Morgunblaðið - 31.03.2005, Page 12

Morgunblaðið - 31.03.2005, Page 12
sótt mikið nýtt eigið fé inn á mark- aðinn. Enda eru viðskiptabankarnir hlutafélög og eiga því mjög auðvelt um vik í þeim efnum.“ Sterkur grunnur Stofnfé SPRON verður þrefaldað á næstunni, en það mun skila nálægt 1,3 milljörðum króna í nýtt eigið fé inn í sparisjóðinn. Þetta var sam- þykkt á aðalfundi SPRON í byrjun marsmánaðar. Guðmundur segir að sparisjóðurinn hafi vaxið mjög mikið að undanförnu. Nauðsynlegt sé að hafa sterkan grunn til að byggja á til frekari sóknar og til að auka sam- keppnishæfni sparisjóðsins. Því hafi verið ákveðið að auka stofnféð. Að sögn Guðmundar horfir þróun- in á fjármálamarkaði öðru vísi við sparisjóði eins og SPRON annars vegar, og viðskiptabönkunum hins vegar. Hann segir að það stafi fyrst og fremst af mismunandi áherslum. Megináherslurnar hjá SPRON séu áfram eins og verið hefur einstak- lingurinn og miðlungsstór og lítil fyr- irtæki á Íslandi. Þess vegna kalli vöxtur SPRON ekki á eins mikla eig- infjáraukningu og hjá viðskiptabönk- unum, en þó talsverða. Hann segir að íbúðalán SPRON hafi ævinlega verið mikilvægur þátt- ars komið fram í skoðanakönnunum, enda hafi sparisjóðirnir stöðugt verið að styrkja stöðu sína á markaðinum. „Það sama á við víða erlendis. Sparisjóðirnir eru gríðarlega öflugir í mörgum af nágrannalöndunum, til dæmis í Noregi, Þýskalandi, á Spáni og í mörgum öðrum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Fjármálafyrir- tæki sem eru smærri í sniðum og persónulegri höfða greinilega til al- mennings og því hafa sparisjóðirnir víðast hvar verið að eflast. Viðskiptabankarnir hér á landi hafa stækkað mikið, en það hefur að- allega verið á sviði alhliða fjármála- þjónustu og gagnvart fyrirtækjum og fyrirtækjasamsteypum. Þeir hafa á mjög skemmtilegan hátt verið að brjóta blað og blása til sóknar er- lendis, og tekist það mjög vel. Við getum öll verið stolt af þeirri vel- gengni sem þeir hafa notið. Hér heima hefur stækkun eða sókn við- skiptabankanna að stærstum hluta snúið að fyrirtækjum og þá sérstak- lega stærri fyrirtækjum, að undan- skilinni sókn þeirra á íbúðalána- markaðinn að undanförnu. Þeir hafa stutt vel við bakið á þeim fyrir- tækjum sem hafa verið að fjárfesta myndarlega bæði hér heima og er- lendis, og til þess að efla sig hafa þeir M eð nýju skipuriti SPRON, sem tók gildi 1. mars síðast- liðinn, er verið að skerpa línurnar í starfseminni varðandi afkomuþætt- ina,“ segir Guðmundur Hauksson. „Markmiðin og áherslurnar eru skýrari en áður þótt allar meginlín- urnar í starfseminni séu í raun þær sömu og verið hefur. Þetta er því ekki bylting heldur erum við að breyta til að ná betri árangri á þeim sviðum sem við erum að keppa á. Það má segja að við höfum haldið okkur til hlés að undanförnu, eftir að Alþingi kom í raun í veg fyrir hluta- félagavæðingu sparisjóðsins. Við værum komin lengra í uppbygging- unni ef áform okkar hefðu gengið eft- ir, en við njótum þess hins vegar að stemmningin í þjóðfélaginu er góð í garð sparisjóðanna. SPRON er því á beinni braut til að sækja fram og hið nýja skipurit mun efla okkur mjög í þeirri sókn.