Morgunblaðið - 31.03.2005, Síða 6

Morgunblaðið - 31.03.2005, Síða 6
P aul Dundes Wolfowitz verður vænt- anlega skipaður forseti Alþjóða- bankans þegar bankaráð hans kem- ur saman í dag. Útnefning hans í stól James Wolfensohns, sem gegnt hefur embættinu í tíu ár, hefur vakið miklar deilur, sérstaklega í Evrópu. Hörðustu gagn- rýnendurnir halda fram að Wolfowitz muni nota bankann til að framfylgja stefnu George W. Bush Bandaríkjaforseta í utanríkismálum, fremur en að tryggja hagsmuni fátækustu ríkja heims. Þeir segjast óttast að undir stjórn Wolfo- witz verði sú regla bankans um að hlutast ekki til um pólitík í löndunum, sem hann styrkir, brotin. Ekkert bendir þó til að Evrópuríki hygg- ist leggja stein í götu Wolfowitz og nýtur hann m.a. stuðnings Breta, Frakka og Þjóðverja. Skipun hans er því í raun aðeins formsatriði. Hefð er fyrir því að Bandaríkjamenn útnefni yfirmann Alþjóðabankans, en ríki Evrópu yf- irmann Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. 184 ríki standa að bankanum. Leggja Bandaríkin mest af mörkum og eiga í honum 17% hlut. Ríki Evr- ópu eiga hins vegar mest í bankanum, eða 30% samanlagt. Alþjóðabankinn hefur tekið miklum breyting- um í tíð Wolfensohns og segja margir að hann hafi bjargað stofnuninni, sem hafi verið komin á alvarlegar villigötur. Engu að síður er bankinn gagnrýndur á mörgum sviðum. Hann er sak- aður um að virða umhverfismál vettugi og valda meiri skaða en framförum í hagkerfum í vanda. Lánþegar kvarta undan því að ekki sé hlustað á þá og bankinn fari sínu fram hvað sem líði kring- umstæðum. Þá er því haldið fram að skrifræðið í bankanum sé útbelgt og óvirkt, sem leitt hafi til endalausra deilna milli bankaráðsins og stjórn- enda bankans um fjármál hans, eins og Peter Woicke, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Al- þjóðabankanum, bendir á í grein í Financial Times. En hann bætir við að engin stofnun hafi yfir að ráða jafnmikilli sérþekkingu á þróunar- málum, hafi jafnmikið bolmagn til að rannsaka fátæktarmál eða jafnmikla reynslu af því að meta innviði þróunarríkja: „Hver einasti þjóð- arleiðtogi getur borið því vitni að eina stofnunin, sem getur lagt fram með hraði trúverðugt og yf- irgripsmikið mat á þörfum þjóðar í efnahags- málum, félagsmálum og uppbyggingu er Al- þjóðabankinn.“ Lykilmaður hjá Bush Wolfowitz sat í gær fyrir svörum evrópskra ráðamanna í boði Evrópusambandsins. Á fund- inum voru bæði fjármálaráðherrar og ráðherrar þróunarmála, en aðeins einn þeirra hafði gagn- rýnt útnefningu hans opinberlega. Heidemarie Wieczorek-Zeul, þróunarmálaráðherra Þýska- lands, sagði að Evrópa væri ekki beinlínis að drukkna í hrifningu á Wolfowitz. Það er ekki að ástæðulausu að spurningar vakni við tilnefningu Wolfowitz. Hann er heilinn á bak við lykilþætti í utanríkisstefnu Bush, sem kallar hann Wolfie, og lagði grunninn að stefnu Bandaríkjastjórnar í málefnum Íraks. Honum hefur verið legið á hálsi fyrir að hafa ekki viljað senda nógu mikinn liðsafla til Íraks og segja gagnrýnendur að hann hafi verið bláeygur þeg- ar hann hélt því fram að Írakar myndu hylla Bandaríkjamenn og færa þeim blómvendi þegar þeir kæmu til að steypa Saddam Hussein. Wolfowitz telur að sýna eigi einræðisherrum hörku og innrásin í Írak var í anda þess, þótt gagnrýnendur segi að þau rök hafi ekki orðið áberandi í málflutningi stjórnar Bush fyrr en ljóst varð að Hussein átti hvorki gereyðingar- vopn né tengdist Al-Queda. Wolfowitz er 61 árs gamall. Hann er fræði- maður og var um skeið yfir alþjóðastjórnmála- skóla sem kenndur er við Paul H. Nitze og til- heyrir Johns Hopkins-háskóla. En hann á að baki langan feril í bandaríska stjórnkerfinu og hefur starfað undir sex forsetum. Hann er í þeim áhrifamikla hópi, sem James Mann fjallar um í bók sinni „Rise of the Vulcans“. Hann nefn- ir sex