Morgunblaðið - 24.02.2005, Qupperneq 1
2005 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR BLAÐ D
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
SKABEIKIS ÁTTI STÓRLEIK MEÐ ÞÓR Í EYJUM / D2
Jose Mourinho, knattspyrnustjóriChelsea, kom öllum á óvart
skömmu fyrir leik og breytti byrj-
unarliðinu sem hann hafði gefið út
daginn áður. Í stað Eiðs Smára Guð-
johnsen setti hann Damien Duff í
byrjunarliðið og hann átti eftir að
koma við sögu. Eiður Smári kom inn
á 75. mínútu.
Börsungar tóku öll völd á vellinum
um leið og Anders Frisk, sænskur
dómari leiksins, flautaði til leiks.
Mourinho mætti með sína menn til
leiks með það fyrir augum að verjast
af krafti og reyna að lauma inn einu
eða fleiri mörkum úr skyndisóknum.
Þegar Chelsea náði að stilla vörninni
upp komust leikmenn Barsa hvorki
lönd né strönd. Reyndar fengu þeir
fín færi í upphafi leiks þegar þeir
nýttu kantana nægilega vel og bolt-
inn var sendur fyrir markið. Það
gerðu þeir ekki lengi heldur sneru
sér að því að sækja inn á miðjuna og
það kunni varnarmúr Chelsea við.
Drogba fékk gult spjald á 16. mín-
útu og var það rangur dómur hjá Sví-
anum snjalla. Hann átti þó eftir að
gera verri mistök því á 56. mínútu
sýndi hann Drogba aftur gult og
rautt í kjölfarið. Þetta spjald kom
þegar framlínumaðurinn var í bar-
áttu um boltann við markvörð Barce-
lona og reyndi eins og hann gat að
losna við snertingu.
Leikaðferð Chelsea breyttist í
raun ekki mikið við þetta, fór úr 4-
5-1 í 4-5-0 en óneitanlega tók meira á
að vera einum færri og þolinmæði
Börsunga skilaði þeim tveimur
mörkum seint og um síðir.
Þeir gerðu öll þrjú mörkin, fyrst
Belletti eftir fyrirgjöf frá Duff frá
hægri. Hann reyndi að koma í veg
fyrir að boltinn færi til Cole sem var
aleinn fyrir aftan hann, en setti bolt-
ann í netið.
Í síðari hálfleik jafnaði Maxi Lop-
ez með fínu marki á 66. mínútu og
hafði hann aðeins verið inn á í þrjár
mínútur. Síðara markið gerði Eto’o
eftir sendingu frá Lopez. Raunar
virtist hann ætla að skjóta þar sem
hann var hægra megin í vítateignum,
hitti boltann illa og Eto’o stakk sér á
milli varnarmanna og skoraði.
Tæpt á Nývangi
LITLU munaði að Chelsea tæk-
ist að krækja sér í jafntefli þeg-
ar liðið lék á Nou Camp gegn
Barcelona í fyrri leik liðanna í
Meistaradeild Evrópu í knatt-
spyrnu í gærkvöldi. Chelsea
komst yfir í fyrri hálfleik en
Börsungar skoruðu tvívegis í
þeim síðari og sigruðu 2:1.
Ágæt úrslit í sjálfu sér fyrir
Chelsea sem á heimaleikinn til
góða og dugar 1:0-sigur þar.
EFTIR leik Barcelona og Chelsea í
gær mættu hvorki framkvæmda-
stjóri né leikmenn Chelsea á blaða-
mannafund eftir leikinn. Þess í stað
mætti Simon Greenberg, talsmaður
Chelsea, á fundinn og baðst velvirð-
ingar á að enginn úr liðinu skyldi
mæta. „Við munum leggja fram
kvörtun til UEFA vegna atviks sem
varð í leikhléi. Fleira segjum við
ekki í kvöld,“ sagði hann.
