Morgunblaðið - 31.03.2005, Síða 2

Morgunblaðið - 31.03.2005, Síða 2
2 B FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ                     !          "#$                %#&&'(            !  !  !     %) *+,  Viðskiptablað Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins NOKKRIR af stærstu hluthöfum í Samherja, sem samtals eiga 55,48% hlutafjár í félaginu, hafa gert með sér samkomulag um stjórnun og rekstur þess. Þetta eru Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson, Fjárfestingarfélagið Fjörður ehf., Bliki ehf., Tryggingamiðstöðin hf., F-15 sf., Finnbogi A. Baldvinsson og fjárhagslega tengdir aðilar. Tilkynning þessa efnis var send til Kaup- hallar Íslands í gær, en þar kemur fram að sam- komulagið hafi verið gert í kjölfar kaupa Fjárfest- ingafélagsins Fjarðar ehf. á 7,33% eignarhlut í Samherja af Burðarási, en félagið eru í eigu Krist- jáns, Þorsteins Más og Finnboga. Vegna samkomulagsins milli hluthafanna er þeim skylt að gera öðrum hluthöfum í Samherja yf- irtökutilboð á grundvelli laga um verðbréfaviðskipti og verður það lagt fram innan fjögurra vikna. Þá segir í tilkynningunni að samhliða samkomulagi hluthafanna verði óskað eftir því að hlutabréf Sam- herja verði afskráð úr Kauphöll Íslands. Ekki áhugi fyrir sjávarútvegsfyrirtækjum Yfirtökutilboð hluthafanna miðast við gengið 12,1, sem er hæsta gengi hlutabréfa sem þeir hafa átt viðskipti með í Samherja síðastliðna sex mánuði. Fyrir liggur tillaga stjórnar Samherja til aðalfund- ar um greiðslu á 30% arði og verði sú tillaga sam- þykkt samsvarar tilboðið genginu 12,4. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að það sem nú sé að gerast hjá fyrirtækinu hafi verið að gerast hjá mörgum sjávarútvegsfyr- irtækjum hér á landi á umliðnum árum. Þetta sé ef til vill lýsandi fyrir þá stöðu sem sjávarútvegurinn er í um þessar mundir. „Fyrirtækin þurfa að geta haft skýra framtíðarstefnu og gert framtíðarplön,“ segir Þorsteinn Már. „Stjórnmálin hér á landi eru þannig að menn hafa mjög mismunandi skoðanir á því hvernig eigi að stunda þá matvælavinnslu sem fiskveiðar og vinnsla eru. Umræðan hefur hins veg- ar verið á þann veg að áhugi fjárfesta fyrir sjáv- arútvegsfyrirtækjum er ekki mikill.“ Hann segir stærstu eigendur Samherja, ákveð- inn hóp starfsmanna og nokkra aðrir fjárfestar, hafa komið sér saman um stefnu og rekstur Sam- herja. „Við höfum trú á því að hluthafar sem eiga í kringum 35–40% hlutafjár í félaginu muni selja sín bréf. Og við munum væntanlega fá einhverja nýja aðila til að koma að 10–15% af fyrirtækinu.“ Þrjú fyrirtæki eftir Þorsteinn Már segist reikna með því að einhverjar breytingar verði á Samherja eftir að félagið verður afskráð úr Kauphöll Íslands. Möguleikar fyrirtæk- isins og aðgangur að fjármagni muni væntanlega minnka. „Það hefst nýr kapituli hjá Samherja og starfsmönnum fyrirtækisins með þessu. Og ég von- ast til að skilja við hluta af hluthöfum í sátt,“ segir Þorsteinn Már. Samherji var skráður í Kauphöll Íslands á árinu 1997. Hluthafar eru nú liðlega 1.500 talsins. Krist- ján Vilhelmsson er stærsti einstaki hluthafinn með um 16% hlut. Næstur kemur Þorsteinn Már með um 15,7%. Samtals fara þeir því með um 44% hlut þegar tæplega 12% hlutur fjárfestingarfélagsins Fjarðar hefur verið talinn með. Eftir að Samherji verður afskráður úr Kauphöll Íslands verða þrjú sjávarútvegsfyrirtæki skráð í Kauphöllinni. Þau eru HB Grandi, Vinnslustöðin og Þormóður rammi-Sæberg. Fyrir þremur árum voru samtals 16 sjávarútvegsfyrirtæki skráð í Kauphöllinni. Stærstu hluthafar Sam- herja yfirtaka félagið Morgunblaðið/Kristján Hafa gert samkomulag um stjórnun og rekstur fyrirtækisins og munu óska eftir afskráningu Eftir Grétar J. Guðmundsson gretar@mbl.is Samherji hækkaði VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands námu í gær 4.845 milljónum króna, mest með hlutabréf