Morgunblaðið - 31.03.2005, Page 9

Morgunblaðið - 31.03.2005, Page 9
������� ��� � ���������� �� � ��� ��������� � ���� ��� ���� � �������������� BETRI TÖLVULAUSNIR IBM netþjónar og VMware auka hagræðingu og sveigjanleika Landsbanka Íslands tókst með IBM eServer xSeries netþjónum og VMware hugbúnaði að fækka um 100 netþjóna í starfsemi bankans á sex mánaða tímabili. Mikil einföldun í rekstrarumhverfi Ástæða þessarar miklu hagræðingar og einföldunar í rekstrarumhverfi er meðal annars sameining á netþjónum en VMware gerir Landsbankanum t.a.m. kleift að flytja sýndarvélar í fullri vinnslu á milli netþjóna án þess að þjónusta við tengda notendur rofni. Þannig er t.d. hægt að færa alla starfsemi af einum þjóni yfir á annan þegar þarf að stækka eða viðhalda án þjónusturofs. Þá er með skjótum hætti hægt að búa til sýndarnetþjóna með því að afrita nokkrar skrár en slíkt er ómetanlegt fyrir þróunar-, prófunar- og kennsluumhverfi. „On Demand” – Bætt við afli eftir þörfum xSeries 445 netþjónar, oft kallaðir „brick” eða „múrsteinar”, eru afar sveigjanlegir þar sem þeir gera fyrirtækjum kleift að bæta við afli eftir þörfum með einföldum hætti. Auk þess bjóða þeir upp á mikil afköst og rekstraröryggi vegna nýtingar tækni úr stórtölvuumhverfi IBM. Samkvæmt Gartner Group geta xSeries netþjónar verið allt að 70% hagkvæmari í rekstri en netþjónar frá samkeppnisaðilum. Byltingarkenndur hugbúnaður fyrir Intel netþjóna VMware er byltingarkenndur hugbúnaður fyrir Intel netþjóna sem býr til sýndarvélar og gerir mögulegt að flytja Intel netþjóna á milli véla án þess að vinnsla stöðvist. Hugbúnaðurinn er notaður jafnt fyrir smátölvur sem stærstu netþjóna en markmiðið er að lágmarka heildarkostnað við tölvureksturinn og hámarka umsjónarmöguleika, sveigjanleika og hagkvæmni. Landsbankinn fækkar um 100 netþjóna á sex mánuðum Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Nýherja sem bjóða þér faglega ráðgjöf við val á réttu lausninni. Síminn er 569 7700 og netfangið er tolvulausnir@nyherji.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.