Morgunblaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.03.2005, Blaðsíða 28
28 B FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ                                                                          ! "   #                 ! "  !#$#$!!$%!&' (!!) '(! *+#! ,*$  ) #* $ % -! . ) $ $/  %$!! $!) *+#! ,* . ) !* ) *    )!!'$*$!) #/$01))$ $)!2,)* *3) ) 41 5#%!$#$! * % *-%2#2 )*   !++6 !) * $/*!++6     !*'*$! !*-)!%$ )   (!$6 *2 *%!  $ %& '  (#        (      !      ) "*            !          +        !  !  "#    +,!    +      "                                                LAUN bestu og/eða vinsælustu knattspyrnumanna heimsins hafa keyrt um þverbak á undanförnum árum. Um það eru flestir sammála. Þessi svimandi háu laun eru að sliga knattspyrnufélögin og eru þau stærstu og þau sem skarta skærustu stjörnunum farin að leita nýrra leiða til að auka tekjur sínar, því ljóst er aðekki dugir að selja rækjur og kló- settpappír til að skrapa saman fyrir launakostnaðinum. Í því skyni hafa félögin í auknum mæli horft til nýrra markaða, bæði í austri og vestri. Ensk stórlið eru meðal þeirra knattspyrnuliða sem hyggjast seilast í vasa knattspyrnuunnenda í Asíu og Bandaríkjum. Chelsea, sem tapaði rúmum 10 milljörðum króna á síð- asta ári, hefur þannig beinlínis lýst því yfir að félagið stefni að aukinni sölu á hvers kyns varningi tengdum félaginu í Kína og í Bandaríkjunum, þar séu framtíðartekjulindirnar. Mörg stóru félaganna hafa í þessu skyni farið í nokkurs konar „sýning- arferðir“ til Asíu og fengið feikna- góða aðsókn. Og það þrátt fyrir að sýna ekki alltaf bestu gripina. Þann- ig var Manchester United legið á hálsi fyrir að hafa ekki skartað helstu stjörnunum á ferðalagi sínu í austurvegi á síðasta ári. En viðbrögðin hafa ekki verið eins góð vestanhafs. Knattspyrnan hefur fram til þessa ekki verið ýkja hátt skrifuð íþróttagrein í Bandaríkj- unum, a.m.k. ekki notið viðlíka vin- sælda og í Evrópu og má þannig ætla að þar sé óplægður pen- ingaakur fyrir risaklúbbana í Evr- ópu. En það hafa verið gerðar marg- ar en árangurslitlar tilraunir til að kynna knattspyrnuna í landinu. Ein- hverra hluta vegna virðist hún ekki höfða til Kanans. En nú gætu ensk knattspyrnulið hugsanlega misst spón úr aski sínum vegna þess að Championsworld, fyr- irtækið sem annast markaðs- setningu knattspyrnunnar í Banda- ríkjunum, rambar á barmi gjaldþrots, ef marka má frétt á fréttavef BBC. Markmiðið með stofnun Champ- ionsworld árið 2000 var að auka hróður greinarinnar, til dæmis með því að bjóða stórliðum frá Evrópu og Suður- Ameríku að taka þátt í knatt- spyrnumótum í Bandaríkj- unum á sumr- in. Auk enskra stór- liða, s.s. Liv- erpool, Chelsea og Manchester United, hafa lið á borð við Juventus, Barcelona, AC Milan, Celtic, Boca Juniors og Bayern München þekkst boðið og spilað í Banda- ríkjunum und- anfarin tvö sumur. Championsworld skuldar um 600 millj- ónir króna en talið er að knattspyrnumótið sem fyrirtækið stóð fyrir síðasta sumar hafi kostað nærri 2 milljarða króna. Leikið var í 7 borgum en að- sóknin olli vonbrigðum. Þó fylgdust ríflega 50 þúsund manns með leik Manchester United og Celtic síðast- liðið sumar. Aftur á móti mættu að- eins rúmlega 15 þúsund manns á leik Evrópumeistaranna í Porto og gríska liðsins Galatasaray en hann fór fram á Giants- leikvanginum í New York sem tekur 76 þúsund manns í sæti. Meðalaðsókn á hvern leik var ann- ars ágæt, um 34 þús- und manns, sem þætti gott hjá mörgum evrópskum stórliðum. Forsvarsmenn Championsworld vonast til að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti og benda á að tekjur af mótinu í fyrra hafi verið miklar, um 25 milljónir dollara sem svara til um 1,5 milljarðs íslenskra króna. Mikill kostnaður hafi komið þeim í opna skjöldu. Þannig hafi Celtic fengið greidda 350 þúsund dollara, nærri 22 milljónir, fyrir hvern leik á mótinu síðasta sumar. Flest önnur lið fengu mun meiri pening fyrir sinn snúð. Segja forsvarsmenn Champions- world að sennilega hafi þeir farið of geyst í sakirnar, fengið of mörg stórlið til að leika og á stöðum sem skiluðu ekki áhorfendum. Þeir stefna á að halda annað mót í sumar en margir telja að hrakfarir Champ- ionsworld valdi því að stórlið veigri sér við því að spila í Bandaríkjunum hér eftir. En forsvarsmenn Champ- ionsworld eru sannfærðir um að sú verði ekki raunin. Þeir segja að stærstu félögunum sé mikið í mun að ná fótfestu í Bandaríkjunum til að geta selt meira af varningi og auka þannig sölutekjur sínar. Það eru dollaramerki í augum evrópskra knattspyrnuliða en þó eru blikur á lofti hema@mbl.is Fótboltinn sækir austur og vestur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.