“ Sparisjóðir njóta hylli Guðmundur segir ljóst að sparisjóð- irnir njóti mikillar hylli. Einstakling- ar vilji eiga sín viðskipti við fyrirtæki sem byggi rekstur sinn á persónu- legri þjónustu. Þetta hafi meðal ann- ur í starfseminni og að mikill vöxtur hafi fylgt þeirri samkeppni sem hófst síðastliðið haust í þeirri þjónustu. Íbúðalánin séu reyndar góð lán því þau séu traust og bindi minna hlutfall af eigin fé en ýmsar aðrar tegundir útlána. Það breyti þó ekki því að eig- infjárþátturinn þurfi að vera sterkur. Skýrari áherslur „Með skipulagsbreytingunum erum við að styrkja stöðu okkar í þeirri hröðu þróun sem á sér stað á mark- aðinum,“ segir Guðmundur. „Okkur hefur gengið mjög vel á þeim sviðum sem við höfum keppt á. Undanfarin ár hefur starfsgrunnur SPRON ver- ið að víkka, til að mynda með kaupum á Frjálsa fjárfestingarbankanum. Eins höfum við látið NB netbankann þróast sjálfstætt í samkeppni við SPRON og önnur fjármálafyrirtæki. Það sem við erum hins vegar að gera með hinu nýja skipuriti er að skerpa starfsemi hvers þáttar og efla hana í verðbréfaþættinum, kortastarfsem- inni og sparisjóðarekstrinum sjálf- um. Það var þess vegna sem við réð- umst í það verkefni að teikna upp nýtt skipurit þar sem allar megin- áherslurnar koma skýrt fram. Þar fyrir utan eru gerðar mjög skýrar kröfur til árangurs af rekstri hverrar einstakrar einingar. Og þegar það allt er lagt saman þá fáum við út heildarafkomu sem á að skila okkur viðunandi ávöxtun á eigið fé.“ Skýrt afmörkuð svið Hið nýja skipurit SPRON byggist á svonefndu matrixu- eða fléttuskipu- lagi. Sérhvert hinna sex afkomusviða sparisjóðsins er skýrt afmarkað, en þjónustusvið, fjárhagssvið og upp- lýsingatæknisvið eru tekin til hliðar, og þjóna þau öllum afkomusviðunum sex. Samkvæmt hinu nýja skipuriti mun Guðmundur Hauksson einbeita sér að árangri fyrirtækjaheildarinn- ar og því hefur Ólafur Haraldsson, staðgengill Guðmundar, tekið við framkvæmdastjórn sparisjóðastarf- seminnar auk þess að vera yfir upp- lýsingatæknisviðinu. Undir hann heyrir rekstur allra útibúa SPRON og þeir þættir aðrir sem hefðbundin sparisjóðastarfsemi stendur fyrir. Kortastarfsemi SPRON myndar sér afkomueiningu sem Kristján Harðarson veitir forstöðu. Guð- mundur segir að kortastarfsemi sé stöðugt vaxandi í bankaþjónustu og hún hafi tekið yfir og nánast útrýmt útgáfu tékka og ávísana, sem hafi áð- ur verið stór þáttur í bankaþjónustu. Þriðja meginstoðin í starfsemi SPRON eru Markaðsviðskipti, en framkvæmdastjóri þeirra er Jón Hallur Pétursson. Segir Guðmundur að þessi þáttur í starfsemi SPRON hafi skilað sparisjóðnum bestri af- komu undanfarin ár. SPRON Verðbréfum er stýrt af Kristni Inga Lárussyni. Undir þessa einingu heyrir fyrst og fremst verð- bréfaþjónusta og eignastýring fyrir viðskiptavini sparisjóðsins. Að sögn Guðmundar er þetta mjög vaxandi þáttur í starfseminni. NB Netbankinn er eingöngu starf- ræktur á Netinu. Geir Þórðarson er framkvæmdastjóri NB og hefur stýrt honum frá upphafi. Guðmundur segir að Netbankinn hafi upphaflega Sókn með nýju skipuriti Nýtt skipurit fyrir SPRON tók gildi 1. mars síðastliðinn. Guð- mundur Hauksson, sparisjóðsstjóri, sagði Grétari Júníusi Guð- mundssyni að hið nýja skipurit væri liður í því að efla sparisjóðinn til enn frekari sóknar á fjármálamarkaði. Morgunblaðið/Þorkell Skýrari línur Guðmundur Hauksson segir að markmiðin og línurnar séu skýrari hjá SPRON með nýju skipuriti. #&*8(   '()*+ #, # - Q 8 N    8 (&1 3    7  *  3'7 : 3' '()*+ ./  ) 3 N 7   8 (&1 3' '()*+ $ 0#1 !#0, .' N  R?  8 (&1 3' '()*+ %"  2 )  >  8 (&1 3' +3 +"1 0  5'7   *  3'7 : 3' 4#  4 "#& 0 )  93   8 (&1 3' 5 -##! N *    '8 (&1 3 4 &##! Q 1  )  8 (&1 3 6,,7#&80#! Q 8N    8 (&1 3 '9:;)+ < " #0/ 5'N    =81/&>4#7 & RS  8 +7( 7 ', # -## -  7( N &  5 -/&?"&# ) 3 N 7   8 (&1 3 12 B FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ 

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.