Eftir því sem næst verður komist
er atvik þetta orðaskipti sænska
dómarans Anders Frisk og Frank
Rijkaards, stjóra Barcelona. Hol-
lendingurinn segir viðbrögð
Chelsea ýkt og segist aðeins hafa
kastað kveðju á Frisk. Fréttamað-
ur Sky segir að eftir að Rijkaard
hafi sagt „halló“ við dómarann hafi
Mourinho elt Frisk að búningsher-
bergi sínu og sagt: „Þú getur ekki
gert þetta, þú getur ekki gert
þetta. Ég ber fram formlega kvört-
un.“
„Fannst ykkur þetta ekki góður
leikur?“ spurði Eto’o blaðamenn
þegar flautað var til leiksloka, en
hann gerði sigurmarkið fyrir
Barcelona. „Við áttum von á svona
leik og þetta gekk upp hjá okkur.
Við erum með forystuna og hver
veit nema við gerum betur í síðari
leiknum í Englandi og þá þurfum
við ekki að hafa áhyggjur,“ sagði
markaskorarinn.
Chelsea kvartar við UEFA
JÓHANN Ólafsson, leikmaður
Njarðvíkinga í körfuknattleik, var
í gær úrskurðaður í þriggja leikja
bann vegna atviks í leik KR og
Njarðvíkur í drengjaflokki. Þar
henti Jóhann knettinum í annan
dómara leiksins. Jóhann verður því
í banni í næstu þremur leikjum þar
sem hann er gjaldgengur sem leik-
maður.
Jóhann í
þriggja leikja
bann
DANSKA handknattleiksliðið
Skjern, sem Aron Kristjánsson
þjálfar, gerði sér lítið fyrir og
skellti efsta liði dönsku úrvals-
deildarinnar, Århus GF, 28:23, á
heimavelli í gærkvöldi eftir að
hafa verið með yfirburðastöðu all-
an leikinn, m.a. 15:9, í hálfleik.
Jón Þorbjörn Jóhannsson skoraði
5 mörk fyrir Skjern og Ragnar
Óskarsson fjögur en með sigr-
inum komst liðið í þriðja sæti
deildarinnar, hefur 23 stig að
loknum 18 leikjum. Róbert Gunn-
arsson komst lítt áleiðis í leiknum,
varð að láta sér nægja 3 mörk,
þar af eitt úr vítakasti. Sturla Ás-
geirsson skoraði ekki fyrir Ár-
ósarliðið.
Århus GF er eftir sem áður í
efsta sæti deildarinnar, hefur 26
stig úr 17 leikjum en Kolding, sem
lék ekki gærkvöldi vegna ófærðar
í Danmörku, er í öðru sæti með 25
í 16 leikjum. GOG er í fjórða sæti
með 22 stig úr 16 leikjum.
Skjern skellti
toppliði
Århus GF
HEIÐAR Helguson, landsliðs-
maður í knattspyrnu, verður
nær örugglega ekki með Wat-
ford á laugardaginn þegar
liðið tekur á móti Úlfunum í
ensku 1. deildinni. Heiðar,
sem er markahæsti leik-
maður liðsins á tímabilinu
með 16 mörk, fékk högg á
hnéð í leik gegn Sunderland
þann 12. febrúar og gat ekki
leikið með liði sínu sem vann
góðan útisigur á Ipswich í
fyrrakvöld.
„Þetta eru engin alvarleg meiðsli. Hnéð er bara ennþá
talsvert bólgið og ég hef því ekkert getað æft frá því
þetta gerðist í leiknum við Sunderland. Ég býst ekki við
að spila á móti Wolves um helgina en ég verð örugglega
tilbúinn um aðra helgi,“ sagði Heiðar í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Brynjar Björn Gunnarsson, félagi Heiðars hjá Wat-
ford, er einnig meiddur í hné og hefur verið frá í síðustu
þremur leikjum. Reiknað er með að hann verði klár í
slaginn um aðra helgi, líkt og Heiðar, en þá mætir Wat-
ford liði Coventry á heimavelli.
Heiðar og Brynjar
verða ekki með
á móti Úlfunum
Heiðar
AP
Kamerúninn Samuel Eto’o gerði sigurmark Barcelona, 2:1, gegn Chelsea, eftir að Chelsea hafði
komist yfir. Hér er hann í baráttunni við Tiago, portúgalska leikmanninn í liði Chelsea.