiigl Góð hrollvekja er gulls ígildi, eins og allir kvikmyndafram- leiðendur í Plollywood vita. Aðaltilgangur þeirra er að hræða peninga út úr áhorfendum og jafnframt þá sjálfa; Um þessar mundir eiu framleiðendur í Hollywood að undirbúa hrollvekjuframleiðslu á sama hátt og kringum 1930 þegar Frankenstein-myndirnar voru í mestum blóma. THEM (Warner Bros) er um Iröllaukna niaura, sein eru mann- ætur. Einri fulltrúi Warner seg- ir: „Þessir inaurar eru morðingja- kvikindi. Þegar þeir verða átta íet á hæð, vcrða þeir að éta, og hvað er betra en mannakjöt?“ BRJÁLAÐI TÖFRAMAÐUR- INN (Columbia) er einskonar eftirleikur Vaxmyndasafnsins, en Vincent Price leikur aðalhlut- verkið (þrívíddarmynd). FuILtrúi Columbia segir: „Allt og allir hoppa fram í sýningarsaliim í þessari mynd. Pricc sést saga höf- uðið af ungri stúlku og er síðan brenndur til bana i stálskáp, sem hefur glerrúðu." MAÐURINN FRÁ MARS (Col- umbia, þrívíddarmynd) sem „Jungle Sam“ Katzman íramieið- ir, eru um nýja x-bombu. „Ef þcssi x-bomba springur", segir Katzman, „þá raskast þungainiðja alheimsins". Þá koma innrásar- menn utan úr geimnum, en Katz- man liefur ekki ákveðið hvernig þeir eiga að líta út: „E£ til vill verður hausinn á þeim eggmynd- aður eða þeir hafa bara hjálma“. KATTARKONA TUNGLSINS, (Independent, þrívíddarmynd), fjallar um könnunarmenn frá jörðinni á tunglinu. Þar, segir A1 Zimbalist framleiðandiun, finna þeir „viðbjóðslega gripi eins og köngvlær með fjögnr augu, sem spú eitraðri gutu‘‘. HINN MIKLI OG (Independ- ent þrvíddarmynd) segir Albert Zugsmith er „vísindaleg skáld- saga, sem slteður á hinni ímynd- uðu stjörnu Aphrodite. OG er eitt livað, sem cr ekki alveg mannlegt eins og t. d- Hollywood áróðurs- maffur eða kvikmyndagagnrýn- ábidi. Iiánn er tveim sinnum stærri en maðúPiAn, hann hef- ur grænt blóð“. . SVARTA VATNIÐ (Universal- International, þriggjavíddar- mynd) er um „tálkna-manninn" þ. e. a. s. liálf-mann og hálf-fisk, sem lítur út eins og froskur. ( Úr Time magazine 19. október 1953.) Eins og sjá má af undan- farandi er talsvert í undirbún- ingi í Hollywood. Framleið- endur kvikmynda virðast fulí vissir um það, aðrar myndir en svona ,,goil“ borgi sigekki. En þeir ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir senda þetta á markaðinn, þótt það kunni að ganga vel heima fyr- ir.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.