manns til sögunnar, Wolfowitz, Richard Armitage aðstoðarutanríkisráðherra, Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra, Dick Cheney varaforseta, Colin Powell, fyrrverandi utanrík- isráðherra, og Condoleezzu Rice, núverandi ut- anríkisráðherra. Þessi hópur hefur kennt sig við Vúlcanus, sem var guð elds og smíða í róm- verskri goðafræði, og vísar heiti bókarinnar til þess. Mann segir að líkt og George Kennan og félagar hans hafi mótað bandaríska utanríkis- stefnu eftir heimsstyrjöldina síðari og Robert MacNamara og félagar í stjórn Kennedys á tím- um Víetnamstríðsins hafi þessi hópur mótað ut- anríkisstefnu núverandi stjórnar. Undarlegt afsprengi hippatímans Pólitísk hugsun Wolfowitz mótaðist á sjöunda áratugnum, hippatímanum, þótt á þeim tíma hafi vinstrimenn verið mun meira áberandi í fræðilegri, pólitískri umræðu. Eins og Mann bendir á virtist á þeim tíma algengast að íhalds- samir stúdentar gengju í raðir ungra demó- krata, en hinir róttæku gerðust byltingarsinnar. Vinsælustu bækurnar í bandarískum háskólum snerust um það hvernig ætti að hemja vald Bandaríkjanna. Á sama tíma varð einnig hug- myndafræðileg þróun, sem leitaði í hefðbundin gildi fortíðar og vakti litla athygli. „Á sínum tíma virtist þessi hreyfing hafa lítil áhrif á bandarískt stjórnarfar og stefnu, í það minnsta í saman- burði við straumana á vinstri vængnum, sem þrýstu af krafti á að Bandaríkjamenn hyrfu frá Víetnam og höfðu erindi sem erfiði,“ skrifar Mann. „Engu að síður hefur þessi að því er virt- ist litla og öndverða háskólahreyfing haft meiri og varanlegri áhrif á bandaríska stefnumótun en hreyfingin gegn stríðinu. Við upphaf 21. ald- arinnar var hin nýja vinstrihreyfing Víetnam- tímans löngu dáin og grafin. Hins vegar blómstraði hin íhaldssama háskólahreyfing sjö- unda áratugarins. Fylgismenn hennar gegndu valdastöðum í stjórn George W. Bush. Í miðju þessara hugmyndafræðilegu strauma þar sem hægri kenningar mæta bandarískri utanríkis- stefnu í verki var Paul D. Wolfowitz, aðstoð- arvarnamálaráðherra Bush.“ Faðir hans, Jacob Wolfowitz, fæddist í Pól- landi, fluttist tíu ára til Bandaríkjanna með for- eldrum sínum, en margir nánustu ættingja hans létu lífið í helför gyðinga. Paul Wolfowitz virtist ætla að feta í fótspor föður síns og í Cornell- háskóla, þar sem faðir hans kenndi, hóf hann nám í stærðfræði og efnafræði. Hann varð hins vegar fyrir miklum áhrifum af Alan Bloom, sem kenndi stjórnspeki við Cornell, og var fyrir- myndin að höfuðpersónu bókarinnar Ravelstein eftir Saul Bellow. Mann bendir reyndar á að í skáldsögu Bellows komi bæði Wolfowitz og faðir hans fyrir. Ein persónan í bókinni nefnist Philip Gorman og er fyrrverandi nemandi Ravelsteins, sem komist hefur til metorða í varnarmálaráðu- neytinu líkt og Wolfowitz. Faðir Gormans kenn- ir tölfræði við sama háskóla og Ravelstein, eins og Jacob Wolfowitz og Bloom gerðu í raun í Cor- nell. Bloom var einn af lærisveinum heimspekings- ins Leo Strauss, sem kenndi við stjórnmála- fræðideild Chicago-háskóla og hafnaði meðal annars þeirri afstæðishyggju, sem hann taldi gegnsýra hugsun nútímans. Strauss er lærifaðir og fyrirmynd hinna svokölluðu nýju íhalds- manna í Bandaríkjunum. Hann lagði í fræðum sínum ekki línurnar í utanríkispólitík, en það var í hans anda, sem Ronald Reagan fordæmdi Sov- étríkin sem „heimsveldi hins illa“. Það var sömu- leiðis í anda Strauss, sem Bush veittist að „öx- ulríkjum hins illa“, Írak, Íran og Norður-Kóreu, í frægri stefnuræðu. Þegar kom að því að Wolfowitz skyldi halda áfram námi eftir Cornell-háskóla hafði áhuginn á raunvísindum vikið fyrir öðru. Hann hafði lesið mikið bæði um ofsóknir nasista á hendur gyð- ingum og kjarnorkuárásir Bandaríkjamanna á Hiroshima og Nagasaki. Hann hefur sagt að hann hafi ákveðið að breyta til vegna þess að hann vildi leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir kjarnorkustríð. Fræðimaður og stríðshaukur Wolfowitz ákvað að sækja um í stjórnmála- fræði og alþjóðastjórnmálum. Hann komst bæði að í Harvard og Chicago og kaus síðarnefnda skólann vegna þess að Strauss var þar enn við kennslu, þótt þeir yrðu aldrei nánir. Wolfowitz lauk doktorsprófi og kenndi um skeið við Yale- háskóla, en komst að því að hann kunni betur við sig í stefnumótun en heimi fræðanna. 