fyrir um 2.962 milljónir en næstmest með banka- víxla fyrir 938 milljónir. Mest hluta- bréfaviðskipti voru með bréf Sam- herja hf. fyrir um 1.479 milljónir króna og hækkaði virði þeirra um 2,1%, sem var mesta hækkun dags- ins. Mesta lækkunin var hinsvegar á bréfum Bakkavarar en þau lækk- uðu um 1,6%. Burðarás selur allan hlut sinn í Samherja BURÐARÁS hefur selt 7,33% hlut sinn í Samherja, samtals tæplega 122 milljónir króna að nafnverði. Frá þessu er greint í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Friðrik Jóhanns- son, forstjóri Burð- aráss, segir að ástæðan fyrir söl- unni sé einfaldlega sú að félaginu hafi borist gott tilboð og ákveðið hafi verið að taka því. Miðað við gengið 12,0 krónur á hlut í Samherja hefur söluverðið verið tæplega 1,5 milljarðar króna. Kaupandi að hlut Burðaráss í Samherja var Fjárfestingarfélagið Fjörður, sem er í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, Kristjáns Vilhelmssonar, útgerð- arstjóra félagsins, og Finnboga A. Baldvinssonar. Eftir kaupin á Fjörð- ur samtals 11,97% hlut í Samherja. Burðarás eignaðist rúmlega 7% hlut í Samherja í september á síð- asta ári þegar félagið keypti 76,77% hlutafjár í Kaldbaki af Samherja, Baugi Group og Samson Global Holding. STJÓRNENDUR líftæknifyrirtæk- isins Prokaria tilkynntu á starfs- mannafundi í gær að 7 af 23 starfs- mönnum fyrirtækisins yrði sagt upp. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur verið talsvert tap á rekstri fyrirtækisins sem er óviðun- andi að mati stjórnar félagsins. Engu að síður hafa tekjur þess farið vaxandi. Þær voru um 110 milljónir króna á síðasta ári, sem var tæplega tvöföldun frá árinu áður, en tap árs- ins var um 80 milljónir. Félagið er enn samkvæmt heim- ildum fjárhagslegt sterkt og á enn töluvert fé í sjóði. Stjórnin vill vernda þá stöðu og nýta þann styrk til frekari sóknar. Þannig er verið að grípa til aðgerð í tíma. Stefnt er að því að ná félaginu í fjárhagslegt jafn- vægi fyrir árslok og standa vonir til að þessar aðgerðir muni duga til þess. Félagið mun leggja áherslu á að halda áfram af fullum krafti með öll samningsbundin verkefni og óbreytta þjónustu við viðskiptavini. Hins vegar verður dregið úr rann- sóknum og vöruþróun á verkefnum, sem fjármögnuð hafa verið af eigin fé fyrirtækisins. Prokaria er sprotafyrirtæki í líf- tækni og fjármagnað með 13 millj- ónum dollara í framtaksfé frá inn- lendum fjárfestum á árinu 2000. Erfðagreining og ensímþróun Jakob K. Kristjánsson, líftæknipró- fessor og forstjóri Prokaria, var einn helsti frumkvöðullinn að stofnun fyr- irtækisins, en það var stofnað á árinu 1998 og hét þá Íslenskar hveraörverur. Árið eftir fékk fyrir- tækið sérleyfi til fimm ára frá rík- isstjórn Íslands á leit að hitakærum örverum á helstu hvera svæðum landsins. Prokaria stundar rannsóknir og hagnýtingu á erfðaauðlindum nátt- úrunnar á sviði erfðagreininga og ensímþróunar. Fyrirtækið starfar fyrir alþjóðleg stórfyrirtæki í efna- og matvælaiðnaði, þjónar innlendum og erlendum fyrirtækjum í erfða- greiningum á fiski og fleiri dýrum, og framleiðir og selur eigin ensím til erfðagreininga. Markmið fyrirtækisins er að skapa verðmæta þekkingu og þróa ný líf efni til nota í iðnaði, rannsókn- um og í lyfjaframleiðslu. Þriðjungi starfsmanna Prokaria sagt upp gretar@mbl.is Spánverjar buðu hæst í Cesky EINKAVÆÐINGARNEFND í Tékklandi tilkynnti í gær að spænska símafyrirtækið Telefonica SA hefði boðið hæst í 51,1% hlut tékkneska ríkisins í landssímanum Cesky Telecom. Tilboðið hljóðaði upp á 218 milljarða króna. Mælt verður með því við ríkisstjórnina að hún taki þessu tilboði en reiknað er með að niðurstaða fáist í málið í byrjun aprílmánaðar. Næsthæsta tilboðið, 208 millj- arðar króna, var frá SwissCom. Þá bauð Belgacom 178 milljarða, að því er segir í Forbes. ll STUTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.