1973 var hann ráðinn á skrifstofu afvopnunarmála í utan- ríkisráðuneytinu og starfaði næstu 20 árin ýmist þar eða í varnarmálaráðuneytinu. Hann var sendiherra í Indónesíu um skeið og komst síðan til áhrifa í stjórn Bush. Wolfowitz hefur verið mörgum ráðgáta, ekki síst vegna þess hvað hann hefur verið herskár þrátt fyrir sinn akademíska bakgrunn og kyrr- látt fas, svo vitnað sé í grein um hann, sem birt- ist í The New Yorker fyrir áramót. „En mesta furðu margra vekur kannski það samband, sem Wolfowitz virðist ná við George W. Bush,“ segir síðan í greininni. „Hvernig getur maður, sem er svona greindur og víðlesinn, talað og meira að segja að því er virðist hugsað svona líkt George Bush? Fyrir utan framsetninguna – Wolfowitz talar í heilum málsgreinum og Bush notar tals- máta, sem er honum eiginlegur – er vart hægt að greina á milli þess tungumáls, sem þessir tveir menn nota þegar þeir fjalla um Írak. Það er hinn sláandi tónn kristilegrar sannfæringar: „illt gegn góðu“, „tilbeiðsla dauðans“ og „heim- speki örvæntingarinnar“ gegn „ást okkar á líf- inu og lýðræðinu“. Auk Bush sjálfs er Wolfowitz nú jafnvel einn hinna síðustu sanntrúuðu.“ Alþjóðabankinn var stofnaður árið 1945 til þess að ýta undir framfarir í þróunarríkjunum. Ógrynni fjár hafa farið í gegnum bankann til skjólstæðinga um allan heim og árangurinn er umdeildur. Þegar Wolfowitz ræddi við ráðherra Evrópuríkjanna í Brussel í gær kvaðst hann hafa í hyggju að setja saman „fjölþjóðlega“ yf- irstjórn í Alþjóðabankanum án þess að fjalla sérstaklega um kröfu Evrópusambandsins um háttsetta stöðu í bankanum. „Það er mjög mik- ilvægt … að yfirstjórn bankans endurspegli þá staðreynd að hann er fjölþjóðleg stofnun,“ sagði hann þegar hann var spurður hvort hann myndi skipa varaforseta frá Evrópu. „Hún þarf að end- urspegla að Evrópuríkin sem hópur leggja mest fram til bankans. En hún þarf einnig að end- urspegla til fulls fjölbreytni bæði þeirra, sem leggja af mörkum og taka við.“ Wolfowitz hefur verið skilgreindur sem stríðshaukur í stjórn Bush og það er réttnefni þegar Íraksstríðið er annars vegar. Hins vegar hefur hann einnig sagt að hann sé veikur fyrir málstað þeirra, sem minna mega sín, og ferðalag hans til Suður-Asíu til að meta tjónið eftir flóð- bylgjuna annan í jólum hafði mikil áhrif á hann. Wolfowitz sagði í samtali við New York Times að Alþjóðabankinn, sem ákvarðaði þróunar- stefnu í þriðja heiminum og hið nýja starf væri því rökrétt skref í viðleitni hans til að breiða út mannréttindi og pólitískt frelsi í heiminum. „Efnahagsleg þróun ýtir undir pólitíska þróun og því gerði ég mér fyrir alvöru grein fyrir við flóðbylgjuna í Asíu,“ sagði hann. Gagnrýnendur Wolfowitz hafa lýst yfir áhyggjum af því að hann muni breyta Alþjóða- bankanum og nota hann til að koma stefnu Bush á framfæri, en það gæti líka allt eins hent að bankinn breyti Wolfowitz. Úlfur í Alþjóðabankanum Alþjóðabankinn er umdeild stofnun. Það á ekki síður við um Paul Wolfowitz, sem Bandaríkjamenn hafa lagt til að taki við stjórnartaum- unum í bankanum af James Wolfensohn. Karl Blöndal fjallar um bankann og vænt- anlegan yfirmann hans. Reuters Paul Wolfowitz „Efnahagsleg þróun ýtir undir pólitíska þróun og því gerði ég mér fyrir alvöru grein fyrir við flóðbylgjuna í Asíu.“ kbl@mbl.is 6 B FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.